Morgunblaðið - 27.01.1952, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.01.1952, Blaðsíða 11
[ Sunnudagur 27. jan. 1952 MORGVTSBLAÐIÐ 1T 1 Lydcr Höydahl áltræður f DAG er Lyder Höydahl, Gren- ásvegi 19, Reykjavík, 80 ára. — Hann er fæddur 27. janúar 1872 í Lille-Höjdal í Sunnfjord í Nor- egi. Lítt er mér kunnugt um ætt Höydahls, að öðru leyti en því, að forfeður hans voru bændur og foreldrar hans bjuggu á jörð þeirri er Tun heitir í plássinu Höjdal og þar ólst L. Höydahl lipp hjá foreldrum sínum. Ungur fór L. Höydahl til náms I Nordfjordsamtsskóla og dvaldi þar í eitt ár. Þótt Lyder Höydahl Eé ekki langskólagenginn, er hann fróður um marga hluti og fylgdist vel með öllu er gerist utanlands og innan, enda er liann greindur vel. Árið 1903 tók L. Höydahl sig Upp frá foreldrahúsum og settar- 'éðali sínu og nú var utanlands- ferð fýrir höndum. Ferðinni var heitið fil íslands. Fyrst kom L. Höydahl til Eyjafjarðar, dvaidi þar um hríð, en fór því næst til Vestmannaeyja og svo til ísa fjarðar. Ekki ílengdist L. Höy dahl þó á ísafirði, því að Vest- tnannaeyingar vildu fá hann til sín aftur til þess að sjá um lifrar- bræðslu og varð það úr að hann fór til Eyja aftur og varð nú dvölin lengri en í fyrra skiptið. L. Höydahl keypi lifur af Eyja- bátum í félagi með öðrum. Þótti sú vara er hann vann úr lifrinni Verðmeiri og betri, en áður hafði þekkst í Eyjum og var því Vestmannaeyingum það mikið kappsmál að halda Höydahl við það starf. Meðan L. Höydáhl dvaldi í Vestmannaeyjum stund- aði hann meðal annars verzlun í all-mörg ár. Fi á Vestmannaeyjum fluttist L. Höýdahl til Reykjavíkur árið 1922, eftir nær 20 ára dvöl þar dg hefur verið hér síðan og jafnan haft búskap að atvinnu. Fyrstu árin í Reykjavík bjó L. Höydahl fi Skerjafirði og hafði þar all- stórt svínabú, en varð að fara þaðan á hernámsárunum þar eð herinn þurfti á húsakosti hans að halda. Þá færði L. Höydahl sig *neð fjölskyldu sína inn í Soga- *nýri, byggði þar gott íbúðar- hús og stórt svínahús, enda hafði hann nú fengið dágóða fjárhæð fyrir húseign sína í Skerjafirðin- Um. Nokkrum árum eftir að L. Höydahl fluttist að Grenásvegi 19, breytti hann til um búgrein dg byrjaði með hænsnarækt, sem hann hefur enn þann dag í dag. Þrátt fyrir háan aldur er L. Höydahl vel ern. Hann hirðir bú 6itt að öllu leyti sjálfur. Fyrstu árin, sem L. Höydahl ^ar hér á landi fór hann oft heim til Noregs til stuttrar dvalar. Nú munu vera iiðin 30 ár síðan L. Höydahl leit síðast ættland sitt. Hann segist hafa fullan hug á að Skreppa til Noregs bráðlega. — Fyrir 6 árum siðan mun það mjög hafa hvarflað að L. Höydahl að flytja með fjölskyldu sína til Horegs og setjast að á föðurleifð Sinrí, en af því varð þó ekki. Aldrei hefur L. Höydahl gert tilraun til þess að verða íslenzkur ríkisborgari — því miður. Hverri þjóð er á slíka menn má vera hinn mesti sómi að. Kvæntur er L. Höydahl Þuríði Eyjólfsdóttur, ættaðri frá Reyni- Völlum í Suðursveit, Austur- Skaptafellssýslu, ágætri konu og eiga þau hjónin tvær uppkomnar dætur, Huldu og Gerðu, sem báð- ar eru í heimahúsum. •— Gerða, idóttir þeirra hjóna, dvelst um þessar mundir í Noregi. L. Höydahl er sjálfstæðismað- tir í orðsins fylztu merkingu og er margt til vitnis um það, þótt eigi verði nánar farið út í það hér. Trúaður er Höydahl mjög og er heill i því, sem öðru. Þó að kynni mín af L. Höydahl téu ekki löng, þá hafa þau verið mjög náin í þrjú síðastliðin ár cg tel ég mig því geta sagt, að L. Höydahl sé óvenjulegur ágæt- j ismaður, sem því miður á of fáa EÍna líka. Ég hefi aldrei fundið annað hjá L. Höydahl en það bezta, sem til er í einum manni. Svo rík er ábyrgðartilfinning hans í orðum og gjörðum, að öðru betra í þeim efnum hefi ég ekki kynnst um æfina. En slíkar dyggðir eru víst ekki í móð nú á tímum og þvívafa samt að allir telji þær til mann- gildis. Að lokum vil ég óska þér, Lyder Höydahl til hamingju með daginn og alls hins bezta í nútíð og framtíð. Þjóð minni á ég ekki betri ósk til handa, en þá, að hún eigi ætíð gnægð kvenna og karla, sem L. Höydahl og henni megi auðnazt sú gæfa, að