Morgunblaðið - 08.04.1953, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 8. apríl 1953.
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavfk.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Lesbók: Árni Óla, sími 304i.
Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsson.
Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
skriftargjald kr. 20.00 á mánuði, innantands.
í lausasöiu 1 krónu eintakið.
UR DAGLEGA LIFINU )
Hvað er ú gerast í Moskvu?
í HEIMSFRÉTTUNUM hefur ver,
ið komizt þannig að orði um at-
burði þá, sem verið hafa að ger- *
ast í Moskvu undanfarið, að þeim
mætti líkja við þögla kvikmynd
án skýringa. Heimurinn hefur
hlustað á tíðindin af þessum at-
burðum án þess að fá skýringar
á þvi, sem raunvemlega liggur
að baki þeim.
En af yfirlýsingu Sovétstjórn-
arinnar sjálfrar um sýknu hinna
rússnesku lækna, sem fyrir
skömmu vom ákærðir um eitur-
morð og viðleitni til þess að ráða
æðstu valdamenn landsins af dög
um koma þrjár staðreyndir í
ljós. í henni felst viðurkenning
á þessu:
I fyrsta lagi, að sovétskipu-
lagið hafi gerzt sekt um yfir-
sjón, sem hefði getað leitt til
dauðadóms yfir hinum á-
kærðu læknum.
í öðru lagi að rússneska lög-
reglan noti pyndingartæki til
þess að fcnýja fram játningar
sakborninga.
í þriðja lagi, að í stjórnar-
tíð hins „mikla“ skurðgoðs
kommúnista, Stalins, hafi
verið beitt ofbeldi og réttar-
kúgun.
Þessi viðurkenning hinna
kommúnisku valdhafa er svo
stórkostleg og í sliku ósam-
ræmi við fyrri staðhæfingar
kommúnista, að engu er líkara
en að bylting sé að gerast inn-
an flokks þeirra.
Eins og kunnugt er hefur því
verið haldið fram í lýðfrjálsum
löndum, að óhugsandi væri ann-
að en að „játningar“ ýmsra
þeirra leiðtoga rússneska komm-
únistaflokksins, sem orðið hafa
fyrir barði „hreinsananna", væru
knúðar fram með pyndingum eða
einhverjum óþekktum aðferðum
gagnvart sakborningunum. Vald-
hafarnir í Moskvu hafa að sjálf-
sögðu harðneitað því og leiguþý
þeírra á íslandi og annars staðar
hafa tekið í sama streng. „Þjóð-
viljinn" hefur t.d. aldrei látið á
sér standa að um útmála glæpi
þeirra, sem Sovétstjórnin hefur
knúð til, að játa á sig hin hroða-
legustu afbrot gagnvart henni og
hinu kommúníska skipulagi. —
Þannig átu öll kommúnistablöð
heimsins upp frásögn Pravda
og annarra málgagna Moskvu-
stjcrnarinnar um glæpi rúss-
nesku læknanna, sem handteknir
voru fyrir um það bii þremur
mánuðum.
En nú kemnr hin nýja
stjóm Malenkovs og lýsir því
hiklaust yfir, að þessir menn.
sem áður voru kallaðir „kvik-
indi í mannsmynd“ séu sak-
lausir og að þeir hafi verið
neyddir til þess, með aðferð-
um, sem ekki séu í samræmi
við stjórnarskrá Sovétríkj-
anna, að játa á sig glæpi, sem
þeir aldrei hafi framið.
Hvað hefur eiginlega gerzt? Er
Malenkovstjórnin komin í stríð
við Stalin nokkrum vikum eftir
að hann var lagður til hinztu
hvíldar við hlið Lenins á Rauða
torgi?
• Flest er ennþá á huldu um or-
sakir þessarar stórfelldu kúvend-
,ingar í rússneskum stjórnmálum.
. En sú skoðun hlýtur að hafa
dpnikinn rétt á sér, að frumorsök
, hennar sé sú, að hin kommún-
íska harðstjórn hafi að einhverju
leyti kiknað undir áfellisdómi
almenningsálitsins í sínu eigin
landi. Hún hafi beinlínis ekki
þorað að halda áfram á sömu
braut réttarmorða, ofbeldis og
harðýðgi, sem Stalínstjórnin fet-
aði.Við uppreisn hafi legið í Rúss-
landi er hið aldna skurðgoð féll
af stalli sínum.
