Morgunblaðið - 13.01.1952, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.01.1952, Blaðsíða 7
Sunnudagur 13. des. 1952. MORGVNBLAÐIÐ Hákon Bfarnason: A BA UPPPPHAF JOLA í HEIMSKRINGLU segir Snorri Sturluson frá því, að Óðinn hafi sett í lög, að menn skyldu blóta á miðjum vetri til gróðrar. Sú hátíð nefndist jól, og er talið að nafnið sé dregið af einu heiti Óðins. Fyrrum var jólahald haf- ið á hökunótt, sem var miðsvetr- arnóttin, og voru þá haldin þriggja nátta jól. Hákon konung- ur góði hafði tekið kristna trú í Englandi, og lét hann lögfesta, að jólin skyldu færð aftur um þrjár nætur, þannig að þau væru sam- tímis hinum kristnu jólum. Hann mælti og svo fyrir, að hver mað- ur skyldi þá eiga mælisöl og halda jól meðan öl entist, eða gjalda sektir ella. JÓLASIÐIR Samtímis jólahaldi hafa fram farið einhverjar helgiathafnir í samræmi við átrúnað manna, en nú mun svo komið, að enginn veit í hverju þær voru fóignar. I Noregi hefur samt sá siður haldizt til skamms tíma, og þekk ist ef til vill enn, að bændur færu út á jólanótt með fulla nýmjólk- urfötu og vökvuðu rætur fallegs og gamals grenitiés. Til þessa munu hafa verið valin tré, sem einhver helgi hvíldi á, en fyrrum bundu menn oít átrúnað við ein- stök tré og á stundum við ein- hverja trjátegund. Er auðskilið að hugur manna hafi beinst að sígrænum trjám um miðsvetrar- leytið, og hafa þeir þá hugsað svipað og Stephan G. mörgum öldum síðar, er hann orti: „Alein grær þú gaddinn við, greniskógarhlíðin, sem þar óhult eigi grið útlæg sumartíðin — blettur lífs á líki fróns, lands og vetrarprýðin." Á Englandi tíðkaðist og sá sið- ur að fara með vínkollu eða ölkút út að eplatré um jólin, syngja þar og dansa og drekka úr ílátinu, en heila dreggjunum yfir rætur! trésins um leið og menn kyrjuðu: óskir um mikinn ávöxt og góða! uppskeru. Englendingar skreyttu! og hús sín með mistilteini, sem er sígrænn laufviður, löngu áður! en þeir tóku upp jólatrén, en það var einhvern tíma á 19. öld- inni, að því er talið er. j Enginn mun vita með vissu, hvenær menn tóku upp á því að flytja grentré og grænar grein- ar inn í hús sín yfir jóiin. Því hefur verið haldið fram, að Þjóð- verjar hafi fyrstir fundið upp á þessu einhverntíma á miðöldum. En líklegt er þó, að siðurinn sé mikið eldri og uppruna hans má efalaust rekja til hins forna jólahalds. Miðsvetrarsólhvörf voru líka Ijcsahátíð, og ekki mun það nein tilviljun, að menn tóku upp á því að skreyta greinar trjánna með kertum. Kertin á greinaend- unum minna mjög á vorskrúð barrtrjánna um sólstöður, þegar hinar nýja greinar teygja sig eins og kerti á móti fjósi og yl, áður en barrið hefur breitt úr sér. Jólahald með sígrænum trjám og greinum á sér efalaust mjög langa sögu, þótt nú sé enginn kostur á að rekja hana. Af aug- Ijósum ástæðum hefur þessi sið- ur legið niðri á íslandi um marg- ar aldir, en nú hefur hann rutt sér til rúms meóal fólks, eink- um í kaupstöðum, og hann virð- ist orðinn svo rótgróinn að fjölda maniis f innast jólatrén alveg