Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1953næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Morgunblaðið - 08.04.1953, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.04.1953, Blaðsíða 2
2 MÖKGVHBLAÐIÐ Miðvikudagur 8. apríl 1953, Eimskip leysir vörugeymslu- snál sín m ianga framlíð með kaupum á eignum KveldúHs Fréttatilkynning frá_ h.i. Eimskipafélagi íslands. t OKTOBERMÁNUÐI s. 1. bár- ust stjórn h.f. Eimskipafélags ís- lands fregnir um að til mála gæti komið, að fasteignir h.f. Kveldúlfs á athafnasvæði félags- ins við Skúlagötu og nágrenni, fengjust leigðar eða keyptar. Vörslu hins rnikla og sívax- andi vörumagns, sem Eimskipa- félaginu er fengið til geymslu [ um lengri eða skemmri tíma, fylgir mikill kostnaður, sérstak- lega þar sem verulegan hluta varningsins hefir orðið að geyma ■ víðs vegar um bæinn, langt frá hiifninni. Félagsstjórnin sam- þj',kkti því þegar í stað, að fram- ; kvæmd skyldi rækileg athugun í; ú áminnstúm fasteignum h.f. Kveldúlfs og' fékk í þessu skyni i sér til aðstoðar hina hæfustu menn, innan og utan félagsins. Áð þessari athugun -lokinni var samþykkt að taka upp samn- inga við h.f. Kveldúlf um kaup eignanna og var formanni, vara- formanni og skrifstofustjóra fé- lagsins faiið að hafa þessa samn- inga með höndum. Samningar hafa nú tekizt við h.f. Kveldúlf og samkvæmt þeim kaupir Eimskipafélag íslands þessar eignir : fasteignina nr. 12 við Skúlagötu, — — 14 við Skúlagötu, — — 16 við Skúlagötu, — —43 við Lindargötu, — — 45 við Lindargötu, — 16 við Vatnsstíg, — — 2 við Frakkastíg, Kaupverðið er 12 milljónir króna, er greiðist með jöfnum afborgunum á 20 árum, í fyrsta sinn árið 1954. lYIeð kaupum á fasteignum h.f. Kveldúlfs og þeim hyggingar- framkvæmdum, sem Eimskipa- félag íslands hefir áformað við höfnina, verður að telja. að fé- lagið fái þá aðstöðu til vöru- geymslu og afgreiðslu, að þau mál séu leyst um langa framtíð. Rógsiðja Tímans söm ú sig \ í TÍMANUM, sem út kom á skír- ' dag, birtist á forsíðunni æsifregn ?' undir fyrirsögninni: „Keypti : Eiinskip Kveldúlfsportið fyrir 15 *nilljónir“? Er síðan látið, sem hér sé um mikið „hneykslismál" að ræða, og sýnilegt að eftir ó- ,, ciningu og deyfð á flokksþingi Framsóknar hefur verið hnigið : að því ráði að sprengja kosninga- bombur, úr því séð var að mál- efni duga flokknum illa. Mun þetta eiga að vera hin fyrsta, en reyndist aðeins reykur, svo sem sjá má á eftirfarandi athuga- semd h.f. Kveldúlís. — Þarfnast eftirfarandi athugasemd engra skýringa. Hún sýnir aðeins að Framsókn leggst enn sem fyrr : lægst í svaðið, og seilist öðrum fremur til lúalegra bragða. Atnugasemd þessa sendi stjórn ; Kveldúlfs ritstjóra Tímans í gær og óskaði að hún yrði birt í blaði þvíídag: Herra ritstjóri! í tilefni af greinarstúf í síðasta -töiublaði blaðs yðar, sem nefnist „Keypti Eimskip Kveldúlfsportið fyrir fimmtán milljönir"? langar i: okkur að biðja yður að birta eft- irfarandi athugasemdir í blaði yðar. Fyrirsögn greinarinnar gefur þegar nokkurt tilefni til