Morgunblaðið - 08.04.1953, Blaðsíða 14
MORGVNBLAÐIÐ
Miðvlkuda.gur 8. apríl 1953,
r u
í
1
2
S
SYST
SKÁLDSAGA EFTIR MAYSIE GRIEG
Framh’aldssagan 39
ari og naut skemœtunarinnar enn
f á bétur.
„Mið langar til að dansa og
dansa í þa<5 óor.danlega", sagði
hún.
Hún hafði aldrei á ævi sinni
upplifað annað og eins kvöld. —
Stundum hallaði Derek sér aftúr
bak í sætinu og virti har.a fyrir
eér.
„Skemmtir þú þé:?“
„Dásamlega".
„Ágætt".
Hann hallaði sér fram á borðið
cg tók um beran handlegg henjí-
ar.'
„Alice, þarftu að fara? Eg get
ékki útskýrt það, en mér finnst
eins og ég hafi í kvöld fundið
part af sjálfum mér. Þú mátt
ekki hlæja að mér. Eftir nokkur
augnablik mun ég hlæja að mér
sjálfur, en það skiptir ekki máli.
Verra er þegar aðrir hlæja að
manni. Sérstaklega þegar sérstök
persóna hlær að mar.r.i. Ég vil að
þú verðir kyrr hjá mér, Alice. Ég
þekki heiminn svo miklu betur
en þú, og þó finnst mér þú geta
kennt mér svo margt. Verður þú
að fara? Getur þú ekki hætt við
það?“
,,Ég gæti ekki hætt við það
núna“.
„Vildir þú að þú gætir það?
Nei, aúðvitað vildir þú það ekki.
Kjánaleg spurning....“.
„Fer Ashburn í jpetta ferða-
lag?“ spurði hann eftir dálitla
Þ'ögn.
Hún kinnkaði kolli, „Já“.
„Og Janice?"
* „Auðvitað“.
,,Það er gott. Ég skal nefnilega
aegja þér, að þegar ég fékk þettá
tilboð frá Lennox Rutherford, þá
datt mér í hug að systir þín stæði
á bak við það. Mér datt jafnvel
1 hug, að hún væri þessi leyndar-
dómsfulla persóna, sem á að leika
áðalhlutverkið. Ég hafði næstum
rieitað tilboðinu vegna þess, en
þegar maður á ekki um margt að
ýelja, þá... Viltu ekki meira
lfcampavín?“
„Nei“, sagði hún ákveðin, en
áður en hún vissi af, var hann
búinn að hella í glasið hennar, og
ósjálfrátt var hún farin að
dreypa á því.
Annað hvort var um að kenna
kampavíninu, að henni fannst
danslögin hljóma enn þá í eyrum
<ér, eftir að þau voru komin út
i bilinn, eða þá það að tunglið
Var í fyllingu og skein glatt inn
úm bílgluggann. Hún vissi ekki
fivort heldur var, en þegar De-
rek tók hana í fang sér og kyssti
tiana, þá korn hún ekki með
neinar mótbárur. Hún var jafnvel
ekki mótfallin því.
• Þegar hann hafði kysst hana,
borfði hann á hana alvarlegur á
avip. Andlit henr.ar var hvítt í
myrkrinu, en þrátt fyrir myrkrið,
sá hann að augu hennar ljómuðu.
■: „Þú ert indæl“, sagði hann lágt.
„Ég verð svo skrítinn þegar ég
er í návist þinni. Mig fer að langa
til að vera góður og göfugur og
þó hef ég alltaf haldið að ég
hefði andúð á göfugum rrsönnum.
Ég hef alltaf haldið að mér myndi
Vera lítið gefið um stúlku eins
Og þig, að ég mundi hæðast að
henni og fyrirlíta hana. En ég get
ekki fyrirlitið þig. Ég vildi næst-
um að ég gæti það. Þá væri ef til
vill auðveldara að hugsa til þess
eð þú sért að íara burt En það
er ef til vill fyrir beztu. Ég gæti
orðið mér til athlægis. Ég gæti
farið að sýna þér ástleitni, eins
og ég geri reyndar núr.a of oft.
Alice, ég gæti jafnvel beðið þig
að giftast mér og við mundum
sennilega verða hamingjusöm
upp ,frá því, en ég býst heldur
ekki við að þú mundir vilja gift- '
ast mér. Ef til vill tekst mér að
gleyma þér á meðan þú ert fjar-
verandi. Ég vona það. Nei, því
miður, ég vor.a það ekki“.
