Morgunblaðið - 24.02.1952, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.02.1952, Blaðsíða 11
Sunnudagur 24. febr. 1952 r MORGJJTSBLAÐlfí 11 .1 — Reykjavíkurbrjef Framh. af bls. 9 Endurvopr.un Þýzkalands hef- ur verið á dagsskrá allt frá því að komrnúnistar hófu árás sína á Suður-Kóreu. Ótti Evrópuþjóða við rússneska árás á lönd sín hefur knúð þær til umhugsunar um það, hvort þær gætu verið án þýzks mannafla í vörnum þeirra. í árslok 1950 stungu Banda- ríkjamenn upp á því að Vestur- Þýzkaland legði til lið í hinn sameiginlega varnarher, sem Eis- enhower hershöfðingi stjórnar. Frakkar svöruðu þessari uppá- stungu með Pleven tillögunum svokölluðu. Með þeim var lagt til að myndaður yrði Evrópu- her með þátttöku Þjóðverja und- ir sameiginlegri yfirstjórn þeirra þjóða, er að honum stæðu. Fyrir Frökkum vakti að koma í veg fyrir sköpun nýs og sjálfstæðs þýzks hers. Nýtt neitunarvald Á S. L. SUMRI hafa sex þjóðir Vestur-Evrópu unnið að mynd- un Evrópuhers. Eru það Frakk- ar, ítalir, Belgir, Hollendingar, Luxemborgarmenn og Vestur- Þjóðverjar. Bretar hafa ekki léð máls á að taka þátt í þessum samtökum. Veldur afstaða sam- veldislandanna því m. a. í s. 1. mánuði var haldin ráð- stefna í París, þar sem gert var uppkast að samningi mjlii hinna sax ríkja um stofnun Evrópu- hersins. í honum er m. a gert ráð fyrir að hvert þátttökuríki — Vestur-Þýzkaland einnig, — hafi neitunarvald í æostu yfir- stjórn hersins. Þegar á þetta stig var komið, blossuðu upp þjóðernistilfinning- ar í nágrannaríkjunum vestan og austan Rínar, Frakkiandi og Þýzkalandi. Sjónarmið Vestur- Þýzkalands virðist vera þetta: FJestir íbúar þess eru fúsir til r.ð endurvígbúast, cn með ýms- um ákveðnum skilyrðum. Þeir telja að ekkí eigi iengur að fara með sig sem sigraða þjóð, heldur sem jaíningi annarra vestrænna þjóð'a. Til staðfestingar því vilja þeir fá inngöngu í Atlants- hafsbandalagið. Með því telja þeir sig fá nokkur áhrif á það, hvernig þýzkur her yrði notaður. Þeir gera einnig kröfu til Saar, sem Frakkar stjórna nú og telja að í frið- arsamningum þeim, sem nú er r.nnið að, beri að viðurkenna algert fullveldi hins vestur- þýzka lýðveldis. Afstaua Fraklia í FRAKKLANDI er afstaðan þessi: Hinar þýzku innrásir í landið allt frá dögurri Bismarcks til Hitl- ers, hafa skilið eftir djúp spor í hugum Frakka. Flestir þeirra viðurkenna að vísu nauðsyn þess að nota þýzkan mannafla til varn ar Vestur-Evrópu gegn útþenslu- stefnu kommúnista. En engu að síður leynist rótgróin tortryggm gagnvart hinum þýzka her í hug- skoti almennings. Tilhugsunir. um Þjóðverja gráa fyrir járnum og vígbúnaði, enn einu sinni, set- ur beinlínis hroll að frönsku íólki. Þessvegna leggur það á herzlu á, að á meginlandinu sc einnig öflugur liðsafli Breta og iBandaríkjamanna. Skilyrði Þjóðverja fyrir þátt töku hafa einnig aukið á tor- tryggni Frakka. í franska þinginu hefur þetta mál allt vakið stríð og storm. Stjórn Faure hefnr vcrið á- kveðin í að bera það fram til sigurs. En niðflokkarni; og hægri menn, sem styðja hana, eru þar í minnihltita. Jafnaðarmenn hafa líf síjórn- arinnar í liendi sér. Enda þótí þeir séu frá formi fari and- vígir vígbúnaði og telji sig verða að halda nokkurn trún- að við þá stefnu, hafa þeir fylgt þátttöku Frakka í At- , lantshafsbandalaginu. En gagnvart Evrcp'-ihernum hafa þeir verið mjög trcgir. Niður- síaðan varð hó sú, að þeir fyígdu tillögum Faure um myndun hans og björguðu þannig stjórn hans frá falli nokkrum vikum eftir að hún settist á valdastól, með því skilyrði þó, að engir Þjóðverj- ar yrðu vígbúnir fyrst um sinn. Þannig standa þá mál Evrópu- hersins í dag. Grundvöllur hans er ennþá mjög veikur. Megin- ástæða þess er tortryggni Frakka og ótti við Þjóðverja. En engum dylst, að aukin samvinna þess- ara tveggja öndvegisþjóða meg- inlandsins er eitt af grundvallar- skilyrðum öryggis þeirra. Allt bendir einnig til þess, að þeim muni takast að komast að sam- komillagi. Á fundi Atlantshafs- ráðsins í Lissabon hefur