skil yrðislaus nauðsyn til þess að kveikja jóiaskapið. LENGI LIFIR í GÖMLUM GLÆÐUM Hver sá, sem ætti kost á að. standa við sölu á jólatrjárn og grænum grænum fyrir jólin, þeg- ar skortur er á hvorutveggja, yrði sjálfsagt undrandi yfir því, ©3:-© ugi8ioiBt.39r um josatre9 furuð'rsEitísir ogi L^itd- græðslusfóð og fleira IÞRÓTTIB BæjarhSufakeppmn í handknaífleik: ilusf urbæisigar eru lík- lepcsstir lil sigurs HANDKNATTLEIKSKEPPNIN milli bæjarhlutanna fjögurra hef- UI verið ákaflega skemmtileg og jöfn og sannarlega til upplifgunar og hvíldar frá stöðugri keppni örfárra félaga. Mikill fjöldi manna hefur fylgzt með keppninni, en henni lýkur í kvöld. Þetta tré hefur vaxið upp í Öskjuhlíðinni sunnanverðri. Var gróðursett þar á árinu 1945. (Ljósm. Mbl. Ól. K. Magnússon). hversu mjög mönnum og konum er hugað um að ná í grænar greinar, sem tákn um hækkandi sól og komandi vor. Fjöldi manns sver og sárt við leggur, að jólin fari alveg fram hjá þeim, nema þeir hafi eitthvað grænt til að skreyta með heimili sín. Og kaupin á hinum dýru og yí:r- leitt ilía ge:ðu gerfiti;i.i ía'.a skýru máli. Hfh íorr.a 02 V$P- haílega ástæEa tl! jó'chc.lds á sér enn sterk ít'Jk í hugum manna. Þegar sú fregn barst um bæinn, að jólatré og grenilim kæmi ekki t.;l landsins af ótta við að gin- og klaufaveiki bærist hingað, varð varla vært á skrifstofu skógræktarinnar sakir sífelldra hringinga og fyrirspurna um, hvort ekki væri unnt að útvega hinum og þessum jólatré eðí » greinar. Að visu hefði þess verið kostur, að fella nokkra tugi eða hundruð grenitrjáa, en slíkt hefði verið líkt og að hella olíu í eld, að taka upp á slíku. Hinsvegar var horfið að því ráði, að grisja cg fella eins mikið af fjallafuru og kostur væri á, og reyna á þann hátt að bæta nokkuð úr skortin- um á greinum til skreytinga. En sakir þess, hve skammur tími var til jóla, var erfitt að afla furunnar, og ekki bætti það úr skák, að suma dagana var tíð mjög stirð. Á stríðsárunum var stundum skortur á jólatrjám, og tóku ýms- ir þá upp á þvi að skreyta með fjallaíurugreinum, og eins árið sem viðskiptanelndin sáluga bannaði innfiutning á trjám í sparnaðarskyni. En þau ár, sem grenilim hefur verið á boðstól- um, hefur sala furugrcina verið miklu dræmari, og á stundum lítill hagnaður af sölunni. Þess hefur þó orðið vart, að sa^.a furu- greina fer nokkuð vaxandi af því, að fólk hefur teki'ð eftir, að furugreinar fella ekki barrið og standa þær grænar alveg fram til páska eða lengur, ef þær erU hafðar í vatni. Virðist ekki vafi á að eftirspurn eftir furunni muni aukast á næstu árum, hvað sem innfiutningi grenis iiður. Þótt fjallafuran sé ekki nema runnur og geti aldrei orðið að tré, má hún þó eiga það, að hún hefur yljað mörgum um hjartaræturnar um jólin á und- anförnum árum, og hún er lang- drægt búin að enaurgreiða allan þann kostnað, sem leiadi ai gróð- uisetningu hennar meo voxtum og vaxtavöxtum. Fura sú, sem tekin var nú fyrir jólin, kom einkum fiá Rauða- vatni og Þingvöllum. Ofurlítið kom austan