Morgunblaðið - 24.02.1952, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.02.1952, Blaðsíða 9
Sunnudagur 24. febr. 1952 9 MORGUNBLAÐIÐ Uuprdagur 21 fsbsýar \ Togaradeilan á nýju stigi TOGARADEILAN er nú komin á nýtt stig. Verkfall hófst á meg- inhluta fiotans s. I. miðvikudag á miðnætti. Viðræður sáttanefnd ar og deiluaðilja héidu þó áfram þangað til á föstudagskvöld. Þá yar þeim hætt án þess að ákveð- ið væri, hvenær þeim skyldi fram haldið. Síðan hefur ekk- ert verið aðhafst tii þess að koma á sáttum. Einn togari hefur þegar stöðv- ast af völdum verkfallsins. Hinir jnunu svo smám saman leggjast í höfn, unz 35 skip, fullkomnustu framleiðslutæki þessarar þjóðar, hafa verið bundin við bryggjur í Fæykjavík, Hafnarfirði, Keflavík, Patreksfirði, ísafirði, Siglufirði <og á Akureyri. Á Akranesi, Seyðisfirði, Eski- firði, í Neskaupstað og Vest- mannaeyjum munu 8 nýsköpun- artogarar hinsvegar halda á- fram veiðum. Ágreiningur um 26 mínútur AÐALKRÖFUR sjómanna hafa verið þrjár. I fyrsta lagi um 12 stunda hvíld á ísfisksveiðum fyrir erlendan markað. Áður hafði verið samið um þann hvíld- artíma á ðllum öðrum veiðum. í öðru lagi kröfðust sjómenn fullrar verðlagsuppbótar á fast mánaðarkaup. ! í þriðja lagi var það krafa þeirra, að aflaverðlaun hækkuðu á saltfiskveiðum og á öllum öðr- um veiðum en isfisksveiðum fyr- xr erlendan markað. Útgerðarmenn hafa að veru- legu leyti gengið að þessiim aðalkröfum. Þeir hafa sam- j þykkt 12 stunda hvíldina með tveimur skilyrðum. Mafa sjó- menn gcngið að öðru þeirra, en hafnað Mnu síðara, sem er um aukavaktir á ísfisks- vciðum. Sú krafa útgerðar- manna hefði í för með sér, að meðaltali 28 mínútna leng- ingu vinnutímans á heímamið um á sólarhring, miðað við 30 daga veiðiferð cn 3G mín-1 útna Iengingu á fjarlægum miðum. Um þessar 26 og 36 mínút- ur virðist aðal ágreiningurinn vera. ^ Þá hafa útgerðarmenn sam- þykkt fulla visitöluuppbót á fast mánaðarkaup og hækkun afla- verðlauna á saltfiskveiðum úr kr. 4.75 á smálest í kr. 5.75 á smálest. En sjómenn höfðu kraf- ( izt hækkunar upp í 6 kr. á smá- ( lest. Þar ber því mjög lítið á milli. Lélegar aívinnubætur TJNDANFARNAR vikur hafa verið erfiðar fyrir landverkafólk í kaupstöðum og sjávarþorpum landsins. Allmikils og tilfinnán- legs atvinnuleysis hefur víða orðið vart. Kommúnistar og krat- ar hafa kennt ríkisstjórninni þessa erfiðleika ,sem að lang- samlega mestu leyti hafa sprott- ið af hinni erfiðu vetrarveðráttu og aflaleysi á miðum bátaflotans. Þessir tveir keppinautar bera alla ábyrgð á því, að samkomuiag hefur ekki náðst um kaup og kjör á togurun- um. Það er á þeirra ábyrgð, sem það kann að gerast að togaraflotanum verði lagt í höfn á næstunnj meðan at- vinnuleysi sverfur að fólkinu í útgerðarstöðvum þeirra. Það er að vísu fjarri lagi að sjómennirnir á togaraflotanum fylgi allir þessum flokkum að málurn. En allt bendir til þess, að ef sjómennirnir réðu sjálfir, þá hefði verið unnt tað ná sam- komulagi um ágreiningsatriðin, ekki víðtækari en þau eru nú orðin. En