Morgunblaðið - 28.08.1953, Page 14

Morgunblaðið - 28.08.1953, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 28. ágúst 1953 SUÐIiRRÍKJAFÓLKie SKÁLDSAGA EFTIR EDNU LEE l Framh'aldssagan 18 Skráfið í silkipilsunum fjar- lægðist aftur þegar hún gekk inn í hina stofuna. Ég heyrði að þau töluðu saman, en ég heyrði ekki orðaskil. Svo sagði hún svolítið fiærra: „Farið niður og biðjið um morgunverð. Ég skal fara inn og vekja hana.“ „Haldið þér ekki að það sé slæmt fyrir hana að vakna hjá ókunnugum?“ spurði hann. Hún hló og ýtti honum út um dyrnar. „Nei, ég skal sjá um það. | í>ér megið ekki gleyma því, að . ég á dóttur, sem er eldri en hún“. j Hún snerti öxl mína og sagði ( glaðlega. „Jessica. Það er kom- inn tími til að fara á fætur“. Og þegar ég settist upp og reyndi að vera undrandi á svipinn sagði hún: „Ég heiti Camilla Cerrebee, ég þekki vel herra Poteat. Flestir kalla mig ungfrú Camillu. Herra Poteat fór að biðja um morgun- mat og ég er að láta renna í bað- kerið fyrir þig“. Þar sem ég hafði varla borðað nokkuð daginn áður, var ég orð- in sársvöng. Ég borðaði á meðan ungfrú Camilla og herra Poteat töluðu saman. Svo kom Andrew inn og þá setti ungfrú Camilla strax upp. hattinn. „Ég bíð niðri í kvenna- salnum". Hún fór út og herra Poteat snéri sér að mér. „Komdu 1 og seztu hérna, Jessica. Ég þarf , að tala við þig. Ég hlýddi og gekk að stólnum , sem hann benti mér á. „Seztu | Kka, Andrew", sagði herra Poteat og beið þangað til hann , hafði fengið sér sæti. „Við verðum að fara mörg ár | aftur í tíman, Jessica“, sagði hann, „allt til þess tíma, þegar Mathias Purefoy, maðurinn sem dó í gærkvöldi, átti búgarð í námunda við Flowery Brance. Einn af leiguliðum hans hét Agnus Kildare. Þegar ég heyrði nafnið, kreppti ég hendurnar í keltu mér til að hann sæi ekki að titringur fór um mig alla. Hann hélt áfram. „Þegar Angus Kildare og konan hans dóu í taugaveikinn stóð barnið þeirra eftir snautt og munaðarlaust". Ég leit upp. „Barnið þeirra?“ Það var eins og hann heyrði að orð hans höfðu vakið há mér vonir, því rödd hans var full með aumkunar þegar hann sagði: „Nei, Jessica, ekki þeirra barn, heldur barn sem þau höfðu tek- ið að sér“. Ég horfði þegjandi á hann. „Enda þótt Mathias Purefoy væri harðgerður maður og álit- inn kaldlyndur, þá skipaði hann lögfræðingum sínum, en það vor um við Whidby, að sjá þessu barni farborða á hans kostnað“. Hann þagnaði og ég beið eftir því að hann héldi áfram. „Þú varst þetta barn og Mathi- as Purefoy var velgerðarmaður þinn öll þessi ár. Og hanrt er það ennþá. Því í erfðaskrá sinni mæl- ir hann svo fyrir að séð verði fyr- ir þér, þangað til þú ert full- vaxta. Það er skylda okkar að koma þér fyrir á góðu heimili og þú munt fá þá menntun sem er þér nauðsynleg til þess að verða sjálfstæð“. Enda þótt rödd hans væri vin gjarnleg og full umhyggju fannst mér orð hans opna hyldýpisgjá fyrir fótum mér. Allir draumarn- ir sem mig hafði dreymt frá æsku hurfu niður í þessa gjá, minn- •ingin um föðurinn með skæru ; augun og hlátur móðurinnar sem hafði bergmálað í eyrum mér og trú