Morgunblaðið - 24.02.1952, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.02.1952, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 24. febr. 1952 - Dokforskjörið Framh. af bls. 5 því svo lengist mannsævin mest. Með starfi sínu og fordæmi hafa þeir sýnt oss og sannað, að forn- minjar vorar og menningarerfðir eru hvorki leikföng né lík, heldur sannarleg verðmæti og frjómögn rýs fjölgróðurs, að sá veglegi arfur hvers íslendings þarf að ávaxtast gegnum vort líf og vort starf. Káskóla Islands og heimspeki- deild er að því sæmd að hafa sæmt þessa tvo ágsetu fræðimenn 3 æsta heiðri sínum. Háskólinn þakkar þeim fyrir að hafa veitt ■\ iðtöku þessu virðingarmerki hans, býður þá velkomna í tölu heiðursdoktora sinna og árnar þeim allra heilla. AÐKIR RÆÐUMENN Er hann hafði lokið mái sínu, mælti prófessor Alexander nokkur orð. Síðan dr. Matthías Þórðarson, er gaf fróðlega lýsingu á hinum I inga starfsferli sínum við Þjóð- minjasafnið. Sagði m. a.: að þeg- ar hann liti yfir farinn veg, þá stæði það honum einkum fyrir I ugskotssjónum, hve mikið hann hefði orðið að láta ógert sökum þess, hve lítil fjárráð hann hafði. Ilann hefði orðið að vinna svo að segja allt einn, og lengst af orðið að hafa ýmis konar auka- stö.rf með höndum, til þess að sjá sór f járhagslega borgið. Minntist hann sérstaklega ánægjulegs samstarfs á síðari embættisárum sínum við frk. Sig- ríði Björnsdóttur Jónssonar rit- stjóra, er hafði tekið að sér það ■\ andasama verk, að gera skrá yfir I.Iannamyndasafnið. Því næst tók Björn Ólafsson, menntamálaráðherra, til máls. — Minntist hann m. a. á það, hve < ft væri erfitt að fullnægja þeim kröfum um fé til ýmissa menn- i ígarmála, enda þótt þær væru að öllu leyti á réttum rökum reistar. Næstur talaði Kristján Eldjárn núverandi þjóðminjavörður og 1 eindi orðum sínum einkum til íyrirennara síns í starfinu, dr. Katthíasar Þórðarsonar, er hef- i:r veitt safninu forstöðu um það hil hálfa ævi þess. En safnið á !'0 ára afmæli í dag. Þennan dag, 24, febrúar, stofnaði Helgi Sig- urðsson sóknarprestur að Melum til safnsins með því, að gefa merka muni til hins væntanlega safns, með bréfi til biskups. Bisk- upsskrifaranum þáverandi, Jóni Arnasyni, var falin umsjón safns- i;;s. Kristján lýsti hinu mikla og ómetanlega starfi, er Matthías I órðai son vann fyrir safnið. Fjöl- ýrti hann einkum um hinar ýtar- legu og aðgengilegu skrár, sem hahn samcli um alla muni safnsins, er voru i vörzlum þess á starfs- árum hans. Að lokum hélt hinn norski sendi- kennari, H. Mageröy, ræðu, þar sem hann þakkaði sérstaklega þann heiður, sem Háskóli Islands Jiefur sýnt hinum norska vísinda- manni, Haakon Shetelig. Hann íullyrti að þessi útnefning hins fræga vísindamanns til heiðurs- doktors við Háskóla Islands, myndi vekja ánægju norsku þjóð- arinnar og veiða til þess að tengja þe$ear frændþjóðir enn traustari vináttuböndum. Kai|]ilð korn b.anda smáfugl- unum. Fæst í VBRZLFN *'•" " SÍMI 4205 Þessi mynd er frá „Snorralaug“. Þvottavélarnar standa í röð. Siðorralaug, almennings- þvottahús með nýju sniði, tekur til starfa SAMBANDIÐ opnar á morgun þvottahús að Snorrabraut 56. — Nokkur undanfarin ár hefur ný gerð almenningsþvottahúsa rutt sér til rúms víða um heim. í stað þess að hafa stóra vélasamstæðu, hafa þessi þvottahús margar þvottavélar, sem eru leigðar fólki á staðnum. Hafa þessi þvottahús á stuttum tíma hlotið miklar vin- sældir húsmæðra og annarra vegna þess, að þau eru þægileg og mun ódýrari en önnur almenningsþvottahús. 