Morgunblaðið - 27.01.1952, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.01.1952, Blaðsíða 16
Veðurúfiil í dag: SA-stinningskaldi Slydduél. Reykjavíkssrfsréf Sjá bis. S. Minnkandi líkur fyrir björgun Luxfoss VIÐ TELJUM vonlaust að hægt verði að ná Laxfossi út, að svo komnu máli, sagði Eiríkur Kristófersson, skipherra á Þór, er blað- ið átti tal við hann í gærkveldi. Annað mál er, hvort það verður hægt að sumri með miklum tilkostnaði og útbúnaði, þegar allra veðra er ekki von eins og nú er. SJÓR AÐEINS í AFTURLEST* Milli kl. 3 og 4 í gær hafði <511- um s.jó verið dælt úr framskipinu og vélarúminu, en ekki úr aftur- lestinni, þar sem . slíkt var ekki mögulegt. Þegar svo var komið átti skipið að fljóta, ef hægt yrði að ná því af klettinum, sagði skip- herrann. SJÓSTRÓKUR UPP ÚR REYKHÁFI En þegar togað var í skipið og það rann af stað fýlltist véla- rúmið svo skyndilega, að sjóstrók- urinn stóð upp úr reykháfnum. Ekki er vitað, hvort vatnsþétt skil- rúm hefir bilað, hurð hrokkið upp, eðá gat komið á botninn. Þegar þetta gerðist, var farið að skyggja svo að kafari gat ekki rannsak- að það. Laxfoss hefir færst nokkuð niður frá því, sem áður var, en halli skipsins er svipaður og áður. Yerkamenn, rekið „sefulið" kommúnista frá völdum í Dagsbrún - Kjósið B iistann X Kosningunn! lýkur í kvöld kl. 11 STJÓRNARKOSNINGIN í Dagsbrún heldur áfram í dag og hefst kl. 10 árd. og síendur til kl. 11 í kvöld og er þá lokiS. Kosið er í skrifstofu Dagsbrúnar í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Kommúnistar í Dagsbrún létu andstæðingum sínum ekki í té kjörskrá fyrr en um leið og kosning hófst og kom þá í ljós, að að- eins um 2300 menn voru á skránni en talið er að um 1000 Dags- Mestur aflí Eyjabála 5—í lonn VESTMANNAEYJAR. 26. janúar: Nú eru byrjaðir róðra héðan 15 bát- ar. Afli þeirra er svipaður því sem hann hefur verið á þessum tima árs á undanförnum vertíðum, Bátarnir eru með 24—28 stampa línu. Ilefur aflinn verið mest þetta 5—6 tonn í róðri. Aflinn er allur frystur. Nú um helgina kemur Goðafoss 'hingað og lestar hraðfrysta lúðu og fleiri fisktegundir, sem seldar eru til Bandarikjanna, en þangað heldur skipið. —Bj. Guðm. Fánar blöktu í hálfa slöng á Akureyri AKUREYRI, 26. jan. — Eftir að tilkynningin um andiát forseta íslands barst til Akureyrar í út- varpsávarpi forsætisráðherra, var skrifstofum og verzlunum lokað. Kennsla féll og niður í öUum skólum. Fánar voru dregnir í hálfa stöng víðsvegar í bænum. Miklir svellbélsfrar á Mosfellssveilarvegi REVKJUM, Mos., 26. jan.: — Miklir svellbólstrar eru nú víða á veginum upp í Mosfellssveit, þatinig að hætta getur stafað af. f gær rann t. d. fólksflutninga- bifreið út af veginum skammt ofan við Brúarland. Brekkan er þar há, og mátti engu muna að bíllinn ylti niður hana. Bílstjór- inn stóð og studdi við bíl sinn til frekara öryggis á meðan hann beið eftir krana-bíl. — J. brúnarfélagar séu á aukakjörskrá og sýnir þetta betur en flest ann- a® hversu stjórn félagsins hefur vanrækt félagsstörfin. Einnig er það eftirtektarvert,®- að ýmsir þeir, sem á kjörskrá eru, hafa mjög hæpin rétt á því, fiá félagslegu sjónarmiði, en hafa það eitt til síns