íAftur dró hann hana í fang
sér og kyssti hana. Varir hennar
titruðu þegar hann snerti þær,
en hún færði sig ekki fjær. Þetta
var dásamlegt kvöld. Það til-
heyrði eiginlega ekki raunveru-
leikanum. Hana var víst að
dreyma. Hún fann hvernig hjart-
að barðist um í brjósti hennar.
Hvers vegna sló það svo ört, úr
því hún elskaði hann ekki? Hún
elskaði Jack og enda þótt þau
mundu aldrei geta orðið hvort
öðru nokkurs virði, þá mundi
hún þó halcía áfram að elska
hann. Þ&ð var ekki hægt að
skipta um ástina, eins og maður
skipti um kjól eða kápu.
„Var þetta gott?" spurði hann
þegar hann hafði sleppt henni og
hún hallaði sér aftur á bak í sæt-
inu. Hún var dálítið móð og
vangar hennar voru heitir og
rjóðir.
„Ég .... ég....“. Hún stamaði.
„Ég held að mér hafi ekki verið
það mótfallið*'.
„Þakka þér fyrir“. Hann
beygði sig, tók um hönd hennar
og kyssti á handarbakið. „Ég
mun sakna þín mikið. En ég skal
vinna baki brotnu, svo að ég hafi j
áorkað einhverju áður en þú
kemur aftur .... til þess að ég
geti haft eitthvað að bjóða þér..“
Hann þagnáði.
Það varð vandræðaleg þögn á
milli þeirra, þangað til bifreiðin
nam staðar fyrir utan húsið þar
sem hún bjó.
Alice barðist við svefninn
næsta morgun, þegar klukkan
hringdi, Dauf vetrarsólin skein
inn um gluggann. Um leið og hún
var vöknuð, mundi hún eftir
kvöldinu, en nú fannst henni það
hljóta að hafa verið draumur. —
Það var óhugsandi núna í dags-
Ijósinu að hún hafði látið Derek
Jpka sig í faðm sér, og að hann
hafði kysst hana og næstum sagt
henni að hann elskaði hana. Hann
hafði ekki beðið hana að giftast
sér. Ef til vill var hann ekki sú
manntegundin, sem vildi giftast.
En hann hafði sagt að hann vildi
að hún væri í London hjá honum.
Það var skrítið, hvernig henni
hafði fundist, snöggvast, að hún
elskaði hann. Það hlaut að vera
kampavíninu að kenna, hugsaði
hún, ekki laust við sektartilfinn-
ingu,
I þeim tilgangi að reyna að
gleyma atburðum kvöldsins,
sökkti hún sér niður í það að
pakka niður dóti sínu og ljúka
við alls konar erindi sem hún átti
eftir að afgreiða. Eftir tuttugu og
fjórar stundir mundi hún vera
komin burt frá Englandi, út úr
gulu þokunni, burt frá kuldanum
og nepjunni, sem eldurinn í ofn-
inum hennar gat ekki einu sinni
útilokað, Burt frá Englandi, þar
sem hún hafði átt heima alla sína
ævi, út á hafið til óþekktra stöðva
þar sem nóg var um ævintýri og
leyndardóma.
Derek hafði skotið henni dálít-
inn skelk í bringu með tali sínu
um Haiti, en nú hló hún að sög-
um hans. Það voru ekki til nein-
ir galdramenn nú á tímum. Hún
hafði heldur aldrei gert neitt,
sem hún réði fullkomlega yfir
sjálf — . nema ef til vill í gær-
kveldi, þegar hún hafði hvílt í
faðmi hans og tunglið hafði star-
að á hana í gegn um bílrúðuna.
Hún var í bláum kjól með lít-
inn, bláan hatt á höfðinu. Hún
hafði tekið kápuna niður af snag-
anum, tekið fram handtöskuna og
hanzkana og var reiðubúin til að
leggja af stað til vinnunnar, þenn
an síðasta dag, áður en lagt var
af stað í ferðina, þegár hringt
var á dyrabjöilunni.
Hún opnaði og starði sem steini
lostin á Jack, sem stóð fyrir utan.
Hann kom inn og hún sá strax
að honum var mikið niðri fyrir.
„Nú sitjum við laglega í því“,
sagði hann hásri röddu. „Janice
getur ekki farið i þetta ferðalag“.
