Morgunblaðið - 28.08.1953, Blaðsíða 16
Veðurúiiif í dag:
NV-kaldi. Léttir til í dag.
Búkgreslíararnir
komnir heim. Sjá bls. 9.
193. tbl. — Föstudagur 28. ágúst 1953.
Búið að bjarga milli 250—300
tonnum af járni úr Dynskógafjöru
Jámið á 5-10 metra dýpi og sjórinn
gengur yfir það strax og brima tekur
UNDANFARIÐ hefur verið unnið að björgun hrájárnsins á Dyn-
skógafjöru, sem málaferlin miklu urðu út af. — Aðstaða til björg-
unarinnar er mjög erfið, en hefur þó gengið vel að undanförnu.
Það eru bræðurnir að Kirkjubæjarklaustri, sem stjórna verkinu.
JARÐYTA OG SKURÐGRAFA*
Við björgun járnsins vinna '
10—12 menn. — Er oft unnið
fram á nótt, en sett hafa verið
upp Ijós. Jarðýta og skurðgrafa
cru við uppgröftinn á járninu,
en það er nú komið á 5—10
metra dýpi í fjörusandinn.
A0EINS í GÓÐU VEBRI
Nú er unnið við aðra járn-
hrúguna, þó báðar séu fyrir ofan
sjávarmál, í góðu veðri. En strax
og brima tekur verða verka
mennirnir að hætta, því þá fer
járnið undir sjó. — Fyrir þrem
dögum gerði nokkurt brim á fjör-
unni og fyllti þá samstundis
gryfjuna sem grafin hafði verið
niðúr á járnið. Næsta dag var
brimlaust og varð þá að byrja á
að ýta sandinum aftur ofan af
járninu.
250—300 TONN
í símtali við Morgunblaðið,
skýrði Siggeir Lárusson svo frá,
eð þrátt fyrir ýmsa örðugleika að
undanförnu, myndi nú vera búið
að bjarga milli 250—300 tonnum
af járni. Er það flutt jafnóðum
til Víkur í Mýrdal á vörubílum
og tekur sú ferð nær IV2 klst.
Reynt verður að sjálfsögðu að
bjarga nú í sumar og haust öllu
því járni sem hægt er, en strax
og haustveðrin koma, eFhætt við
að hætta verði.
ifalskur háskóla-
sfyrkur
ÍTALSKA ríkisstjórnin hefur á-
kveðið að veita íslendingi styrk
til háskólanáms á Ítalíu næsta
vetur. Hefur menntamálaráðu-
neytið lagt til að Knútur Jóns-
son, stud. mag., hljóti styrkinn
til náms í ítölsku.
Sæiigtirkona f lutt
í þyiílvæiigju
SÆNGURKONA var í gærdag
sótt vestur í Bitrufjörð í stórri
þyrilvængju frá varnarliðinu á
Keflavíkurflugvelli.
Hér var um að ræða húsfreyj-
una að Einfætingsstöðum. Með
henni í þyrílvængjunni voru yfir-
setukona, og bóndi hennar. Að-
eins liðu um 4 klst. frá því að
þyrilvængjan lagði af stað fra
Keflavíkurflugvelli unz komið
var með konuna í fæðingardeild
Landsspítalans.
Sjúkraflugvél Björns Pálsson-
ar var í ólagi og leitaði Björn
Norðurlandameistarinn í skák, Friðrik Ölafsson, kom í gær með jónsson flugumferðarstjóri á
Gullfossi frá Kaupmannahöfn. — Fyrsti maðurinn til að fagna1 Reykjavíkurflugvelli þá til flug-
honum við landganginn var Baldur Möller fyrrverandí Norður- J iiðsins á Keflavíkurflugvelli, sem
landameistari, sem þakkaði Friðrik fyrir að hafa nú á ný fært j brá skjótt og vel við. Fóru þeii’
íslandi sigurinn. Stúlka færði Friðrik fagran blómvönd, kveðju ! með Björn Jónsson og Björn Pála
frá Reykvíkingum, en blómvöndurinn var frá skrifstofu borgar-1 son, en þyrilvængjan settist á
stjóra. Annan blómvönd fékk Friðrik frá skákfélaga sínum. — Hér hlaðið við Einfætingsstaði eftir
á myndinni eru foreldrar hans með honum, Ólafur Friðriksson og 1 um það bil 2 klst. Hún var aðeina
frú Sigríður Símonardóttir. — Er myndin tekin fyrir utan toll-
gæzlustöðina á hafnarbakkanum. — Ljósm.: Ragnar Vignir).
ruman
víkur.
klukkutíma til Reykja-
Haustsýningar lista-
manna a§ hefjast
NÚ LÍÐUR að þeim tíma að
haustsýningar listamanna fari að
hefjast. Fyrsta sýningin verður í
Listvinasalnum og hefst hún n.k.
laugardag. Er það Svavar Guðna-
son, sem sýnir þar, en langt er
nú orðið síðan hann hefur haldið
sýningu á verkum sínum hér. —1
Allar myndir Svavars eru nýjar.