af ""Éíallormsstað og svolitið var sent frá "voglurii vestur í Skagaíjöið. INNFLUTNINGUR JOLATRJAA Fiugieiag lsíands f lutti til lands ins 700 tre, og varð það til þess, að samkomunús og barnaskólar gátu fengið sómasamleg tré. Var betra en ekki að fá trén hingað, „jótt verð þeirra væri mjög hátt af skiljaniegum ástæðum. Arlega eru notuð sér um 12000 jólatré og um 20 tonn af greni- limi, þegar kostur er á að flytja inn eftir þöríum. Þessar vorur eru tollaðar afarhátt. Nema að- flutningsgjöld um 110% 3f inn- kaupsverði og f armgjaldi, þar við bætist svo bátagjaldeyrir og sölu skattur. Er því sízt að furða, að verð jólaírjáa sé hátt hér á landi. í fyrra flutti Landgræðslusjóð ur inn um helming allra ióla- trjáa. Var þá hámarksverð á þeim samkvæmt boði verðlags- stjóra, en fyrir hagstæð innkaup græddist sjóðnum drjúgum fé á þessari sölu. Fyrir þessi jól var enn ráSist í að kaupa jólatré, r.okkru meira magn en í fyrra, en kaupverðið var enn hagstæð- ara, svo að þrátt fyrir bátagjald- eyri heíði verið unnt að selja trén með svipuðu eða lítið eitt hærra verði en í fyrra. En fyrir innflutningsbannið varð sjóður- inn hér af verulegri tekjuaukn- ingu. LANDGRÆDSLUSJÓÐUR OG EFLING HANS Landgræðslusjóður er enn ekki ncma róskar kr. 600 þúsund, og er því lítilvirkur á móts við það, sem hann gæti verið. í eina tíð liafði hann fengið vilyrði fyrir Framh. á bls. 11. SKAPSTIRÐIR LEIKMENN ? Á föstudagskvöldið fóru fram tveir Ieikir. Sá fyrri milli Aust- urbæjarliðsins og Hlíðaliðsins, en sá síðari milli Kleppshylting^ og Vesturbæinga. Fyrri leikurinn var ekki inargra mínútna gamall, er skapvonska nokkurra leikmanna Hlíðaiiðsins hafði sett svip sinn á hann. Gerði hún út um allan fínan samleik beggja liðanna, þó Snorri, Kjart- an og Halldór úr Austurbæjarlið- inu og Jón Erlendsson úr Hlíða- liðinu gerðu sitt ítrasta til að lífga hann upp. Einstaka sinnum fór þó f iörkippurog léttleiki um liðsmenn ina 14, en því miður of sjaldan. Jafn var leikurinn, en þó var eins og Austurbæjaariiðíð hefði- hann allt af í hendi sér. Hálfleik íykt- aði með jafntef'i 6:6, en endalok leikcins urðu 14 gcjm 11 Austur- bæingum í vil. SÍGURVISSA VESTURBÆINGA Sigurvissa Vesturbæinganna leyndi sér ekki frá upphafi síðari leiksins. Þessir stóru og krafta- lega KR-ingar, með Orra og Axel i sér til aðstoðar, gerðu sýnilega ' ráð fyrir að hafa undirtökin í leiknum. En Kleppshyltingarnir,' jminni vexti en eldsnöggir, vissu [hvar þeir stóðu og þrátt fyrir ítrekaðar cilraunir :'ékk Guð- | mundur Georgssson ekki varnað því, að knötturinn hafnaði óþægi- lega oft í Vesturbæjarmarkinu. KVENNAKEPPNI í kvóld fer einnig fram leikur í kvenflokki milli Austur- og Vest- urbæjar. Vegna ýmissa ástæðna. var ekki hægt að hafa skiptingu þessara bæjarhluta þá sömu og- hjá karlaflokkunum og varð því- að grípa til þess rgðs, að skipta bænum í tvennt og er skiptingiiv þannig: Vesturbær: Vesturbærinn allur* að Frakkastíg. Austurbær: Aust— urbærinn allur frá Frakkastíg. Lið Vesturbæjarins er