ágætis í augum hínnar kommúnistisku stjórnar, að þeir éru ákveðnir kommúnist- ai. Er því sýnt, að í þessum kosn- ingum ætla kommúnistar að treysta á „setulið“ sitt í féiaginu og halda völdum með því, í and- stöðu við verkamenn. Dagsbrúnarféiagar, látið ekki kina kommúnistisku leppa traðka lengur á rétti ykkar. Sýnið „setuliði" kommúnista í eitt1 skipti fyrir öll, að það ráði ekki, úrslitum í félaginu. Komið á kjörstað og greiðið B lista lýðræðissinna atkvæði. X B-LISTINN LISTI Sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna í Dags- brún er B-listinn. Stuðnings- menn B-listans eru beðnir að kjósa sem fyrst í dag. Munið X B-listinn. Fyrsta skemmtun Truxa- hjónanna á þriðjudag ; Orðsending frá B-listanum í Dagsbrún Kosningasímar lislans eru 7104 og 7105. ★ Dagsbrúnarfélagar, sem skulda félagsgjaldið fyrir s. 1. ár verða teknir inn á kjörskrá greiði þeir gjaldið. ★ Nauðsynlegt er að stuðnings- menn listans greiði atkvæði, sem fyrst í dag, það auðveld- ar starfi-3 við kosninguna. ★ Sjálfstæðismenn og aðrir Iýð- ræðissinnar er geta veitt að- stoð við kosninguna hafi sam- band við kosningaskrifstofu listans. ★ Oðinsfélagar, eru beðnir að mæta í skrifstofu Sjálfstæðis flokksins árdegis í dag. ★ Munið, að hver lýðræðissinn- aður verkamaður sem greið- ir ekki atkvæði, veitir komm únistum óbeinlínis stuðning. Dagsbrúnarfélagar, fram til L sigurs fyrir B-iistann. TRUXA-hjónin eru komin til landsins öðru sinni ásamt aðstoðar- manni, Willy Asmark, og munu nú halda hér sjálfstæðar skemmt- anir á vegum Sjómannadagsráðsins, til ágóða fyrir dvalarheimili aidraðra sjómanna. Frumsýningin verður í Austurbæjarbíói n. k. þriðjudag. — Listamennirnir munu þó aðeins dvelja tíu daga hér i Eeykjavík ,en halda síðan út á land og sýna á Akureyri, ísafirði, Akranesi og Vestmannaeyjum. Farangur Truxa og áhöld, sem* - 1 hann notar við sýningar sínar !rett j marz n. k. Koma þar m. a. |vega alls um eina smálest , fram fakírar og fleiri atriði verða sýningunni mun hann koma fram sem ekki hafa sézt hér áður> með oll sin brogð, sem eru um 50 talsins. Er hann var hér í haust, fékkst hann nær eingöngu við hugsanaflutning. FURÐULEGIR HLUTIR 1 Mönnum gefst þar m. a. kost- ur á að sjá kvenmann svífa í lausu lofti og marga aðra furðu- lega hluti, sem ekki verða taldir upp hér, þar sem sjón er sögu ríkari. Truxa-hjónin komu hingað frá Helsingfors, þar sem þau hafa sýnt að undanförnu við mjög mikla hrifningu, en héðan fara þau síðast í febrúar til Stokk- hóims. NÝR KABARETT Einar Jónsson, framkvæmda- stjóri sjómannadagskabarettsins, skýrði biaðamönnum frá því í i gær, að von væri á nýjum kaba- ÍTruxa seiðir til sín bandspotta. Aimælissýning Innréttinganna fyrirhupð ú hausti Sýningarnefnd ræddi í gær, hvar fenginn yrði sýningarslaður SAMTÖK iðnaðarmanna, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og iðnað-< ardeild Sambands ísl. samvinnufélaga, hafa ákveðið að gangasS fyrir allsherjar iðnsýningu hér í bæ næsta haust. Nefnd hefur verið kosin ti! þess að annast undirbúning og fram-* kvæmdir þessa máls. Sveinn Guðmundsson, forstjóri vélsmiðjunnx ar Héðins, er formaður hennar, en ritarar Harry Frederiksen, fram- kvæmdastjóri