Morgunblaðið - 30.08.1953, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.08.1953, Blaðsíða 1
16 síðor og Lesbók San!¥izka Bjarna frá HcSleigi segir fil sín í GÆR birtist hin furðulegasta grein eftir Bjarna Benediktsson, einn af fararstjórum ungkommúnista á æskulýðsmótið í Búkarest, þar sem hann segir heim- ildamenn Mbl. ljúga um ástand og kjör almennings 4. Rúmeníu. — En þegar á greinina líður, fer samvizk- an að segja til sín, og Bjarni segir orðrétt: Hvorki mér né neinum öðrum kemur til hugar að eftir einungis ÁTTA ÁRA ALÞÝÐUSTJÓRN standi allir hlutir í fullum blóma í Rúmeníu. Laun ófaglærðra verka- manna eru þar lág enn sem komið er lægri en full- vinnandi manna í sumum löndum Vestur-Evrópu. Þar er enn allmikið af íbúðarhúsum sem ekki taka fram hröggunum okkar og Pólunum í Reykjavík. Ýmsar vörur sem eru yndis- og þægindaauki í ÞRÓAÐRI löndum eru ekki á boðstólum í rúmenskum verzlun- um. Skal þetta allt skýrt nánar á næsíunni.... Þar með staðfestir Bjarni sjálfur frásagnir heim- ildamanna Mbl. um ástandið í ,sæluríkinu“ — og er sann&rlega ekki undarlegt, þótt honum finnist full nauðsyn á nánari skýringum! Ný orðsending Vestur- veidaima út af Pýzka- Mynd þessi sýnir, þegar lífvörður Persakeisara fagnar honum, er hann stígur á land eftir heimkomuna úr útlegðinni. hafa séff mafvælaheggfa Fólk læiisr cf^klisráffsfafanir kcmmúnislasfjérnar- innar encp áhrif hafa á ferðir sínar fil V.-Berlínar BERLÍN, 29. ágúst. — í gær sóttu yfir 50 þús. Austur-Þjóðverjar matvælaböggla til Vestur-Berlínar þrátt fyrir tilraunir kommún- istastjórnarinnar til að koma í veg fyrir úthlutunina. — Hefur nú verið úthlutað matvælabögglum til um 200 þús. Austur-Þjóð- verja síðan önnur lota matvælaúthlutunarinnar hófst í byrjun þessarar viku. 3 MILLJ. FENGU BOGGLA <* 1 fyrri lotu matvælaúthlutun- arinnar í Vestur-Berlín sóttu' hvorki meira né minna en 3 millj. Austur-Þjóðverja matarböggla þrátt fyrir ýmiss konar ofbeldis- l'áðstafanir kommúnistastjórnar- innar til að koma í veg fyrir út- hlutunina. Ferðabanni aflétt LUNDÚNUM, 29. ágúst — Brezka stjórnin hefur ákveðið að létta af banninu, sem verið hefur á ferðalögum ungverskra sendi- sveitarmanna í Bretlandi. Er á- stæðan sú, að Ungverjar hafa gert hið sama fyrir skömmu. Breytingarnar verða gerðar frá og með 1. september og geta þá ungverskir sendisveitarmenn ferðast 60 km út fyrir Lundúna- borg, en áður var takmarkið 30 km. —Reuter-NTB. Vartaimlaus! MELBOURN, 29. ágúst. — Það þótti tíðindum sæta, þegar ferðamaður nokkur liér í borg var ákærður fyrir að hafa stolið tannkremi á gistihúsi því, sem hann bjó í. — Var málið sett fyrir dómstólana, þar sem dómarinn spurði sak- borninginn, hvað hann hefði gert við tannkremið. — „Eg i notaði það auðvitað til að bursta í mér tennurnar“, svar- aði náunginn borginmannlega. En hann var ekki alveg eins hnakkakertur, þegar dómar- inn skipaði honum að opna munninn og í ljós kom, að hann var tannlaus. — Hann var dæmdur í mánaðarfang- elsi! , Kommúnislamir voru með 60 þús. möfk og 5 þús. pund HANOVER, 29. ágúst — Vestur- þýzka landamæralögreglan tók 250 kommúnista höndum í dag, er þeir reyndu að laumast inn í Vestur-Þýzkaland með nætur- lestinni frá Austur-Berlín. Kommúnistarnir voru með hvorki meira né minna en 60 þús. þýzk