Morgunblaðið - 28.08.1953, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 28. ágúst 1953
-- Persía
Framh. af bls. 7
eða eftir að byltingartilraunin
hafði mistekizt, ætlaði Mossadek
að láta handsama hann en hann
komst undan, sem kunnugt er,
— og er ekki lengur hundeltur
í landinu sínu, heldur einn af aðal
ráðamönnum þar og leiðtogum.
★
Að lokum skulum við minnast
fjórða persneska áhrifamanns-
ins nokkrum orðum. Er það
Mullah Kashaní gamli, sem lengi
hefur verið í miklu vinfengi við
Mossadek, en snúizt gegn honum
upp á síðkastið.
Kashani
Mullah Kashani
KASHANÍ er sonur miðaldanna
og við gætum vel rekizt á hann
í Þúsund og einni nótt, enda er
hann sprottinn upp úr og mót-
aður af sömu lífsskoðun, sem þar
er að finna. Hann er ofstækis-
fullur Múhameðstrúarmaður og
hatar alla „villutrú". Hann hef-
ur alla tíð verið mikill Breta-
fiatari og reynt að berjast gegn
áhrifum þeirra í löndunum aust-
an Miðjarðarhafsins. Svo ófyrir-
leitinn hefur hann verið í þessari
baráttu sinni, að enginn glæpur
hefur verið svo hryllilegur, að
hann hafi ekki framið hann til
þess að ná takmarki sínu.
★ HELGUR MAÐUR!
s Kashaní er löngu þekktur um
heim allan fyrir hermdarverk sín
í-é pólitískum andstæðingum og
hefur hann í þjónustu sinni flokk
íglæpamanna, er myrða hvern
■sem er, eftir skipunum hans. —
Sjálfur er hann heldur geðfelld-
ur gamall maður, sem ber hræsn-
issvip skinhelginnar bak við mik-
;ið alskegg og loðnar augabrúnir;
ier hann sannarlega enginn glæpa
þnaður í augum mikils hluta landa
■sinna, heldur lita þeir margir á
hann sem helgan mann.
JK % »•
★ BLÓÐI ÚTHELT
■ Kashaní er ekki einungis harð-
‘.vítugur andstæðingur kristinna
imann og vestrænnar menningar,
heldur hefur ‘ hann gert sér allt
' far um að koma á aftur miðalda-
tímabilinu, þegar Múhameðstrú-
.arríkin sóttu lítið sem ekkert til
. Vesturlanda. Af þeim sökum hef-
ur hann alla tið verið ákaftur
, andstæðingur umbótahreyfingar
Kemal Atatyrks, — og sennilegt
tmá þykja, að honum lendi saman
við hinn umbótasinnaða keisara
' sinn, áður en langt um líður. ■—
Þegar sá dagur rennur upp, er
vafalaust, að blóði verði úthelt.
— Vlagnús Valdemarsson>
Framhald af bls. 9.
fyrir .samsæri gegn ríkinu“ sem
er algengasta ákæran. Réttar-
öryggið er þurrkað út og hinn
ákærði fær ekki einu sinni að
kalla á verjanda sér til aðstoðar.
Dómstólarnir eru auðvitað hin-
ir svonefndu „alþýðudómstólar“.
Fólk má ekki ferðast milli
borga nema það hafi áður fyllt
út fjölda af margvíslegum eyðu-
blöðum á næstu lögreglustöð og
ferðalög erlendis eru stranglega
bönnuð.
Þannig hafa átthagafjötrar mið
aldanna aftur verið innleiddir í
ríki sósíalismans.
100%!
í SÍÐUSTU kosningum, sem
fram fóru, áður en kommúnistar
tóku völdin, fengu þeir ekki
nema 20 þús. atkvæði í borginni,
sem telur eina og hálfa milljón
íbúa. Enn í dag hafa þeir mikinn
meirihluta fólksins á móti sér,
þrátt fyrir einræðisvald sitt og
refsingar.
Þingkosningar eru nú hreinn
skrípaleikur. — Kjósandinn fær
prentaðan seðil með nöfnum
frambjóðendanna, sem hann
brýtur síðan saman og stingur í
kassann. Enginn kross er gerður
og engin leynd hvílir yfir kosn-
ingunni.
