Morgunblaðið - 05.06.1953, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 05.06.1953, Qupperneq 9
Föstucfagur 5. juní 1953 MORGUNBLAÐIÐ 9 Kristfán Albertson: Fyrsta grein Eigum við að hleypa Rússum inn í landið? Róm, í maí 1953. HÉR í RÓM er nú um þessar mundir haldin sýníng, „helguð hinum kúguðu þjóðum fyrir handan járntjald“. Sýningin er lýsing á ástandi í þeim löndum, sem Moskva-valdíð hefur skellt hrömmum yfir. Henni er ætlað að svara þeirri spurningu, hvort æskilegt sé að fá rauða herinn inn í land, sem er frjálst, — en þeirri spurningu þarf hver af þjóðum vestursins að geta svar- að sjálfri sér, af eins fullkom- ínni þekkingu á lifinu handan járntjalds og frekast verður fengin. Mér finnst því skylda mín, að segja þjóð minni frá fræðslu þessarar sýningar, og það því fremur, sem það er okkar þjóð- arstefna í þessum málum, tekin af þingi, stjórn og öllum flokkum, nema kommúnistum, að verjast hættunni að austan — en jafn- framt bendir margt á, að nokkur hluti þjóðarinnar hafi ekki enn þann skilning á þessari hættu, sem æskilegt væri. Við íslendingar höfum nú í fyrsta sinni gerst aðilar að hern- aðarbandalagi, þegið erlenda her- vernd, leyft herstöðvar í landi okkar, og fer ekki hjá því, að því fylgi margt misjafnt. Menn halda áfram að spyrja — var þetta nauðsynlegt? Og víð hinir svör- um — hvernig getur nokkur mað- ur verið svo fáfróður um sögu okkar tíma, að spyrja slíkrar spurningar? Aðrar þjóðir vestursins hafa fyrir sitt leyti svarað þessari spurningu með því að taka á sig hundraðfalt þyngrí byrðar, en lagðar hafa verið á ísland. í lönd- um Vestur-Evrópu hafa engir flokkar viljað taka á sig þá ábyrgð, að láta löndin vera óvar- 5n — nema kommúnístar einir. í>eir vilja, eða látast vílja, að Rússar komi. Þeír hafa sums staðar gerst svo þjóðhollír, að lýsa yfir því, að þeír muni skora á verkamenn að neita að verja land sjtt gegn rússneskrí árás. Kommúnistar vilja ekki stríð. Þeir eru heitir, einlægir friðar- vinir. Þeir vilja að engar þjóðir eigi vopn nema Rússar. Með því móti myndu engin strið verða, þó að Rússar legðu undir sig alla álfuna. Það myndi gerast án blóðs úthellinga. Þetta er þeírra fræga, margbásúneraða Yriðarstefna. En þá er snurningin — myndu Rússar líklegir til þess að taka alla ál/una, ef þeir víssu að lítið væri um varnir í vestrinu? Engir geta verið í vafa um það, sizt kommúnistar. Rússar neyttu vopnasigurs eftir síðasta stríð, með því að leggja undir sig stóra, væna sneið af hverju ein- •asta landi við vesturlandamæri sín — líka af sínum bandamönn- um. í því, sem eftir var af þess- um löndum, komu þeir upp lepp- stjórnum, með rangíndum og of- beldi, svo að nú er ekkert eftir af sjálfstæði neinnar af þessum þjóðum. Og þeir héldu áfram að hafa Iangsamlega stærsta her í heimí, þó að öll önnur lönd hafi afvopnast að mestu að loknum ófriðí. Það var engin ástæða til að halda, að þess- um mikla her væri ekki ætlað neitt hlutverk. Þess vegna neydd- ust þjóðir vestursins, þær sem enn voru frjálsar, til að hervæð- ast að nýju. Þetta virðist allt svo auðskilið, hverjum sem eitthvað hefur reynt að fræðast um heimssögu- lega þróun á síðasta áratug. En þó skilst manni á blöðum, að ýmsu fólki á íslandi veítist erfitt að skilja þetta, friðsömum kon- um, hrekklausum stúdentum, hlutlaueúm fræðimönnum. Manni skilst að enn sé til fólk, sem telji, að þegar á allt sé litið, þá