Morgunblaðið - 27.01.1952, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.01.1952, Blaðsíða 14
T X4 i Sunnudagur 27. jan. 1952 ^ M O R G U N B L A Ð l Ð *»• mui 11111111111 iii ii ii ii n llllllllllllllllllllllllllllllll■lllllll■llllllllll■lllMllllllllll■lllllllllllllllllllllllll■llllllllllllln,2 Framhaldssagan 4 EKKI . AIMIMAÐ SIIMIM 11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 = iu' Þegar hún hafði lokið frásögn- inni, sagði hún: „Svo að þú hlýt-' ur að skilja, hvers vegna ég varð að tala við hana. Mér dytti ekki í hug að láta eins og ég sæi hana ekki. Ég hugsa svo oft um það hvort hún hefur getað haldið barninu, eða hvort hún hefur orðið að gefa það. Hugsaðu þér við hve ólík kjör við búum, ég og hún. Ég á fyrir mér hamingju- ríka framtíð með þér, en hún <( • • • • Barry gretti sig og hnyklaði brúnir. „Nei, þú gætir ekki sært nokkra manneskju", sagði hann með blíðuhreimnum, sem henni þótti svo mænt um. „Þú ert....“ Hann leitaði að rétta orðinu Skdldsaga eftir GEORGE NEWTON iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii . Þú ert svo ég hef víst aldrei sagt að þú sért fallegasta stúlkan, sem ég hef augum litið“. „Það er kominn tími til þess að þú segir það“. „En þegar þú setur upp þennan ákveðna svip og gengur til or- ustu, þá finnst mér þú falleg. Engin jafnast á við þig“. ★ Rödd hans og endurminning um kveðjukossinn fylgdi henni í gegn um svefninn og alla nóttina lá hún með sælubros á vörum. Ef hún var ekki falíegasta stúlkan §em nokkur hafðf augum litið þá var hún að minnsta kosti sú ham- ingjusamasta. j Um morguninn bar hún fram jSiorgunverð handa föður sínum. j,Þú þarft ekki að koma með mér til kirkju“, sagði Hayden, læknir. „Þér veitir eki af öllum degin- um með piltinum þínum“. „Nei, ég ^ætlaði ekki að koma með þér. Ég ætlaði að taka til miðdegisverðinn, til bess að allt verði tilbúið, þegar Barry kem- ur“% „Áttu við....“ Faðir hennar leit yfir gleraugun á hana. „Ætl- ið þið ekki að hittast fyrir hádeg- ið“. „Jú, víst. Strax og hann er kom inn á fætur og hann fer seint á fætur“. „Mér skildist að hann ætti þara eftir einn dag hér hjá þér“, sagði Hayden, læknir, og saup á kaffibollanum. „Og við ætlum að nióta hans“, sagði Alice glaðlega. „En við fór- um seint að sofa í gærkvöldi“. Hún vildi ekki segja „Og hann jdrakk heldur mikið svo að hann yerður að sofa það úr sér“. Eðli nennar bauð henni að vernda þann, sem hún elskaði fyrir hvers konar gagnrýni. Alveg'eins og hún hafði alltaf breitt yfir smá- galla, sem hún hafði fundið hjá föður sínum. Hún var því róleg, jafnt á yfirborðinu, sem undir, niðri, þegar faðir hennar kom heim úr kirkjunni. Henni datt ekki í hug að fárast yfir því að Barry var ekki kominn. En klukkan var orðin tólf. — Hayden borðaði allíaf hádegis- verðinn þegar klukkan var kortér yfir tólf. „Sagðir þú ekki Barry hvenær við værum vön að borða?