Morgunblaðið - 24.02.1952, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.02.1952, Blaðsíða 14
 Framhaldssagan 15 Mark fann kveikjarann og kveikti á peru í loftinu. Hann sá Morey greinilega fyrst nú. Hann lá á hnjánum fyrir framan skáp og dró út hverja fötuna á fætur annarri. „Fyllið þær við vaskinn", sagði hann. „Við verðum að væta vegg inn og halda honum votum. Því í ósköpunum kemur ekki slökkvi- liðið?“ „Hvað er langt síðan Perrin ....??“ byrjaði Mark. „Eg veit það ekki .... fleiri ár eða mínútur .... ég hef ekki hug mynd um það“. Þeir fylltu föt- urnar og skvettu úr þeim á vegg- inn og dyrnar. Hreyfingarnar voru ornðar eins og sjálfkrafa. „Ég er alltaf að hugsa um að ég hefði ef til vill getað gert eitt- hvað .... en það var orðið eins og bí karofn, þegar ég kom að Þeir heyrðu mannamál í húsa- garðinum. Perrin kom inn með tvo menn. Hár hans var sviðið og andlitið svart. „Þeir eru með eitthvað af slökkvitækjum", sagði hann. „Þeir ráðast að eldinum frá glugg unum. Það er bezt að við byrjum hérna megin“. Mark horfði á mennina, þegar þeir tóku til starfa. „Er ekkert fast slökkvilið hér?“ spurði hann Morey. „í Bear River, en það eru fimm mílur þangað. Þeir komast aldrei alla leið hingað. Þetta eru bænd- ur hérna úr nágrenninu. Þeir vita hvað á að gera“. Perrin stóð við eldhúsborðið og blandaði lyfjadufti í vatn .... meðal við brunasárum. Perrin var eins rólegur og bændurnir. ,jÉg held að það versta sé yfir- staðið“, sagði hann. „Það er und- arlegt, en eldurinn virðist ekki breiðast út“. Perrin kinkaði kolli. „Já, það versta er yfirstaðið“, sagði hann. Einn mannanna kom inn. Hann var ungur, með rautt hár og freknótt andlit. „Það er eins og eldurinn sé bara í einu herbergj- anna“, sagði hann við Morey. „Litla herberginu fyrir endanum. Það var skrítið, en þeir lyftu mér upp svo að ég sá inn. Hin her- bergin voru svo að segja ó- sködduð. Líklega hefur herberg- ið á milli bjargað þeim. Og svo steinveggirnir“. „Gerið allt sem þið getið“, sagði Morey. Mark snéri sér að Perrin. „Frú Lacey var þar inni“, sagði hann. „Vissuð þér það ekki?“ „Jú“, sagði Perrin. „Hefðuð þér ekki getað .... fyrirgefið, ég veit að þér hafið reynt allt, en.... “ Hann gat ekki lokið við setninguna. „Það var árangurslaust", sagði j Perrin og snéri sér burt. Þrem stundum síðar var öllu lokið. Læknirinn og lögreglu- stjórinn höfðu komið og voru farnir aftur. Þeir höfðu tekið með sér jarðneskar leyfar frú Lacey. Florrie og Violet sváfu í einu gestaherbergjanna. Perrin svaf á bekk, sem hafði verið settur upp í eldhúsinu. Hann var ekki illa brenndur. Anne og Ivy höfðu sofið alla nóttina og ekki orðið varar við neitt. Svo var fyrir að þakka hljóðeinangrun í barna- herberginu. Jafnvel Stoneman var sofnaður. Mark hafði ekki séð neitt til frú Morey aftur. Hann og Morey sátu í bóka- herberginu með viskýflösku á milli sín. Það var eins og hvor- ugur gæti komið sér af stað upp. Hann var að hugsa um Wilcox, lækninn, sem hafði tekið að sér j pðiróp!':* '”:u.T.ar. Þæ. 