Önnur ástæðan kann að vera
sú, að leiðtogar rússneska komm-
únistaflokksins hafi gert sér þá
staðreynd ljósa, að stefna þeirra
er gersamlega að svipta komm-
únistaflokka allra lýðfrjálsra
landa öllu fylgi. Náðun lækn-
anna og viðurkenning pynding-
arferðanna, sem knúði fram
„játningar" þeirra eigi að skapa
þá skoðun, að friður, réttarör-
yggi og mannúð sitji nú á valda-
stólum í Kreml.
Enn má vel vera, að þessir at-
burðir séu afleiðing víðtækrar
valdastreytu innan rússneska
kommúnistaflokksins. Viðurkenn
ing ofbeldisaðgerðanna cg réttar-
morðanna sé aðeins forleikur að
nýrri „hreinsun", sem stefnt sé
gegn valdamiklum leiðtogum
sjálfs kommúnistaflokksins. Sú
skoðun á m.a. rök í þeim ummæl-
um Pravda, að „sterkir óvinir“
innan sovétskípulagsins bíði
tækifæris til þess að eyðileggja
það. í ávarpi sínu við líkbörur
Stalins minnti Malenkov einnig
á þetta sama.
Þannig bendir allt til þess,
að hið kommúníska skipulag
sé maðksmogið, seyrt af
spillingu og logandi af valda-
streytum og óeiningu,
Því fer þess vegna víðsfjarri,
að náðun hinna 15 lækna sé nokk
ur úrsiltasönnun um endurfæð-
ingu Kremlmanna.
Það sem gerst hefur, er fyrst
og fremst það, að hin nýja stjórn
hefur viðurkennt glæpi Stalin-
stjórnarinnar. En með því hefur
hún einnig höggvið býsna nærri
sjálfri sér.
Ennþá er of snemmt að fullyrða
nokkuð um, hýort vaxandi samn-
ingalipurð kommúnista um
fangaskipti og vopnahlé í Kóreu
byggist á raunverulegum friðar-
vilja. Vissulega væri vel farið ef
svo væri. Mannkynið þráir að
Kóreustyrjöldinni ljúki og „kalda
stríðinu“ linni. En.hugsanlegt er,
að hin þróttmiklu varnarsamtök
hinna vestrænu lýðræðisþjóða
hafi, eins og Anthony Eden komst
að orði í ræðu um páskana, knúð
Rússa til undanhalds og friðvæn-
legri framkomu í alþjóðamálum.
En atbnrðirnir í Mosbvu
hafa Iyft móðu leyndarinnar
í þessu lokaða einræðislandi
af einum Ijótasta þættinum í
barðstjórnarsögu kommúnism-
ans í Rússlandi. Hinir nýju
valdhafar hafa játað hroðaleg
afbrot á stjórn hins „mikla"
Stalins og þar með á sig sjálfa,
því allir voru þeir Malenkov,
Bería og Molotov meðal valda
mestu manna hennar um langt
árabil. Þessir menn hafa því
ekki þvegið sjálfa sig hreina
með viðurkcnningu sinni. Hin
ir 15 læknar, sem Pravda kall-
aði fyrir nokkrum vikum
„kvikindi í mannsmynd" fá að
lifa enn um skeið. En hvað
verður um sjúklinginn, sjálfa
rússnesku þjóðina, sem stunið
hefur undir oki hinnar komm-
únisku harðstjórnar? Þeirri
spurningu er ennþá ósvarað.
það, svaraði
— næstur á
Þegar Malenkov varð illt
við
I„léttara hjali" í sænsku blaði
einu birtist nýlega eftirfarandi
frásögn sem sögð var „komin
með Austanvindinum1':
— Hvílíkt ó-
mælanlegt tjór
hefur ættlapc
vort beðið vic
fráfall okka:
kæra Stalins
Vissulega va:
hann mest
maður verald
arsögunnar,
sagði Ma lenko^
svo kirkjuhöfi
inginn heyrð.
tiL « «i|
— Víst er um
kirkjuhöfðinginn,
eftir Jesú Kristi var Stalin það.
Alvörusvip brá fyrir á andliti
Malenkovs, og hann segir eitt-
hvað á þessa leið:
— Kristur. Hvað skyldi hann
svo sem hafa gert. sem okkar
frábæra landsföður hugkvæmdist
ekki að gera?
— Kraftaverkin, svaraði þá
kirkjuhöfðinginn.
Malenkov varð alvarlega þung-
ur á brún við þetta tilsvar og
segir:
— Hvað eru iðnframkvæmdir
okkar annað en kraftaverk?
-— Jú, á sinn máta eru þær það,
segir þá kirkjuhöfðinginn. Eftir
nokkra þögn bætir hann við: —
En gætið að, minn góði Malen-
kov, hann reis upp frá dauðum.