mín á því að einhverjum teífði ‘einu sinní þótt4 vænt' um' mig. Ég reyndi að berjast við kuldánn sem mér fannst umlykja mig á alla vegu. Herra Poteat hélt áfram ræðu sinni. Herra Whidby og hann höfðu komizt að þeirri niðurstöðu að skólinn hjá frú Plummer væri ekki slíkur staður sem herra Purefoy hefði helzt kosið handa mér, svo nú átti ég að vera til heimilis hjá ungfrú Camillu . . eða frú Carrebee. Frú Carrebee var ekki aðeins hefðarkona, en hún átti líka son og dóttur, svo hún kunni vel að umgangast ungt fólk. Whidby og Poteat voru sann færðir um að ég mundi vera ánægð hjá henni. „Og átt þú nú nokkrar óskir sem þig langar til að fá uppfylltar?“ „Óskir?“ át ég eftir honum. „Það er bezt að ég segi þér það strax, að herra Purefoy hefur gef ið þér hús þar sem þú átt að geta haft heimili þitt“, sagði Andrew. „Mitt eigið heimili?“ „Hickory Hill er það kallað. Það er í námunda við De Kalb County. Það er ekki skrauthýsi eins og nýju húsin sem verið er að byggja núna, en það er gamalt og traust og gott hús“. Herra Poteat greip fram í fyrir honum. „Við skulum tala nánar um það seinna, Ar.drew", sagði hann. „En núna verðum v.ið að reyna að gleðja stúlkuna hérna. Mér sýnist hún svo ósköp hnugg- in. Finnst þér það ekki, Andrew?“ En Andrew hló ekki. I stað þess horfði hann spyrjandi á mig. „Mér þætti gaman að vita, hvað mundi gleðja hana“. „Já, segðu okkur það Jessica. Hvað langar þig til að við gerum fyrir þig?“ Ég sagði þeim, hvað mundi gleðja mig meira en nokkuð ann- að og það væri að finna Mitty. Herra Poteat snerti öxl mína. „Hélztu að ég mundi gleyma því, Jessisa?" spurði hann. „Þú mátt treysta því að ég gleymi því ekki ....“. „Nú erum við nærri komin heim“, sagði ungfrú Camilla. Kópavogur í hálfrökkrinu inni í vagnin- um hafði ég varla gefið því gaum hvert við fórum. Nú beygðu hest arnir inn í garð, þar sem uxu stór tré á báða bóga. Vagninn nam staðar fyrir framan stórt íbúðarhús, sem var að vísu ekki mikið frábrugðið öðrum húsum í Atlanta, sem byggð voru á þessum tíma. A því voru mörg útskot og turnar og það var skreytt útflúri úr járni og steypu. En þó var eitthvað sérlega aðlaðandi við það. Ungfrú Camilla leiddi mig upp tröþpurnar að dyrunum. „Guði sé lof fyrir að við þurfum ekki að sjá um neina gesti í dag, Jessica“, sagði hún. „Enginn er heima nema Ad og þjónustufólk- ið. Ad er ógift systir herra Carre- ' bee. Hún er mállaus og hefur ver ið það síðan hún varð mikið veik, þegar hún var barn“. Við gengum inn og hún fór að gefa svertingjastúlkunni sem tók á móti okkur fyrirskipanir. Nokkru síðar sátum við á legu- bekknum fyrir framan arininn. „Það er ekkert nýstárlegt við það að hér sé komin ung stúlka í húsið, Jessica“, sagði ungfrú Camilla. „Cissa, dóttir mín, er, fjarverandi á skóla og Wes er ■ næstum því aldrei heima. Hann er núna í Savannah, fór þangað til að vera viðstaddur einhverja veizlu og ég vona bara .......