muni íarsælast og óþægíndaminnst, að SÝNINGIN í RÓMABORG _ . ** -'. ■ lK*r, -* * ■ Rússneskar herkonur kenna ungverskum komun að skjóta. Myndin er tekin úr ungverskum bæklingi. hafa landið óvarið. Sjá hvað set- j ur um framtíðina. Ekki endilega i víst, að það sé hundrað í hætt- unni þó að Rússinn kunni þá að lerida einhvern tíma á óvörðum flugvöllum íslands, og setja upp meinlausa leppstjórn, af valin- - kunnum kommúnistum, eða kann ; ske bára vinstri-sósíalistum — | auðvitað algerlega án þess að meina neitt illt með því. Sýningin í Róm er á allt öðru máli í þessum efnum. Hún telur ; að engin verri bölvun hafi komið fyrir þjóðir á okkar tímum en 1 að lenda í klóm Moskva-valdsins. J Og sannleiksgildi sýningarinn- ar hefur hlotið einskonar óbeina staðfestingu af stjórnunum hand- ’ an járntjalds. Þær hafa hver af f annarri sent ítölsku stjórninni mótmæli gegn sýningunni, talið að hún væri sér óvinveitt — en án þess að nokkur þeirra treysti sér til að halda því fram, að neitt væri ósatt eða rangfært í hlut- lægum (konkret) upplýsingum. Þsss vegna er skylda mín, að segja frá þessari sýningu á ís- landi, konum, stúdentum og hlut- lausum fræðimönnum til skiln- ingsauka á alvarlegasta málefni þjóðar sinnar. — Hér skal ekki reynt að lýsa sýningunni frá tæknilegu né fag- urfræðilegu sjónarmiði. Megnið af henni eru myndir, skýrslur, ivitnanir, frásagnir og aðrir tekst- ar. Skal hér stiklað á stóru, og aðeins minnst á þær meginstað- reyndir, sem mestu skipta. „HELGUÐ HINUM KÚGUÐU ÞJÓ»UM“ Við komum fyrst inn í lítinn kvikmyndasal, og á myndinni sem verið er að sýna, situr stein- höggvari við vinnu sina, greind- arlegur, ræðinn karl, sem tekSr sér hvíld, lítur upp, fer að rabba við áhorfendur: — Þessi sýning er helguð hin- um kúguðu þjóðum handan járn- tjalds. Árið 1945 fengu þær frið- inn, og gerðu sér bjartar vonir um frelsi, eftir margra ára ánauð. En þær vonir slokknuðu fyrr en varði, og nú eru þær svín- beygðar undir ok Moskva-valds- ins. Hvernig hefur þetta gerst? Þær hafa orðið undir fyrir hinni kommúnistisku tækni: blekking- um, svikum og ofbeldi. Kommúnistar kölluðu sig lýð- ræðissinna. Þeim tókst að fá sæti i samsteypustjórnum, og ná tangarhaldi á verkalýðsfélögun- um — með fagurgala, sem þeir ekkert meintu með, loforðupn, sem þeir ætluðú ekki áð halda, fláttskap og frekju, og beinum og óbeinum stuðningi Moskva- valdsins, og rúsSneska hefsins, sem í löndunum sat. Þeir heimt- uðu einkum stöður jnnanríkis- ráðherra og lögreglustjóra, til þess að geta gert lögrdgluna kom múnistíska, og beitt rangindum við kosningar. Þegar samt kom í Ijós, að þeir gátu engar vonir gert sér um þingræðislegan meiri hluta, hrifsuðu þeir völdin með ribbaldahætti og glæpum, og mynduðu hreinar flokksstjórnir. Síðan voru þessar kommúnista- stjórnir marghreinsaðar, eftir kröfum Rússa, þangað til búið var að tortíma öllum þeim öflum, sem vildu vernda þjóðlegt sjálf- stæði — líkt og Tító tckst að gera í Júgóslavíu — og löndunum var stjórnað eingöngu af þýjum Moskva-valdsins, eins og her- setnum nýlendum. Þannig hafa 90 milljónir manna í Austur- 4- V \ Tékknesk hjón, sem eru komin yfir landamæralínuna inn í frjálsa heiminn. Evrópu orðið að undirokuðum þjóðum: 25 millj. Pólverjar, 13 millj. Tékkóslóvakar, 10 millj. Ungverjar, 16 millj. Rúmenar, 7 millj. Búlgarar, og 10 millj. her- numdra Austur-Þjóðvei^a. Farið inn á