Morgunblaðið - 24.02.1952, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.02.1952, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 24. febr. 1952 Tveir heiðursdokforar útnefndir vlð heims> Á ÖÐRUM síað hér í blaðinu, «r skýrt frá því, að formaður >,yg-fringarnefndar Þjóðminjasafns ins, prófessor Alexander Jóhann- esson, háskólarektor, afhenti á íöstudag, menntamálaráðherra, f ullnaðat reikning-a yfir bygging- arkostnað safnsins. Jafnframt liefur byggingarnefndin skilað af ®ér störfum. Háskólaráð og heimspeki- ■deild Háskólans höfðu ákveðif ■fyíir nokkru siðan, að minnast J>essa atburðar með því að útnefna tvo menn sem heiðursdoktora, þá fyrrverandi þjóðminjavörð, Matt- Jitas Þórðarson, sem um 45 ára akeið veitti Þjóðminjasafninu for- stöðu og velunnara og stuðnings- mann íslenzkrar fornfræði pró- fessor Haakon Shetelig í Bergen. Fyrir nokkru bauð háskólaráð hxruim norska vísindamanni í heim sðkn hingað, til þess að taka við doktorsbréfi sínu. Því miður gat hann ekki komið, sakir þess, að læknir hans réð honum frá að fara í slíkt ferðalag sakir vanheilsu hans. Hann er um það bil 75 ára að aldri. 1 tilefni af þessu dóktorskjöri hafði háskólarektor boð inn s.l. föstudagskvöíd í húsakynnum Há- skólans, skrifstofu sinni og kenn- arastofu, og bauð þangað dr. Matt- híasi Þórðarsyni, sendiherra Norð- jnanna, Torgeir Anderssen-Rysst, og tók hann við. -doktorsbréfinu fyrir hönd hins norska vísinda- mann, enn fremur Birni Ólafs- syni, núverandi menntamáiaráð- herra, prófessor Einari Arnórs- syni, er árið 1944 skipaði bygg- ingaimefndina, háskólaráði, kenn- nrum heimspekideildar, byggingar- nefnd og nokkrum fleiri. Er prófesspr Alexander hafði Jýst þessari ákvðrðun háskólaráðs og heimspekideildur með nokkrum orðum, las„v núyeranjJl forseti heimspekideildar, Steingrímur J Þorsteinsson, upp formála deildarinnár íyrir doktorskjörinu og mælti á þessa leið: _ FORMÁLI FYRIR DOKTORSKJÖRI MATTHÍASAR ÞÓRÐARSONAR Matthías Þórðarson var aettur til að hafa umsjón með Forngripasafninu 1908 og sama ár skipaður þjóðminjavörður samkvæmt nýjum lögum um verndun fornminja. Þau lög voru sett fyrir atbeina Matthíasar og eru merkur áfangi í sögu forn- minjavörzlunnar og þjóðminja- safnsins. Matthías ferðaðist um allt landið á fyrstu embættisár- um sínum, friðlýsti fornminjar ■og gerði nákvæma skrá um gripi í öllum kirkjum landsins, og er þetta stórmerk heimild. Á fyrsta embættisári sínu flutti Matthías Þórðarson safnið TÍr Landsbankahúsinu í Safna- húsið við Hverfisgötu ög setti l>að upp þar. Sú uppsetning hélzt til 1950, er safnið var- flutt í nýju bygginguna. Við flutning- inn rannsakaði Matthías allt safnið, raðaði gripunum og skipu lagði og skipti safninu í deildir. Mun safnið efalítið alltaf búa að þessari niðurröðun og deilda- skiptingu, enda hefir hann með starfi sinu lagt grundvöll að safninu, bæði sem sýningarsafni handa alrnenningi og menningar- sögulegu safni handa fræðimönn- um. Er þar ekki minnst um vert, hinar geysimiklu og rækilegu viðaukaskrár fyrir árin 1876—88 og 1904—31, er hann heíir sam- ið. Eins og kirkjugripaskráin er þetta mikla rit að mestu ó- prentað, en í því er fólginn mjög mikill fróðleikur og sægur frum- athugana, því að Matthías hefir liaft þann hátt á að skrifa eins konar ritgerð um hvern grip, sumar langar og fuliunnar. Rit Matthíasar, þau er birzt hafa á prenti, eru mikil og