Morgunblaðið - 28.08.1953, Page 8

Morgunblaðið - 28.08.1953, Page 8
8 MORGUníBLAÐIÐ Föstudagur 28. ágúst 1953 mMdbib Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. í ] UR DAGLEGA LIFINU f M lokinni leiksýningu TVEIR sjaldgæfir og fróðlegir atburðir hafa nýlega átt sér stað. Tvisvar hefur tjaldið mikla, sem skilur að vestrænan heim og austrænan lyfzt og innfyrir hafa fengið tækifæri til að skyggnast flokkar íslendinga. Þess er getið hér í blaðinu, í dag hvað hafi fyrir augu borið íslenzkra sjómanna í rússnesk- um höfnum og hvernig þeim hafi komið fyrir sjónir dýrðarland kommúnismans. Þá er og frá- sögn þeirra íslendinga, sem leið sína lögðu suður og austur á hið fræga Búkarestmót kommúmsta. Það er ekki oft, sem slík tæk'- færi hafa gefizt á undanförnuin árum. Að vísu hefur nokkrum gæðingum kommúnistaflokksms og fáum öðrum verið boðin Rúss- landsferð og er slíkt ekki sér- lega frásagnarvert. Önnur ferða- lög þangað hafa hinsvegar verið stranglega bönnuð, sælunki sósíalismans hefur tvílæst dyr- um sínum fyrir öllum venjuleg- um mönnum og talið bezt henia að loka alla vantrúaða úti. Það er því mikill viðburður og fróðlegur, þegar stórir hópar ís- lendinga fá tækifæri til þess að skyggnast um austan við tjald og kynna sér lífskjör fólks og daglegt brauð þess þar af eigin sjón og raun. Sökum hinna nýhöfnu Rúss- landsviðskipta hafa áhafnir ís- ienzkra skipa fengið tækifæri ti1. að skyggnast um í rússneskum höfnum. Frásagnir þeirra eru all- ar á einn veg. í dýrðarlandi kommúnism- ans erfiðar alþýðan fyrir margfalt lægri launum en nokkurn tímann hafa verið greidd á ísiandi, kaupmáttur- inn er lítill sem enginn, horg- irnar eru niðurníddar, híbýl- in ömurieg og skítug og and- rúmsloft drunga og stöðnun- ar hvílir vfir borgarlífinu. Strax og íslenzkt skip leggur að rússneskrí bryggju þeysast flokkar vopnaðra varðmanna um borð í hina íslenzku farkosti, leitað er í hverjum krók og kima með brugðnar byssur, ljósmynda- vélar og sjónaukar innsiglaðir og skip og skipshöfn sett undir strangt eftirlit, rétt eins og þar væri um ótínda afbrotamenn að ræða. Slíku framferði eru íslenzkir sjómenn ekki vanir og þekkja ekki í öðrum höfnum, er þeir sigla til. En lögregluríkið lætur ekki að sér hæða og aðferðir þess og stjórnhættir verða að ganga yfir jafnt réttláta sem rangláta — Magrar og veikburða konur vinna að uppskipun hinna ís- lenzku afurða tötrum klædd- ar, meðan vopnaðir, bústnir lögregluverðir alþýðuríkisins gæta þeirra með vopn sín á lofti. En hverju ber ekki að fórna fyrir framgang kommúnismans í vgröldinni? ' ★ Fyrir fáum dögum snéri stór HÖpur íslendinga aftur frá Búka- r'est. 1 Þar hafði verið sett á svið ein stórfelldasta blekkingartilraun síðari ára, sem minnir óþægi- lega á ginnibrögð Potekims, er hann leiddi Katrínu Rússlands- drottningu um ríki hennar forð- um. í Búkarest skyldi það afsann- að í eitt skipti fyrir öll, að ör- birgð og einræðisstjórn ríkti austan járntjaldsins. Langur og strangur undirbún- ingur hófst undir hátíðahöldin og gleðileikina, sem sýna skildu kátínu og lífsgleði hinna aust- rænu þjóða. Matarbirgðum var hrúgað upp, blómum var veifað frá annarri hverri járnbrautarstöð austan tjalds og smábörnum kennt að dansa á brautarpöllum og hrópa í sífellu: Friður, vinátta, friður. Frekara þyrfti