Þannig fór kommúnistastjórnin
að því að öðlast öll greidd at-
kvæði við síðustu kosningar,
100% ,eða 10.574 þús. atkvæða
nákvæmlega talið!
Hitler sálugi gerði aldrei betur.
Börnum kennd rússneska
KENNSLUKONA sú, er ég átti
tal við, skýrði svo frá, að öllum
kennslu- og menntamálum lands-
ins hafi verið gjörbreytt við
valdatöku kommúnista og mótuð
eftir einræðisstefnu stjórnarinn-
ar.
Börnum er allt frá 10—12
ára aldri kennd rússneska í
skólum, auk síns eigins móð-
urmáls, en höfuðstofn allrar
kennslu er að öðru leyti marx-
isk og kommúnisk fræði.
Öll atriði í veröldinni eru háð
skýringum Marx, veröldin er
einn efnisheimur, sem lýtur sögu-
þróun Marx og með hjálp hans
leiða Rússar heimsmenninguna,
standa fremstir í listum og vís-
indum og hafa gert allar upp-
götvanir frá því snemma á mið-
öldum!
Kennslubækurnar eru af þess-
um sökum furðulegur samsetn-
ingur og þegar er farið að bera
á þeirri viðleitni kommúnista að
falsa sagnfræðilega viðburði, svo
sem gang heimsstyrjaldarinnar
sér í hag.
Eftir valdatöku kommúnista-
stjórnarinnar voru bókasöfnin
hreinsuð og allt gert til þess að
koma í veg fyrir, að menn gætu
myndað sér sjálfstæðar skoðanir
og andlegt frelsi fengi þrifizt.
Bliknuð minning
AÐ LOKUM segir Magnús Valde
marsson:
Ég hafði ekki gert mér grein
fyrir því áður en ég hélt til
Búkarest hvers virði það frelsi
og þau lífskjör eru, sem við bú-
um við á íslandi í dag.
Okkur finnst sjálfsagt, að sér-
hverjum manni leyfist að gagn-
rýna stjórn landsins, hafa sínar
sérskoðanir á mönnum og mál-
efnum og ferðast eftir vild,
Hér á landi hafa allir nóg að
bíta og brenna, lifa við frjálsa
og sanngjarna réttarvörzlu og
eiga ekki von á því að hverfa
þegjandi og hljóðalaust einhverja
nóttina.
Slík eru þau sérréttindi að lifa
í frjálsu landi og maður gerir
sér ekki grein fyrir því, hve dýr-
mæt þau eru, fyrr en að bakí
liggur dvöl í einræðisríki komm-
únismans handan járntjaldsins.
Fólkið í Búkarest sættir sig
við örlög sín.
Það verður að þola frelsis-
skerðingu einangraðrar þjóðar,
en það hefur ekki gleymt því,
hvað það er að lifa í frjálsu
landi.
Heimsókn okkar til Búka-
rest hefur skýrt þá minningu
þesS og minnt það á, að enn
lifa þjóðir við frjáls og far-
sæl kjör í veröldinni.
— Mennlamál
Framhald af bls. 10
sem væru í mesta lagi þrír á
landinu, má þar sem því verður
við komið, og þá væntanlega
helzt í kaupstöðum, starfrækja
tveggja ára miðskóladeildir, er
svari til 2 neðstu deilda mennta-
skólanna. Próf upp úr þeim
deildum sé landspróf, eins og nú
á sér stað. Að loknu prófi skulu
úrlausnir hvers nemanda sendar
þeim menntaskóla, þar sem hann
sækir um inngöngu, dæmdar þar
og úrskurðað um inntöku nem-
anda. Þessa athugun framkvæm-
ir skólinn vitanlega án sérstaks
endurgjalds, eins og hvert annað
inntökupróf. Gagnfræðanámið
skal fara fram í gagnfræðaskól-
um, sem gjarna mættu heita al-
mennir menntaskólar, og taka
við þeim unglingum (eða eldri),
sem lokið hafa námi í alþýðu-
skólum. Námstími þessara skóla
sé fimm ár. Þeir hafa það hlut-
verk, að veita góða, almenna
hagnýta menntun. Námsgreinar
séu yfirleitt þær sömu og í mála-
deild menntaskóla, að undanskil-
inni latínu og einu erlendu máli,
þar eð nemendum sé gefinn kost-
ur á að velja um þýzku og
frönsku. Ennfremur mætti slaká
eitthvað á kröfum í stærðfræði
og sögu en bókfærslu ætti að
kenna. I elztu deild sé kennd
uppeldisfræði. Hér skal annars
ekki farið út í námsefnið eða
nánari tilhögun, en fneð góðu
skipulagi ættu nemendur slíkra
skóla ekki að standa stúdentum
neitt verulega að baki í sumum
greinum, t. d. ensku, Norður-
landamáli og meðferð íslenzkrar
tungu. Þeir ættu því ekki að
verða síður eftirsóknarverðir öll-
um þorra nemenda en mennta-
Framhald af bls. 9
ir voru óánægðir, já, hund-
óánægðir.
