Morgunblaðið - 27.01.1952, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.01.1952, Blaðsíða 9
r Sunnudagur 27. |an. 1952 MORCUNBLAÐFÐ P 1 REYKJAVÍKURBRJEF 'TtS Við lát forsefans ISLENDINGAR hafa aðeins í rúman áratug átt innlendan þjóð- höfðingja. Hinn 17. júní árið 1941 var Sveinn Björnsson kjör- inn ríkisstjóri af Alþingi, þar sem konungur landsins gat ekki gegnt störfum sem þjóðhöfðingi íslands vegna hernáms Danmerk- lir. En frá því vorið 1940 hafði tíkisstjórn íslands farið með hið æðsta vald í málefnum þjóðar- innar eða allt frá því að her- nám sambandsríkis okkar rauf gamgöngur á milli landanna. í vitund íslendinga hefur þjóð- höfðingi þeirra því verið íslenzk- ur maður allt frá því að ríkis- Stjóri var kjörinn árið 1941, enda þótt formlegur skilnaður við Dani færi ekki fram fyrr en þremur árum síðar, er lýðveldi Var stofnað og forseti kjör- inn. Á þessum rúma áratug hefur hið innlenda þjóðhöfðingjadæmi skotið rótum og fengið form og nokkra festu. Þjóðin fagnaði því innilega að íslenzkur maður sat r.ú í fyrsta skipti í þjóðhöfðingja- sessi í landinu sjálfu. Forseti lýð- veldisins varð tákn frelsistökunn ar og hins fullkomna sjálfstæðis. Það var gæfa íslendinga, að til þeirrar virðingarstöðu valdist maður, sem stóð utan og ofan við flokkadeilur og dægurþras og átti gott með að laða andstæð öfl til samstarfs um alþjóðar- heill. Nú þegar Sveinn Björnsson i er látinn, finnnr þjóðin e. t. v. i enn betur en áður, hversu rík- ur þáttur hans var i, að treysta grundvöll hins unga lýðveldis og skapa þvi virðulega um- gerð á bernskuskeiðl. Þess- vegna hef ur f ráfall þessa f yrsta innlenda þjóðhöfðingja okkar valdið djúpri hrygð og sökn- uði um gervallt ísiand og með- 1 al fólks úr öllum stéttum og starfshópum. I Meðferð forsetavaldsíns í STJÓRNARSKRÁ okkar er okki gert ráð fyrir að kjörinn sé varaforseti, er fari með forseta- vald í forföllum eða við fráfall fcrseta lýðveldisins. Hinsvegar er þar svo mælt fyrir, að forseti Sameinaðs Alþingis, forsætisráð- herra og forseti hæstahéttar gegni þessu hlutverki í sameiningu. — Skal forseti Alþingis stjórna fund nm þeirra en meirihluti ræður ef til ágreinings kemur meðal þeirra. Nýjan forseta skal kjósa innan eins árs frá fráfalli for- seta. Segja má, að það fyrirkomu lag, að fela þremur mönnum varaforsetadæmi, sé að ýmsu leyti óhentugt. Vafstursminna væri að einn maður færi með forsetavald þegar forseti hefur forfallast eða faUið frá. Hins- vegar er það einnig nokkur kostur að þurfa ekki að stofna :sérstakt varaforsetaembætti. Mun Alþingi hafa viljað kom- ast hjá því, er það fékk for- setavaldið í hendur fyrrgreind um þremur mönnum. En það fyrirfcomulag má auðveldlega hugsa sér, að t. d. forseti Sameinaðs Alþing- is eða forsætisráðherra væru annarhvor jafnframt varafor- -seti lýðveldisins. Með því þyrfti ekkert nýtt embætti að stofna. f Sviss er forsætisráð- herrann á hverjum tima jafn- framt forseti lýðveldisins. Hver háttur verður á þessu hafður, hlýtur að sjálfsögðu að fara nokkuð eftir því, hversu -valdamikill forseti Iýðveldisins verður. En auðsætt virðist að skipan forsetavaldsins við fráfall. fcrseta verði að takast til náinn- ar athugunar, þegar stjórnarskrá- in verður endurskoðuð. En fyrir dyrum standa forseta- kosningar í landinu, ef ekki tekst samkomulag um forsetaefni milii Stjórnmálaflokkanna. Æskileg- «st væri að slíkt samkomulag tækist og forseti lýðveldisins gæti Við andlát forseta íslands • Hvernig á að kjósa varaforseta? • Stytzta þinghald síðan árið 1943 • Helztu lög og