kommúnistar og fylgifé þeirra, kratarnir, eru í stöðugu kapphlaupi um fylgi sjómanna. m Frá síðasta togaraverkfalli. — Togararnir bundnir við bryggju í Reykjavíkurhöfn. — Á þessi mynd að verða að raunveruleika að nýju á næstunni. Þessvegna æsa þeir hvor aðra upp og skeyta engu þótt ágrein- ingur, sem ekki er stórvægileg- ur, hafi í för með sér stöðvun togaraflotans á þeim tíma, sem siík framleiðslustöðvun er til- finnanlegust fyrir atvinnulítið fólk í landi. Þannig leika þessir samvizkulausir loddarar sér að j fjöreggi þjóðarinnar. Þessi afstaða kommúnista er vel skiljanleg. Þeirra hlutverk er það eitt að eyðileggja efnalegt og pólitískt sjálfstæði þessarar þjóðar. En um Alþýðuflokkinn gegnir öðru máli. Á hann hef- ur hingað til verið litið sem á-[ byrgan lýðræðisflokk. En þess aumara er það hlutskipti, sem hann hefur valið sér í ánauð hjá kommúnistum. 0 Hagur útg’erðarinnar FYRIR skömmu bað Mbl. komm- únista og krata að safna saman reikningum bæjarútgerðanna frá s. 1. ári þannig, að gróði þeirra sæist. Þeir hafa ekki lagt það ómak á sig. Hversvegna? Vegna þess að þessi opinberu fyr irtæki hafa yfirleitt stórtapað á útgerðinni s. 1. ár. Vestmanna- eyjakaupstaður hefur t. d. orðið að gefa um 900 þús. kr. með tveimur skipum. Svipuð saga hefur gerzt hjá útgerðarfyrirtækjum einstakl- inga. Langsamlega flest þeirra hafa verið rekin með tapi. Það hljómar vel að taka und- ir kröfu sjómanna, sem vinna erfiða vinnu, um kjarabætur. En ljóminn fer af þeirri afstöðu þegar fyrirsjáanlegt er, að stefnt er út í aigera ófæru um rekstur þessara skipa. Það er þjóðarhneyksli ef tog araflotinn á að liggja við Iand festar um lengri eða skemmri tíma vegna þess ,sem nú ber á milli. Afleiðing' þess getur ekki orðið önnur en stóraukið atvinnuleysi víðsvegar um land. Kommúnistar nxunu að sjáifsögðu bíta liöfuðíð af skcmminni'með því að kenna það öðrum. En slík falsyrði eru svo gegnsæ, að ótrúlegt er að nokkur heilvita maður leggi á þau trúnað. Búnaðarþing Á MÁNUDAGlNN kemur hefst Búnaðarþing hér í Reykjavík. Bn undanfarna daga hafa ýmsir for- iistumenn landbúnaðarmálanna setið hér á ráðstefnum til að und- h'búa þingið/filraunaráðhefur m. a. haldið hér fundi. Ætlast var til, að nefnd sú, sem Framleiðsluráð skipaði, til að rannsaka kornrækt armálið, hefði lokið störfum áð- ur en búnað.qrþing kæmi saman. j Nefnd þessi hefur safnað skýrsl um um þær tilraunir til korn- ■ræktar, sem átt hafa sér 'ptað víðsvegar um landið eftir að Klemens Kristjánsson hóf merki körnrækt'ar hér á landi fyrir 28 árum síðan. Nýlega átti ég tal um það við glöggan og, greinargóðan sunn- lenzkan 'bónda, hversu þessum dreifðu . .kornræktartilraunum bænda víðsvegar um iand. hefur miðað hægt áfram. Leit hann svo á, að órsök' bessa- væri augljós. Bændur hefðu lagt út í þessa ný- breyt-ni í búskap sínum, án bess að tryggja sér nægilega þekk- in'eu og verklega kunnáttu sem útheimtist. til að hæet sé að ’-eka kornrælst hér á landi með góðura ár,"^<rri. Mér . skilst, að b°ð sé o”ðA nokkuð almenn skoðun meðal