Morgunblaðið - 28.08.1953, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 28. ágúst 1953
tslenzkir farmenn skyggnost
bok við rússnesko júrntjoldið
Þeir fá landgönguleyfi í Leningrad
ÍSLENZKIR farmenn munu nú
hundruðum saman fá tækifæri
tíl að skyggnast á bak við járn-
tjaldið mikla, sem umlykur Rúss-
jjand. Skipverjarnir fá landgöngu
ieyfi í Leningrad, en þangað
áigía öll íslenzk skip, sem flytja
afuiðir til Rússlands.
KOMIÐ í KÚSSNESKA
LANDHELGI
i Ekki geta sjómennirnir dregið
ii am ljósmyndir þaðan til að
sýna venzlafólki og kunningjum,
því að þegar hafnsögumaðurinn
kcmur um borð í skipið, heimtar
hann að allar ljósmyndavélar og
íjónaukar séu innsiglaðir (að und
anteknum einum, sem hafnsögu-
inaðurinn notar), en til frekara
I'ryggis eru tveir alvopnaðir her-
íenn á verði á þiljum uppi. —
Vopnaður hraðbátur fylgir fast
a eftir^kípinu. Það tekur margar
klukkustundir að tollafgreiða
^kipið. Leitin í skipinu ber það
ineð sér að ekki er sérstaklega
yerið að reyna að hafa uppi á
smyglvörum, heldur mönnum.
Leitað er vandlega alls staðar,
þat' sem maður gæti leynzt. —
tessi mannaleit er framkvæmd
áf sömu kostgæfni þegar skipin
sigla út.
Verkamenn og
HGRMENN
í Leningrad, sem er í eðli sínu
iögur borg, er allt í hinni mestu
niðurníðslu. Þetta blasir hvar-
vetna við sjónum farmannanna
íslenzku. Aðeins fáar götur mal-
bikaðar, hinar malarbornar, illa
lýstar og umferðin um þær er
lítið önnur en sporvagnar og al-
inenningsvagnar. Þar sést eng-
inn maður á reiðhjóli. Fólkið á
götunum er illa klætt og fátæk-
|ega. Verkamennirnir, sem vinna
Við höfnina, eru aðeins svipur
hjá sjón við hlið hermannanna,
sem stöðugt eru á verði við skip-
ið. Þeir eru hraustlegir og vel á
$ig komnir. Verkamennirnir föl-
Íeitir, gráir og guggnir. Þeir hafa
úm 1000 rúbblur á mánuði, en í
verzlunum er allur varningur
ákaflega dýr. Sæmilegir skór
jcosta 385 rúblur.
KEÍSAKAHÖLL OG
MOSKVAHVERFI
Starfsfólk sjómannastofunnar,
áem ferðast með sjómönnunum
jim borgina til að sýna þeim
hana, er kurteist mjög í allri
iramkomu. Er sjómannastofufólk
: ð sýnir þeim borgina er fyrst
rarið að hinni gömlu vetrarhöll
reisaraf j ölskyldunnar, sem nú
;r safnhús. En þegar hinum er-
lendu gestum er sýnt hverfi, sem
Leningradbúar telja að beri
framtakssemi stjórnarinnar bezt
vitni, er ekið upp í Moskvahverfi
L.eningradborgar. Þar eru íbúðar
iús, sem túlkurinn segir að hafi
/erið reist árið 1937.
Á ferðinni um borgina sjá sjó-
nennirnir hvergi konur með
aarnavagna, en víða sáu þeir
: næður með börn sín bundin utan
á sig. Húsin voru ákaflega niður-
nídd, ómáluð og skítug. Þegar
tiirnma tók var lítil sem engin
iimferð á aðalgötum borgarinnar.
PVERGI BETRA
H.ELDUR FÓLKIÐ
; Staðarmenn eru þess ákaflega
íýsandi að heyra um, hvernig
ástandið sé utan Rússlands. —
Svörin við spurningum þess
homa því oft annarlega fyrir og
stundum verður það höggdofa og
verður svarafátt. — En víst er,
að þetta fólk trúir því að engin
þjóð í heiminum hafi það betra
fen þjóðir Ráðstjórnarríkjanna.