ályktanir Al- þingis • Undarleg blaðamennska Tímans • Missir Laxfoss til- finnanlegt tjón fyrir samgöngur við Faxaflóa • Vesturför Winst- ons Churchills • Nánari samvinna Bretlands og Bandaríkj- anna • Alþýðuflokkurinn hefur ekki bætt atvinnuástandið á ísafirði Handhafar forsetavalds, talíð frá vinstri: Steingrímur Steinþórsson forsætisráðherra, Jón Pálma- son forseti Sameinaðs Alþingis og Jón Ásbjörnsson forseti hæstaréttar. Myndin var tekin af ljósm. Mbl. ÓI. K. Magnússyni í forsætisráðuneytinu í gær. orðið sjálfkjörinn eins og verið hefur til þessa. Þinglausnir ALÞINGI lauk störfum s.l. fimmtudag. Hafði það þá aðeins setið í 116 daga. í þeim daga- fjölda er þó falið 14 daga hlé um hátíðar. Raunverulega hefur þetta þing því staðið rúma 100 daga og er því skemmsta þing, sem háð hefur verið síðan árið 1943, en þá stóð þing 115 daga. Aðal viðfangsefni þessa þings var setning fjárlaga. Af öðrum meiriháttar málum má nefna stór felda eflingu lánastofnana land- búnaðarins, lög um framlög til bygginga smáíbúða, verkamanna bústaða og útrýmingar heilsu- spillandi húsnæði, ný vegalög, lög um skipan prestakalla, um laga- gildi varnarsamnings milli ís- lands og Bandaríkjanna, öryggis- ráðstafanir á vinnustöðum og þingsályktunartillögur um ráð- stöfun mótvirðissjóðs, endurskoð- un skattalaganna og aðild Islands ið viðbótarsamningi við Norður- Atlantshafssamninginn varðandi þátttöku Grikklands og Tyrk- lands. Þá samþykkti þetta þing einr.ig að heimila ríkisstjórninni að verja allmiklu fé til atvinnubóta vegna erfiðs árferðis og vand- kvæða einstakra kaupstaða og sjávarþorpa. í ávarpi, sem forseti Samein- aðs Alþingis flutti við þinglausr- ir komst hann m. a. þannig að orði: „Ég vil fyrir hönd Alþingis óslta þess, að þau lög, sem þetta þing hefur sett, og þær ákvarðanir, sem það hefur tek ið, megi verða þjóð vorri til hamingju“. Undir þessi ummæli munu allir þjóðhollir menn taka. Einkennileg folaðamennska EKKI verður annað sagt, en að það sé all einkennileg blaða- mennska, þegar Tíminn segir þannig frá þinglausnum, að hann hefur ummæli eftir forsætisráð- herra, sem mælt voru af forseta Sameinaðs þings. Blaðið minnist ekki einu orði á ávarp þingfor- seta, en hefur nokkrar setningar úr því hinsvegar eftir forsætis- ráðherranum.!! Hverskonar fréttamennska er þetta eiginlega? Um hana er ó- þarfi að hafa mörg orð. Hún dæmir sig sannarlega sjálf. Mikill skaði að missi Laxfoss MJÖG litlar líkur eru nú á því, að unnt reynist að bjarga flóa- bátnum Laxfossi, sem fyrir skömmu strandaði á Kjalarnesi. Er mjög mikill skaði að missi þessa skips, sem var fullkomnasti og bezti flóabátur landsins. Hafði það verið endurbætt verulega ekki alls fyrir löngu og miklu fé varið til þeirrar endurbótar. Samgöngurnar um Faxaflóa, milli Reykjavíkur, Akraness og Borgarness hafa orðið fyrir miklu áfalli með strandi Laxfoss. Mik- ill fjöldi fólks ferðaðist árlega méð skipinu við góðan aðbúnað og þægindi. Óhætt er að gera ráð fyrir að töluverður tími líði þar til svo góðs skips hefur verið aflað til þessara ferða. Erindi Cfourchills til Washington ÞEGAR Winston Churchill, for- sætisráðherra Bretlands ávarpaði báðar deildir Bandaríkjaþings á Á fundi Churchills og Trumans. sameiginlegum fundi þeirra hinn 17. þ. m. lauk hann ræðu sinni með þessum orðum: „Bismark sagði einu sinni að örlagaríkasta staðreynd 19. aldarinnar hefði verið sú, að þjóðir Bretlands og Banda ríkjanna töluðu sömu tungu. Við skulum gera þá stað- re-vnd örlagaríkasta á 20. öld að þær feti sömu braut“. Með þessum hmmælum