ekki vitn- anna við. Sú þjóð sem ætti slík smábörn, er bæðu kynnu að dansa og veifa blómum hlaut að vera farsæl í landi sínu og hamingjusöm í hjarta sínu! Og í Búkarest upphófst hin ofsafengnasta gleðisamkoma, stór brotin og hrífandi að sögn sjón- arvotta. Það mátti með sanni segja, að í ágústmánuði 1953 dönsuðu Búkarestbúar fyrir allar milljón - irnar í Austur-Evrópu og litlu börnin veifuðu svo miklu af blóm um, að þess gerist ekki þörf næstu árin. — En það var annað, sem gleymdist og kafnaði í öllum gleðilátunum á breiðgötum Búkarestborgar. Þúsundirnar, sem eiga um sárt að binda sökum ofríkis og ógnar hinna kommúnisku stjórna sátu hjá í dansinum, milljónirnar sem misst hafa heimili sín, ættingja og aleigu veifuðu engum blómum. Allur sá ótölulegi fjöldi fólks, sem ekki fær talað, trúað eða Rugsað svo sem það þráir fyrir kommúnisku ofríki og kúgun átti sér enga fulltrúa í Búkarest Þjóðir Austur-Evrópu voru frið sælar bændaþjóðir, höfðu barizt fyrir frelsi sínu í tveimur heims- styrjöldum, en voru sviknar inn- an frá og féllu í hendur komm- úniskum valdaræningjum. Það var þeirra harrrileikur, og grá- lynd örlög. Slíkar þjóðir eiga sér ekki önnur bros né gleði en þá, sem stjórnvöldin knýja fram með skiþunum og lögregluliði. Rússnesku konurnar tötrum klæddar áttu þess lítinn kost að hverfa frá hafnarvinnu sinni og halda suður á bóg- inn til gleðileika. Þær voru beztir fulltrúar þjóðar sinnar, ekki rússneska sveitin sem til Rúmeniu hélt. Það er aðeins eitt athugunar- vert við slíkar hátíðar, sem hinn íslenzki flokkur hefur nýlega snúið heim frá. Það er um þær, sem allar aðrar leiksýningar, að í lokin fellur tjaldið: áhorfend- urnir halda ánægðir heim á leið og þykir harla gott. En þeir vita ekki hvað síðan gerizt, hvað tekur við þegar mat- urinn allur er uppetinn og blóm- in fölnuð og fallin. Þá bíður hversdagslífið eft- ir, miskunnarlaus lögreglu- rtjórn og einræði hinnar einu stefnu, sem einskis svífst. 3*á er dansinn á enda. „MIG langar til þess að hjálpa draumóramönnum, sem heyja harða lífsbaráttu. — Draumóramönnum, sem búa yfir skáldagáfum, en eru óþekktir eða misskildir af fjöldanum, ungum og fram- sæknum vísindamönnum, sem standa á þrepskildi mikilla uppgötvana, á sviði lyfjafræði, efnafræði eða læknisfræði, en vantar fjármagn til þess að fullgera þær“. ★ ★ ÞANNIG komst sænski milljóna- mæringurinn Alfred Bernard Nobel, er uppgötvaði sprengi- efnið, að orði við vin sinn nokkr- um mánuðum áður en hann lézt í París 1896. Og þessi orð efndi hann, því er hann lézt lét hann eftir sig sjóð — 31 milljón sænskra króna — með þeim um- mælum að árlegum vöxtum skyldi skipt milli þeirra, sem ynnu mannkyninu mest og bezt gagn á hverjum tíma. ★ ★ NOBELSVERÐLAUNIN eru fimm — í læknisfræði, lyfja- fræði, efnafræði, ' bókmennta- verðlaun og friðarverðlaun. Þeg- ar verðlaununum var fyrst út- hlutað, 1901, hlaut hver verð- launamannanna 151 þús. sænsk- ar krónur — en sú upphæð sam- svaraði 30 ára launum háskóla- prófessors. Það nægði í þá daga til þess að verðlaunamennirnir „gátu algerlega helgað sig verk- efnum sínum“ eins og ætlun Nobels var. VóíelueX aun-ut Nú hefur sjóðurinn nær tvö- faldazt og s.l. ár voru verðlaunin 175 þús. s.kr. til hvers verðlauna- mannanna. Hækkun verðlaun- anna stafar af því að fé sjóðsins