bænda, að skortur á vfrRin^^í kunnáttu standi íslenzkum bún- aðarf'-amförum miög fyrir þrif- ura. Til þess að reka búskap með nýium ve’'k.færum og aðferðuni, bnrfá bpir að tileinka sér tækni, sem eigi kom til grema fvrir nokkrum árum eða áratugum síðan. Þ<‘tt'» álit bænda kw' m. a. fram í samþykkt er gerð var á síðasta pðalfundi Búnaðar- féiags Gnúpverjahrepps þar Togaradeilan d nýju stigi ® Kommúnistcr cg krdiar bera dbyrgð á vaxandi atvinnuleysi • Hagur útgerðarinnar ° Bún- aðarþing heíst á morgun • Hvaneyrarskólinn miðstöð vía- indalegrar og verklegrar kunnáttu ® Hvað gera þeir á sumr- Þjóðarmorð ° Evrópuherinn í deiglunni ® Frakkar tor- tryggnir gagnvart þýzkum hcr. sem þe;m eintlregnu tilmælum er beint ti! ungra manna, sem ætla að gera landbúnað að æfi síarfi sinu, að þeir afli sér stað góðrar búnaðarfræðsiu við bændaskóía, á námskeiðum éða á fyrirmyndarbúum hér- lendis eða erlendis. Segir svo í á'vktuninni; „Fundurinn telur fagþekk- ingu höfuðnauðsyn bænduro, svo margþættum störfum sem þeir verða að kunna skil á. er stunda land.búnaðarstörf á vor um dögum.“ Kvannéyrarskóli MÖNNUM er nú orðið bað Ijóst, að tengja þarf verklega og fræðilega kennslu í kornrækt við bændaskólana og þá íyrst og fremst Hvanneyrarskóla. Þar eiga bændur og bændaefni að hafa ereiðan aðgang að allri þeirri verkkunnáttu, sem nauðsynleg er til þess að reka hér m. a. korn- rækt í stórum stíi. En eins og kom fram í útvarpserindi Árna G. Eylands er hann flutti skömmu eftir áramótin síðustu, ér eðlilegt og hagkvæmt að tensja leiðbeininga-starfið yfirleitt traustari bondum við búnaðar- skólaná en gert hefur vérið. Hann leggur það til, að ráðu- nautar gúnaðarfélags íslands stiórni tilra'unum. hver í sinni arein við. bændaskólana tvo eða í næsta nágrenni þeirra. Hrossa- ræktarráðunauturinn á Hólum, nautgriparæktarráðunauturinn á Hvanneyri og ráðunautur í sauð- fiárrækt starfi, í sambandi við kynbótabúið á Hesti. Ennfremur benti hann á. í er- indi sínu, að búnaðardeild Atvinnudeildarinnar sé illa stað sett hér í Reykjavík. Enda hefur það reynzt vandkvæðum bundið að fá hér í nágrenni höfuðstaðar- ins hentug starfskilyrði fyrir hana, jarðnæði öhentugt og af skornum skammti. Hefur starí- semin því verið hér á nokkru lejdi á hrakhólum, verið flutt stað úr stað. En á Hvanneyri er nú veitt framhaldsnám fyrir búfræðinga, sem eiga að hafa á hendi leið- beiningarstarfsemi í framtíðinni. Eðlilegast væri, að efla Hvann- eyrarskóla sem miðstöð vísinda- legrar og verklegrar kunnáttu fvrir bændur. iandsins. Þar verði búnaðarrannsóknir, fræðslu og leiðbeiningamiðstöð er fullnægi auknum kröfum til þekkingar á nýjum aðferðum og háttum í búnaði landsmanna. Kvað gera þeir á sumrin FYRIR nokkru kom kommúnist- inn Jón Rafnsson heim úr kynnis í*r til , Ráðstjórnarríkianna. Bjarni frá Hofteigi hefur það eftir Jóni í Þjóðviljanum, að þar eystra standi allt í b'óma eins og vera br" f>-á kommúniskn s'nn- armiði, Er Bjarnj spyrst fyrir um líðan og kjör verkamanna þar eystra og hvað þeir „geri á sumrin", svarar