hefur hinn aldni brezki stjórnmálaskör- ungur í raun og veru skýrt til- gang farar sinnar vestur um haf. Fýrir honum vakir að treysta sem mest má verða samvinnu liirina tveggja engilsaxnesku stór- velda. Á henni byggir hann fyrst og fremst vonir sínar um varð- veizlu friðar og öryggis í heim- inum. Eins og efnahag brezku þjóð- arinnar er nú komið má einnig ætla að hún hafi þörf fyrir vax- andi aðstoð Bandaríkjanna cinnig á því sviði. „Ég er ekki kominn t:! þess að biðja ykkur um peninga", sagði Churchill á öðrum stað í fyrrgreindu ávarpi. Þrátt fyrir þes^i ummæli vita Bandaríkja- menn író'5ari'eS'a, að Bretland hef ur þörf fyrfr aukna efnahagsað- stoð. En á þessu Stí^i málsins hcf- ur hinum víðsýna stiúj'umála- manni þótt mikilvægara að grundvöll að nánara almennií samstarfi milli þessara vestrænu lýðræðisríkja, en að knýja þegar í stað á um fjárhagslegan stuðn- ing til handa landi sínu. í brezkum blöðum hefut ekki komið fram sérstök bjartsýni um árangur af þes» ari vesturför forsætisráð- herrans. Engu að síður er hún talin nauðsynleg og líkleg tíl þess að skapa aukinn skiln- ing Bandaríkjamanna á erfiS leikum Bretlands. •s^il Fundur hinna „Þriggja stóru“ TÖ.LUVERÐAR bollaleggingar hafa verið um það, að Churchill hafi stungið upp á því við Tru- man forseta að þeir beittu sér fyrir sameiginlegum fundi þeirra og Stalins marskálks. Er það álit ýmsra að Churchill hafi jafnvel lagt til að forsætisráðherra Frakk- lands og kanslara Vestur-Þýzka- lands yrði boðið að taka þátt i slíkri ráðstefnu. Engar öruggar heimildir liggja fyrir um sannleiksgildi þessara fregna og allt bendir í bili til þess að hinir „þrír stóru“ muni ekki hittast á næstunni. Hinn sýnilegi árangur af för hins brezka forsætisráð- herra og viðræðunum í Washington er sá, að Banda- ríkin munu selja Bretum. eina milljón tonna af stáli en fá í staðinn tin frá Malayja- löndum og aluminíum frá Kanada. Undarlegt fyrirbrigði Á MEÐAN Sjálfstæðismenn höfðu forystu í bæjarmálum ísa- fjarðarkaupstaðar árin 1946—- 1951 og beittu sér þar fyrir marg- háttuðum umbótum, sem van- ræktar höfðu verið af Alþýðu- flokknum, héldu málgögn þess flokks því fram með offorsi, a5 allir atvinnuerfiðleikar í þessum kaupstað spryttu af því að Al- þýðuflokksmenn höfðu misst þar völdin. Nú hafa Alþýðuflokksmenn á Isafirði um nokkurt skeið farið með stjórn kaupstaðarins í sam- vinnu við kommúnista. En hvað hefur gerst? Hefur atvinnuá- standið þar batnað, hafa erfið- leikarnir gufað þar upp eins og dögg fyrir sólu? Sannarlega ekki. Atvinnuá- standið á ísafirði hefur verið hörmulegra í haust og vetur en nokkru sinni fyrr. Nýr togari hefur að vísu verið fenginn til bæjarins fyrir forgöngu Sjálf- stæðismanna og nokkrir tugir manna hafa fengið á honum á- gæta atvinnu. En Alþýðuflokk- uiinn hefur ekkert gert til úr- bóta á atvinnuleysinu. Þetta undarlega fyrirbrigði, . sem þó er í raun og sannleika ekki svo einkennilegt, sýnir að sjálfsögðu, að allar ásakan- ir Alþýðuflokksins á stjórn Sjálfstæðismanna voru alger markleysa. Atvinnuerfiðleikar fsfirðinga og fleira fólks víðs- vegar um land spretta af mis- æri, aflabresti og öðrum óvið- ráðanlegum orsökum. Alþýðu- flokkurinn hefur sízt reynzt megnugri en aðrir um að út- rýma þeim. Þetta skilja bæði ísfirðing- ar og aðrir. Leitað vopna í Túnis TÚNIS, 26. janúar. — Frakkar leita vopna í Túnis, rannsaka hús eftir hús. Kominn er nú þangað liðsauki frá Frakklandi, og var allt sagt nokkurn veginn með kyrrum kjörum þar í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.