Þctta er í sjálfu sér* ekkert -undr-■
unarefni, því að uppfræðsla þess
frá barnæsku er við það miðuð.
' Því valda svörin við spurning-
j unni: Hvernig líst ykkur á Len-
ingrad? oítast vonbrigðum.
Verkamennirnir við höfnina
vinna allan sólarhringinn í vökt-
um við affermingu skipanna. —
Verið er að gera hafnargarð, sem
eingöngu konur unnu við að
hlaða upp. —
HLIÐIÐ Á JÁRNTJALDINU
) Hliðið á járntjaldinu, sem skip
j in sigla í gegnum er mílu breitt.
I Þar liggja sjö vígdrekar, sem
I siglt er á milli, en fast á eftir
siglir vopnaður hraðbátur. Um
j allan sjó að heita standa strók-
! arnir upp í loft frá þessum hrað-
bátum, líkt og hvalavaða væri
þarna á ferðinni.
Ferðir Ferðafélags
blands m næshi
helgi
FERÐAFÉLAG ÍSLANDS efnir
til þriggja ferða um helgina. —
Lengsta ferðin er 2V2 dags för
norður um Kjöl. Lagt verður af
stað kl. 2 á laugardag og ekið í
skála félagsins í Kerlingafjöllum.
Á sunnudag verður gengið um
fjöllin og Hveradali, en síðdegis
ekið norður á Hveravelli og gist
þar. Á mánudag verður komið í
bæinn.
Félagið efnir til IV2 dags ferð-
ar á laugardag og sunnudag í
Brúarárskörð. Ekið verður á
laugardag að Úthlíð og gist þar
í tjöldum, en daginn eftir geng-
ið í Brúarárskörð og e. t. v. á
Högnahöfða. Þriðja ferðin verð-
ur gönguferð á Esju á sunnu-
dagsmorgun.
Ný gerð peninga-
skápa
A NORÐURLONDUM er komin
á markaðinn ný gerð peninga-
skápa, sem taldir eru algjörlega
öruggir í eldsvoða.
Skápar þessir eru svo vel ein-
angraðir, að þeir þola nær 1000
stigi hita, án þess að skjöl í
þeim verði fyrir minnstu skemmd
um. Einnig eru skápar þessir svo
rammbyggilegir að það mun
verða innbrotsþjófum ofraún að
ætla sér að sprengja þá upp,
jafnvel þó þjóðurinn hefði með-
ferðis góð verkfæri svo sem log-
suðutæki.
Það er. fyrirtæki í Bergen sem
tókst að framleiða þennan skáp,
en hér á landi eru Gotfred Bern-
höft & Co., umboðsmenn þess.
STOKKHOLMI, 27. ágúst. —
Tvo undan farna daga hafa
læknar í Stokkhólmi orðið
varir við 68 lömunarveikitil-
felli; — af lömunarveikisjúk-
lingunum hafa 4 látizt. —
Undanfarið hefur orðið vart
við 720 lömunarveikitilíelli í
borginni og hafa 34 menn lát-
izt úr veikinni.
★ ★ ★
í sumar hafa 7800 manns
fengið taugaveikibróðurinn,
sem gengið hefur í Svíþjóð
og hafa um 90 manns látizt
úr veikinni. — NTB-Reuter.,
-- Nafn Stalíns
máð út
Frh. af bls. 1.
toga og verndardýrlings rúss-
nesku þjóðarinnar næstum á
hverri síðu og mörgum sinnum
á nokkrum síðum.
Nú bregður allt í einu svo
kynlega við, að nafn Stalins
er eins og þurrkað út í síð-
ustu útgáfunni. Nafn Stalins
kemur fyrir aðeins 5 sinnum
í allri bókinni. Lenin er hins-
vegar nefndur 67 sinnum.