sýninguna og gerið ykkur grein fyrir, hvernig þess- um þjóðum nuni líða. SÍÐUSTU FRJÁLSAR KOSNINGAR I fyrsta sýningarsalnum eru upplýsingar um fylgi kommún- ismans í leppríkjunum áður en þau voru svipt frelsi sínu af ráns- hendi ofbeldismanna. Tvö dæmi nægja: Tékkóslóvakía. Síðustu frjálsar kosningar fóru fram 26. maí 1946. Kommúnistar fengu 38% af at- kvæðum, aðrir flokkar 62%. í júni 1948 átti aftur að kjósa. En kommúnistar sáu fram á fylg- ishrun, og hrifsuðu því völdin með yfirgangi 23. febr. 1948, og höfðu að yfirvarpi, að komist hefði upp um samsæri gegn rík- inu. Síðan hafa engar frjálsar* kosningar fai'ið fram í landinu. Ungverjaland. Við frjálsar þing- kosningar 4. nóv. 1945 fengu kom- múnistar 70 þingsæti, aðrir flokk- ar 339 þingsæti. Mynduð var samsteypustjórn, kommúnistar heimtuðu að fá innanrikisráð- herrann, og þar með vald yfir lögreglunni, og það var látið eftir þeim. 30. maí 1947, segir fox'sætisráð- herrann F. Nagy, af sér i sím- tali frá Sviss. 31. ágúst 1947 er aftur kosið til þingsins. Kominúnistar fá 100 þingmenn, aðrir flokkar 311. Þetta voru síðustu frjálsar kosningar í Ungverjalandi. Síðan hafa kommúnistar tekið öll völd í landinu. HIN ALGERA KÚGUN Það sem bíður þjóða og ein- staklinga, sem lenda undir oki Moskvavaldsins er kúgun, sem aldrei hefur áður þekkst í sögu mannkynsins — hin algera, full- komna kúgun. Enginn er leng- ur fx'jáls gei'ða sinna, hugsana né oi'ða. Allir verða að vinna, hugsa og tala í nákvæmu sam- ræmi við valdboð Rússa. Alls staðar eru njósnarar lögreglunn- ar, augu hennar hvíla á þér nótt og dag, eyru hennar heyra hið lægsta hvísl. Það er hlustað á símtöl, og eft- irlit haft með öllum ferðalögum. Það er ritskoðun á bréfum til útlanda, bannað að tala við út- lendinga — bannað að hlusta á erlent útvarp, bannað að lesa ná- lega allar útlendar bækur, algert bann við að ferðast til útlanda. Allt þetta er sannað á sýning- unni með tilvitnunum í lög og staðreyndir. Hér er t. d. 72. grein hegningarlaga Alþýðulýðveldis Búlgaríu: „Búlgörskum þegnum, sem fai-a yfir landamærin án leyfis yfirvaldanna, skal hegnt með lífláti". Og leyfi yfirvald- anna fá þeir einir, sem fara í er- indum stjórnar eða flokks. Svipuð lagafyrirmæli gilda í öllum leppríkjum Rússa. Og þó hafa 169.000 manns flúið úr þess- um löndum inn í frjálsa heiminn síðustu 12 mánuði. Og þúsundir bætast við á hverjum mánuði í Vestur-Berlín. Hverjum getur fundist að fleii'i vitna þurfi við um líf og líðan fyrir handan járntjald? Hlutlaus- um fræðimönnum? Hér eru í stórum sýningarköss- um nokkrar af þeim bókum eftir fi'emstu höfunda síðari tíma, sem bannaðar eru austan járntjaldsins (bækurnar sýndar í ítölskum þýð ingum) — bækur eftir Heming- way, Olav Duun, Aldous Huxley, j Chesterton, Lytton Strachey, Stefan Zweig, Cronin, Jules Ro- main o. s. frv. Ungverska skráin yfir bannaðar bækur er 169 þétt- prentaðar síður. Ritskoðun og listskoðun lokar munninum á þeim höfundum, og þrælbindur þá listamenn, sem ekki beygja sig niður í duftið fyrir vilja valdhafanna. Bók- menntir eru útdauðar, engin bók kemur framar út handan járn- tjalds sem t. d. sé hægt að þýða á mál vesturþjóðanna í von um að nokkur maður geti lagt það á síg að lesa hana. Allir vita hvernig málurum hefur verið fyrirskipað, hvað þeir eigi að mála, og tónskáldum hvernig tón Tónlistin skal lúta Marx tfg Lenin og kommúnistaflokknum! Tónlistin