Morgunblaðið - 06.04.1952, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 6. apríl 1952
Framhaldssagan 51
aði fyrir kveðjuna, en pening-
ana vildi hún ekki sjá“.
„Ágætt“, sagði Mark.
„Ágætt?" endurtók Violet. „Ef
ég hefði mátt....“
Hann ýtti aðvarandi við henni
og leit upp tröppurnar. Morey
kom niður ásamt Beulah og
Bessy. Umbúðirnar um höfuð
Bessy voru á skakk og að því
komnar að detta af öðrum megin
og við það varð útlit hennar ekki
beinlínis virðulegt.
,,Portvín“, sagði Beulah til
skýringar við Mark. „Ég var að
missa alla stjórn á henni og lofaði
henni að drekka eins og hún
vildi. Nú get ég ekki komið henni
möglunarlaust í rúmið“.
Violet kom inn með matinn.
„Ég veit ekki hvort þetta er borð
andi“, sagði hún. „Niðursoðnar
baunir og eitthvað annað. Ég
fann það lengst uppi í hillu, og
ég skildi ekki hvað stóð utan á
dósinni. Og ofan á allt annað,
sem skeð hefur, hafa einhverjir
leitarmannanna læðst inní eld-
húsið á meðan ég var í burtu og
stolið því, sem eftir var af hér-
unum. Og ég, sem ætlaði að nöta
það í hádegismatinn á morgun“.
„Það gerir ekkert, Violet",
sagði Moery. „Hvað fékk frú
Morey og litlu stúlkurnar?"
„Mjóik og egg og nú hef ég
ekki fleiri egg. Eg bað ykkur um
að kaupa egg í dag, en þið
gleymduð því víst“.
„Ég skal útvega þér egg“,
sagði Mark. „Ég þarf að hitta
Amos og ég veit að hann hjálpar
okkur um nokkur egg“.
„Ég fer og sæki brauðbúðing-
inn“, sagði Violet. „Það eru eng-
ar rúsínur í honum og engin saft
út á til að deyfa bragðið, en ég
gerði mitt bezta“. Hún hvarf
niður í eldhúsið.
„Hvers vegna kom ekki Wil-
cox með þér?“ spurði Beulah.
„Ók hann þér ekki heim?“
„Hann ók mér að járnbrautar-
stöðinni. Hann þurfti að tala við
Amos“.
„Hvernig gengur þeim leitin?“
spurði Morey.
„Ég held að þeir ætli að hætta
henni“, sagði Mark varlega.
„Hann talaði ekkert um það, en
mér fannst það á honum. — Ég
sagði honum frá áliti yðar“.
„Og hann hefur auðvitað ekki
trúað því. Ég mundi heldur ekki
gera það í hans stöðu .... Ekki
vænti ég að ég gæti fengið yður
til að hjálpa mér og Perrin í
kvöld? Eða eruð þér ennþá ráð-
inn hjá Joe gamla?“
„Já. Hann borgaði mér hálfs
mánaðar laun. Auk þess þarf ég
að hitta Wileox og Amos. Þeir
ætla að ganga frá skýrslu ....
auðvitaö bara formsatriði. Þair
báðu mig að aðstoða þá við orða-
lagið. Ég get kannske hjálpað
ykkur á morgun".
„Já. Ef allt gengur vel, ættum
við að geta lokið þessu af seinni
partinn á morgun. Mig langar til
að koma konunni minni og börn-
unum með lestinni, sem fer frá
Bear River klukkan átta um
kvöldið. Bezt væri auðvitað að
ég kæmist með henni líka. Ung-
frú Pond, vitið þér um nokkra
flutningabíla hérna?“
„Já“, sagði Beulah. „Bittner
hefur bíla. Hann ók farangrinum
ýðar hingað upp eftir, eins og þér
rnunið ef til vil]“.
;i „East, viljið þér koma við hjá
Bittner og biðja hann að senda
Jtlutningabíl hingað upp cítir um
að Bessy og Beulah. „Getið þið
verið tilbúnar að fara á morg-
un?“
„Já, vissulega", sagði Beulah.
„Með ánægju“, sagði Bessy
drafandi tungu. Beulah hristi
hana á fætur og dró hana á eftir
sér út úr borðstofunni.
„Ég tryði ekki þessu, ef óg
hefði ekki séð það með eigin
augum“, sagði Violet, sem var
komin upp aftur. „Það er gott að
ég er ekki gefin fyrir að segja
kjaftasögur. Þér þurfið ekki að
hafa áhyggjur af mér, herra Mor-
ey. Ég get verið hérna þangað til
allir eru farnir og læst húsinu“.
„Ég skal vera hér eftir með
Violet og ganga frá vatnsleiðsl-
unum og gasinu", sagði Mark.
„Svo er ég að hugsa um að dvelj-
ast nokkra daga hjá ungfrú
Fönd". Hann leit á úrið. „Ég'verð
að. flýía mér“. Hann var kominn
út áður en nokkrum vannst íími
til að kaila hann inn aftur.
Kvöldlestin var komin og far-
in. Það logaði á Ijóskerinu fyrir
utan járnbrautarstöðina. Wilcox
opnaði fyrir honum.
„Það er gott að þé_r eruð kom-
inn“, sagði hann. „Ég er búinn
að segja Amos undan og ofan af
þessu, sem þér sögðuð mér. Hann
vill helzt að við snúum okkur
strax til lögreglunnar í New
York“.