koma auga á slíka menn til mikilvægra starfa fyrir land og þjóð. Þá mun oss vel farnast. Guð blessi afmælisbarnið. Friðjón í. Júlíusson. — Noregsbréf Framh. af bls. 7 flugmála (en 114 milljónir til flughersins). Husbanken nefnist stofnun sú er veitir ódýr lán til bygginga íbúð- arhúsa til sjávar og sveita. Veitir ríkið honum 63 milljón króna styrk á næsta fjárhagstímabili, en nú er styrkurinn 60 milljónir. En það er svo um þennan banka sem aðra ríkisbanka, að hann hef- ir hvergi nærri nóg veltufé. Það hefir sýnt sig að innstæður al- mennings safnast fyrir hjá einka- bönkunum en ríkisbankana vant- ar fé. Er líklegt að hið nýja stór- þing geri einhverjar ráðstafanir til að breyta þessu. Sk. Sk. —15 báfar Framh. af bls. 7 eiga nú Þorlákshöfn og hefur á undanförnum árum verið unnið að stórfelldum hafnarfram- kvæmdum þar. Hafnargarðurinn, sem jafn- framt er löndunarbryggja, er þeg ai orðin 70—80 nietra langur og áíormað er að lengja hann enn um 60 metra á sumri kpmanda. Hafa þegar verið steypt tvö ker í þá íramlengingu. Að loknu því verki ætti hvaða íslenzkt strandferðaskip, sem er að geta lagzt að bryggju í Þor- lákshöfn, til mikilla hagsbóta fyrir allt Suðurlandsundirlendið. í sumar lagðist eitt af skipum Sambands ísl. Samvinnufélaga að bryggju í Þorlákshöfn og fermdi fisk. Þá sagði Ásgeir, að hafn- argerð í Þorlákshöfn væri stærsta málið, sem nú biði úrlausnar eystra og jafnframt það mál sem mesta þýðingu gæti haft fyrir af- komu fólks í báðum sýslum. — Væru menn á einu máli um, að ,Röfnin“ væri framtíðarstaður. Sagði hann að sýslunefndin og hafnarnefndin, en hann á sæti í þeim báðum, legðu mikla á- herzlu á framgang málsins og hafa sýslurnar kostað mest af því, sem þegar hefur verið gert. Loks sagði Ásgeir, að auk þess viðskiptahagræðis, sem slík höfn hefði í för með sér, yrði að henni ómetanlegt öryggi fyrir sjó menn úr hinum verstöðvunum, þar sem oft gerir ófært sökum erfiðra lendingarskilyrða. St. H. HYALEYRARSANDIÍH gróf púsmngasanðu.( fin púsningasan<htt og skel. ÞÓRÐÖR GlSLASOS Sími 9368. R4GNAR GISLASON Hvaleyri. — Sími ! Nokkrir menn sem hyggjast stofna ■ ■ fæðiskaupendafélag ; (mötuneyti), óska eftir hentugu húsnæði í eða við Mið- ■ • bæinn. Tilboð sendist afgr. blaðsins fyrir þriðjudagskvöld, j merkt: „Mötuneyti“. ■■■■■«■■«■■ ■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Stóreigimskottsgreiðeiidnr eru beðnir að mæta á fundi, sem haldinn verður í Oddfellovvhúsinu niðri tnánudagskvöldið 28. þ. m. klukkan 8,30 e. h. Nefnd sú, sem kosin var á fundi 17. nóvember síðastliðinn, mun þar skýra frá störfum sínum. Nefrítiirio RRFGEYMAR 6 OG 12 VOLTA, MARGAR GERÐIR HLAÐNIR OG ÓHLAÐNIR Reynsla undanfarinna ára hefir sýnt að þessir geymar hafa reynst óviðjafnanlega vel. — Tryggið yður geymi meðan birgðir eru fyrir hendi. — LUCAS bregst yður ekki þegar frostin koma og mest á reynir. SPYRJIÐ ÁVALLT UM LUCAS — ÞVÍ MERKIÐ TRYGGIR GÆÐIN B ifr eiða vör uverzlun Friðriks Berfefsen Sími 2872 ---Hafnarhvoli OBÐSERDING fró Bólslurgerðmni BraufarhoEti 22. Þeir sem ætla að panta hjá okkur bólstruð húsgögn til af- greiðslu á næstu mánuðum, ættu að tala við okkur sem fyrst. Nú þegar er byrjað að taka á móti pöníunum. — Framleiðuin eftirtalin bólstruð húsgögn: IIIN VIÐURKENNDU SÓFASETT, MARGAR GERÐIR ARMSTOLASETT ARMSTÓLAR HALLSTÓLAR ROCOCOSTÓLAR RUGGUSTÓLAR SVEFNSOFAR OTTOMANAR DÍVANAR F J AÐR AM ADRESSUR FJAÐRABOTNAR O. FL. Höfum myndir af nýjum gerðum af sófasettum, sem framleidd verða eftir pöntunum, og eru glæsilegri en sézt hafa hér áður. — Greiðsur meiga fara fram, hvort heldur sem er mánaðarlega eða eftir ákveðinn tíma. — LANGUR GREIÐSLUFRESTUR. Hin mikla aðsókn að vinnustofunni sannar, að við framleiðum húsgögn sem fólkinu líkar. — Höfum ávallt beztu fáanleg húsgagnaáklæði, ullartau, damask og plyds í mörgum litum. Gjörið svo vel að líta inn áður en þið festið kaup annarsstaðar. Sendum gegn póstkröfu um land allt. FLJÓT AFGREIÐSLA — VÖNDUÐ VINNA Viiðingarfyllst, Bólsturgerðin Brautarholti 22. Sími 80388.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.