Morgunblaðið - 28.08.1953, Blaðsíða 7
Föstudagur 28. ágúst 1953
MORGUNBLAÐIÐ
7
LamEvörínu'm sl|órnað
með rafmagnshnöppum
Eirifiasp? Breía auka ðryggi gegn loftárásum
DUNCAN SANDS, tengdason-
ur Churchills, og birgðamála-
ráðherra, skýrði í fyrradag
frá hinum nýju eldflaugum,
sem Bretar hafa nú framleitt
og talið er að auðveldi mjög
loftvarnir. Eldflaugar þessar
eru fjarstýrðar og geta kom-
izt með 3300 km hraða á klst.
— En það þýðir að engin
sprengjuflugvél með áhöfn
manna getur komízt undan
þeim.
SVAR VID
VETNISSPUENGJUNNI
Duncan Sands skýrði frá því
að framleiðsla eldfiauganna væri
nú hafin eftir margra ára vís-
indalegar og tæknilegar tilraun-
ir. Verða þær til að styrkja veru-
lega loftvarnir Bretlands. Má
segja að þaer séu svar Breta við
tilkynningu Malenkovs um að
Rússar hafi framleitt vetnis-
sprengju.
Eyðileggingarkraftur einnar
vetnissprengju er svo gííurlegur,
að eina svarið við þeim er að
efla loftvarnir svo stórlega að
sprengjuflugvélar komist ekki
inn yfir hið fyrirhugaða mark.
Flugsérfræðingar telja að þessi
nýju loftvarnarvopn Breta nálg-
ist það að geta ráðið niðurlög-
um sérhverrar óvinasprengju-
flugu, sem nálgast ströndina.
STJÓRNAÐ MEÐ
RAFMAGNSHNÖPPUM
Ætlunin mun vera að koma
þessum nýju eldflaugum fyrir
við varðstöðvar allt umhverfis
Bretlandseyjar, og ef til vill
einnig á meginlandinu og víðar
á varnarsvæði Atlantshafsbanda-
Jagsins. Til dæmis um fullkom-
leika tækninnar hefur verið bent
á, að loftvörnum Bretlands verði
svo að segja stjórnað með raf-
magnshnöppum, þar þurfi hvergi
til að koma áræði né áhætta
fiugmanna.
YFIRSTJÓRN LOFTORUSTU
VIÐ RADARBORD
Ef óvinaflugvélar nálgast
Bretíandsströnd, verðcr þeirra
vart á radarborði íoftvarnar-
miðstöðvarinnar. Getur kona
þá þrýst á rafhnapp, sem
hleypir eldflaugum af stað.
Hægt verður að fylgjast ineð
för eldflauganna á radarborð-
íru og stjórna þeim áleiðis að
óvinaflugunum. Hraðinn er
3300 km á klst. og er það
miklu meiri hraði en manns-
líkaminn þolir svo að eld-
flaugarnar geta eit uppi sér-
hverja sprengjuflugvél, sem
þekkist í heiminum.
Þegar eldflaugarnar nálgast
óvinaflugvélarnar, þarf ekki
lengur að stjórna för þeirra úr
stjórnþyi’ginu, því að í framenda
eldflaugarinnar, er tilfinninga-
næmt radarkerfi, sem sjálfkrafa
stýrir henni beint í markið. —
Skiptir engu máli þótt óvinaflug-
vélarnar fari í gæsastigum, því
að eldflugarnar taka sjálfkrafa
sveigjur á eftir þeim, eins og
dregnar af segulmagni.
MEIRA ÖRYGGI GEGN
LOFTÁRÁSUM
Brezk blöð hafa rætt fram-
leiðslu þessara flugskeyta með
hiftni mestu hrifningu. — Að
sjálfsögðu benda þau á að
þetta efli öryggi borgaranna
gegn atómsprengjucgnunum
Rússa. Ganga sum þeirrá svo
langt að segja, að héðan í frá
gerist cngin þörf fyrir orustu-
flugvélar, sem menn sitji í og
stjórni. Ilægt sé að verjast öll-
um árásum, bara með því að
styðja á nokkra rafmagns-
hnappa.
ÞÝZK UPPFINNING
Við þetta er þó það að athuga,
að slíkar eldflaugar til loftvarna
eru ekki nýlunda. Á síðustu mán-
uðum heimsstyrjaldarinnar tóku
Þjóðverjar slíkar loftvarnaeld-
flaugar í notkun, sem meðal
annars höfðu þá eiginleika að
stýra sér sjálfar að skotmarkinu.
Ollu þær miklum þúsifjum í
sprengjuflugvélasveitum Banda-
manna, en gátu þó engum straum
hvörfum valdið í styrjöldinni
vegna þess, hve framleiðslukerfi
Þjóðverja var þá þegar orðið
lamað. Bretar hafa nú tekið loft-
varnafleyga Þjóðverja sér til fyr
irmyndar, fullkomnað þá eftir
föngum og víst er að almenn
notkun þeirra veitir almennum
borgurum nokkra öryggistilfinn-
ingu gegn árásarhyggju Rússa.
Komnir vel á veg
SKARDU í Karakorum, 25. ág. —
Bandarískir fjallgöngumenn sem
ætla að reyna að klífa Godwin
Austin tindinn, sem er næst hæsta
fjall heimsins, eru nú komnir
upp í 7800 metra hæð.
IViennirnir, sem teflt hafa
Hinar nýju eldflaugar Breta. Efri myndin sýnir, þegar þeim er
skotið frá orustuflugvél, sú neðri þegar þeim er hleypt á loft frá
skotbrautum á jörðu.
FJÓRIR menn móta um þessar |
mundir stjórnmálabaráttu Pers-
íu; eru það þeir Mossadek, Zahe-
di, keisarinn (Reza Palevi) og
Kashaní. Ilihn fyrst og síðast
nefndi eru báðir mjög við aldur
og fulltrúar hinnar ofstækisfullu
þjóðernisvakningar í Persíu. —
Hinir eru á bezta skeiði, og eru
mótaðir af tæknimenningu og
hinni öru framþróun þessarar
aldar. — Auk þessara fjögurra
örlagavalda í Persíu nú leynisí
sá fimmti: Hinn hálfólöglegi
Tudeh-flokkur, eða kommúnista- ]
flokkur Persíu. Veltur framtíð
hinnar nýju sfjórnar að mestu j
á því, að henni takist að bæta svo
lífskjör manna í landinu á J
skömmum tíma, að kommúnist- •
arnir missi ítök sín í hinum j
menningarsnauða og fátæka lýð,
sem flokkurinn hefir getað beitt
fyrir sig á undan förnum árum
og æst til óspekkta og hryðju 1
verka.
Mossadek
um
Hvað gerir ofstækismaðurinn og
bragðarefurimi Kashaní?
grátt silfur, enda ber MossadeSr
í brjósti rótgróið hatur til keis-
araættarinnar síðan fyrrverandi
keisari lét varpæhonum í fang-
elsi. Þó hefur Paleví lengstum
reynt að koma í veg fyrir alvar-
lega árekstra milli þeirra, en ætl-
aði samt að láta til skarar skríða.
í fyrra; hugðist hann þá setja
Mossadek af, en tilraunin mis-
tókst og var hann síðan fangi
forsætisráðherrans — eða þangað
til eftir byltinguna.
★ HIN FAGRA KEISARA-
DROTTNING
Keisarinn er tvíkvæntur. Fyrri
kona hans er systir Farúks, ívrr-
um Egyptalandskonungs, en við
hana skildi hann fyrir nokkrum
árum. Síðari kona er í föðurætt
af suður-persneskum höfðingja-
ættum, en móðir hennar var
þýzkrar ættar. Heitir hún Sora-
baja og hefur unnið hylli alls
heimsins fyrir yndisleik og feg-
urð.
Mossadek
MOSSAÐEK hefir aldrei verið
álitinn annað en stundarfyrir-
brigði í stjórnmálasögu Persa,
þar sem hann er orðinn gamall
maður og slitinn (hann er 'kom-
inn langt yfir sjötugt, þótt hann
segist Vera miklu yngri). Hann
hefur að mestu stjórnað landinu
úr rúmi sínu á undan förnum ár-
um og hefur komið áhugaamálum
sínum áleiðis með gráti og snögg
um yfirliðisköstum.
* AF VEULRÍKRI ÆTT
Mossadek er komínn af vell-
ríkri ætt, svo að honum reyndist
harla auðvelt að ryðja sér braut
til frægðar og frama. Hann dvald-
ist lengi í París, þar sem hann
lagði stund á lögvísindi. Eftir
heimkomuna var hann fljótlega
kosinn á þing og skömmu síðar
varð hann utanríkisráðherra. —
Hann virðist vera einn þeirra
manna, sem verða því ofstækis-
fyllri, því eldri sem þeir verða.
★ GEGN BRETUM
Eftir styrjöldina hóf hann bar-
áttu sína gegn Bretum og reyndi
að bola þeim burt frá olíulindum
Persíu og réðst harkalega á Ensk-
íranska olíufélagið, bæði í ræðu,
og riti. — Árið 1951 náði hann 1
takmarki sínu. Hann náði völdum
í Persíu og gat komið áformum
sínum í framkvæmd. — Hann rak
Breta úr landinu og þar með
hafði draumur hans rætzt, um-
bótavilji hans náði ekki lengra..
Hefur stjórn hans t. d. engum
bótum ráðið á innanlandsástand-
inu og Mossadek hefur ætíð bar-
izt harkalega gegn því, að jörð-
um yrði skipt milli fátækra leigu
liða. Ástæðan er einfaldlega sú,
að hann er sjálfur einn auðugasti
jarðeigandi landsins.
Keisarinn
REZA PALEVI, keisari Persa,
er sonur fyrrverandi keisara í
Reza Paeví, keisari.
Persíu, Reza Kan, sem eftir fyrri
heimsstyrjöldina náði æðstu
völdum í landinu. Var hann af
almúgafólki kominn, gerðist her-
maður og siðar iíeisari. Hann var
harðduglegur maður, hugrakkur
og ráðrikur og beitti sér fyrir
umbótum í landi sínu. Var hann
virtur vel af þegnum sínum, enda
reyndi hann að bæta kjör almúg-
ans, m. a. með því, að skipta
jörðum ríkra manna milli fá-
tækra leiguliða.
|
★ FRIÐSAMUR UMBÓTA- - |
MAÐUR
Núverandi keisari hefur þótt
heldur ólíkur föður sínum; hann
er einlægur, heldur veikgeðja og
vill halda friði við allt og alla.
Kom það bezt fram, þegar hann
flýði til Rómar fyrir skömmu til
að koma í veg fyrir borgarastyrj-
öld í landinu sínu og blóðsúthell-
ingar. — Hann var í nánum
tegnslum við mullahna, sem eru
geistlegir höfðingjar Múhameðs-
trúarmanna þar í landi, en varð
fyrir reiði þeirra, þegar hann
tók upp þráðinn, þar sem faðir
hans skildi við hann, og hélt áfram
að skipta jörðum milli leiguliða.
Hins vegar eru þeir geistlegu
miklir jarðeigendur og mótfallnir
öllum jaraðskiptum.
★ MIKUIR ANDSTÆÐINGAR
Reza Palevi tók við völdum af
föður sínum árið 1941; þá knúðu
Bretar og Rússar Reza Kan til
að segja af sér og var hann flutt-
ur til Mauritius í Indlandshafi.
— Keisarinn hefir lítið látið að
sér kveða síðan hann tók við
af föður sínum; í styrjöldinni
réðu Bretar og Rússar lögum og
lofum í Persíu, en eftir hana hafa
völdin verið í höndum ýmissa
stjórnmálamanna, ekki sízt Mossa 1
deks. Hafa þeir löngum eldað
Zahedí
ZAHEDI, hershöfðingi, hefur
lengstum verið hinn mesti ævin-
týramaður og snillingur í þvi,
að leika á anöstæðinga sína. —t
síðasta stríði virtist hann ætla
að beita sér fyrir því, að Þjóð-
verjar fengju herstöðvar í Pers-
íu, en Englendingar skárust lí
leikinn, sendu einn slyngasta
liðsliðsforingja sinn, MacLean, tll
Persíu og létu hann taka Zahedi
höndum. Framkvæmdi hann það
á þann ævintýralega hátt, að
hann ók heim til hershöfðingjai^s
að næturlagi, stakk skammbyssú
í kviðinn á honum og neyd<|i
hann til að koma með sér tl>.
Palestínu. Þar var hann svo,
þangað til honum var leyft að
snúa heim aftur að styrjöldinni
lokinni.
Soraya, keisarádrotnning
★ SKJÓT UMSKIFTI
Svo virðist, sem hann hafi ekki
gehgið i berhögg við Mossadek
fyrstu árin eftir stríð; meira að
segja lét Mossadek það viðgang-
ast, að hann sæti í fyrsta ráðu-
neyti sínu sem innanríkisráð-
herra. En ekki leið á löngu, þar
til fullur fjandskapur varð með
þeim. Reyndi Mossadek síðan oft
að setja hann undir lás og sláu
en Zahedi sat aldrei lengi inni,
enda átti hann- vini meðal áhrifa-
1 mikilla manna í Iandinu. í febrÚT
ar s.l. gerði Massadek t. d. ítrek-
aða tilraun tjl að láta dæma hann
í fangelsi, en hann flúði og leit-
aði hælis í þinghúsinu, þar sem
hann dvaldizt, unz hættan var
liðin hjá. — Og nú fyrir skömmu,
I 1 ‘ramh. á bls. 12