Fyrsta sýningin í Listamanna-
skálanum hefst þriðjudaginn 1.'
sept. Sýnir Jón E. Guðmundsson
þar um 50 málverk, aðallega!
vatnslitamyndir, sem allar eru
nýjar. Jón hefur ekki sýnt hér.
siðan 1945, en alls hefur hann AKUREYRI, 26. ágúst. — í ágúst-
sýnt þrisvar sinnum áður. Und- mánuði var Jón Sigurgeirsson
anfarin tvö ár hefur hann dvalizt frá Helluvaði í Mývatnssveit á
Tveir 53 tonna báfar smíðaðir
HAFNARFIRÐI, 27. ág. — Innan skamms hefst smiði tveggja fiski-
báta í skipasmíðastöðinni Dröfn. Verða þeir hvor um sig 53 tonn
að stærð, en eigendur þeirra verða þeir Ingólfur Flygenring og
Guðmundur Jónsson, Rafnkelsstöðum í Gerðum. Efnið í bátana er
! væntanlegt upp úr r.æstu mánaðamótum.
Öskjuvafn hefur
cm
við listnám í Danmörku.
Flugvélar F.Í. fluttn
uær 7300 farþega í júlí
Hafa aíls farið 80 Grænlandsferðir frá upphafi
FLUGVÉLAR Flugfélags íslands fluttu fleiri farþega í júlímán-
uði s. 1. en fluttir voru fyrstu sex árin, sem félagið starfaði. Hafa
farþegaflutningar með flugvélum þess aldrei fyrr orðið svo mikl-
ir í einum mánuði, en farþegatalan í júlí komst upp í 7298,
er um 14% aukning sé miðað við sama mánuð í fyrra.
sem
Farþegar á innanlandsflugleið-
um voru 6226 talsins en 1072 voru
fluttir milli landa. Hefur tals-
verð aukning átt sér stað, bæði í
innanlands- og millilandaflugi.
Farþegaflutningar á millilanda-
flugleiðum hafa t.d. aukizt um
nálega 18%.
íð GRÆNLANDSFERÐIR
Farnar voru sjö ferðir til Græn
Jands í júlí og fluttir um 140 far-
}>egar. Flugvélar Flugfélags ís-
Jands lentu á fimm stöðum á
Grænlandi í mánuðinum, ýmist á
sjó eða landi, og var m. a. farið
síðast í júlí allt norður fyrir 80.
br. gr. og lent á Faxavatni á aust
urströnd Grænlands. Var sú ferð
farin á vegum Dr. Lauge Koch.
Flugvélar F. í. hafa nú alls far
ið um 80 ferðir til Grænlands frá
því þær hófu að fljúga þangað í
júlí 1950, og fluttar hafa verið
um 1200 farþegar undanfarin tvö
ár.
Islenzkar flugáhafnir hafa nú
fengið mikla reynslu í flugi á
norðlægu slóðum eftir hinar tíðu
Grænlandsferðir F. í. Njóta ís-
lenzkir flugmenn óskerts trausts
þeirra erlendra aðila, sem leigt
hafa flugvélar F.í. til Grænlands-
flutninga, og má vænta þess, að
hér sé aðeins um upphaf víð-
tækra flutninga að ræða.
I
Húnaflóa
SIGLUFIRÐI, 27. ágúst — Undan
farnar nætur hafa bátar frá
Drangsnesi látið reka með net
í svonefndum Drangál í Húna-
flóa og fengu þeir í fyrrinótt
40—50 tunnur í 30 net.
í nótt var veiðin frá 20—30
tunnur.
Flugvélin sá þrjár síldartorf-
ur norð-austur af Grímsey í
morgun og var ein sæmileg. Þar
voru engin skip.
í hafinu austur frá var engin
veiði síðastliðna nótt. —Guðjón.
ferð í Öskju, ásamt fleirum. — I
Steypti hann þá járnbút í klett I
við vatnið hjá suðvestur horni j
þess í svonefndu Mývetninga- ■
hrauni. Stillti hann svo til að
merki var í eins meters hæð frá
vatnsborði.
í sumar frétti hann af fjórum
Englendingum, sem voru á ferð
í Öskju. Léf hann þeim eftir
uppdrátt af vatninu og umhverfi
þess er sýndi hvar merkið var að
finna. Bað hann þá að mæla hæð
merkisins frá vatnsborðinu. —
Fundu þeir merkið og mældist |
þeim það vera 1.66 cm frá vatns- !
borðinu. — Gerðu þeir mælingu
þessa seint í júlímánuði eða lítið
eitt fyrr á árinu, heldur en þegar
Jón setti merkið í 1 m hæð 1951. '
Athugun þessi er allmerk og I
sýnir hún að Öskjuvatn hefur !
lækkað um 66 cm á tveimur ár- j
um. — Vignir.
Sigurjón Einarsson, skipasmið-
ur, tjáði blaðinu ,að alls hefði
verið smíðuð 6 þilskip í skipa-
smíðastöðinni. Hefði fyrsta skip-
ið, Svanur, verið smíðað þar
1942, en hið síðasta 1947. Mótor-
skipið Edda er stærsta skipið,
sem smíðað hefir verið hjá Dröfn.
