Morgunblaðið - 27.01.1952, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.01.1952, Blaðsíða 3
Sunnudagur 27. jan. 1952 MORGVNBLAÐIÐ 5 ) Kommúnistar játa van- rœkslu sína í Dagsbrún Höfðu ekkerf jákvæff fram að bera í hagsmunamálum verkamanna EINN hinn fjölmennasti fundur sem haldinn hefur verið um langt skeið í Verkamannafélaginu Dagsbrún, var haldinn í Iðnó s.l. fimmtudagskvöld. Mátti lesa það út úr svip fund armanna að þeir gerðu sér vonir um góða tilbreytni frá hversdags leikanum þegar áhugamenn leiddu saman hesta sína. Fundurinn fór að mestu fram með líku sniði og að undanförnu, þó má segja það kommúnistum til verðugs hróss, að minna bar á lýðæsingu en oft áður á slíkum fundum, þar sem rætt hefur ver- ið um kosningamál innan félags- ins. Árásarherinn var þó til taks, ef komið var of nálægt „línunni“ og honum beitt sem hljómsveit aðallega til varnar bakvörðunum (ráðamönnum) kommúnista- flokksins, eða starfsaðferðum þeirra. Frummælandi A-listans Eðvarð Sig. ofraði persónu sinni í auð- mýkt og játaði allsherjarvan- rækslu á stjórnarstörfum inn á við, eða öllu sem laut að stéttar- félaginu Dagsbrún. Aftur hefði stjórnin verið vel á verði gegn höfuðféndum verkalýðsins, at- vinnurekendum og unnið stór- sigra á þeim vígstöðvum. Fjárhagur félagsins væri þröng ur, félagsgjöldin yrðu að stór- hækka frá því sem nú er, því Alþýðusambandið væri svo þungt á könnunni. 50.000 krónur væri búið að borga í sambandið á liðnu ári og líklega dygði því varla 70.000 kr. á þessu ári. Ofþreyta og andvökur hefðu dregið úr starfsorku stjórnarinnar, en fjár- hagurinn ekki leyft aukið manna hald eins og fyrr greinir. Það þurfti hvorki mikið mál, eða langan tíma til að skýra gamla sögu. Mál málanna væri að verjast útsendurum íhaldsins á B. og C. listunum, fíflunum sem ætluðu sér að steypa alræðis- valdi kommúnismans á íslandi, stjórn Dagsbrúnar. Það þarf svo sem ekki að vera að minnast á hugtak eins og frelsi eða lýðræði í þessu sam- bandi. Ekki heldur að samkvæmt lýðræðisvenjum og lögum verka- mannafélagsins Dagsbrún, má hver hundrað manna hópur fé- lagsmanna leggja fram lista til stjórnarkjörs, hafi þeir hug á að koma vissum manni eða mönnum að í stjórn. Og þó eru menn með margfallt stærri félagsmanna- hópa að baki sér, svívirtir fyrir að vilja neyta réttar síns. Það flökrar margan af frelsis- ást svona manna, ekki síður en friðarhjalinu. Með hirfum mjög svo takmark- aða ræðutíma var frummælend- um lýðræðisflokkanna meinað að geta gert máli sínu full skil. Er það berlega móti fastbundnum venjum um fullt málfrelsi að tak marka svö ræðutíma, að andstæð ingur eigi þess vart völ, að túlka stefnumál sín og afstöðu sína gegn andstæðingi. Hitt gefur að skiija að auðveld- ara er að viðurkenna vanrækslu stjórnarinnar yfirheyrslulaust í skjóli þess, að tilgangurinn helg- ar meðalið. MAÐURINN SEM KAUS FRELSIÐ Frummælandi C.-listans, Þor- steinn Pétursson lýsti stöðu sinni og starfi í þágu kommúnista, og harmaði mjög þann lið æfi sinn- ar, sem hann hefði léð þeim fylgi. Hinn eiginlegi formaður Dags- brúnar, Brynjólfur Bjarnason, hefði sýnt og sannað hugarþel sitt til verkamanna á meðan hann hafði sérstöðu til að vinna já- kvætt að kjaramálum verkalýðs- ins. t j Rceðan ivar flutt a£ manndómi í eldmóði frelsað'.ar sálar, ssilt þrátt fyrir talsvert undirspil vissra manna smeigði sér út í hvern kima og fyllti rúmið með gildi sannleikans. YFIRLÝSING SÆMUNDAR Það má harma það, að Sæmund ur