Jón þessu til: — „Þá njóta þeir veðurljiíð Finar úti í sveit: austur í Úraifjöllum, suður á Krím eða Kákásus, dvelja á surmn-strnm verkamanna, synda, tefla, lesa eiga náðuga daga, eða vinna utan starfsgreinar sinnar eftir geðþótta". Að fengnum þessúm upplýs ingum þaðan austan að koma þeirféiagar Hofteigs-Bjarni og Jón, saman um að tiiveran sé dásamieg í Ráðstjórnarpara- dísinni!!! Hingað tii hefur Jón Rafnsson e’U'i komizt til að skýra frá fanga búðunum bar ystra, „stakkanov“ fvrirkomulaginu og hinni skipu- lögðu verkkúgun þar. Ei til bess að fullkomna myndina af sólskins ástandinu kann hann að bæta þessu -við lýsinguna þegar tæki- færi ffefst, og hann fær næst rúm í Þjóðviljanum. Af frjálsuin vilja? Enn hefur Þjóðviljanum ekki tekizt að hafa upp á neinni þeirri'þjóð í heirninum er af frjáísum vilja hefur kom ið upn „ráðstjórnarparadís“ hjá sér, hvernig sem á því stendur. Getur það vcrið, að sagnfræðingar og félagsfræð- ingar þeirra gefist upp við þá leiða. Eða kveinka þeir sér við að skýra frá því, að í hinu andlega föðurlandi þeirra, Rússlandi, vár það öriítill minnihlutaflokkur er brauzt til valda með ofbeldi og svik um og hefur nú haidið þjóðun- um í austanverðri Evrópu í heljargreipum ofbeldis og kúg unar í rúmlega þriðjung ald- ar Þjóðarmorö UKRAINU rithöfundurinn Ulas Samchuk, sem nú er búsettur í Kanada og er ekki síður ^iúnn- ugur líðan almennings þar eystra en Jón Rafnsson, hefur skrifað grein um örlög þjóðar sinnar í „The Ukrainian Quarterly“. Þar segir m. a.: — Nýyrðið þjóðarmorð var fyrst myndað eftir heimsstyrjöld- ina síðari. Allir þeir, sem hafa takmarkaða möguleika til að hugsa, geta ekki gert sér í hug- arlund hvað felst í þessu orði. Lenin var höfundur að þjóð- ármorðum í-Evrópu en Dsjersjin- skij kom fyrirætlunum hans í verk. Tjekan varð arftaki gömlu dómstólanna. Tjekan, GPU og NKVD voru nöfn á sömu stofn- un. En eftirlíkingar komu brátt upp í öðrum Evrópulöndum, svo sem Gestapo Hitlers. Fjöldagraf- ir myrtra manna voru teknar víða um lönd. Fvrst voru einstakir hópar manna teknir fyrir, því næst stéttir og loks smáþjóðir í heild sinni. Nú á tímum eru allt upp í 10 milljóna þjóðir í hættu. Á næstunni geta það orðið þjóð- ir heiila meginlanda, sem eiga tortímingu yfir höfði sér. En þeir sem eru sama sinn- is og IIofteigs-Bjarni* og Jón Rafnsson geta að sjálfsögðu notið sólar og hvíldar í sam- félagi við bina austrænu þjóða niorðingja. Evrópuherinn í deiglunni AÐEINS 7 ár eru liðin síðan að þýzki herinn var hrakinn inn fyrir landamæri Þýzkalands og gjörsigraður þar. Þrátt fyrir það hefur það verið minning um mátt hans, sem að verulegu leyti hef- ur sett svip sinn á -stjórnmál ; Vestur-Evrópú í þeim mánuði, ! sem nú er að líða. Umræðurnar ! um stofnun Evrópuhers hafa und anfarnar . vikur náð hámarki sínu. Það, sem um hefur verið að | ræða er það, hvort og hvernig | Þjóðverjar ættu að gerast þátt- Skólasetrið að Hvarr.eyri. takendur Evrópu. í vörnum Vestur- Framh. á bls. 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.