þannig- skipað: Inga Guimundsdóttir (KR), Nana Gunnarsdóttir (Fram), Margrét Margtirsdóttir (KR), Cyða Gunr.arsdóttir (Fram), Edda Stefánsdóttir (Á), María Guð- mundsdóttir (KR), Sigríður Ól- afsdóttir (Á), Hrafnhildur Agústs. dóttir (Val). Lið Austurbæjarins cr þannig- skipað: Gréta Jósefsdóttir (Á), Val- gerður Steingrímsdóttir (Á), Martha Ingimarsdóttir (Val), Ragnhildur Þórðardóttir (Á), Anny Ástráðsdóttir (Fram), 01- ína Jónsdóttir (Fram), Berg— ljót Ellertsdóttir (Á), Ingi Lára, Lárentzdóttir (Fram). Bóndi Vesturbæjarins cr Hann- es Sigurðsson). Bóndi Austurbæjarins cr Vaí- geír Arsælsson. Leiðbeiniticjar ii SKREFIN FJOGUR .... Hálfleik lyktaði með 4 gegn 2 fyi-ir Kleppsholt. Og annað hvort hafa Vesturbaeingarnir ekki sam- stillt lið sitt nógu vel í hléinu eða þá ekki farið eftir áætluninni. Enn sem fyrr virtist sem þeir skildu ekki, að heppilegra er að skapa tækifæri til að skora mark, heldur en að skjóta í tvísýnu. Sveinn Helgason og Þórður Sig- urðsson byggcu upp leikinn fyrir Kleppshyltinga. Mann frá manni gekk knótturinn. Þorleifur dans- aði á línunni og markið opnaðist. Þetta er árangurrík leikaðferð og þegar þannig er leikið, fær mót- herjinn lítið að .^ert. Leiknum lauk með sigri Klepps-' hyltinga, 11 mörk gegn 9, og voru þeir vel að sigrinum komnir. — Dómari var Hafsteinn Guðmunds- son. Dæmdi hann vel, en taldi þó ekki alltaf skref in — sem stundum urðu fjögur. í skíðafólks EINS OG öllum þeim, sem sjá um skíðaferðir fólks héðan úr bænum er kunnugt, eru oft mik- il brögð að því, að skiðafólk, og: þó sérstaklega þeir, sem sjaldaa fara á skíði og þá helzt í góðut veðri, gæti þess eigi að vera við öllu búnir, því fljótt skipast veð- ur í lofti. Hér áður fyrr, þegar Skíða- félag Reykjavíkur var að mestv* eitt með skíðaferðir héðan úr bænum, var ávallt brýnt fyrir skíðafólki að hafa útbúnað all— an í sem beztu lagi og voru á- minningar til skíðafólks letraðar á hvern farmiða. Áletrunin var á þessa leið: „Gætið þess vel að bindingarn- ar séu í lagi. Munið eftir skíðaáburðí ogr snjógleraugunum. Bindið skíðin og stafina vel saman og merkið greinilega. Framh. á bls. 11. Sérstaklega íyrir drengi: Il-16sra drengir í áhaldaf imleikunr ÍÞRÓTTASÍÐA Morgunblaðsins gat á sínum tíma um upphaf kennslu i áhaldafimleikum á vegum íþróttafélags Reykjavíkur. ---- Áhuginn á þeirri grein fer nú stöðugt vaxandi og hefur félags- stjórnin nú nýlega f jölgað tímunum svo allir, sem óska, geti notið> lcikfiminnar. En þar með er ekki öll sag-*' an sögff. Ungir drengir hafa mjög sótzt eftir þvi að fá að vera með og þeir mynda nú sérflokk. Ern þeir á aldrinum 11—16 ára. Fá þeir undirstöðu kennslu í notkun allra áhald- anna og áhngi þeirra er ótrú- legur. Hyer yeit nema þarna sé aSP myndast fimleikaflokkur sem umt ókomin ár á eftir að verða augna yndi fjöldans bæði hér á landi og erlendis. Áhaldaleikfimi er einhver skemmtilegasta íþrótta— greinin á að horfa. Og ekki virð- ist vera skortur á efnunurn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.