Ólafsson brást trausti fund- arins með því að svíkja gefin loforð um hlutleysi við dagskrár- mál fundarins, kosningarnir. Hitt var honum ærin nóg umræðu- efni og hlustendum íhugunarefni, yfirlýsing hans um að frásögn ritara félagsins, Eðvarð Sigurðs- sonar, um greiðslu 50 þús. kr. til Alþýðusambandsins, væru stað- lausir stafir. Já, manni verður á að spyrja, hvar eru takmörkin á orðum og gjörðum þessara manna — ja — er þetta hægt Matthías? Sé yfirlýsingin sönn, fyndist mér ástæða til að gipsmyndir í söluvn Dagsbrúnar sneru sér til veggj- ar og héldu þeirri stöðu þar til úr rætist, RAUNHÆFAR TILLÖGUR Formælandi og formannsefni B-listans, Sveinn Sveinsson, rakti stefnumál listans og gerði grein fyrir, á hvern hátt væri bezt að leysa aðsteðjandi atvinnu leysisvandamál meðal annars með því að stórauka afköst frysti húsanna og tryggja méð því arð- bæran atvinnurekstur sem svo gæti haldið uppi heilbrigðu jafn- vægi og gjaldþoli bæjarins og landsins í heild. Hann benti á nauðsyn þess að tryggja sem bezt atvinnuöryggi hafnarverka- manna og lagði fram ákveðna til- lögu til úrbóta í því máli. Tillögur Sveins áttu góðan hljómgrunn meðal fundarmanna sem töldu öryggisleysið á öllum sviðum eitt aðalvanrækslumál fráfarandi stjórnar. Við fylgjendur B-listans skor- um á menn okkar að leggja sig fram nú í kosningunum til að gera sigur verkamanna sem bezt- ann. M. H. Ullarsokltar fyrir karlmenn, kr. 12.75 Rarið. fyrirliggjandi. GEYSIR H.í Fatadeildin. Samsöngur Karla- kórs Rangæinga í SÍÐASTLIÐNUM mánuði hélt Karlakór Rangæinga samsöng á tveim stöðum í Rangárvallasýslu, að Héimalandi undir Eyjafjöllum 22. desember og í samkomuhúsi Fljótshlíðar á annan jóladag. Undirritaður var á samsöngnum á annan jóladag. Ekki er hægt að segja að þess- ir samsöngvar væru vel sóttir, enda mjög óhagstætt veður. Á söngskrá kórsins voru 12 lög eftir innlenda og erlenda höf- unda. Kórinn söng lög eftir Sig- fús Einarsson, Friðrik Bjarna- son, Oddgeir Kristjánsson og ís- ólf Pálsson, og eftir erlend tón- skáld Carl Kloss, Otto Lindblad, H. Wetterling, Bellman og Ahl- ström og voru mörg þessara laga vel sungin, til dæmis lag Sigfús- ar Einarssonar (Þú álfu vorrar yngsta land), sem var fyrsta lag kórsins á söngskránni. Einnig má nefna lögin (Úr þeli þráð að spinna) eftir Bellman og (Sofðu vært mín væna) eftir H. Wetter- ling, sem voru mjög vel sungin. Undirtektir áheyrenda voru mjög góðar, varð kórinn að endurtaka mörg lögin og syngja aukalög. Karlakór Rangæinga hefur unn ið mikið menningarstarf þau rúm þrjú ár sem hann hefur starfað, og þeir, sem í kórnum hafa starf að, hafa átt vicí margháttaða erf- iðleika að etja eins og þau söng- fél-ög, Sem í dreifbýlinu starfa, en fyrir þrautseigju ög dugnað söng- félagaíina hafai þéir náð; furðu- Frh. á bls. 12 Bólstrara- hamrar Nýkomnir. GEYSIR h.í. V eiðafæradeildla Rykfrakkar úr bláu ullargabardine. Ágæt tegund. Mjög gott snið. Nýkomnir. GEYSIR h.f. Fatadeildin. SOLARKAFFI FAGNAÐUR í Sjálfstæðisliús- inu i kvöld kl. 8.30. Aðgöngumiðar í Sjálfstæðis- húsinu í dag eftir kl. 2. ísfirðingafélagið. Góð kaup Saltsíld á 50 aura; kryddsíld á 60 aura. — Látið í stærri og minni ílát. Komið með í- látin sem fyrst. Sími 9205. Ishús Reykdals. LITUM blátt, brúnt, svart, rautt, grænt. —> Efnalaug Ilafnarfjarðar h.f. Gunnarssundi 2. Simi 9389. 