GALDRABORÐIB
Þýzkt ævintýri.
en borðið var tómt þrátt fyrir orð hans. Pilturinn vissi nú
strax, að einhver hefði skipt um borð. Nágrannarnir gerðu
hins vegar stólpa grín að honum. Og faðir hans rak hann
aftur að heiman.
Pilturinn var nú aftur að fá sér vinnu hjá trésmið.
Næstelzti sonur karlsins réðist í vist hjá malara nokkrum.
Hann lærði þá iðn, og var eins og bróðir hans, einkanlega
laginn. Að skilnaði gaf malarinn honum reiðtýgi.
„Það er ekki hægt að nota þau við að draga vagn eða á
reinn annan hátt í sambandi við hesta,“ sagði malarinn.
„Hvaða gagn hef ég þá að þessu reiðtýgi?“ spurði pilturinn.
„Jú, það hefur einn eiginleika,“ sagði malarinn. „Það
spretta af því gullpeningar. Þegar þú setur það á teppi og
segir hókus pókus, þá falla af því gullpeningar í stríðum
straumi,“ bætti malarinn við.
„Það var ekki verra,“ sagði þá pilturinn. Síðan þakkaði
hann fvrir sig og hélt á braut með reiðtýgið. Hann þurfti
ekki að hafa neinar áhyggjur af peningum í framtíðinni —
reiðtýgið myndi sjá fyrir því.
Honum datt nú í hug að halda heimleiðis og sjá hvernig
karlinn hann faðir sinn hefði það. Hann hlyti að taka vel á
móti sér, þegar hann kæmi með þetta forláta reiðtýgi
með sér, sem gullpeningar hrukku af, ef það var látið á
teppi. '
Nú vildi svo einkennilega til, að hann kom til hins sama
gistihúss, sem eldri bróðir hans hafði komið í, og var hann
þá með reiðtýgið á öxl sér. „Ég skal geyma reiðtýgið í hest-
húsinu fyrir þig,“ sagði þjónninn.
„Nei, þakka þér fyrir,“ sagði pilturinn. „Reiðtýgi, sem ég
ætla að borga reikninginn með, læt ég ekki inn í hesthús,“
bætti hann við.
Þjónninn hélt nú, að pilturinn væri mjög fátækur með
þyí að hann ætlaði að borga með reiðtýginu. En þjónninn
■ ■ ■ ■ ■ í. S. í. í. s. í.
■ ■ ■ ■ ■ íslandsmótinu i badminton = Ut
■ ■ ■ m ■ verður frestað til 2. og 3. maí. ; ■
■ ■ ■ ■ Þáttíaka tilkynnist fyrir 25. apríl. t ■
■ ■ m • Tennis- og Badmintonfélag Reykjavíkur. j
Skógræktarféiay Kcykjavíbr j
heldur fimd í Félagsheimili V. R., Vonarstræti í kvöld ■
klukkan 8,30.
Hálcon Bjarnason skógræktarstjóri flytur erindi um Z
skógrækt. — Sýnd verður kvikmynd.
Heiðmerkurlandnemar og aðrix áhugamenn um skóg- ;
rækt eru velkomnir, þótt ekki séu þeir í félaginu. •
STJÓRNIN
Aðalfuiidnr
félags íslenzkra bifreiðaeigenda
verður haldinn í Skátaheimilinu við Snorrabraut í kvöld ;
m
klukkan 8,30 stundvíslega. Z
Venjuleg aðalfundarstörf. Lagábreytingar. Z
m
STJÓRNIN E
Húsnæði
hentugt fyrir fyrsta flokks veitingastarfsemi
óskast til leigu
sem fyrst, þarf að vera sem næst miðbæmun. — Kaup eða
leiga á starfandi veitingahúsi getur komið til greina. —
Tilboð merkt: „Veitingahús“ —588, sendist afgr. Morgun-
blaðsins fyrir 15. apríl.
■
! MEÐ DREIME Shampoo
: ♦
■
j — ekki aHeins bárþvettosr
■
I — Eílca hársnyrting
; Þér eruð ekki eingöngu að þvo hár yðar, þegar þér Z
m
• notið DRENE shampoo — því að um leið veitið þér því S
• sína eðlilegu fegurð. Hárið verður silkimjúkt og gljáandi. ■
■ ■
■ ■
■ Munið að DRENE shampoo er notað víðar og af ■
: fleirum en nokkurt annað shampoo. S
• ■
■
; Hcildsölubirgðir:
j SVERRIR BERNHÖFT H.f.