skal lúta . . . Maður trú- ir vaida sínum eigin augum. En það stendur tónlistin, la mustcn . . . skal lúta Marx og Lenin. Og flokknum. KÚGUN VERKALÝÐSINS Alræði öreiganna, öll völdin til verkalýðsins, stendur á 1. mat kröfugönguspjöldum kommún ista í hinum frjálsa heimi. Éx\ sýningin í Róm heldur því fram, að það sé eingöngu hérna megin járntjalds, sem krafist sé allrn valda nanda vei'klýðnum. Fyrir handan tjaldið heyrist ekki auka- tekið orð í þá átt! Þar séu þvert á móti gerðar sérstakar h'arðar kúgunai'ráðstafanir gagnvart al- þýðu. Þessar ráðstafanir séu einn af hornsteinum þjóðfélags- ins austan jái'ntjalds. Ekki einasta geti verkamenn þar engin áhrif haft á kjör sín (þau eru ákveðin af stjórninni), heldur séu þeir líka alls staðar sviptir öllum rétti til þess að ráða, hvað þeir leggi fyrir sig, og hvar þeir vinni. Það sé farið með þá eins og vinnufénað, sem ríkiö reki þangað, sem því sýnist. Sem sýnishorn þess, hvernig þetta er orðað í lögum, má taka pólsk lög frá 19. ágúst 1952, birt í stjórnax'tíðindum landsins 19 sept. 1952: „1. grein. Faglærða starfsmenn I má flyjta frá einu fyrirtæki til annars eftir þörfum framleiðslu áætlana ríkisins. 2. gi'ein. Heimilt er að flvtja með valdboði faglærða starfs menn frá fyrirtækjum, skrifstof- um, stofnunum og vinnustöðvum til annarra starfstöðva, þar sem slíka stai’fskrafta vantar“. Það hefur löngum verið vitað', að ríkið hefur fullan ráðstöfun arrétt yfir hverjum manni, svo að segja frá vöggu til grafar, um allan hinn kommúnistiska heim, en gagnvart engri stétt er þessum í'étti beitt af slíkri hörku sem gagnvart verkalýðnum. Þó að maður hafi alltaf vitað þetta, er ekki ófróðlegt að virða hér fyrir sér þau skilríki, sem staðfesta eignarrétt ríkisins á hinum ein- staka manni. Hér er t. d. tilskipun frá heil brigðismálastjórn Austur-Þýzka- lands 29. des. 1951, þar sem svo segir: ,, . . . Læknir skal vitja allra ungra manna, sem ljúka skólanámi á árinu 1952, og rann saka hvort þeir séu hæfir tit námavinnu. .. Þessi læknisvitjun fari fram án þess að sá, sem vitjaö er, hafi átt von á henni. „Vei þeim unga manni, sem kannske hefur hugsað sér eitthvað annað, en að fara í námurnar, og kynni að freistast til að beita einhverj um brellum, til að sýnast óhæfur til þeirrar vinnu. Ríkið sér viö honum. Hans skal vitjað að óvör - um. Hann skal niður í námurnar, hvort sem honum er það ljúft eða leitt. Hér þreifar maður á innstu líf- æð hins kommúnistiska skipu lags. Einstaklingurinn hefur tvo eiginleika, hann er vinnuafl ,0£f hann er ríkiseign. Og taka verður hart á tilhneig ingum hans til að vera eitthvað annað og meira, mannleg vei'ð, sem eigi rétt á vissu frelsi, vissn svigi'úmi til að ráða einhverjn um sin eigin örlög, þann veg sexA hún velji út í hið stóra æfintýri, llífið. Hér er bi'éf frá stjórnarvöldum Austur-Þýzkalands, 30. marz verk eigi að vera. Fróðleg er þessij 1950, fjölritað bréf til manna, :sem setning í hinni Miklu sovétsku i skipað var í vinnu í úranjum alfræðibók: „Tónlistin skal lútaj námunum: .. . ér yður hér með almennum listarlögmálum, og. fyi'irskipað að mæta á verka - ennfremur fagurfræðilegum meg' málaskrifstofunni í Loebau næst- inreglum Marx og Lenins ogjkomandi þriðjudag 4. apríl 1959 yfirumsjón kommúnistaflokks-. kl. 10 ái'degis, til að flytjast það- ins“. j Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.