“. Hún þagnaði skyndilega og leit á mig. „Ég haga mér eins og kjáni, skrafa hér um daginn og veginn, en þú ert auðvitað að velta því fyrir þér hvaða fólk við erum og það er heldur ekki nema eðlilegt. Jæja, við skulum sjá. Ég varð ekkja fyrir átján ár- um, þegar Cissa var aðeins tveggja mánaða gömul. Ég stóð ein eftir með tvö börn og Cerre- bee ullarverksmiðjurnar á mín- um herðum. Verksmiðjan varð mér erfiðari í skauti en börnin,' það veit heilög hamingja, og er það reyndar ennþá“. Hún þagn- aði og leit til dyranna. „Komdu inn Ad“. , Litla konan sem tvísté í dyr- unum kom nú til okkar. Hún hélt mmssBSim % Halastjarnan og Jörðin / „Það er ofurlítil drægja, sem þú verður að rogast með — skurn, menn og gufuhvolf." | „Halastjarna,“ sagði Jörðin alvarleg. „Ég fer umhverfis sólina, eins og stjörnurnar, sem ég var að segja frá áðan, og þó er ég langminnst af þeim öllum. Ég er miðdepill himin- geimsins — það er engum blöðum um það að fletta.“ „Já, þetta líkar mér,“ sagði Halastjarnan. „Seztu niður og haltu áfram að skrafa.“ „Setji ég mig niður?“ át Jörðin eftir. og varð stygg við. „Ef ég gerði það, væru dagar mínir taldir. Það er allt komið undir því að ganga mín um sólina sé rétt. Ég get fullvissað þig um, að ég er ekki að gorta — ég er aðdáunarverðust af öllum stjörnunum — bara vegna mannanna. Það jafnast ekkert á við þá. — Halló! Hvað er þetta? Mér sýnist þú vera að fara?“ „Ég er líka að fara,“ sagði Halastjarnan. „Guð sé oss næstur,“ mælti Jörðin hrygg í huga. „Geturðu ekki dvalizt hér nokkur ár? Það fer ljómandi vel á með okkur. Þú getur ekki ímyndað þér, hve það er leiðinlegt að rölta alltaf sömu leiðina og hafa ekki aðra að spjalla við en Tunglið.“ „Hvað er nú það?“ spurði Halastjarnan. „O, það er litla gæxnið, sem þú sérð þarna,“ svaraði Jörð- in. „Það fer alltaf hringinn í kringum mig. Þetta er einmana vesalingur, sem ég gerði gustukaverk á. af því enginn rétti því hjálparhönd. Nú er það fyrir löngu steinkalt og reiðir vitið sannarlega ekki í þverpokum.“ Hér erum við vön að láta tungl fylgja okkur eftir. Júpíter hefir t. d. átta. En mér finnst nú sá sægur bera vott um mikilmennsku.“ „Vertu sæþ“ sagði Halastjarnan. „Bíddu svolítið við,“ gegndi Jörðin. Illaðburður I ■ ■ ■ ■ Morgunblaðið vantar unglinga eða fullorðið fólk Z m til að bera blaði-3 til kaupenda þess á Kópavogs- j hálsi. — Upplýsingar á afgreiðsiunni. Sími 1600. • ■ ■ ■ ■ Haust uy vetrarkápur komnar Fjölbreytt úrval MARKAÐURINN Laugaveg 100 Nýtt dilkakjöt, lifur, hjörtu, nýru, svið, mör ■ ■ ■ Kaupið í matinn í : Kjötbúðinni Boig \ Laugaveg 78 : NU ER síðasta tækiiærið til að heimsækja gistihúsið að Laugarvatni. — Við lokum 1. september og viljum um leið þakka öllum okkar mörgu viðskiptavinum fyrir komuna. Cjiitiiuíói^ '-Cauaarva lui GJALDKERI Óskum eftir stúlku, sem getur annast gjaldkerastörf. Þarf að hafa alhliða skrifstofumenntun. Garðar Gíslason h.f. Hverfisgötu 4. EFNAGERÐARSTÖRF j m m Stúlka, vön efnagerðarstörfum, getur fengið atvinnu : ■ nú þegar. Umsóknir, ásamt mynd og meðmælum ef til : eru, og upplýsingum um fyrri vinnustað, sendist Mbl. • fyrlr n. k. þriðjudagskvöld, auðkemnt: „Efnagerðar- ; störf — 807“. E — Bezt að auglýsa í Moigunblaðinu —

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.