verið unnið-ötullega að því, að tengja Evrópuherinn hinu sameiginlega varnarkerfi þátttökuríkjanna. Húsmæðraskóla- félag Hafnarfjarðar fíu ára HÚSMÆÐRASKÓLAFÉLAG Hafnarfjarðar var stoínað 18. febr. 1942. Minntist það 10 ára afmælis síns með fjölmennum skemmtifundi s.l. miðvikudag. Bygginganefnd skólans var boð- ið á fundinn, en í henni eru: Bjarni S^æbjörnsson, Emil Jóns- son og Ásgeir G. Stefánsson. Frú Ingibiörg Ögmundsdóttir, formaður félagsins, rakti sögu þess og aðdragandann að stofn- un skólans. Mikill áhugi vaknaði hiá hafnfirzkum konum á því, að Hafnarfjarðarbær yrði aðnjót andi þeirra laga, sem sett voru um byggingu húsmæðraskóla, og stofnuðu þær því Húsmæðra- skólafélag Hafnarfja.rðar með 500 stofnendum til þess að geta unn- ið að framgangi skólamálsins af meiri festu en ella. Jafnframt hefir félagið unnið að fjáröfjun til styrktar hinum væntaniega skóla, og bafa margir lagt málinu lið með góðum og rausnarlegum gjöfum. Þá rakti frú Ingibjörg sögu húsmæðraskólamálsins í stórum dráttum og gat þeirra erfiðleika, sem verið hafa á því að þoka málinu áleiðis. Þó hefði skólinn verið teiknaður og staðfestur og lítillega byrjað á grunninum, en við það situr, — Áhugi er mikill á því að mál þetta nái fram að ^anga hið fvrsta. Bjarni Snæbjörnsson læknir tók einnig til máls og ræddi um skólamálið. GÁFU SKEMPdTIATRIÐIN Skemmtunin hófst með sameig inlegri kaífidrykkiu, og fóru fram ýmis skemmtiatriði. Árni Gurmlaugsson, Árni Friðfinnsson og Kristján Gamalíelsson sungu. o<? Macnús Lvðsson lék á píanó Þá sýndi Vilbergur Júlíusson kennari kvikmynd írá Ástralíu. Var gerður góður rómur að þess um skemmtiatriðum. — Allir þess ir skemmtikraftar sýndu félag- inu bann sóma að skemmta endur gjaldslaust. Félpcrinu barst kveðja frá Mar- gréti Ámaclóttur, sem ávallt hef- ir sýnt fé'aignu mikla vinsemd. m. a. gefið því ís'enzkan fána. Að lokum var spiluð félags- vist. — P. NORSKA landsliðinu í íshokk: hefur verið boðið til Rússlands til kepnni b»r. J.iðinu hefur einnig borizt boð frá Tékkóslóvakíu um að leika þar í landi tvo leik'. Munu þeir fara fram í marzmán- uði. Þá hefur og verið' ákveðið að rússneska íshokkíliðið komi til Noregs til keppni þar. V-ReEmdrif fyrirliggjandi af ýmsum stcXirðum. — = HÉÐINN = Sjálfstæðiskvennafélagið. H V 0 T li e 1 d u r annað kvöld (mánudag) i Sjálfstæðishúsinu klukkan 8,30 e. hád. Frú Kristín Sigurðardóttir segir þingfréttir. Söngur — Dans. Drukkið verður boilu-kaffi. Aðgangur ókeypis fyrir félagskonur og gesti þeirra og aðrar Sjálfstæðiskonur, sem eru vel- komnar meðan húsrúm leyfir. STJÓRNIN nu Auglýsendur [ a t hu gið I að Isafold og Vörður er vins«I- : asta og fjölbreyttasta blaðiC 1 | sveitum landsins. Kemur it 3 einu sinni i viku — 16 síður. 1 Ný sendÍBEgj af þurrkuðum blönduðum ávöxtum kemur með „Brúarfossi“ í dag. Lækkað verð — Sendið pantanir strax. Sig. Þ„ Skjaldberg h.f. 240 7 275 HESTAFLA DIESEL SJóvéiIn er nú komin á markaðinn Þessi STÓRI BRÓÐIR 150/165 hestafla GENERAL MOTORS vélanna hefur alla kosti þeirra, auk nokkurra nýrra. — En reynsla sú sem af þeim hefur fengist hér við land hefur þegar sannað ágæti þeirra svo ekki verður um deilt. GENERAL MOTORS verksmiðjurnar hafa framleitt yfir 70 MILLJÓN IIESTÖFL í dieselvélum (sem er meira en allar aðrar verksmiðjur Bandaríkjanna samtals hafa smíðað), og eru langstærstu framleiðendur dieselvéla í heiminum. Ætti það að vera nokkur sönnun fyrir ágæti og yfirburðum þessarra véla. Vegna hinnar gífurlegu fjöldaframleiðslu er unnt að stilla verði þessarra véla svo í hóf, að engin verksmiðja, hvorki í Evrópu eða Ameríku, getur boðið sambæri- legar vélar og gæði fyrir svo lágt verð. Þannig kostar 240/275 hestafla GM sjóvél með skrúfuútbúnaði, niðurgírun og vök vaskiftingu tilbúin í bátinn, innpökkuð, ' frítt um borð í New York, ÍSL. KR. 135 ÞÚSUND. — Afgreiðslutími 6—10 vikur: WQTDíS TÆKEFÆRID MEÐAIM ÞAÐ GEFST AM.DéSlSOM TÍÆ' HAFNARSTRÆTI 3 - SÍMI 7000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.