mörk og 5 þús. ensk pund, sem þeir ætluðu að nota til njósnastarfsemi sinnar og undirróðurs í Vestur-Þýzka- landi. — Einnig höfðu þeir með- ferðis fjölda kommúnískra áróð- ursrita, sem öll voru gerð upp- tæk. — NTB. Sjan-Kai-Shek PUSAN, 29. ágúst — Kínverska þjóðernissinnastjórnin á Formósu hefur sent 14 þús. kínverskum hermönnum, sem nú eru í haldi í Kóreu og ekki vilja hverfa heim aftur, 7 tonn af ýmiss konar gjafabögglum. Bandsmálum á leiðinni Stinga líklega upp á f jórveldafundi í Sviss Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. LUNDÚNUM, 29. ágúst. — Sennilegt þykir, að svar Vesturveld- anna vjð síðustu orðsendingu Sovétstjórnarinnar út af Þýzka- landsmálum verði á þá leið, að utamúkisráðherrar stórveldanna komi saman til fundar í Svisslandi um miðjan okíóber og ræði væntanlega friðarsamninga við Þjóðverja. '!i s 1 k!s!. SARAGOSSA, 29. ágúst. — Mað- ur nokkur að nafni Valeranio .Timenez, hefur verið krýndur öl- kóngur í Saragossa á Spáni, eft- ir að hann hafði drukkið 7% lít- er af öli á einni klukkustund. — Einnig fékk hann 1000 krónur í verðlaun fyrir „afrekið". Kvikmyndahát'ð í FYRSTA skipti í fjögur ár munu Rússar taka þátt í kvik- myndahátíðinni í Feneyjum. — Rússar hafa krafizt þess, að fána þeirra verði ætlaður staður á miðri hátíðarbyggingunni. Brermdust íil bana 11 MANNS brenndust fyrir nokkru til dauða í Bombay er sprenging varð á neðstu hæð í plastikverksmiðju einni í borg- inni. Brunaliðsmenn fengu bjarg að um 40 manns, sem bjuggu á efri hæðunum. AÞENU, 29. ágúst — Bærinn Argostólion á einni af Jón- ísku eyjunum, Kcphallenia, hefur enn einu sinni orðið fyrir barðinu á hryllilegum landskjálíta, bærinn galt hið mesta aíhroð í landskjálít- unum á dögunum. Landskjálítarnir hófust á þessum slóðum aftur seint í gærkvöldi. Voru þeir svo liarðir, að segja má, að bær- inn hafi verið jafnaður við jöi;ðu. — í kjölfar land- skjálftanna sigldi svo gífur- legt ofviðri, og var stormur svo mikill, að skip- urðu að létta akkerum og fara út úr höíninni. —Reuter-NTB. HALÐA FAST VIÐ FRJÁLSAR KOSNINGAR Enn fremur þykir fullvíst, að í orðsendingu Vesturveldanna verði eklti hvikað frá þeirri kröfu, að frjálsar kosningar verði háð- ar í öllu landinu sem fyrst, enda er það álit þeirra, að á engan annan hátt fáist viðhlýtandi lausn á vandamálum Þýzkalands. Rússar fíafa öriög Þýikalands í hönd- um sér NEW YORK, 29. ágúst — Wiley, öldungadeildarþingmaður, lýsti því yfir í dag, er hann átti við- tal við fréttaritara dpa í New York, að Sovétríkin gæti látið sameina Þýzkaland þegar á morgun, ef hún kærði sig nokk- uð um það, eins og hann komst að orði. — Á hinn bóginn kvaðst öldungadeildarþingm. vera fylli- lega sammála Adenauer um fram tíð Þýzkalands og sagði, að hann væri sá maður, er bezt skildi ástandið í landi sínu og vissi því, hvað því væri fyrir beztu. —dpa. HALDEN, 29. ágúst — í morgun voru tveir belgiskir sjómenn handteknir hér í borg, þegar þeir ætluðu að sleppa með 10 þúsund norskar krónur úr landi. Hefur mál þeirra verið afhent, lögregl - únni, sem vinnur nú að rann- sókn þess. —NTB. 40. árgangur 195. tbl. — Sunnudagur 30. ágúst 1953. Prentsmiðja Morgunblaðsins Lífvöröisrinn fagnar keisara sinum Eftir 8 ára «,.al|)ýðiis!lónr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.