mis- ekilnings. Eimskipafélagið keypti keypti félagið öll hús Kveldúlfs, portið eða portin, heldur keypti félagið allar liinar stóru lóöir okkar sem liggja beggja megin ’Vatnsstígs milli Lindargötu og iSkúlagötu, að undanskilinni skák <ó vesturhluta lóðarinnar, uppi við Lindargötu. Alls er stærð lóða þessara 7494 fermetrar. Auk þess keypti íélagið öll hús Kveldúlfs, alls að rúmmáli 15.853 rúmmetr- ar, en stærst þeirra er steinbygg- ingin við Skúlagötu, tvær hæðir, en byggð með það fyrir augum, ‘ að hægt væri að bæta ofan á : hana öðrum tveim hæðum. | Fyrir þá, sem vilja vita meira ■ -um málið viljum við upplýsa, að I ;Kveldúlfur hefur lengi vitað, að Eimskipafélagið var í vandræð- jUm Vegna þrengsla við höfnina, Og þurfti því nauðsynlega á lóð Jað halda. Við í Kveldúlfi töldum vart úm aðrar lóðir að ræða en . lóðir okkar, þær sem hér ræðir um. Hins vegar höfðum við ekki | . hugsað okkur að selja þær held- ur að byggja ofan á aðalhúsið og hafa af þessum miklu eignum arð með leigu eða eigin afnotum. Vegna hinna stór-vægilegu taþa undanfarinna 8 ára, sem skipta tugum milljóna, og aðallega stafa af aflabresti á síldveiðunum, var þó svo komið siðastliðið haust, að við töldum rétt að selja umrædd- ar eignir okkar, ef viðunandi boð fengist í þær. Skömmu síðar hóf- ust viðræður milli Eimskipafé- lags íslands og Kveldúifs um sölu eignanna. Lét Eimskipafélagið þrjá kunna menn meta þær fyrir sína hönd. Vissum við þegar, að þessir menn mundu meta eign- irnar mjög varlega og gerðum því tillögu um, að umboðsmenn okk- ar tækju þátt í matinu, sem þó ekki varð úr. Munu matsmenn Eimskipafélagsins hafa metið eignirnar á um 11 milljónir króna en við töldum 15 milljónir króna sanngjarnt verð, og þó lágt. — Eimskipafélagið vissi að við þurft urn að selja. Við vissum að Eim- skipafélagið þurfti að kaupa. En hér fór sem oftar, að sá sterkari varð ofan á og fékk Eimskipa- félagið eignirnar fyrir 12 mill- jónir, eða sem svarar rúmlega verði eins hinna stærri nýsköp- unartogara. Við í Kveldúlfi teljum okkur ekki standa í neinni þakkarskuld við Eimskipafélagið fyrir þessi viðskipti og erum reiðubúnir að færa að því rök, en teljum okkur ella ekki þurfa að ræða þetta mál við aðra en lánardrottna okkar. Það höfum við gert og hafa þeir samþykkt söluna. Það lítur hver sínum augum á silfrið. En það er rétt frá sagt, að sumir í stjórn Kveidúlfs töldu þessa sölu lireina nauðungarsölu. f. h. stjórnar h.f. Kveldúlfs. Haukur Thors. Hammerskjöld kjörlnn aöalritari NEW YORK, 7. apríl. — í dag kaus Allsherjarþingið Svíann Dag Hammerskjöld sem aðalritara S.Þ. eftir Tryggva Lie. Fór at- kvæðagreiðslan þannig, að full- trúar 57 landa greiddu honum at- kvæði, en einn sat hjá. — Hamm- erskjöld sagði í dag, að hann byggist við að fara til New York á miðvikudag og gerði ráð fyrlr að verða settur inn í embætti n.k. föstudag. — NTB-Reuter. Læknamálið Fih. af bls. 1. fyrrv. öryggismólaráðherra, Igna-' ciev, og telur hann ekki hafa i verið stöðu sinni vaxinn. Enn fremur réðst blaðið harkalega á: Rjúmin, aðstoðarráðherra