Annars var það oftast nær svo,
þegar ég kom á einhvern stað og
ætlaði að fara að spyrja fólkið
spjörunum úr, að hópur manna
safnaðizt saman í kring og spurn-
ingunum rigndi á mann. — Svo
virðist nefnilega sem fólkið fái
litlar sem engar fregnir frá Vest-
urlöndum og má segja, að það
þyrsti bókstaflega í fréttir það-
an. —
Hins vegar voru þarna
rúmenskir „línu“-menn, sem
gagnrýndu þjóðskipulag Vest-
urlanda mjög og fordæmdu
það miskunnarlaust, án þess
að þeir gætu bent á nein sér-
stök rök máli sínu til sönnun-
ar. —
ÖMURLEG
FÁTÆKRAHVERFI
— En svo að við snúum okk-
ur að öðru. Á mikil uppbygging
og endurreisn sér stað í landinu
og hefur mikið verið byggt í
Búkarest?
— Já, endurreisn landsins hef-
ur verið allmikil. Einnig hefur
nokkuð verið byggt í Búkarest,
en þó stendur borgin aðallega á
gömlum merg, þótt nýjar og fagr
ar byggingar hafi verið reistar
þar eftir stríð. — Hins vegar eru
fegurstu hverfin aðallega um mið
bik borgarinnar, einkum við aðal
götuna, Strata Victoria. — Þegar
fjær dregur miðbænum, verða
húsin hrörlegri og fátækrahverf-
in eru ósköp ömurleg, það sem ég
sá af þeim.
ÓÁNÆGBIR OG ÓFRJÁLSIR
— Hvernig er með lögregluna.
Er hún fjölmenn og áberandi á
götum borgarinnar?
— Já. Lögreglan er ákaflega
fjölmenn og vopnuð. Hins vegar
virðist fólkið ekki óttast hana
svo mjög, eftir því sem ég komst
næst. — Þó talaði ég við marga,
sem voru samt mjög á varðbergi
gegn útlendingum og virtust hafa
ástæðu til þess. Einnig voru
margir ákaflega óánægðir með
hlutskipti sitt, eins og ég sagði
áðan, og kváðust ekki lifa sem
frjálsir menn. En það var ekki
oft, að menn væru svo berorðir.
skólar, ekki sízt þar sem eitt
námsár .myndi sparast.
Jafnhliða bóknáminu skal
halda uppi verklegri fræðslu.
Hún er til hvíldar og tilbreyting-
ar við bóknámið og uppbót fyrir
þá tilsögn, sem unglingum oft var
veitt í heimahúsum, en æskulýð-
urinn fer nú oft á mis við. Þótt
það sé ekki tilgangurinn, að
kenna nemendum hin ýmsu störf
til fullnustu eða gjöra þá iðn-
lærða, þá hefir verknámið hag-
nýtt gildi. Það heldur við áhuga
nemenda á vinnunni, sambandi
þeirra við atvinnugreinar þjóðar-
innar og skilningi á þeim og mun
alls þessa ekki lítil þörf.
Árni Árnason.
RÚSSNESKU HERMENNIRNIR
FLUTTIR BURT?
— Var mikið um rússneska
hermenn í borginni?
— Nei, þar voru engir her-
menn. — Á hinn bóginn sögðu
nokkrir borgarbúar mér frá þvi,
að þeir hefðu allir verið fluttir á
brott hálfum mánuði áður en við
komum til borgarinnar.
OFBOÐSLEG OG
OHUGNANLEG
LEIÐTOGADÝRKUN
— Hingað hafa borizt fréttir
um það, að leiðtogadýrkunin sé
ofboðsleg í ríki kommúnismans.
Varst þú var við það, Guðmund-
ur?
— Já, það er ekki ofsögum
sagt af því. Áróðurinn og leið-
togadýrkunin er sannast
sagna gífurleg. — Á öllum
götum eru stór skilti með á-
letrunum sem þessum: Við er-
um frelsarar ykkar, Lifi
kommúnisminn, Stalín lifi,
Malenkov lifi o. s. frv. Einnig
eru geysilegar myndir og
myndastyttur af kommúnista-
leiðtogunum, einkum Stalín.
Er þeim hvarvetna sungið !of
og dýrð. Verð ég að segja það,
að mér þótti þetta ákaflega
hvimleitt. T.d. heimsóttum við
einu sinni tvær íbúðir í verka-
mannabúðstöðum, þar sem
Stalínsmyndir voru uppi á
vegg í hverju einasta her-
bergi og gat ég þá ekki lengur
orða bundizt. Sagði eitthvað á
þá leið, að slíkt myndi ekki
vera vel séð heima á íslandi.
— Var mér þá svarað því einu
til af heimamönnum, að þeir
væru orðnir svo vanir þessum
myndum, að þeir væru hætt-
ir að taka eftir þeim.
PACE SI PRIETERNIE
Annars kom mér cinna und-
arlegast fyrir sjónir á öllu
ferðalaginu (og þá einkum í
A.-Þýzkalandi), að á mörgum
þeim stöðum, sem við fórum
um, komu til okkar börn,
þetta frá 6—13 ára að aldri,
réttu okkur höndina og sögðu:
Friede und Frcundschaft (ef
það var í Þýzkalandi) eða
Pace si prieternie (í Búka-
rest), sem útleggst: Friður og
vinátta. — Virtist þetta vera
nokkurs konar kveðja, sem
kemur útlendingi mjög undar
lega fyrir sjónir.
★ ★
Við vitum, að börnunum er
full aívara — og við skulum
vona, að þeir menn, sem hafa
kennt þeim þessar vinarkveðjur,
beri ekki sjálfir brigð í brjósti.
M.
Einar Ásmundðson
hassinróttarlögmaðvlir
Tjamargata lð. Simi 5407.
Allskonat lögfræðistörl.
Sala fasteigna og skipa.
Viðtalstlmi út af fastoignanöla
aðalloga kl. ÍO - 12 f.h.
M A R K tJ S Eftir Ed Dodd
MOTHER,.WHAtTi HAVhN'T
DID YOU DO J 5EEN TMEM,
‘ VVITH THOSE \ FRANKIE...
^HELLS I LEFT \WHAT KIHD
ON THE MANTLE 1 WER?E
LAST NIGHT? THEY? J
NO, WABANANG, I HAVEN’T
GIVEN UP...BUT FINDING,
THAT CONFESSIOtl SEEMS
' HGPELE5S...ABSOLUTBLY
wy HOPELESS f .
As TORTUROU5 HOURS TURN INTO DAYS,
M1BAIN AND BIG HEART LONG WITHOUT
FOOD, FIGHT DESPEPATELY TO KEEP ALIVE/
X KNOW IT...YOUVE DONE
EVERYTHING HUMANLV POS-
SIBLE TO FIND IT MARK/
1) — Bragi og Franklín halda;
áfram ferðinní klukkustundum
og dögum saman og eru orðnir
mjög þjakaðir vegna matar-
skorts. Þeir eru ákveðnir í að,
gefa sig ekki fyrr en í fulla hnef-
ana.
2) — Á meðan: — Nei, Val-
borg, ég hefi ekki enn gefizt upp.
En þrátt fyrir það virðist vera
vonlaust að finna játningarskjal-
ið. Gersamlega vonlaust. — Já,
þú hefir gert allt, sem í þínu
valdi stendur til að finna það.
3) — Mamma, hvað gerðirðut
við skothylkin, sem ég skyldi
eftir á arinhillunni í gærkvöldi?
— Ég hefi ekki séð þau. —«
Hvernig voru þau?