4-5 herbergja íhúð óskast til leigu í mai. Tilboð merkt: „Að vestan 1911“ send ist afgr. Mbl. fyrir 9. febr. Sníðum og saumum kvenna- og barnafatnað eftir máli. —• Saumastofan IRIS Simi 7563. FÆÐI geta nokkrir menn fengið keypt í heimahúsi að Lauga- vegi 33A. Hafnfirðingar Tvenn pör af skautum til sölu á Nýja bilastíðinni. IBUÐ 4ra ‘herb. ihúð i nýju húsi til leigu 9trax með góðum kjör- um ,gegn útvegun á 60—80 þús. kr. láni. Til’boð merkt: „Húsnæði — 854“, sendist ■i blaðinui : i l ' i Einbýlishús og íbúðir, 2ja—10 herbergja á hitaveitusvæði í Hlíðar- hverfi, á Melunum og í Kleppsholti til sölu. Nýja fasteignasalan Hafnarstræti 19. Simi 1518 og kl. 7.30—8.30 e.h. 81546. Westinghouse STRAUVÉL notuð, til sölu á hagkvæmu verði. Vélin er sem ný. — Einnig til sölu þurrkvél, hentug fyrir litið þvottahús eða efnalaug. Til sýnis á Miklubraut 72, kjallara. Notaður, enskur BARWAVAGN á háum hjólum, til sölu á Rauðarárstíg 11, 2. hæðj til hægri. — SOKKAR Sokkar, af öllum tegundum, tekin til viðgerðar. Margra ára reynsla tryggir vandaða vinnu. Afgreitt samdægurs, ef komið er fyrir hádegi, á Freyjugötu 28. Afgreiðslustað- ir mínir eru: — SkermabúS in, Laugaveg 15 og Þorsteins búð, Snorrabraut 61. Jóhanna Sigurðardóltir Freyjugötu 28. — SLni 5511. TIL LEIGU 2 samliggjandi forstofu-stofur á góðum stað í bænum. Tilb, sendist afgr. Mbl. fyrir 31. jan., merkt: „855“. KENIMI að mála og sauma litmyndir. Get bætt við fáeinum nem- endum. —■ Guðrún Þóröardóttir Garðastræti 3. 4ra manna bíll eða lítill pallbíll óskast til kaups. Þarf ekki að vera í keyrslufæru ásigkomulagi. Fasteignir S/F Tjamargötu 3. Simi 6531. Hús og íbúðir iðnfyrirtæki, verzlanir og mó torbátar til sölu. Miklir mögu leikar á hagkvæmum við- skiptum. — Fasteignir S/F Tjamargötu 3. Simi 6531. Bíll til sölu CheVrolet, 5 manna, með tækifærisverði. Uppl. að Ósi um Akranes. —■ 2ja lierbergja ihuo i rasi til leigu. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyyrir miðvikudag — merkt: „F. — 856“. UKIarkjólatau Mjög fallegir litir. Uerzt J^n/gibjaryar ^okniO STULKA óskast til húsverka í stuttan tima. Upplýsingar í síma 81636. — * Eg annast kaup og sölu fasteigna, framtöl til skattstofunnar; geri lóg- freeðisamnmgana haldgóðu. Pétur Jakobsson löggiltur fasteignasali, Kára- stíg 12. — Sími 4492. Hreingerningar Annast hreingemingar í heimahúsum og hjá fyrir- tækjum. Gömul reynsla. — Góð vinna. Jökull Pétursson málarameistari. Simi 7981. Vil kaupa BÍL fjögurra manna eða sendi- ferðabíl, jeppi getur einnig komið til greina. Upplýsing- ara í síma 80440, kl. 1—2 i dag. — Kona, vön SAUMASKAP óskar eftir að komast í sam- band víð einhverja sem hefur réttindi. Get lagt til gott vinnupláss. Tilboð legg ist inn á afgr. Mbl., merkt: „Saumastofa — 859“. Cska eftir Ráðskonustöðu hjá einum eða tveimur mönn um eða eldri hjónum. — Er með barn á þriðja ári. Til- boð sendist afgr. Mbl. fyrir mánaðamót meikt: „Dugleg — 858“. — Litil IBUÐ óskast til leigu í Keflavík. — Tilboð óskast send afgreiðslu Mbl., merkt: „Keflavík — 860“. •— N Y Kjólföt til sölu á meðal mann. - Laugaveg 134, IV. hæð. Sniðakennsla Kvöldnámskeið í að taka mál og sníða kjöla, byrja ég um næstu mánaðarmót. Kennsla fer fram i Kópavogsskóla. — Upplýsingar: „Borgarholts- braut 50 og í síma 80242. Margrét Guðjónsdóttir meistari í kjólasaum. Húseign til sölu Einbýlishús í Kópavogi til sölu. Húsið er 3 herbergi og eldhiis. Góður kjallari er und ir húsinu. Stéyptur bílskúr. Stórt land. Söluverð 90 þús. Útborgun 60 þús. Uppl. í síma 4345 kl. 6—8 í kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.