og telur hann vera „forhertan ævin- týramann“. Krefst blaðið, að i honum verði refsað þunglega fyrir hið „freklega lagabrot" og Óréttlátú aðfcrð, er. beitt var gegn.: læknunum. Pravda telur vitnisburðinn j gegn lækunum og aðgerðir hlut- aðeigandi ráðamanna beint gegn^ „heiztu forystumönnum vísind-1 anna í Sovétríkjunum", og varpar i því fram, hvernig siíkt megi ger- ast í sovétskipulagi, þar sem hér sé um að ræða þverlegt brot á stjórnarskrá landsins. — Vitnar talaðið í stjórnarskrána máii sínu til stuönings. Blaðið segir að t'yrir atbeina Ignatíevs og Rjumins, „er haldnir séu pólitískri blindu og kapi- talískri úrkynjun“, hafi vitnis- burðurinn gcgn læknunum verið vísvitandi falsaður, og hafi nefnd sérfi'æðinga í læknavísindum ekki átt þar minnstan hlut að máli. 1 fiamhaldi af þessu heldur Pravda því fram, að „voldugir „fjandmenn ríkisins fari huldu höfði“ og ógni tilveru þess. Vildi Stefán kóng? ALÞÝÐUBLAÐIÐ rifjaði fyrir sköminu upp ganilan reifara, um að íslenzk stjórnarvöld hefðu árið 1939 boíiið dansk- þýzkum prins, aðstoð'armannl Göbbels sáluga konungdóm á íslandi. Varpar blaðið frana þeirri spurningu, hvað hæft só í þessu. í þessu máli ætti að vera hægt um vik fyrir Alþýðublaðið, að komast að raun um sannleik* ann. Stefán Jóhann Stefánsson stýrði árið 1939 ráðuneyti utan> VaBdastreita — HEIMSBLÖÐIN hafa rætt mikið um sýknun lækr.anna í Sovét- ríkjunum og telja yfirleitt, að hér sé á döfinni mál, sem eigi sér enga hliðstæðu í sögu landsins. Ber þeim saraan um að hér eigi sér stað vaidabarátta bak við tjöldin og hafi þetta mál vafa- laust víðtæk áhrif á innanríkis- mál Sovétríjrjanna og sé stórra viðburða að vænta þaðan á næst- unni. Leggja öll blöðin aðaláherzlu á þá viðurkenningu Malenkovs- stjórnarinnar, að handtaka lækn- anna hafi byggzt á fölskum for- sendum, og sé þetta í fyrsta skipti sem rússneska kommúnistastjórn in játi yfirsjónir aðalleiðtoganna rússnesku og viðurkenni órétt- mæti hinna alkunnu játningar- réttarhalda kommúnista. Brezka stórblaðið Times teiur sennilegt, að mál læknanna hafi verið þáttur í meiri háttar hreins- un, sem nýlega var hafin, er Stalín lézt, en verið stöðvuð af Malenkovstjórninni. Fari nú fram að tjaldabaki harkaleg valdabar- átta foringjanna, er hljóti að hafa alvarlegar afleiðingr í för með sér í innanríkismálum Rússlands og geti jafnvel leitt til byltingar. Manchester Guardian segir, að svo hafi virzt, er Stalín lézt, að töluvert jafnvægi væri komið á í Sovétríkjunum en það hafi nú skyndilega raskazt vegna hinnar stórkostlegu valdabaráttu, sem nú eigi sér stað þar. Er víst, segir blaðið, að nýja stjórnin er ekki Ný bylting? enn föst í sessi og þarf að fá frest til yfirvegunar. Ber fram- tíðin áreiðanlega mikiar breyt- ingar í skauti sér austur þar. íhaldsbiaðið Daily Sketch ræðir þann möguleika, að stjórnarbylt- ingar sé að vænta í Sovétrúss-' landi innan skamms. Muni þeir aðallega togast á um vöidin Mal- enkov og Beria og styðjist Malen- kov við hina nýju embættis- mannastétt Rússlands, en Bería