MIKILL — EN ÞÓ AÐEINS
LÆRISVEINN
Ummæli Stalins eru nú aðeins
höfð eftir á einum stað og það
er þegar hann vegsamar fordæmi
Lenins. Á einum stað er Stalin
að vísu kallaður ,,mikill“, en
strax á eftir er dregið stórlega
úr því lýsingarorði með því að
sagt er að hann sé lærisveinn
Lenins, sem kom kenningu hans
áleiðis.
Þetta stingur mjög í stúf við
það sem tíðkaðist meðan Stalin
var á lífi. Þá var nafn hans aldreí
nefnt svo að ekki fylgdi á eftir
langar lofgerðarrollur um það
að hann væri faðir og lærimeist-
ari þjóðarinnar, mesti maður í
heimi, maðurinn, sem frelsaði
heiminn frá þrælkun nazism-
ans o. s. frv.
HVER VANN STYRJÖLDINA?
Sama sagan er uppi á tening- j
unum í nýrri útgáfu af kennslu-
bók í Sovét-sögu fyrir mennta-
skóla. Þar er eftirfarandi spurn-
ing lögð fyrir nemandann:
— Hver vann aðra heimsstyrj-
öldina?
Áður var svarið:
Rauði herinn vann styrjöld-
ina, vegna þess að sá sem
skipulagði og innblés frelsis-
baráttuna, var leiðtogi þjóðar-
innar, stórkostlegasti herfræð-
ingur og hershöfðingi heims-
ins, félagi Stalin. Sovét-þjóð-
in gekk út í styrjöldina með
nafn Stalins á vörunum og í
hans nafni vann hún sigur.
í nýju útgáfurmi er svarið við
sömu spurningu:
Mcð sigrinum yfir árásar-
her fazista hefur Sovét-þjóðin
og hugdjarfur Sovét-her und-
ir frægri forustu kommún-
islaflokksins verndað frelsið
og bjargað þjóðum Evrópu og
Asíu undan ógnum fasisíiskr-
ar þrælkunar.
Nú er ekki minnzt á Stalin, sem
leiðtoga.
SONUR STALINS HVERFUR
AF SJÓNARSVIDI
í Rússlandi eru árlega haldu-
ar miklar flugsýningar Rauða
flughersins. Undanfarin ár hefur
Vassily Stalin sonur einræðis-
herrans jafnan stjórnað flugsýn-
ingum þessum.
En hvað skeði nýlega þeg-
ar flugsýningin var haldin.
Hvergi var minnzt á Vassily,
hann var hvergi sjáanlegur.
Var henni nú stjórnað af S. U.
Rubanov flugliðshershöfð-
ingja. Aldrei hefur verið
minnst opinberlega á Vassily
Stalin síðan hann var viðstadd
ur jarðarför föður síns.
★
Þessi skipulagða starfserpi
stjórnarvaldanna til að afmá
nafn Stalins hefur fram til þessa
aðeins verið í Rússlandi. Engar
fregnir berast enn af slíkum að-
gerðum í leppríkjunum. Búizt er
samt við að þau fylgi brátt eft-
ir. Ef til vill verður Stalin gleymd
ur og grafinn í heimsveldi komm-
únismans.
Linditréð hrörlegt af elli. Sívali turninn sést í baksýn.
Linditréð á I
ar nú 163 ára gamai t
MEÐAN meginþorri íslenzkra
stúdenta stunduðu nám við
Hafnarháskóla, nutu þeir náms-
styrks sem kunnugt er. Nam sá
styrkur það miklu, að fært var
fyrir stúdentana að komast af
með styrkinn einan. En styrkur
þessi gekk almennt undir nafn-
inu „Garðstyrkur", vegna þess,
að þeir námsmenn, sem nutu
hans, fengu 1 eyfi til vistar í
hinu gamla stúdenta heimili, er
í daglegu tali var kallað „Garð-
ur“.
Stúdentagarð þennan reisti
Kristján fjórði. Mun hann hafa
verið tekinn í notkun árið 1627.
Garður var eins konar miðstöð
íslendinga, er dvöldu í Kaup-
mannahöfn. Margir af frægustu
og merkustu íslendingum áttu
þar mörg sín æskuspor og marg-
ar minningar, er koma við sögu
íslendinga á síðustu öldum eru
tengdar við þetta gamla stúdenta
heimili.