Nú sló sýnilega felmtri á eftir-
manninn. Harín stirðnaði í fram-
an og segir:
•— Hvern eigið þér við?
— Krist, að sjálfsögðu, svarar
kir k j uhöfðinginn.
Þá varð Malenkov sýnilega
rórra við og segir:
— Þér gerðuð mér alvarlega
illt við.
Er hún afkomandi
Alberts Thorvaldsens?
MÆLT er að hin ítalska kvik-
myndaleikkona Anna Magn-
ini, sé afkomandi Alberts Thor-
valdsens.
Á Rómaárum
hins mikla lista-
manns, hafði
hann um skeið
ítalska lagskonu,
er hét Anna
Magnini — Með
henni eignaðist
hann tvö börn,
dreng og stúlku.
Dóttirin giftist Fritz Paulsen
ofursta. Eiga afkomendur þeirra
1 hjóna heima í Róm, og eftir því
| sem menn segja, er núverandi
kvikmyndaleikkona meðal afkom
enda þeirra.
Mörgum íslendingum mun á-
reiðanlega leika forvitni á að fá
að vita hvaða núlifandi íslending-
ar séu nánustu ættingar hins
heimsfræga listamanns, er aldrei
leit ættjörð sína, en bar ætíð hinn
mesta hlýhug til lands og þjóð-
ar, eins og Jónas Hallgrímsson
! komst að orði í þakkarkvæði
sínu fyrir skírnarfontinn er Thor-
: valdsen sendi Miklabæjarkirkju
1 í Blönduhlíð og hingað kom í
Dómkirkjuna árið 1839. — Þar
segir m. a.:
Risti smíð þessa
i Róm suður
Albert Thorvaldsen
fyrir árum tólf
ættjörð sinni
ísalandi
gefandi hana
af góðum hug.
Hinir iðnu ættfræðingar vorir
ættu að grafa það upp, hverjir nú
lifandi manna á íslandi séu nán-
ustu ættmenn séra Þorvaldar á
Miklabæ En eigi er um nánari
skyldmenni listamannsins að
ræða hérlendis.
Áhrifamikil kvikmyncl
í Nýja Bíói
NÝJA BÍÓ hafði á annan í pásk-
um frumsýningu á þýzku1
kvikmyndinni Vökumenn (Nacht
wache). Óhætt er að segja að
mynd þessi sé meðal hinna merk-
ustu og áhrifamestu, sem hér
hafa verið sýndar um langt skeið.
Efnið er harmsögulegt, fjallar
annars vegar um erfiðleika og
hugarstríð fólks, sem orðið hefur
fvrir þungu mótlæti og áföllum
af vöidum heimsstyrjaldarinnar,
hefur glatað trúnni á gildi lífsins
og allrar tjlverunnar, og hins veg-
ar umstyrk og hjálparmátt kristr
innar trúar til að standast hverja
eldraun og sigrast á erfiðleikun-
um.
Efasemdir og trúarvissa skipt-
ast á í hugum fólksins og er þessi
innri barátta á listrænan hátt
fléttuð inn í atburðarásina.
Aðalhlutverkið; ungur kven-
læknir, er snildarvel leikið af
Luise Ulrich. Tvö önnur stærstu
hlutverkin eru leikin af Hans
Nielsen og René Daltgen, sem
einnig sýna ágætan leik.
Þetta er ein þeirra kvikmynda,
sem enginn ætti að láta hjá líða
að sjá.
VeU ancli ibrijc
Þetta gerðist í sögutíma í barna
skóla í Sviþjóð:
Kennslan fjallaði um hina
heilögu Birgittu, og sögunni var
svo langt komið, að sagt var frá
því, að Birgitta ætlaði sér að
stofna nunnuklaustur í Vadstena,
og hafði gert fyrirspurn til páfa
uni, hvort hún gæti fengið leyfi
til stofnunarinnar.
— Og hvaða ráðstafanir þuríti
hún annars að gera til þess aS.
hún gæti komið klaustrinu upþ?
spurði kennarinn.
Lítill snáði varð fyrir svörum.
— Hún þurfti að sækja- um
byggingarleyfi.
Eftir kringumstæðunum var
þetta svar tekið gott og gilt.
í miðdegisveizlu spurði frú ein,
borðherra sinn, hvað hann hefði
sér að atvinnu.
— Ég er forstööumaður fyrir
fangelsi, sagði hann.
— Hvernig getur maður unnið
sig upp í þá stöðu? spyr kon-
an. — Byrja menn. að vera fang-
ar, og hækka þeir svo í tign-
inni smátt og smátt?
ci r:
Hvað gert var
í páskafriinu.