og Guðbjörn Guðmundsson, prentari, en gjaldkerí nefndarinnar er Helgi Hallgrímsson, arktitekt, útnefndur af bæj- arstjórn. Aðrir nefndarmenn eru þessir: Ólafur Þórðarson, Axel Kristjánsson og Sveinn Valfells. j Sem kunnugt er, eru á þessu ári liðnar tvær aldir síðan innrettingar Skúla Magnússonar voru stofnaðar. Er efnt til sýningar þessarár, m. a. af þessu tilefni. Hefur bæjarstjórn Reykjavíkur þegar veitt þessu sýn- ingarmáli sérstakan stuðning. — Að öðru leyti er það tímabært að halda slika sýningu nú, vegna þess, að islenzkur iðnaður á við mikla og margvislega erfiðleika að striða, og því sérstök ástæða til að kynna það fyrir almenningi, hvaða iðnaðarvör- ur eru framleiddar í landinu og hversu vandaðar þær eru. Seinasta sýning 1932 Síðasta allsherjariðnsýning var hér haldin í Miðbæjarskólanum árið 1932. Síðan hefur ísienzkur iðnaður aukizt svo mjög, að óliklegt er að þetta húsrúm nægi fyrir sýningu þessa. Er sennilegt, að ekkert húsrúm sé fáanlegt hér í bænum til þessal sýningarhalds. Forstöðunefnd sýn- ingarinnar hafði í gær fund með ýmsum aSilum til þess að ræða hvernig tiltækilegast væri að sjá sýa ingunni fyrir nægilegu húsrými. Sýningin í Bryssel LÁÐST hefur að geta þess, að tii hinnar fyrirhuguðu listsýn- ingar, er haldinn verður í april n. k. verða auk málverka og höggmynda, vatnslitamyndir, teikningar og graphik. Þeir ís- lenzkir listamenn er hugsa sér að senda þessháttar listaverk t'l dómnnefndarinnar, verða að skil^ þeim fyrir 1. febrúar. , Jeppabílar fara á harð- fenni yfir Hellisheiðina Könnuðu ffyrirhugað vegastæði í Þrengslunum TVEIR MENN úr Hveragerði, þeir Herbert Sigurðsson og IngimaiS Sigurðsson í Fagrahvammi, fóru í gær vestur yfir Hellisheiði a tveim jeppum. Svo mikið harðfenni er á heiðinni, að hún er létt- fær í jeppum. Er vestur yfir heiðina kom, sneru þeir suður í Þrengslin, dalskorninginn, þar sem fyrirhug að er að leggja hinn nýja Aust- urveg. Þegar sá vegur verður lsgður, verður hæsti hluti hans á flötunum sunnan við Kolvið- arhól. SNJÓALÖG í ÞRENGSLUM Erindi þeirra félaga var að s'dpast eftir hvernig snjóalög eru á þessari leið; frá Kolviðat- hóli og austur í Ölfus. Þeir hafa skýrt Mbl. svo frá, að þeim virt- ist snjór ekki meiri nú á þessari leið heldur en niðri í Ölfusinu. Eins og kunnugt er, lét vega- gerð ríkisins í haust gera undir- stöður að vegi á eins til tveggja km. kafla í Þrengslunum, meðal annars til þess, að hægt væri bet- ur að átta sig á hve brautin þarf að vera há þar, til þess að auð- velt sé að halda veginum bílfær- wn á vetrum. í vetur róa 14 báfar úr Sandgerði Sandgerði í gær. 14 bátar sem héðan róa, hafa farið á sjó dag hvem siðan á þriðjudag. Er aflinn yfirleitt þrjú og hélft til fimm tonn, en einstaka bátur hefur verið með sjö tonna afla i róðri. Bát- arnir láta aflann yfirleitt allir i hrað frystihús, en af nokkrum bátum er Sultað, — Axel. ■ I 200 M. UNDIR SNJÓ Um 200 metrar af þessari und- irstöðu er nú undir snjó að sögra þeirra félaga. Er þeir óku austuc úr Þrengslunum komu þeir nið- ur hjá Vindheimum í Ölfusi, eiS komið hefur til orða að ieggjq þennan nýja veg þar. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.