margvísleg. Hann hefir manna rnest rannsakað Þingvöll og birt um hann greinir, bæklinga og hækur. Þá hefir hann ritað bók um Vínlandsferðir (kom einnig út í Ameríku) og gefið út forn- y • m © &pekioei I háskólaboði á föstodag voru þe::!? iwal? veSgerðarmenn ísle.izkra þjóöfræð:* hySSti? ágætu gjafar, sem norsk söfn gáfu1 fs’endingum 1950. Hann hefir mikla þekkingu á fornri sögu og menningu íslendinga og íslenzk- um vísindum um þegsi efni. Með ritgerðum um íslenzka forngripi _______________________ __________________________ hefir hann aukið^ skilning á því,, þar, hann með bcssu _ , . ..... ... . . legan þátt í þ-'í, rð ákveðið var Rektor Haskolans, Alexanaer Johannesson, afhendir dr. Maithiasi Eð ^ hig nýja þjóðminjasafn. Þórðarsvni, fyrrv. þjóðrainjavcrói, heiðursdoktorsskjal.ð. . - sögur þær, er að þessu efni lúta, í safninu íslenzk fornrit. Þá er minningarrit um þjóð- minjasafnið 50 ára og leiðarvísar og bæklingar, er safnið varða. Þá er að nefna ritið íslenzkir listamenn I—II, bók um fán- ann og loks hina stóru útgáfu rita Jónasar Hallgrímssonar, og er rétt í því sambandi að minna á störf Matthíasar í þágu Hins íslenzka bókmenntafélags. Enn er ótalið, að Matthías Þórðarson hefir frá upphafi embættislerns síns haldið á merki íslenzkrar fornleiíafræði, oftast einn síns liðs, og verið fulltrúi hennar heima og erlendis. Árbók Forn- leifafélagsins hefir hann gefið út lengi og skrifað í hana fjölda ritgerða um íslenzk fornfiæðileg efni, sumar langar, og margar greinir á hann einnig í cðrum íslenzkum tímaritum. I erlendum tímaritum hafa einnig birzt marg ac-greinir eftir Matthías um ís- lenzka fornleifafræði, bæði forn- 'leii'arannsóknir, sem hann hefir gert sjálfur, og einstaka gripi og gripaflokka í þjóðminjasafn- inu. | Með þessum formála hafa heim spekideild og háskólaráð Há- skóla íslands samþykkt að sæma prófessor Matthías Þórðarson nafnbótinni heiðursdoktor í heim speki: doctor philosophiae honor- ,is causa. FOR.VIÁLI FYRIR DOKTORSKJÖRI HAAKON SHETELIG Prófessor Haakon Sheteiig er í fremstu röð norrænna íornleifa I fræðinga og fremstur norskra vís indamanna í fornleifafræði vík- . ingaaldar. Hann hofir og víð'- í tæka þekkingu í norrærmm og ísienzkum fræðum. I mannsaldur j gegndi hann prófessorsembaetti við Bergens Museum og var um tíma íorstjóri þess, en auk þess hefir hann verið í stjórn margvís legra menningarstofnana, sern cf Ilaakon Shetelig. Með þessum formála hafa heim \ snekideild og háskólaráð Háskóia íslands samþykkt að sæma pró-1 fessor Haakon Shetelig nafnbót-j inni heiðursdoktor í heimspeki: Frá samkomunni í Háskólanum á föstudagskvöld. Þessir sjást á myndinni: Þorsteinn Sch. I Thorsteii sson lyfsali, Mageröy scnuikennari, Pétur Sigurðsson háskólaritari, Einar ÓI. Sveinsson prófessor, Þorkell Jóhanncsson prófessor, StcinTrímur J. Þorsteinsson prófessor, Jón Jóhannesson prófessor, hinn rýkjörni heiðursdoktor Mattfcías Þórðarson fyrrv. þjóðminjavörður, Birgir Thor- lacíus forsetaritari, Björn Ólafsson menntamálaráð ierra, Alexander Jóhannesson háskólarektor, sr. Sigurbjörn Einarsson prófessor, Halldór Halldórsson dósei t, Trausti Einarsson prófessor, Kristján Eldjárn þjóðininjavörður og Gylfi Þ. Gíslason prófessor. Myndin er tekin í skrifstofu háskóla- rektors. — (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) doctor philosophiae honoriS’ causa. í RÆÐA STEINGRÍMS