muni einkum leita stuðnings Verkamanna. Sé því sakarupp- gjöf læknanna vantraust á Bería og um leið tilraun af hendi Mal- enkovs til að vinna traust em- bættis- og menntamanna. Blað Verkamannaflokksins, Daily Herald, telur, að mikil átök fari nú fram milli helztu ráða- manna rússneska kommúnista- flokksins og sé enn ekki hægt að segja fyrir um afleiðingarnar. — Telur blaðið líklegast, að ein- hver öfl vinni að því að draga úr harðstjórninni og skapa betra ■andrúmsloft til samningaumleit- ana við Vesturlönd. Sé nú tölu- verð von um að takast megi að glæða friðarvonirnar, en taka beri á öllu með varúð. íhaidsblaðið Daily Telegraph segir, að Vesturveldunum beri að meta öll merki breytinga á utan- ríkisstefnu Sovétríkjanna eftir verðleikum. Segir blaðið, að í viðskiptunum við Rússa eigi efa- semi enn jafnvel við og áður og varar við ótilhlýðilegri trúgirni. Eins og kvikmynd, er vid skiijum ekki News Chronicle segir, að at- burðirnir í Rússlandi séu líkastir kvikmynd, sem við horfum á, en skiljum ekki. — Við sjáum, segir blaðið, það sem fram fer, en okk- ur vantar neðanmálstexta til að skilja inntak myndarinnar. Útvarpsstöð í Vínarborg, sem er á valdi Rússa, segir, að sýkn- un læknanna sýni réttlætiskennd Sovétstjórnarinnar og sanni svart á hvítu, að Rússar séu ekki f jand- menn Gyðinga. f þessu tilefni segir Vínarblaðið Arbeiíer Zeit- ung, að fremur en að sýna rétt- lætiskennd Rússa sanni sýknun læknanna og viðurkenning stjórn arinnar á ólöglegu athæfi réttar- yfirvaldanna, að hin síendur- teknu réttarhöld í Rússlandi og leppríkjum þess hafi byggzt á lygum og pyntingum. Blaðið Borba í Belgrad segir, að þessi skyndilega stefnubreyt- ing eigi sér ekki hliðstæðu í stjórnartíð kommúnista í Sovét- ríkjunum, og leggur jafnframt áherzlu á, að nú hljóti öllum að vera ljós sviksemi Rússa í hin- um viðkunnu njósna- og játning- arréttarhöldum. L’Aurore í París álítur, að sýknun læknanna sé þáttur í friðaráróðri Rússa. L’Humanité, blað kommúnista- flokks Frakklands, segir, að þetta sýni, að réttvísi í Sovétríkjunum sé meiri en í nokkru öðru landi. Kommúnistablaðið Daily Worker, í London, lætur ekki uppi skoðun sína! New York Times segir þessa atburði koma mjög á óvart. Út á við sé hér augsýnilega um að ræða stefnubreytingu gagnvart Gyðingum. Inn á við, og það skiptir meira máli, megi grilla í byzantíska valdastreitu bak við tjöldin, sem ekki sé auðvelt að scgja fyrir um hvernig endar. — Gleggst sýnir sýknun læknanna, að öll réttarhöld kommúnista eru ekki annað en sýndarréttarhöld. Manni verður hugsað til Slans- kís. sem játaði á sig að hann væri amerískur njósnari, eða Bukhar- ins, sem taldi sig hafa róið að því öllum árum að steypa Stalín af veldisstóli, eða amerískra flug- manna, sem játuðu að hafa varp- að sýldasprengjum yfir saklausa borgara. Enn fremur hvetur blaðið til varkárni í samskiptum við Rússa. Verða að vera sjálfstæðari í démum um Rússland ST J ÓRNMÁL AFRÉTT ARIT ARI BBC ræddi þau áhrif, sem hin nýja stefna kynni að valda á sviði innanríkismáia . í . Rússlandi,1 ofe sagði, að síðustu aðgerðir hinnar nýju stjórnar, ekki sízt' náðun læknanna, væri mikill áfellis- dómur á hendur gömlu stjórninni (Stalínsstj.). Taldi fréttarinn, að íráhvarf hinnar nýju stjórnar frá áílshérjárhreírisunum til víðtækr Framhaid á bls. 7. ríkisniála. Ef einhver málaleitan í fyrrgreinda átt hefur átt sér stað hlýtur liann að hafa komið henni álciðis til réttra aðilja. Allt bendir til þess, að Al- þýðublaðið sé með þessari fyrir- spurn að reyna að koma Stefáuá Jóhanni í klípu. Hvorki ráðherr ar Sjálfslæðisflokksins né Fram sóknarflokksins, sem sátu í rík isstjórn umrætt ár, hafa minnstu vitneskju um að nokkr um hafi dottið í hug að bjóða téðum prinsi konungdóm á ís- landi. Hafi það því verið gert af íslenzkum ráðherra, er eng- um öðrum til að dreifa en utan- ríkisráðherranum, formanni Al- þýðuflokksins. / Á ölluni áttum Alþýðublaðið virðist vera á öllum áttum í afstöðu sinni til landvarnamálanna. Undanfarið hefur blaðið spunnið upp furðu sögur um að núverandi stjórnar flokkar hyggðust stofna „xs- lenzkan her“. Að sjálfsögðu styðst sú staðhæfing ekki viffl snefil af sannleika. En Alþýðu- blaðið hefur hamast gegn þess- ari hugsmíð sinni af þeirri þrá- kelkni, sem málefnalausu mál- gagni sæmir. .4 skírdag slær svo allt í einu í bakscgl hjá kratamálgagninu. Þá birtir það aðsenda grein úg Hafnarfirði, þar scm beinlínis er sett fram krafa um, að íslend- ingar annist sjálfir landvarnir sínar, stofni sitt eigið þjóðvarn- arlið og verji strendur landsins, I grein þessari er m. a. kom- ist að orði á þessa leið: ,‘,Erfiðleikar okkar cru sþk okkar sjálfra. Um það er ekki aðra að saka. Á sama hátt og ekki er hægt að viðhalda réttar ríki án löggæzlu, er ekki hægt að halda sjálfstæði út á við, án þess að setja vörð um strendur landsins“. Því næst ræðir greinarhöfund ur afstöðu Jóns Sigurðssonar til varnarmálauna. Hann hafi lagfc til að íslcndingar mynduðu sitt eigið varnarlið. Niðurstaða greinarinnar er svo sú, að þótt Islendingar séu fáíæk þjóð ætti þeim ekki að vcra ofviða að ann ast sjálfir varnir sínar. En að sjálfsögðu verði þeir að so'ða sér þar stakk eftir vexti. í Ummæli Gylfa Þessi ummæli skírdags- greinar Alþýðublaðins cru í fullu samræmi við þá skoðun,, sem fram kom í þingræðu hjá Gylfa Þ. Gíslasyni á s. 1. hausti, Hann lýsti því skorinort yfir, að íslendingum hæri að annast varnir sínar sjálfir. En ef þetta er skoðun Alþýðu flokksmanna almennt, hvernig stendur þá á því að þeir láta blað sitt hamast á andstæðing- um sínum fyrir tiUögur, sem þeir aldrei hafa sett fram ura herstofnun hér á landi? Hvorki leiðtogar Sjálfstæðisflokksius né blöð hans liafa nokkurntímara sett fram tillögur Um stofnun íslcnzks hers eða varnarliðs. Það eru Alþýðuflokksmennirnir, setn það hafa gert. Þannig rekur eitf síg a ann- ars horn hjá krötunum.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 78. tölublað (08.04.1953)
https://timarit.is/issue/109026

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

78. tölublað (08.04.1953)

Aðgerðir: