Morgunblaðið - 13.01.1952, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.01.1952, Blaðsíða 8
' •'• f s MORGUNBLAÐIÐ Surmudagur 13. janúar 1952 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Eitstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 18.00 á mánuði, iimanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Kr. 1,25 með Lesbók. Fráleitur liuysunarháilur ENDA ÞOTT okkur Islendinga greini á um margt erum við þó allir sammála um það, að við viljum búa við sem bezt og öruggust lífskjör. Væntanlega greinir okkur heldur ekki á um það, að stefna beri að því, að gera lífskjör einstaklinganna og alla aðstöðu eins jafna og frek- ast er kostur. Um hitt greinir okkur verulega á, hvermg hsegt sé að ná þessu marki. Ef athuguð er stefna og barátta stærsta stjórnmálaflokks þj óðarinnar, Sj álfstæðisflokksins, fyrir bættum lífskjörum hennar verður það augljóst, að hann hef- ur talið það frumskilyrði fyrir góðri afkomu, að tryggja henni góð atvinnutæki til lands og sjávar. Það er og hefur jafnan verið skoðun Sjálfstæðismanna, að öflug framleiðslustarfsemi sé hyrningarsteinn framfara og um- bóta. Þess vegna hafa þeir lagt megináherzlu á að treysta þenn- an grundvöll. Enda þótt Sjálfstæðisflokkur- inn hafi allt frá stofnun sinni fyrir rúmum 20 árum starfað ötullega að þessu marki munar þó mest um það átak hans, er hann hafði forystu um að sá stundargróði, sem þjóðinni hlotn- aðist í síðustu heimsstyrjöld, yrði hagnýttur til stórfelldustu atvinnuHísumbóta, sem unnar hafa verið hér á landi. Það hefir verið sagt að þær umbætur hafi verið unnar of hratt og vel má vera að svo hafi verið. En það breytir ekki þeirri höfuðstaðreynd að með því var lagður grundvöllur að stórauknum framleiðsluafköst um í sjávarútvegi, landbúnaði og iðnaði. Án þessara auknu afkasta og aukinna atvinnu- möguleika fyrir þiisundir manna í landinu, hefðu lífs- kjör þjóðarinnar hlotið að skerðast stórkostlega, svo að segja um leið og styrjöldinni lauk. Án þeirra hefði heldur ekki verið unnt að halda uppi íullkomr.u kerfi almanna- trygginga og margháttuðum félagslegum öryggisráðstöfun- um, sem síðan hafa verið framkvæmdar. Það, sem mestu máli skiptir þess vegna nú er það, að þjóð- j in á þessi taeki til þess að bjarga sér með og þau verða' ekki af henni tekin. Þau eru hinn raunverulegi skapari þjóðarauðsins og um leið þjóð mat á möguleika okkar til þess að njóta góðra lífskjara. En það brestur mjög verulega meðal margra íslendinga í öllum stéttum þjóðfélags okkar. Sú skoðun skýtur alltof víða upp kollinum, að í raun og veru komi hagur atvinnulífs og framleiðslu Uífskjörunurn ekkert við. Við I þurfum ekki að miða eyðslu okk- ar og lífskjör neitt við það, I hvernig fiskast eða hvernig land- ^búnaðinum vegnar. Við getum flutt inn vörur og keypt þæ_*; alveg án tillits til þess, hvernig höfuðatvinnuvegir okkar ganga. Við getum einnig ákveðið kaup daglaunamanna og opinberra starfsmanna án þess að hafa nokkra hliðsjón af rekstri at- vinnutækja okkar. Það er vegna þess, hversu furðulega algengur þessi fráleiti hugsunarháttur er, sem hægt er að fá fjölda manna til þess að trúa þeirri blekkingu, að erfið- leikar þjóðarinnar nú spretti beinlínis af því, að landinu sé illa stjórnað, að ríkisstjórnina bresti skilning á þörfum fólks- ins fyrir atvinnu og afkomuör- yggi- Þessi afstaða er svo yfirborðs- leg að undrum sætir að nokkur skyni borinn maður skulj láta orða sig við hana. Þorri íslendinga veit, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur á undanförnum árum barizt þróttmikilli baráttu fyrir bætt um lífskjörum þeirra. Flokk- urinn mun halda þeirri bar- áttu áfram. En hann hlýtur að gera þá kröfu til almenn- ings, sinna eigin kjósenda og annarra hugsandi manna, að , þeir láti ekki upplausnaröfl þjóðfélagsins hrekja sig frá í rökréttri hugsun, enda þótt erfiðleikar innlends misæris og utanaðkomandi áhrifa bitni á þeim um stundarsakir. arauðurinn sjálfur. Fram- leiðsla þeirra er það, sem kem ur til skiptanna milli einstakl- inganna, það sem ræður lífs- kjörum þeirra og afkomu. Þegar á þetta er litið verður sú staðreynd ekki sniðgenginn, að Sjálfstæiðsflokkurinn hefur átt ríkari þátt í því en nokkur annar stjórnmálaflokkur að bæta lífskjör íslenzku þjóðarinnar,' tryggja henni atvinnu og félags- öryggi. Á þessum grundvelli einum er hægt að halda áfrarh að vinna þær umbætur, sem ógerðar eru. En þær eru að sjálfsögðu fjöl- margar. Og víst er þessari þfóð hollt að gera meira að því að treysta stoðir framtíðar sinnar en miklast af því, sem áunnizt hefur. En henni verður umfram allt að vera fullljóst, á hverju farsæld hennar í framtíðinni hlýtur að byggjast. Hún byggist á því, að við leggjum raunhæft fasleignamalshfs KAPP ÞAÐ, sem Framsóknar- menn leggja á samþykkt frum- varps fjármálaráðherra um end- urskoðun fasteignamatsins sætir nokkurri furðu. Vitað er, að samþykkt þess hlyti að hafa í för með sér verulega hækkun á opinberum gjöldum fjölda manna í landinu. Nú er það hins vegar viðurkennt, að skattar og álög- ur séu orðnar svo háar hér, að ekki sé á bætandi. Þá er þess ennfremur að gæta að fyrir Al- þingi liggur nú tillaga til þings- ályktunar frá Sjálfstæðismönn- um um heildarendurskoðun skattalaga, þar á meðal tekju- skiptingu milli bæjar- og sveit- arfélaga annars vegar en ríkisins hins vegar. Fulltrúar allra flokka á þingi, nema Framsóknar- flokksins, hafa gagnrýnt þetta írumvarp og fært fram rpk gegn samþykkt þess. Nú fyxrí ir nokkrum dögum hefur Jó- hann Hafstein flutt tillögu um, að því verði vísað frá með rökstuddri dagskrá. Verður að vænta þess að hún verði samþykkt. Það er eðlilegasta meðferð málsins eins og það er í pottinn búið. VESTUR-ÞYZKALAND er vel á veg komið að verða craustasta ríki meginlandsins. Mestar eru framfarirnar í efnahagsmálum. I stjórnmálum verður staða ]ands- ins ágæt, þegar hernáminu af- léttir, og stofnun þýzkra her- sveita innan Evrópuhersins :nun enn á ný gera Þjóðverja beztu hermenn veraldarinnar. ÞÝZKA KRAFTAVERKIB Bandaríkjamenn í Bonn heyr- ast oft tala um býzka kraftaverk- ið. Eiga þeir við það, hve ótrú- lega vel hefir gengið viðreisn landsins. Og kraftaverkið á sér tvær meginrætur: Þýzka atorku- semi, þol og dugnað ásamt banda- rískri hjáfp. Vestur-Þýzkaland er í raun réttri við mörk komm- únistaríkjanna. Því er aðstoðin síður en svo skömmtuð úr hnefa. Efnahagslega, stiórnmálaieea og hernaðarlega verður Vestur- Þýzkaland innan skamms öflugra en Frakkland. Mest hefir orðið ágengt í húsa- smíðum. Landið, sem 1945 var að öllu leyti lamað, stendur nú undir meiri nýsmíði en nokkru sinni fyrr í sögu þess. 350.000 NÝJAR ÍBÚÐIR Á ÁRI Hann er fyrrverandi liðsfor- ingi sá, sem stýrir ráðuneytinu fyrir húsasmíðar. — Hér koma helztu tölur hans. Síðan sumarið 1948 hafa verið smíðaðar milljón nýjar íbúðir í Vestur-Þýzkalandi. í framtíðinni á að smíða 350 bús. nýjar íbúðir árlega. Hver íbúð kostar um 10 þús. mörk, þannig verður varið um 3,5 milljörðum marka til húsasmíða árlega. Og þessir milljarðar eru til í því landi, sem hefir tapað stærsta árásarstríði allra alda. Þessar miklu húsasmíðar hafa skapað markað fyrir ýmsar vöru- tegundir eins og húsgögn. Út- varpstæki eru líka í hópi þeirra vörutegunda, sem mestur mark- aður var fyrýtoum jólin seinustu. Síðan fall pýzka marksins var stöðvað 1948 hafa brjár kaup- skriður gengið yfir. Fyrst voru það matvælakaupin, svo fatnaðar kaupin og loks kaup heimilís- tækjanna. Bifreiðaumferðin í Vestur- Þýzkalandi er nú meiri en 1938. Hinn 1. okt. 1951 voru 55 bílar á hverja þúsund íbúa, en 1938 voru þeir 47. I útflutningnum hefir ekki minna gengið á. Vestur-Þýzka- land flytur nú út miklu meira en nokkru sinni fyrr og stendur ekkert Evrópuríki því á sporði. Á þriðja ársfjórðungi 1951 fluttu Þjóðverjar út fyrir 4,3 milljarða marka, en slíkt hefir aldrei kom- ið fyrir áður á jafnlöngum tíma. Og Vestur-Þýzkaland er ekkí framar skuldunautur greiðslu- bandalags Evrópu í París, eins og fyrir ári. Þjóðverjar eiga meira að segja hálfan milljarð marka inni. Framleiðslan vex jafnt og þétt. í sept. 1950 var hún 122,5% mið- að við 100% 1938. í sept. 1951 var hún komin upp í 131,5%. Og langt er frá að^ framleiðslan hafi náð hámarki. Á þessu ári verður milljörðum varið til skinasmíða, í kola- og járnnámur. Áætlanir hafa verið gerðar um að hefja vinnslu í nýjum námum Rúhr- héraðsins. Þess verður ekki langt að bíða, að Þjóðverjar láti mjög til sín taka við skipasmíðar og siglingar. METIN — OG ATVINNULEYSIÖ í En þegar ha fa verið sett met í Vestur-Þýzkalandi, sem eru allt annars eðlis. Á ofanverðu sein- ásta éri hafði verið smíðað þar leikhús, sem er stærst, glæsileg- así, dýrast og bezt búið tækni- lega af öllum leikhúsum Norður- álfunnar. Það er í verzlunarborg- inni Frankfurt Am Main og heit-- Fer initaa úmm frssi úr Frakfdsidl. A;'í;i\ft'^í^;V^V^'^í Þar sem áður voru rústir einar, rísa nýtízk hverfi upp úr vnni með undraverðum hraða. ösk- ir Grosses Haus. Kostaði það 8,3 1450 áhorfendur. Við það eru milljónir marka. Eru í því tvö ráðnir 500 leikarar og iðnaðar- hringsvið, það stærra er 37 metr- menn. Auk þess er hundrað ar í þvermál. Leikhúsið rúmar I Framh. á bls. 12. Velvakcmdi skrifar: vm daglega Líwmv Mara hvílir á mörgum manninum ÞESSA dagana gjóa vammlaus- ir borgarar augunum iil almanaksins og það kennir éin- hvers fáts í tilliti þeirra rétt eins og dauðadæmdur maður liti til klukkunnar seinustu mínúturnar áður en hann er leiddur til gálg- ans. Erfið skýrslugerð. Og svo fálma menn til ennis- ins eða eyrnasnepilsins allt eftir eðli hvers og upplagi. Það er eitt- hvað, sem þrengir að sálinni eða að minnsta kosti útskæklum henn ar. Ég hefi verið að velta því fyrir mér seinustu daga, hver skollinn væri á seyði. En ég vissi það ekki fyrr en í gærmorgun. þá rann upp Ijós fyrir mér, þegar ég fann skjal skjalanna myglað fyrir of- an skáp. Ég hafði alveg gleymt því, síðan bað kom til mín ein- hvern tíma fyrir jólin. Lán í hinni miklu þraut ÞEGAR menn keyptu sér synda- kvittanir aftur í pápisku, gæti ég trúað, að þeir hafi átt í harðri baráttu við ýmsa párta sálarinnar áður en þeir réðu við sig, hve rækilega þeir ættu að múta almættinu. Það eru sömu viðkvæmu depl- arnir, sem verða fyrir hnjaski, þegar að því kemur að fylla út skjal skjalanna í hverjum janúar mánuði. (Þeir voru svei mér heppnir á miðöldunum að hafa ekki skattaskýrslur líka). Plág- umar miklu gengu ekki heldur yfir nema ein í einu, eða ekki minnist ég þess. Hægt að kau|ra sér frið OG ÞESSAR þrautir manna stafa m.a. af því, að þeir hliðra sér í lengstu lög hjá að gera skattaskýrsluna. Er ekki frestur á illu beztur? Mörgum þyk- ir það. En það er mesti misskiln- ingur. Ef þjáður skattþegn hesp- aði skýrslugerðinni af, þá væri flestum pínslunum þar með lok- ið, að minnsta kosti í svip. Alveg eins var þeim farið, sem keyptu sér syndakvittunina. Á eftir var sál þeirra létt á sér eins og dúfa, engin vansæla, engin sút. En að vísu var kvittunin ckammgóður vermir líka. Vandamál, sem fylgir vetri FYRIR nokkru var í Daglega lífinu minnzt eins þess vanda sem jafnan fylgir vetri. Hálkan á götunni verður ekki frá honum skilinn. Hestar eru skaflajárnaðir á vetrum, þó að við verðum þess lítið vör í bæjunum. Þeim mun meir kynnumst við bílunum og keðjunum, sem er þeirra vörn við hálkunni. Fáir hafa líklega séð menn á keðjum, enda óalgengt. Og hvers vegna skyldi mannskapurinn ekki geta notazt við keðjurnar eins og iara,rtækin? Menn á keðjum E' G HEFI sjáifur átt þess kost að ganga á ke,ðjum, sem fram- leiddar hafa verið í þýzkri verk- smiðju, og þær voru afbragðs- góðar, Óvíst er, hvort fótakeðjur eru k boðstólum \ verzlunum, en Vafalítið eiga þær eftir að eign- ast marga formælendur. Ef ykkur þykir þetta fáfengi- legt, þá er það sennilega af því, að _um nýmæli er að ræða. Árlega brýtur fólk limi sína og skaddazt á annan hátt, af því að það fótar sig ekki á gljánni. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.