“ spurði hann. „Jú, ég gerði það, en það er ekki nóg að vita það, ef hann er sofandi“. j „Hann sefur þó ekki ennþá? Það hlýtur eitthvað að hafa kom- ið fyrir hann“. „Pabbi, þú veizt ósköp vel að þeir mundu strax láta okkur vita á hótelinu, ef eitthvað hefði kom- ið fvrir hann. „Ég held að. þér þyki ekkert vænt um hann“, þrumaði j Hay- den, lækni, þegar klukkan var orðin 17 mínútur yfir tólf. „Ann- ars værir þú búin að hringja. .... eða fara þangað“. „Mér þykir vænt um hann“, sagði hún með jafnaðargeði. Klukkan tuttugu mínútur yfir tólf, sagði Hayden „Ég trúi því jekki að honum þyki mikið vænt um þig“. „Pabbi“, sagði hún blíðlega og inn í bo»-ðsfcfv.na cg cffti andi súpuna. „Það verður nóg eftir þegar Barry kemur og það er hægt að hita það aftur“. Hún sá strax sér til mikillar gleði, að faðir hennar róaðist strax. Barry kom áður en þau byrj- uðu á ábætinum. Hann bar fram margfaldlegar afsakanir og til þess að fullvissa föður Alice um hve leitt honum þótti að koma svona seint, heimtaði hann að fá að byrja á ábætinum með þeim. Hayden, læknir, var kominn aft- ur í gott skap. „Ég læt eins og það séu lög fyrir því hvenær við eigum að setjast til borðs“, sagði hann vin- gjarnlega við Barry. „En ég held gjarnan fast við gamlar venjur. Alice hefur orðið að sætta sig við það í mörg herrans ár“, ★ Seinna um daginn yfirgaf Hay- den þau. Sólin lækkaði á lofti. Alice fór með Barry út í skóginn, þar sem henni þótti alltaf gaman að ganga um, og inn í gamla epla trésgarðinn. „Eru ormar í öllum eplunum? ‘ hrópaði Barry og kastaði frá sér því þriðja. „Bara í þessum, stórborgari“, sagði hún stríðnislega. „Og það er vegna þess að það er ekki hirt um þau. Hún lagði hendina á handlegg Barrys. „Ég skrfaði þér bréf, sem þú átt að lesa á heim- leiðinni, en þú mátt ekki lesa það fyrr“. Hánn tók um hönd hennar. „Ég skal reyna að skrifa þér á hverj- um degi, Alice“, sagði hann. „Gallinn er bara sá...;“ Hann brosti strákslega. ....Ég á svo bágt með að koma hugsunum mínum á pappír“. „Það er vegna þess að það er alltaf eitthvað að ske í kringum þig“, sagði hún blíðlega. „Þú ert alltaf eitthvað að gera“. „En þú. Hefur þú ekkert að gera?“ „Það er að minnsta kosti ekki margt, sem ég get skrifað þér um. Og þegar til kemur, þá hef ég ekkert annað að segja en hve ég elska þig“. „Það er líka nóg, fyrst um sinn“. Mínúturnar liðu. Og stundirn- ar. Þau stóðu á stöðvarpallinum. Alice stakk bréfinu í brjóstvasa Barrys. Lítill reykarstrókur sást bera við himininn j austri. „Sjáðu, þarna kemur lestin“. Barry þrýsti henni að sér og kyssti hana skilnaðarkossinn. Þegar hún kom heim, leit faðir hennar upp úr dagblaðinu, sem hann var að lesa. „Barry hef.ur skemmtilega framkomu“, sagði hann. „Næst þegar hann kemur að heimsækja okkur, þá ættum við að láta hann búa hjá okkur. Ég get ekki séð að nokkuð athuga vert sé við það. Hann virðist á- kaflega þægilegur i umgengni“. „Ó, pabbi, þú ættiar að þekkja hann betur“, sagði Alice ósjálf- rátt. „Eins og hann er heima hjá sér í Calhounity". „Ég vona að ég hafi ekki haft slæm áhrif á hann?“ „Auðvitað var hann dálítið þvingaður þegar honum var svo mikið í mun að þér félli vel við hann. Og þegar mér er svo mikið í mun að ykkur falli vel hvort við annað“, bætti hún við og brosti. ★ Á hverjum hausti tók Hayden niður vírgirðinguna og læsti hana inni í hlöðunni, sem nú var notuð fyrir bílskúr. Það var kvöld í október. MacDonald var að festa steinana, sem voru fyrir framan tröppurnar. Hann kom oft á kvöldin. Hann var að kenna föður Alice að hnýta veiðiflugur. Hayden, læknir, var önnum kafinn við námið og Mac gerði sér tíðförult að kökukassanum, svo að lítið bar á. Alice sá þó til hans og brosti með sjálfri sér. Hún sat og var að merkja hand- klæði með upphafsstöfum sínum. Mac mætti augnaráði hennar í einni ferðinni. Hann brosti, tók falskt yfirvaraskegg upp úr vasa sínum og festi það á efri vörina og sagði með barnalegum rómi: „Má ég?