Er hún mæld 184 tonn og var þá
stærsta skip, er smíðað hafði ver-
ið hérlendis. — G.
Fornleifafræðingar í Tékkó-Sló-
vakíu hafa fundið beinagrind
af nashyrningi frá síðari ísöld.
Beinagrindin er talin vera frá
því um 10.000 árum fyrir Krist.
Fannst hún á bökkum Poltava
fljóts í nánd við Zupanovice og
er talin mjög merkur vísindaleg-
ur fundur.
Skíðaskáli og raflýsf-
ar skíðabrekkur í
1
Skarðsheiðinni
SKÍÐAFÉLAG AKRANESS er
nú þriggja ára og eru í því 50
karlar og konur. í vor byrjuðu
þeir á byggingu skíðaskála uppi
í Skarðsheiði. Stendur skálinn i
520 m hæð, í svonefndum Vatna-
dal.
Vatnadalur er sunnan í móti
í heiðinni, upp af Efra-Skarði. f
dalnum er fagurt umhverfi,
stendur skálinn í brekku upp af
vatninu. Félagsmenn hafa unnið
að smíði skálans í sjálfboðavinnu.
Hefur skálaefnið verið flutt á
bílum upp í 400 m hæð og borið
síðan á herðum sér, snarbrattar
skriður upp í Vatnadal.
Skíðaskálinn er nú fokheldur
og verkinu á að ljúka fyrir haust
ið. Er hann rúmlega 40 ferm og
fjórir metrar undir þakskegg. —•*’
Eru þar anddyri, snyrtiherbergi,
eldhús og svefnskáli og er hann
hitaður upp með olíukyntri mið-
stöð. Skálinn verður raflýstur
frá eigin rafstöð og verða skíða-
brekkurnar upplýstar á kvöldin
og skautasvellið sömuleiðis.
Formaður félagsins er Jóhann
Pétursson, húsasmíðameistari.
— Oddur.
Góður heyfengur í
iorgarfirði eystra
Hafnarfjarðarhálar
öfluðu vsl í gær
HAFNARFIRÐI — Reknetja-
veiði bátanna var ágæt í gær. —
Þá kom Örn Arnarson með 200
tunnur, Hafnfirðingur með um
90 tunnur, Hafbjörg 75, Fiska-
klettur 100, Illugi 50, Guðbjörg
77. Aðrir bátar fengu eitthvað
minna. — I þessari upptalningu
getur þó skeikað um nokkrar
tunnur, sem bátarnir hafa fengið
meira eða minna en sagt er. —
BORGARFIRÐI eystra, 20. ágúst.
— Heyskapur hefur gengið vel
hér það sem af er. Grasspretta er
allsstaðar með betra móti og víða
með allra bezta móti og einstaka
bændur segjast ekki muna eftir
jafn góðum engjum og nú. Tún
hafa nú víða náð sér að mestu
eftir kalið undanfarin harðinda-
ár. Háarspretta er yfirleitt góð
og eru ýmsir þegar búnir að slá
nokkuð af henni. Þurrkar hafa
verið nægir til þess að hey hefur
ekki hrakizt svo teljandi sé.
Verði nýting heyjanna að síðustu
sæmileg mun heyfengur manna
yfirleitt mjög góður miðað við
Flestir Hafnarfjarðarbátar eru það, sem venjulegt er hér.
nú komnir að norðan og hafa j
byrjað reknetjaveiðar. Nokkrir
eru þó enn ókomnir, t.d. Edda,
Fagriklettur, Einar Ólafsson og
Ársæll Sigurðsson.
Togarinn Surprise fór á Græn-
SÆMILEG FISKVEIÐI
í ÁGÚST
Fiskilaust var hér allan júlí-
mánuð þó gæftir væru þá góðar.
En í ágúst hefur yfirleitt fiskast
landsveiðar í gær, en Röðull fer , sæmilega þegar gefið hefur og
á karfaveiðar á morgun. — G. stundum vel og hefur fiskurinn
verið grunnt, stundum alveg inni
í firðinum.
BRYGGJAN LENGD
Unnið hefur verið við fram-
lengingu bryggjunnar hér nú að
undanförnu, einu steinsteypukeri
sökkt framan við hana. Lengist
hún við það nálægt 12 m. Þegar
því verki er lokið er einungis
eftir að gera vinkilhaus á hana
að framan. En ekki verður átt
við það á þessu ári.
VEGAGERÐ
Jarðýta búnaðarfél. hér hefur
nú um langan tíma unnið að
vegagerð á Borgarfjarðarvegi og
um tíma var þar önnur ýta. Er
nú búið að ýta upp veginum alla
leið upp í Vatnsskarð. Héraðs-
megin og nokkuð ofan Njarðvík-
urmegin. Borgarfjarðar-ýtan
heldur enn áfram vegagerðinni.
Hefur hún hætt á fjailinu, en á
að ýta upp vegi inn Njarðvíkina.