hefur verið varðveitt í arðbærum fyrirtækjum og því hefur sjóður- inn vaxið, þó oft hafi skattar og verðbólgur ógnað tilveru hans. En minnkandi kaupmáttur pen- inganna gerir það að verkum að verðlaunin nú, þó hærri séu að krónutali en í upphafi, samsvara aðeins 8 ára launum háskóla- prófessors. ★ ★ VERÐLAUNAVEITINGIN sjálf hefur á öllum tímum verið gagn- rýnd af mörgum. Óánægju gætti á s.l. ári vegna þess að nefndin, sem úthluta á friðarverðlaunun- um, taldi engan einstakling eða stofnun öðrum fremur eiga verð- launin skilið. Bókmenntafélag á Spáni sendi harðorð mótmæli, þar sem því var mótmælt að Spánverjar væru sniðgengnir ár eftir ár við úthlutun bókmennta- verðlaunanna, og taldi félagið að „pólitískar skoðanir" réðu miklu við úthlutunina. Bandaríkjamenn kvörtuðu yfir því að of margir lítils verðir rithöfundar hefðu verið verðlaunaðir á kostnað „stórmenna“ á sviði bókmennta. ★ ★ EN VENJULEGA raskar verð- launaafhendingin ekki ró manna uu andi áhrijar: Um þjóðgarðinn á Þingvöllum. BRANDUR skrifar:. „Hvenær fyllist hugur okkar frekar hrifningu og helgi held- ur en á sólskinsdegi á Þingvöll- um. Vatnið, hraunið og fjalla- hringúrinn, Almannagjá með Lög berg á eystri barminum og Öxar- árfoss á þeim efri — allt þetta býr yfir óendanlegri fegurð og tign og felur í sér fjársjóði ís- lenzkrar sögu. Skyldi nokkur þjóð í heiminum eiga sér fegurri þjóðgarð heldur en við íslending- ar á Þingvöllum? ■ ím ,u:, Og við erum stoltir af að eiga slíkan stað, okkur þykir gaman að leiða þangað erlenda gesti, sem að garði ber og skýra þeim frá, að hér hafi forfeður okkar stofnað fyrsta þjóðþing veraldar- innar á grundvelli lýðræðis og mannhelgi og við þreytumst ekki á að tjá ást okkar og lotningu ♦yrir þessum „helgireit íslenzku þjóðarinnar" í skáldlegum og á- ferðarfallegum ættjarðarræðum. — Þetta er allt gott og blessað. í orði meira en verki? EN — gerum við okkur nægi- lega ljósa grein fyrir skyld- um þeim sem við höfum að rækja gagnvart Þingvöllum — þjóð- garði íslendinga? Er umhirða og aðhlynning staðarins sem skyldi? Eða getur það talizt okkur sæm- andi, að þök og þiljur gistihúss- ins í Valhöll skuli vera illa mál- uð, skellótt og óhrjáleg eins og á illa hirtum fiskhjalli? Kirkjan sömuleiðis — með kirkjuloftið fullt af skrani? Ég gat þess áðan, að leiðir flestra erlendra gesta á Islandi liggja um Þingvelli. En við ber- um ekki hirðineu þjóðgarðsins okkar fyrir brjóstinu fyrst og fremst til að hann gangi í augun á útlendingum heldur af virðingu fyrir sjálfum okkur, af því að við viljum sýna, að ást okkar og lotn- ing fyrir þessum stað er ekki fólgin í fallegum orðum og fjálg- legum ræðum einum saman. — Brandur“. Um uppruna alkohóls. FYRIR 100 árum síðan var skrifað um bindindisfélög í tímaritinu Fjölni. Segir þar m. a.: „Því fer svo fjarri, að áfengir drykkir finnist nokkurs staðar tilbúnir, að andi sá, sem, gerir vínið áfengt verður ekki skilinn frá öðrum efnistegundum í ávöxtunum fyrr en gróðrarlif þeirra er dautt og liðu nokkrar þúsundir ára áður en menn fóru að gjöra það. Að því er menn vita gjörst voru Serkir hinir fyrstu, er þetta gjörðu á níundu eða tí- undu öld e. Kr.b. Var þeim í fyrstu ókunnugt um eðli þessa anda og vissu ekki heldur, hvað þeir áttu að kalla hann. Serkjakonur núðu því á andlit sér. ÞO voru þeir ekki lengi í vandræðum með nafnið og, kölluðu hann alkóhól og heldur hann því nafni á flestar tungur | allt á þenna dag. Orð þetta rperk- ir reyndar smátt duft, er konur Serkja höfðu til að núa á andlit sér, til að auka með fegurð sína, | en ekki leið á löngu, áður en stöku menn fengu það álit á anda þessum, að honum fylgdi sú nátt- úra, að menn yrðu bæði fjörugri og unglegri, ef menn bergðu á honum. Þá létu menn hann heita í höfuðið á dufti þessu.