“ Yfirvaraskeggið átti illa við hreina og óbrotna and- listdrætti hans. Hárið á honum var að dökkna. Líklega vætti han það of oft, þegar hann var að reyna að halda því í skefjum. Henni þótti vænt um hann eins og bróður, og hann var skemmti- legur, hugsaði hún og brosti til hans. ---- m ARNALESBOK I uUcratmhlaðsins * Ævintýri IViikka III. Veikgeðja risinn Eítir Andrew Gladwin 29. — Yðar risatign.... Þetta má ekki viðgangast, hann er gestur, sagði Toggi í mótmælaskyni. — Ég er alls enginn njósnari, sagði Mikki og var nú farið að síga í hann. Ribbaldi risi horfði fyrirlitlega á Mikka. — Þekkir þú Fumbul hertoga? — Nei, ég veit ekki einu sinni hver sá hertogi er. — Þú lýgur, öskraði risinn. Þú ert dulbúinn njósnari, en þú sleppur ekki með ósannindum og svikum. Þér skal aldrei takast að blekkja mig. Alltaf bjóst ég við því áð Fumbull hertogi myndi reyna að beita svo svívirðilegum aðferðum til þess að komast að hernaðarleyndarmálum mínum. Jæja, en Ribbaldi risi sér við öllum brögðum þess óhreina refs. Nú kæfi ég öll brögð hans þegar í fæðingu. Já, reiðina í Ribbalda risa lægði nokkuð, vegna þess að hann var svo hrifinn af sjálfum sér, hvað hann gat verið slunginn og snið- ugur. Rétt í þessu kom Gimbill aftur inn í herbergið og sá fljót- lega hvernig var komið fyrir Mikka vini hans. En satt að segja voru þeir Gimbill og Toggi nú algerlega ráðalausir. Ekkert virtist geta bjargað Mikka. — Varpið honum í svartholið, þrumaði risinn. — Og það þegar í stað. Þetta er skipun, sem verðu,r að( framfyigja ! i GýiaÍpiH jQg íTöggi' pKonfðu skömmustulegir' hvór á annan. VJ I J--------V. w. jv — -.J. X,J. — Ct Gömlu dansarnir í kvöld klukkan 9. Stjórnandi Númi Þorbergsson Hljómsveit Magnúsar Kandrup Aðgöngumiðar á kr. 10,00 seldir eftir kl. 8,30. Keflavík — Reykjavík 3ja herbergja íbúð eða lítið hús, (má vera gamalt), óskast í Keflavík, í skiptum fyrir 3ja herbergja kjall- araíbúð, sem er vestarlega í bænum. , Nánari uppl. gefur NÝJA FASTEIGNASALAN Hafnarstræti 19. Sími 1518 og kl. 7,30—8,30 e. h. 81546. Tilky nning Hér með tilkynnist að skrifstofa min er flutt í SUÐVBGÖTU3 ARNI SIEMSEN Umboðsverzlun — Sími 4017 Bókhaldari Stórt fyrirtæki óskar eftir reglusömum og duglegum bókhaldara strax. Framtíðaratvinna ef um semst. Með væntanleg tilboð verður farið sem algert trúnaðarmál og þau endursend ef þau koma ekki til greina. — Tilboð merkt: „Framtíð — 852“, sendist blaðinu fyrir 29. þ. m. * ■* Borgarbílstöðin Hafnarstræti 21. — Sími 81991 — átta nítján níu einn. Z Beint samband við bílasíma. — Austurbær: við Blöndu- ■ hlíð 2, sími 6727. — Vesturbær: Horni Hringbrautar og “ Bræðraborgarstígs, sími 5449. t Næturvarzla Reglusaman mann viljum við ráða til næturvörzlu. BIFREIÐASTOÐ STEINDÓRS Ný námskeið í ENSKU og ÞVZKU byrja um næstu mánaðamót. — Uppl. daglega kl. 3—6 Sími 4895. MÁLASKÓLINN MÍMIR Túhgötu 5, H. hæð. •J ' t / . . L tí I I c . ' t. J J i ; J • J 1 |

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.