J. ÞORSTEINSSONAP. Er þessari athöfn var lokið, settust veizlugestir að snæðingi í kennarastofunni. En cr liðið var á horðhaldið, rlutti Steingrímur J. Þorsteinsson prófessor eftirfar* andi ræðu: I Að fortíð skal hyggja, ef frum- legt skal byggja. í anda þsssara ovða Einars Benediktssonar ákvao Alþingi íslendinga og ríkisstjórn, að hið ytra tákn og sýnilegi minni's- varði lýðvcldisstofnunarinnar vrði ný og vegleg bygging undir þjóðminjasafnið. Og vissulega hefur það verið þjóðinni allri. fagnaðarefni að haía auðnazt að ganga til móts við fullveidi sitt og framtíðarstjórnskipan með slíkri ræktarsemi við bjóðiegar minjar. Iiáskólinn hrósar happi yfir því að hafa hlotnazt að leggja þessu góða máli slíkt lið beinlínis, að formaður byggingarnefndar og driffjöður framkvæmdanna skull hafa verið núverandi háskóla- rektor, og er það lifandi tákn þeirra tengslá, sem hljóta- að vera milli háskólans og bjóð- minjasafnsins. Nú, þegar þetta verk er komið svo langt áleiðis, að byggingarnefnd hefur lokið störfum og skilað ölium gögnum af höndum sér, hefur háskólinn viljað minnast þessa áfanga í sögu safnsins — og þar með í menningarsögu Vorri — mcð því að sæma þeim hæsta heiðri, sem hann ræður vfir, þá tvo menn, innlendan og erlendan, sem ei u veglegustu fulltrúar þeirra fræða, sem það menningarmusteri er vígt, hafa öðru.n fremur, bein- línis og óbeinlínis, blásið í það lífsins anda, veitt helgum dóm- um þess þær vígslur, sem engar kreddubreytingar fá úi gildi fellt, II Þegar litið er í einni sjónhend- ing yfir sögu þjóðminjasafnsir.s frá upphafi vega til þessa tíags, sjáum vér Matthías Þórðarson koma þar fram á sviðið á miðjum ferli þsss, því að nú eru 89 ár liðin frá stofnun safnsins, en 44 ár, síðan Matthías var skipaður þjóðminjavörður. Hér voru því brautryðjendur og forvígismenn á undan gengnir: Helgi Sigurðs- son, Jón Arnason, — og einkum-. Sigurður Guðmundsson, — Sig- urður Vigfússon, Pálmi Pálsson, Jón Jakobsson, auk annarra góðra liðsmanna, sem vór minn- umst allra með þökk og virð- íngu. Spámennirnir og Skírarinn fóru á undan Messíasi. En Matt- hías Þórðarson var endurlausn- arir.n og lögmálsgjafinn, serrí leysti safnið úr bernskuviðjunum, kom því til vegs og þroska og á þann framtíðargrundvöll, sem nær út yfir húsakynni og híbýla- kost. Hann hefur að því unnið allra manna lengst, að því dreg- ið alíra manna mest föng, allt fra skauti jarðar til skrúðbúsa kirkna, kannað og skýrt efni þess manna mest og bezt og heíur veitts því þá flokkaskiptingu og skip- an, sem það mun æ búa að í höf- uðdráttum, eins og áður var nán-< ar rakið í formála heimskepí- deddar fyrir doktorsk.jörinu. Eg man alltaf eft.ir því, er ég fór fyrst á fund prófessors Matt- híasar, ungur stúdent, átti við hann erindi í sambandi við nám mitt. Mér fannst það allt að því ofdirfska af slíkum sveinstaula að ætla sér að raska næði svo virðulegs embættismanns meS lcvabbi sínu, og er ég kom aðí skrifstofu hans í safnahúsinu og horfði á dyraspjaldið, loga- gyllt og laufskorið, þar sem á stóð þjóðminjavörður, fór um mig, svo að það var með nokkr- um geig, að ég kvaddi dyra. Erí tvennt er mér hugstæðast frá því, er inn var komið. Annað var viðmót þjóðminjavarðar, hýrlegt og ljúfmannlegt, sem létti þegar af mér uppburðarleysinu. Hitt var aðdragandi erindislokanna, Framh. á bls. 5 j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.