'il'Xö.u yer ið vissar um að allt væri þeim að kenna. Ef þær aðeins hefðu verið heima .... Wilcox hafði líka hughreyst Amos Partridge, en það hafði engum öðrum tek- ist. Amos hafði unnið með sjálf- boðaliðunum látlaust fyrir utan húsið og þegar þeir höfðu ráðið niðurlögum eldsins, hafði hann skyndilega orðið óður og þrifið gaffal úr hlöðunni. Hann hafði ruðst inn í húsið og ætlað að æða upp á loftið. Enginn gat gefið nokkra skýringu á þessu fram- ferði hans, fyrr en Wilcox kom. „Hann var á biðilsbuxunum. Hafði alltaf verið ástfanginn af frú Lacey, en missti hana þegar hún giftist Billy .... Svo var hann byrjaður að gera sér vonir aftur“. Mark lauk úr glasinu. „Vel- kominn til Crestwood", sagði hann. „Fagur bæj og friðsæll. Einkar friðsæll. Ein dauð og annar í ástarsorg“. „Fáið yður aftur í glasið", sagði Morey. „Nei, takk .... klukkan er hálf fjögur .... ég man ekki lengur hvað ég hef drukkið úr mörgum glösum.... “ „Ég veit ekki einu sinni, hve- nær þetta byrjaði“, sagði Morey. „Perrin segir að klukkan hafi verið hálf tólf, en hún getur vel hafa verið meira. Hann sefur fyrir ofan bílskúrinn og er það dálítinn spöl frá húsinu. Það er hár veggur á milli og mörg tré. Það var hreinasta hending að hann vaknaði við lætin í hestun- um í hesthúsinu og leit út“. „Atti hún nokkra aðstandend- ur?“ „Ég veit það ekki. Ég held að hún hafi átt heima hér alla sína ævi. Ég verð að athuga það. Ég mun auðvitað sjá um allan undir- búning og standa kostnað af öll- um útgjöldum .... Annars átti ég i_ fullu fagni með Joe“. „Ég var búinn að gleyma hon- um“, sagði Mark. „Hann var ekki beinlínis burðugur, þegar hann heyrði hringinguna. En konan yðar tók við honum. Hún sagði mér líka hvar ég mundi finna raf- magnsleiðsluna inn í húsið. „Hún ....“ Hann ætlaði að segja að hún hafi jafnvel þá verið viss ! um að einhver var dáinn, en hann hætti við það. „Hún var mjög róleg“, sagði hann. „Hún getur verið það, þegar hún vill. Hún lét Joe taka eina af svefnpillunum sínum. Hann segir að hún hafi troðið henni upp í hann. Cummings, læknir, gaf honum deyfandi meðal til vonar og vara. Hann reyndi að bíta Cummings, en nú verður hann rólegur, að minnsta kosti næstu fimmtán stundirnar". „Hvernig kviknaði í?“ spurði Mark. „Veit nokkur það?“ „Ég get mér þess til“. Morey var þreytulegur á svip. „Menn- irnir frá tryggingarfélaginu koma fyrir morgunverð, ef ég þekki þá rétt. Mér er sama hvaða úr- skurð þeir feila. En sá sem sök- ina á með réttu, er Davenport". Mark rak upp stór augu. „Dav- enport? Ég hélt að hann væri á ferðalagi*í Evrópu? Ég skil ekki hvað þér eigið við?