Amos hafði staðið á bak við
ofninn, en kom nú fram. Hann
var fölur í framan. „Mér líkar
þetta ekki. Þetta er blátt áfram
morð'1.
„Þetta er þriðja morðið, Amos.
En hafðu engar áhyggjur. Við
skulum sjá um þetta sjálfir".
„Hvers vegr.a takið þið ekki
líkið af gamla manninum og ger-
ið yfirvöldunum aðvart?“
„Langar þig ekki til þess að
sjá mynd af sjálfum þér í blöð-
’ unum? Auk þess hef ég ekki nóg-
ar sannanir til .að fara til yfir-
valdanna. Ekki ennþá, að
minnsta kosti“.
| „Sannanir!“ hrópaði Amos með
vandlætingu. „Þrjú lík. Er það
ekki nóg“.
I „Við höfum ekkert vitni, Ég
get ekki sannað að frú Lacey var
myx’t. Ég get ekki sannað að
Florrie var myrt, og ég get ekk-
ert sannað hvað snertir Stone-
man. Við vit.um ekki einu sinni
hver ástæðan getur verið eða
hvað liggur á bak við“.
„Það er alveg rétt“, sagði Wil-
cox. „Góður lögfræðingur mundi
geta kollvarpað öllum kenning-
um okkar“.
„Einmitt. Við höíum ckkert
vitni að því hvernig Stoneman
var myrtur. Hann var ekki skot-
inn til bana, svo við höfum enga
kúlu til að styðjast við. En samt
er Stoneman trompið, sem við
1 höfum á hendinni. Enginn veit að
hverju við höfum komizt, svo við ,
notum hann .... Stoneman, íil
að fá fram játninguna“.
„Játninguna?"
„Já, og við höfum nóg af vitn-
um að henni. Það verður séð fyrir
öllu .... vona ég“. Hann leit á
Wilcox, sem sat teinréttur í stóln-
um. Wilcox kinkaði kolli.
„Eg ætla að biðja ykkur 'að
minna mig á að tala við Bittncr
um bílinn. Morey vill fá hann á
morgun".
„Hvenær ætla þau að fara?
Með hvaða lest?“
„Annað kvöld .... frá Bear
Riv^r .... við förum öll þá“.
„I sitt hvora áttina þó“, sagði
Amos. „Mig langar ekkert til að
standa augliti til auglits aftur
við....“
Síminn hringdi. „Þetta ætti að
vera annar hvor“, sagði Mark.
AR.NALESBQK
1 jLlorgœiblaðsitts *•
e ■ m Poplin
r - , .. . (í ; regnkápur o. ’.fl.) og
sf rigaef ni
í KJÓLA, — margir fallegir litir.
Fyrir pdskana
Mancliettskyrtur
hvítar og mislitar
Hálsbindi
Hattar
Nærföt
Sokkar
Rykfrakkar
Náttföt
Leðurbelti
Skinnhanzkar
Fallegl og vandað úrval
Geysir hf
FATADEILD.
’ ÆVINTÝRI MIKKA V.
Brotfnumda prinsessan
Eftir Andrew Gladwyn
17.
Prinsessan sté út í bátinn án þess að segja eitt einasta
orð, og settist á eina þóftuna. Mikki tók nú til að róa, og
1 innan skamms voru þau komin út á miðja ána og bar óðfluga
upp eftir henni. Það var farið að líða á daginn, og sólin var
farin að setjast. Mikki var orðinn þreyttur og svangur —
hann var jafnvel búinn að gleyma því hvenær hann hefði
síðast borðað.
Allt í einu sagði prinsessan, sem var í fallegum gulum
kjól: „Lofaðu mér að róa — þú ert orðinn svo þreyttur-“
Mikki varð mjög hissa, að hún skyldi vilja róa. Sagði hann,
að það kæmi ekki til greina, að hún fengi það — hann væri
ekkert þreyttur. — Mikki sá þó fljótlega eftir því að hafa
talað svo höstuglega til hennar, og sagði henni þess vegna,
að hann þakkaði henni fyrir það, að hún skyldi bjóðast til
að róa — og bætti því við, að nú ætlaði hann að taka árarnar
inn fyrir borðstokkinn og láta bátinn reka — láta strauminn
og vindinn fleyta honum áfram.
Nú gat Mikki hvílt sig, því að báturinn barst nú með
straumnum.
,,Húrra“ kallaði prinsessan allt í einu. „Sjáðu, þarna kemur
stór bátur í áttina til okkar.“
Mikki sneri sér nú við og sá, að stór bátur með hvítan
stromp sigldi í áttina til þeirra.
„Þetta hlýtur að vera. .. .,“ sagði prinsessan og stóð upp,
og veiíaði nú eins og hún frekast gat.
„Geturðu ekki íarið varléga?“ hrópaði Mikl?:i af fullum
?i. þar eð báturinn tók ^nú að velta ískyggilega mijcið-
ItUUaiiUUHöttttonum hvolítb ., „. ,
vörur eru aftur
komnar í verzlanir.
Heildsölubirgðir:
Friðrik Bertelsen & Co. hi
Hafnarhvoli. Sími 6620.
Húsmæður
Hafið þér athugað, að kex frá okkur er meira
en helmingi ódýrara, en samskonar erlent kex,
sem nú er á boðstólum.
Sparið peninga og biðjið um kex frá okkur.
Bezt ,að auglysŒ ,í ,■ M9TguhbIaöi.nii —