18 ÞVOTTAVÉLAR Snorralaug er fyrsta þvotta- hús með þessu sniði, sem komið er upp hér á landi. Hefur stöðin 18 „Laundromat“-þvottavélar frá Westinghouse verksmiðjunum í Bandaríkjunum, tvær stórvirk- ar vindur og stóra þurrkvél. — Hver þvottavél þvær 4 kg. af þvotti á rúmlega 30 mínútum, og geta því 36 húsmæður þveg- ið 4 kg. hver á einni klukku- stund í stöðinni . ALGERLEGA SJÁLF- VIRKAR VÉLAR „Laundromat“ þvottavélar eru heimsþekktar og hafa mikið ver- ið notaðar í sams konar þvotta- húsum og Snorralaug. Þær eru algerlega sálfvirkar og svo auð- velt að fara með þær, að hvert barn getur lært það á stundinni. Setja má allt að 4 kg. af þvotti í þær, og er vog í lokinu, svo SKÁRTGRIPAVERZLUN h t- r-i >i -■ ft ■ p s . t n æ f i '■*- að ekki er erfitt að vita um þunga. Þegar vélin hefur verið sétt af stað, þvær hún þvottinn, þrískolar og vindur án þess að hreyft sé við henni. SKILJA MÁ ÞVOTTINN EFTIR Enn fremur er ætlunin að fólk geti skilið þvott sinn eftir í stöð- inni, og mun þá eftirlitskona þvo hann fyrir lágt aukagjald og hafa til eftir tiltekinn tíma. Leiga fyrir að þvo eitt hlass af þvotti, mest rúmlega 4 kg., er 8 kr. og er þá þvottaefni með talið. Kvöldbænir í Hallgrímskirkju KVÖLDBÆNIR verða í Hall- grimskirkju á föstunni alla virka daga nema miðvikudaga, eins og venja hefir verið á undanförnum árum. Verður þar lesið úr píslar- sögunni og passíusálmarnir sungn ir. Er ætlunin sú að endurvekja með þessu notkun passíusálm- anna, þannig að hún verði lík því sem áður var. Munurinn er þó sá, að þá voru þeir mestmegnis lesnir í heimahúsum, en nú í kirkju. Hugsunin er sú, að menn geti litið þarna við á leið sinni og komið eins og þeir eru klæddir, í hversdagsfötum sínum. Kvöld- bænirnar hefjast kl. 8 og eru í 20 mín. Þær byrja annað kvöld. Líbía: x v \ KossiingarnaLi kostuðig toifr mannslíf; TRÍPÓLÍ 23. febr. — Varalið lög reglu er nú á leið frá Cyrenaiku til Tripoli vegna óeirðanna, sem þar hafa orðið í sambandi við kosningaúrslitin. Þessar fyrstu þingkosningar í Líbíu hafa þegar kostað 12 mannslíf. Það voru stjórnarandstæðingar sem stofn- uðu til óeirðanna en þeir hafa farið mjög halloka í kosningun- um í Trípólítaníu. Hafa þeir feng ið 8 menn kjörna á móti 23 stjórn arsinnum en alls á að kjósa 55 þingmenn til neðri deildar þings- ins. Á kjörskrá í Líbíu eru 400 þúsund karlmenn og greiddu um 70% atkvæði í kosningunum. í gær kom til átaka á nokkrum stöðum milli lögreglu og stjórn- arandstæðinga og biðu 4 menn bana. Að öðru leyti var allt með kyrrum kjörum í Trípólí. Þrír af leiðtogum stjórnarand- stæðinga hafa verið fluttir úr landi til Saudi-Arabíu, þeirra á meðal leiðtogi stjórnarandstöð- unnar. Búizt er við að endanleg úrslit kosninganna verði kunngerð inn an fárra daga. — Reuter. — Reuter. Orðabók Sigfúsar Blöndals vænlanleg INNAN fárra daga verður tekin um það ákvörðun, hvort orðabók Sigfúsar Blöndals skuli verða ljós prentuð. — Svo sem kunnugt er fæst hún ekki og hefur ekki feng izt um alllangt skeið, en í kaup- um manna á milli mun hún vera keypt fyrir allt að 1600 krónur. Útgáfunefnd orðabókar Sigfús ar Blöndals, hefur mikinn hug á að hafa lokið ljósprentun oröa- bókarinnar á svo skömmum tíma að hægt verði næsta vetur, jafn- vel um áramótin, að setja hina ljósprentuðu bók á markaðinn. Er taliA líklegt að hún muni kosta um 500 krónur óbundin. Norðmenn eru stigahæsiir NORÐMENN eru nú sligahæstir allra þátttakendaþjóða í Vetrar- olympíuleikunum. Hafa þeir hlot ið 89 stig. Bandaríkjamenn hafa 72]/i stig, Finnland 63, Austur- ríki 54, Þýzkaland 39, Holland 24, Ítal.