“ „Nei, það er ekki von. Ég get ekki útskýrt það fyrir yður núna .... Jæja, það er bezt að fara að hvíla sig. Þér getið setið hér í alla nótt, ef yður langar til. En ég verð að vera hress í fyrra- málið“. Hann reyndi að brosa, en Mark fannst það ekki vera annað en grettur. Hann kenndi í brjósti um hann. Hann skellir skuldinni á sjálfan sig, hugsaði hann með sér, þegar Morey var farinn. Morey hafði þó gert allt, sem hægt var að gera. En hvað átti hann við? Hann hafði sagt að Davenport ætti sökina? Hvernig gat það verið úr-því hann var í Evrópu? Bull og vitleysa. ÆVINTÝRI MIKKA IV. GíiraSdl Eftir Andrew Gladwin 18. — Góði Gíraldi, byrjaði hann, komdu nú með mér.... Þetta fannst Mikka þó ekki hljóma vel, svo hann sagði: — Gíri, Gíri, Gíri... .! En nú gat Mikki ekki stillt sig um að hlæja, því þetta fannst honum svo framúrskarandi kjánalegt og hlægilegt ávarp! Og því miður fyrir Mikka, þá fannst Gíraldanum þetta líka mjög kjánalegt og móðgaðist ákaflega af þessum fíflalátum og hlátri Mikka. Og svo skeði það furðulegasta sem Mikki hafði séð til Gíraldans. Gíraldinn snéri sér þótta- lega frá Mikka og stökk léttilega yfir háu girðinguna — og inn á næsta engi! Mikka brá heldur betur í brún. — Hann hefði auðveldlega getað orðið methafi í hástökki, tautaði Mikki við sjálfan sig, loks þegar hann fékk málið. Síðan lagði hann af stað meðfram girðingunni til þess að finna hliðið. I Þegar hann svo fann hliðið eftir stutta stund og var kom- inn í gegnum það, gat hann hvergi komið auga á Gíraldann. 1 í einu horni engisins var stór heystakkur og Mikki var sann- færður um það að Gíraldinn feldi sig á bak við hann. Mikki sá engan mann neins staðar og hann þorði ekki að fara að sækja hjálp af ótta við það að missa þá alveg af Gíraldanum.1 Hann yrði að ná honum einn og hjálparlaust. Öruggur og vonglaður hélt Mikki svo af stað til heystakksins. S — En ég má alls ekki hlæja núna, sagði hann ávítandi við sjálfan sig. — Það gerir Gíraldann bara reiðan. Ég verð að reyna að hugsa um eitthvað alvarlegt.... en það er nú ekki svo gott þegar maður stendur andspænis Gíralda! - Sunnudagur 24. febr. 1952 á0a!íundnr i Slysavðmadeiidar Ingólfs \ í REYKJAVÍK, verður haldinn þriðjudagskvöldið 3 26. febrúar klukkan 20,30 í fundarsal Slysavarna- » félagsins að Grófin 1. ”1 3 1. Venjuleg aðlfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á 6. landsþing Slysa- 3 - ar varnafélags ’íslands. 3 STJÓRNIN FVRBR ELHAVELAR NYKOMIN — Henta jafnt fyrir heimili og skip. Handhæg og ódýr. Helgi Magnússon & (o. Hafnarstræti 19 — Sími 3184. O. J. O L S E N talar í Aðventkirkjunni sunnu- daginn 24. febrúar kl. 8,30 síðd. um eftirfarandi efni: Viðurstyggð eyðileggingarinnar á helgum stað. Er kristindómurinn manninum hindrun í sjálfsbjargarvið- leitni hans? ALLIR VELKOMNIR! HEILDSALAR — IÐNFYRIRTÆKí — KAUPMENN « s SöSumaður m Duglegur og ábyggilegur sölumaður fer hringferð um S ■k landið næstkómandi mánaðamót, vill taka að sér sölu S —f n á allskonar góðum vörum. — Tilboð er greini vöruteg- » undir og sölulaun, óskast send Morgunblaðinu fyrir n.k. 3 n þriðjudagskvöld merkt: „SALA —103“. 2 IJMBUÐAPAPPIR brúnn, 57 cm. ICRAFTPAPPÍR brúnn, 90 cm. Höfum vér nú fyrirliggjandi. EGGERT KRISTJANSSON & Co. hi : m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.