FÓLK er venjulega ekki í vand-
ræðum með umræðuefni
fyrstu dagana eftir að stórhátíð
er um garð gengin og frídagarnir
eru á enda. — Hvert var farið,
eða hvað var gert, eru spurning-
ar, sem alls staðar kveða við.
Sumir hafa heil ósköp að segja,
eru fullir af fréttum af öllu því,
sem á dagana hefir drifið. aðrir
haf dregið sig inn í hýði sitt og
notað tímann til að sofa og hafa
það náðugt Og nú eru allir horfn
ir til fyrri starfa — með endur-
nærða starfslöngun og starfs-
orku? — Ef til vill sumir, en flest
um held ég nú samt, að beri sam-
an um, að það er einstaklega erf-
itt að byrja á ný fyrstu dagana
á meðan að verið er að koma sér
í farveg skyldustarfanna og hvers
dagsleikans.
Páskadagarnir voru annars ein
dæma bjartir og fallegir í ár, enda
fannst okkur við eiga fyrir því
eftir allan veðurosfann að und-
anförnu. Það var líka skemmti-
legt að taka eftir, hve hátíðaskap-
ið ljómaði af prúðbúnu fólki,
ungu og öldnu, á götum bæjar-
ins. Það var „sól úti, sól inni, sól
í hjarta, sól í sinni. — Sól, bara
sól!“
Hneykslaður yfir
aprílgabbi.
MAÐÚR nokur, sem gefur sér
nafnið „Betur-vakandi" hef-
ir skrifað mér bréf ásamt úr-
klippu úr Morgunblaðinu af
„strætisvagninum fljúgandi" sem
birtist í blaðinu hinn 1. apríl og
vakið hefir mikla athygli. Fólk
átti augsýnilega dálítið erfitt með
að átta sig á fyrst í stað, að hér
var aðeins um að ræða venjulegt
aprílgabb — reyndar dálítið ó-
venjulegt, þegar allt kom til alls.
Það kom lyftingur í Akurnes-
inga við tilhugsunina um, að þeir
fengju ef til vill að njóta þessa
kostuglega farartækis og komast
til Reykjavíkur á fáeinum mín-
útum. Þeir skyldu svei mér gefa
Eldborginni" langt nef! — Fólk
hringdi á ritstjórn blaðsins og
spurði hvenær búast mætti við,
að vélin tæki upp áætlunarferðir!
Sem sagt — gabbið tókst ágæt-
lega.
i
Hver veit?
EN bréfritari minn, Beturvak-
andi, virðist vera mjög
alvarlega hugsandi maður, ég
held næstum því alltof alvarlega
— og tekur hann Morgunblaðinu
óstinnt upp það ábyrgðarleysi og
óvöndun þess að hafa á þennan
hátt auðtrúa borgara að gabbL
Honum finnst líka afleitt, að
blaðið skuli henda önnur eins
villa og sú að tala um kl. 10.61
í staðinn fyrir 11,01! Fallegt for-
dæmi að tarna!
Mér finnst mjög leitt, Betur-
vakandi góður, að þetta tiltæki
skuli hafa valdið þér svo mikhi
hugarangri. En mér finnst nú
samt endilega, að við ættum að
reyna að sjá það skemmtilega við
hlutina, fremur en að gera sér
gramt í geði yfir því. Og hver
veit, nema hugmyndin.um ,stræt-
isvagninn fljúgandi“ verði einni
góðan veðurdag að raunveru-
leika? Við vitum, að tæknin i
flugvélasmíði engu síður en Ijós-
myndagerð, gengur kraftaverki
næst!
Hvernig kjarnorku-
fræðingar verja
tímanum.
TRUMAN, fyrrv. forseti Bantía-
ríkjanna hitti fyrir nokkm
síðan að máli einn af hinum þekkt
ustu kjarnorkii-
fræðingum Ame
íku og spurði
hann m. a. þess-
arar spurningar:
— Segið mér
— hvernig ver
eiginlega kjam-
orkufræðingur-
inn tíma sínum?
— Það skal ég
skýra út fyrir
yður, Mr. Trn-
man, svaraði vísindamaðurinn.
Hann vinnur allan liðlangan dag-
inn á tilraunastofunni með fjöld-
anum öllum af sprenglærðum
sérfræðingum og stöðugt að því
sama: að gera kjarnsprengjurnar
eins skaðlegar og léttskeyttar og
mögulegt er. —
— Og á nóttunni?
— Þá liggur hann á bæn umt,
að þeim verði aldrei hleypt af!