“ Meðan seppi rekur krumma frá matmim, kemur annar og stelur hon- um. almennt — nema þá kannski þeirra er verðlaunin hljóta, því svo skyndilega fengnir gullsjóðir kunna að boða nýja og fullkomna rannsóknarstofu eða löng ferða- lög, sem bjóða upp á kynni við framandi þjóðir — og efni í nýj- ar bækur. ★ ★ . EN EF NOBEL lifði í dag myndi honum vafalaust finn- ast að verðlaunin færu ekki ávallt til þeirra, sem hann kysi. Margir þeirra, sem verð- launin hafa hlotið eru hátekju menn. Það er ekki hið fátæka og þurfandi skáld, sem hlýtur verðlaunin — sem yrðu tákn uppörfunar og öryggis. Það er ekki hinn eljusami ungi vís- indamaður, sem er að því kominn að gera mikla upp- götvun, en vantar fjármagn til lokarannsókna sinna, sem peningana fær. Það er ekki heldur (og á ekki að vera eins og ástandið er nú í heiminum) sá sem „vinnur mest og bezt að því að koma á friðarráð- stefnum" sem friðarverðlaun- in hlýtur — en það var ætlun Nobels samkvæmt erfðaskrá hans, sem er svo reikul og mótsagnakennd að misskiln- ingur varð óumflýjanlegur, þegar framkvæma átti vilja hins velviljaða milljónamær- ings. ★ ★ ÞAÐ er enginn öfundsverður af því að eiga að ákvarða hver verðlaun Nobels skuli hljóta. — Framvinda heimsmálanna hefur ekki orðið sú, sem Nobel huggði. Verðmæti — ekki aðeins fjár- hagsleg — hafa brugðizt. — Og ógerningur mun vera að stjórna sjóðnum eins og Nobel ætlaðist til. Breytingar á sjóðnum eru stöðugt bollalagðar og hrundið í framkvæmd smám ’saman, svo framarlega sem slíkt þýðir ekki róttækar breytingar á verðlauna- úthlutuninni. (Observer). 35® farþegar í mið- nætursólarflim O í sniiiar UNDAN FARIÐ sumar hefur Flugfélag íslands haldið uppi svo nefndu miðnætursólarflugi í sam vinnu við Ferðaskrifstofu Ríkis- ins og Ferðaskrifstofuna Orlof h.f. — Flogið hefur verið venju- lega norður fyrir Horn og yfir heimsskautsbaug, þaðan suður yfir hálendið og til Reykjavíkur aftur. Um 1000 manns — einkum er- lendir ferðamenn — hafa tekið þátt í þessu flugi síðan það hófst fyrir alvöru 1949. — í sumar hafa verið farnar 15 ferðir og fluttir um 350 farþegar. — Vin- sældir þessa miðnætursólarflugs fara sífellt vaxandi og hafa er- lendar ferðaskrifstofur, bæði í Svíþjóð og Bretlandi, gert fyrir- spurnir um kostnað og fyrir- komulag slíks flugs. Vilja Indverja á Kóreuráðstefnuna WASHINGTON, 26. ágúst — Foster Duller, utanríkisráðherra, sagði í dag að Bandaríkjamenn væru ekki andvígir því að Ind- land yrði þátttakandi í síðari hluta Kóreuráðstefnunnar. Sagði hann hins vegar að Bandaríkja- menn teldu að það myndi ekki flýta afgreiðslu mála ef Indverj- ar yrðu þátttakendur í fyrri hluta ráðstefnunnar. Það væri -ósk Bandaríkja- manna að ráðstefnan gæti geng- ið fljótt og vel fyrir sig, og þess vegna hefðu þeir tekið þessa af- stöðu. —Reuter.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.