ía 22, Svíþjóð 21. Sviss 21. Olokið er nú aðeins keppni í skíðastökki og íshokkí og má telja fullvíst að Norðmenn verði stigahæstir á þessum VI. Vetrar- olympíuleikum. — GA._ Vínálfusamningur STOKKHÓLMI, 23. febr. — Sænska utanríkisráðuneytið til- kynnti í dag að stjórnin hefði nú til athugunar uppkast að vin- áttusamningi milli Bandaríkj- anna og Svíþjóðar. - Skíðaíþróttin Framh. af bls. 8 þekkt frá grárri forneskju — en það voru bindingarnar sem komu þeim í aimenningseign. Nú get- ur maður beygt til hliðar, stokk- ið og farið með þau eins og mað- ur æskir, en áður orsakaði hin minnsta óvænta hreyfing það, að þau runnu af stað — sína leið. En fyrir utan bindingarnar voru Þelamerkurskíðin (Sondre Norheims var frá Þelamörk) sér- staklega hentug til allsherjar notkunar, jafnt í svigi, stökki eða lengri gönguferðir, veiðiferðir eða hvað sem var. BYGGÐ Á REYNSLU KYNSLÓÐANNA Lag þeirra er svo fulkomið, að það hefur fyrirmynd í smíði skíða um allan heim. Ef við bær- um skíðin hans Sondre Norheims saman við skíði sem smíðuð eru í dag væru þau í mjög fáu eða eíigu frábrugðin, jafnvel þó 100 ár séu liðin frá því Sondre smíð- aði sin. Þelamerkurskíðin eru einn þeirra.örfáu hluta sem ekki hafa breyzt að lagi til á síðustu öld. Ef við berum saman bíl frá 1920 og bíl frá í dag, eða flugvél frá 1920 og flugvél sem lokið var við í gær er mismunurinn gífurlegur. Skiðin sem framleidd eru í dag eru hins vegar eins og þau sem Þelamerkurbúinn smíðaði fyrir 100 árum. Grundvallarrökin sem Þela- merkurbúinn hafði í huga er hann smíðaði sín skíði voru byggð á reynslu kynslóðanna. Hina réttu lögun fengu skiðin einmitt þegar að bætt samgöngu tæki gerði þjóðunum kleift að komast út í heiminn. VALDA BREYTINGU Endurbætur Fritz Huitfeldts og Höyer-EIlefsens, á bindingum mörkuðu einnig sín stóru spor. Höyer Ellefsen kom fram með „klemmubindingarnar“ og þá voru notaðir skór með stífum sól- um sem var mikil endurbót frá hinum gömlu skinnskóm. Norskur skíðaiðnaður varð til og þandist út. Norðmenn tóku sér einnig bólfestu víðsvegar í heiminum og hófu skíðasmíði. En útbreiðsla skíðanna hafði einnig önnur áhrif og á öðrum sviðum. Gistihús sem áður voru lokuð yf ir vetrarmánuðina voru endur- byggð til notkunnar allt árið. Og að því kom að sá tími sem verið hafði verstur til gistihúsareksturs varð mesta tekjulind þeirra. í nálega öllum löndum hefur það fallið í hlut Norðmanna að marka fyrstu skíðasporin. En það leið ekki á löngir, þar til aðrir tóku við en byggðu þó á þeirri reynslu sem þeir höfðu lært •— stundum fyrir hendingu — af norskum skíðamönnum. Hvarvetna hafa Norðmenn einn ig notið heiðurs þess er þeir eiga skiliðt Nú halda þeir Vetrar- olympíuleika, — stærstu vetrar íþróttahátíð heims — og eru vel að því komnir. XBEZT AÐ AUGLÍSAX T / MORGUNBLAÐINUT Eftii Ed D-jxÍA Markús: í 1) — Þakka þér fyrir, að þú kbmst hingað að máli við mig, Anna Linda. Ég ætlaði að tala við þig um hann Ragga. 2i — Hann er hrifinn af þér og þú getur hjálpað mér til að hjálpa honum, ef þú aðeins vilt. — Hvernig þá, Markús? 3) — Það er löng saga að út- skýra þetta fyrir þér, en ef nennir að hlusta.... — Já, auðvilað. 4) Tuttugu mínútum síðar: — Jæja, þar hefurðu það og ég vona að þú skiljir það. — Ég skal gera það sem ég get. S-sh. Þarna kemur Raggi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.