AFMÆLI LINDARINNAR
HALDIÐ IIÁTÍÐLTGT
12. maí 1785, gróðursetti þáver-
andi Garðprófastur A. C. Hviid
linditré í húsagarði stofnunar-
innar. Til minningar um gróð-
ursetninguna rispaði hann dag-
setninguna og ártalið á rúðu. —
Linditréð öx og dafnaði og setti
sinn svip á heimilið og sfaðinn.
Þegar tímar liðu varð það föst
venja, að hinir lífsglöðu íbúar
Garðs héldu afmæli Lindarinnar
hátíðlegt á hverju ári.
12. maí söfnuðust stúdentarnir
safnan í húsagarðinum og ósk-
uðu hinum fagurlimaða vini sín-
um til hamingju. Var það m. a.
gert með þcim hætti, að gerður
var handieggur og festur í hæfi-
legri hæð við eina trágreinina,
til þess að stúdentarnir gætu
flutt hamingjuóskir sínar með
handabandi til Lindarinnar. Síð-
an var setzt að hádegisveizlu,
er mun hafa á stundum staðið
yfir framt að því til jafnlengdar
næsta dags.
VERDUR NÚ HÖGGVIÐ
Samkvæmt síðustu íréttablöð-
um frá Kaupmannahöfn er nú hið
vinmarga tré orðið hrörlegt,
limskraut þess horfið að mestu.
Svo umsjónarmenn grasafræði-
garðsins í Kaupmannahöfn, hafa
úrskurðað, að eigi sé annað fyrir
hendi en að höggva. Hin 168
ára gamla lind er orðin h.rein
hryggðarmynd, samanbori ) við
það, sem áður var, eins og með-
fylgjandi mynd ber vott un.
Ungir námsmenn, er komið
hafa héðan frá íslandi á undan-
förnum mannsöldrum og hafa
kynnzt þessu Linditré, hafa flest-
ir aldrei séð neitt tré, fyrr en
þetta að heitið geti. Fengu þeir
þarna fyrsta tækifærið til c ð um-
gangast slíkan gróður. Þess /egna
mun þetta tré hafa vakað fyrir
hugskotssjónum þeirra ur.c langa
ævi, einkum þeirra, er yn li hafa
haft af gróðri og gátu metið
grósku fagurra trjáa frc.m yfir
hinn íslenzka berangur.
Hversu langt verður þess að
biða, að höfuðstaður íslan :ls eign-
ist það mynöarlegan og varan-
legan trjágróður, að hér g :ti vax-
ið og dafnað eftirlætistrc. er ís-
lenzkir æskumenn binda : stfóstri
við og safnast saman t l gleði-
funda á sérstökum' hátíð. ;dögum
æsku sinnar, til að beri í'ram
hamingjuóskir til þessai .1 vina
rezk tóöl hrif ii: ií
; í BREZKUM blcðum, sem •'ýlega
i hafa borizt hingað, er víúi sagt
frá frammistöðu danska Irallett-
1 flokksins, en einkum ei 11 list-
t dómendur ósparir á lofið u; i sóló-
, darsarana, en fjórir þeirra eru
1 nú staddir hór, eins og krnnugt
1 er’
1 Richard Buckle ritar skemmti-
, lega grein'í blaðið „Observer“.
j Meðal annars er þar rætt um
baliettinn „Coppelia", en þættir
. úr honum eru sýndir hér. Segir
þar m. a.: „Inga Sand sem Swan-
ilda reyndist snjöll leikkona sem
á marga strengi á hörpu sinni:
Ákafa, viðkvæmni, ástleitni og
ofstæki. Friðbjörn Björnsson er,
viðfelldnari, meira lifandi og
raunverulegri en nokkur Franz,
sem vér höfum áður kynnst.
Stanley Williams er afbragðs
dansari, og kom það fram 3
Romeó og Júlíu og fleiri verk-i
. um.