Morgunblaðið - 30.08.1953, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.08.1953, Blaðsíða 5
Eftir ÁRNA SNÆVARR og BALDUR MÖLLER Sunnudagur 30. ágúst 1953 MORGUNBLAÐIÐ HÉR birtist skák sú, er Friðrik Ólafsson tefldi á Norðurlanda- meistaramótinu í Esbjerg, við danska meistarann Chr. Pouisen. Myndin sýnir þrjá fulltrúa stórveldanna hlýða á umræður í stjórnmálanefndinni um fyrirkomula? Kóreuráðstefnunnar. Talið frá vinstri: Henry Cabot Lodge, fulltrúi Bandaríkjanna, Gladwyn Jebb fulltrúi Breta og Andrei Vishinsky fulltrúi Rússa.. Indmjar lí ekki sæti á lóren rúðstefnnmii INDVERJAR hafa nú loks lýst því yfir að þeir séu ófáanlegir til að taka sæti á væntanlegri Kóreuráðstefnu. En deilan um aðiUl þeirra að ráðstefnunni stóð 10 daga í stjórnmálanefnd Alls- herjarþingsins. Voru deilur þess- ar óvenjulegar að því leyti að Bretar og Bandaríkjamenn voru á öndverðum meið. Vishinsky fulltrúi Rússa gerði hins vegar sitt til að auka ágreining þessara tveggja forustuþjóða lýðræðis- ríkjanna. Indverjar drógu sig ekki til baka, fyrr en eftir at- kvæðagreiðsiu í stjórnmálanefnd inni, sem gerði þeim ijóst að þeir myndu ekki hljóta nægilegt at- kvæðamagn til setu á Kóreuráð- stefnunni. Hefði mátt komast hjá miklum deilum og ósamlyndi, ef Indverjar hefðu fyrr dregið sig til baka. RÁÐSTEFNA INNAN 3. MÁNAÐA Þegar vopnahléssamningar voru undirritaðir í Panmunjom var ákveðið þar að eftir þrjá mánuði skyldi halda ráðstefnu, þar sem rætt yrði um framtíð Kóreu, friðarsamningar yrðu undirritaðir og reynt yrði að sameina Kóreu í eitt ríki. Um fyrirkomulag ráðstefnunnar skyldi allsherjarþing S. Þ. nán- ar ákveða. Allmargar tillögur komu fram á Allsherjarþinginu, er það kom saman um miðjan ágúst og var þeim í fyrstu skotið til nefndar. MEGINATRIÐI TILAGNANNA VORU SEM HÉR SEGIR: Rússar lögðu fram tillögu um að Kóreuráðstefnan yrði alþjóð- leg ráðstefna þar sem þátttak- endur frá 15 þjóðum lcæmu sam- an og röbbuðu saman um heims- Vandamálin. M. a. stungu þeir upp á að margar hlutlausar þjóð- ir ættu hlut að ráðstefnunni, svo sem Indland, Pólland, Burma og Svíþjóð. Svíþjóð hafnaði þegar að sitja ráðstefnuna á þeim for- sendum að hún ætti fulltrúa í fangaskiptanefndinni og ekki samræmdist því þótttaka á Kór- euráðstefnunni. — Aðstaða Ind- lands að þessu leyti var hin sama, að Indverjar eiga og full- trúa í fangaskiptanefndinni. TVEIR STYRJALDARAÐILAR Tillögur Vesturveldanna voru aftur á móti þess efnis, að þar sem hér væri um venjulega frið- arsamninga að ræða, þá væri engin ástæða til að hlutlaus ríki, sem Kóreustyrjöldin er óvið- komandi tækju þátt í henni. Það yæri aðeinS sjálfsblekking að ætla sér að leyna því að and- stæðir aðiljar ættu þarna hlut að máli. Annars vegar væru komm- únistar Norður-Kóreu og þeir sem þá hefðu stutt með ráðum og dáðum, hins vegar væru Sameinuðu þjóðirnar og Suður- Kórea. Eflir 10 daga þjarh í sfjómmálanefnd S. Þ. Skák þessi vakti allra skáka mesta athygli, en hún er flókin mjög og spcnnandi, en mesta at- hygli dró hún að sér vegna þess hve Friðrik tefldi hana djarf- lega. Dönsku blöðin sögðu um hana, að Friðrik hefði fellt mót- stöðumann sinn með hans eigin vopnum. Ilvítt: Friðrik Ólafsson Svart: Chr. Poulsen 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 e6 4. Dc2 Rf6 5. g3 Bd6 6. Bg2 Rbd7 7. 0—0 0—0 8. Rbd2 — Riddari c3 var betri leikur, því nú getur svartur opnað taflið sér í vil. 8. Hfe8 9. b3 e5 10. cxd cxd 11. dxe Rxe5 12. Rd2 RcG! leggur í tvísýnt æfintýri, og tekslr að leika á andstæðing sinn. 13. Hfel 14. e4! 15. Dbl Bg4 Hc8 Þvingað, en liður í áætlun hvíts- • 15. ------- 16. exd Bb4 Dxd5 Ef 16...... Rxd5, þá 17. Hxtt' DxH, 18. Rg5 og hótar bæði Dxh7 - og Bxd5. 17. Bxf6 18. Re4 gxf6 Kg7 Liggur beint við, en betra vax- Be7, til að koma í veg fyrir eftir- farandi fórn. 19. Rxf6! ------ Þetta hefur sennilega komiS Poulsen á óvart, því hann teflir framhaldið fremur veikt. , ! Yung Tai Pyun utanríkisráðherra Kóreu, sem sagði að Indverjar ættu bezt heima við hlið komm- únista. SAMKOMULAG UM AÐILD Fullt samkomulag var með Vesturveldunum og Suður-Kóreu | að Rússar fengju að taka þátt í' ráðstefnunni. Þeir hefðu að vísu ekki opinberlega verið aðiljar að styrjöldinni í Kóreu, en ljóst væri' að hefði stuðnings þeirra ekki! notið við, hefðu Norður-Kóreu- kommúnistar aldrei getað hafið árásina í Kóreu né haldið styrj- öldinni uppi. MÓTFALLNIR ÞÁTTTÖKU INDVERJA En um það hverjir skyldu sitja ráðstefnuna fyrir hönd Samein- uðu þjóðanna var ósamkomulag. Bandaríkin litu svo á, að aðeins þær þjóðir kæmu til greina, sem hefðu sýnt það þegnlyndi og áhuga, að senda herlið til Kóreu til að stöðva árás kommúnista og halda þannig uppi virðingu Sameinuðu þjóð- anna. Sérstaklega voru Banda- ríkjamenn því mótfallnir að Ind- land fengi sæti á ráðstefnunni sem fulltrúi Sameinuðu þjóð- anna. Töldu þeir að með þeirra þátttöku á ráðstefnunni væri gert miklu örðugra um samkomu- lagsmöguleika á ráðstefnunni m. a. vegna andúðar Suður-ICóreu- manna á aískiptum Indverja á Kóreuráðstefnunni. Suður-Kóreu stjórn hefði hótað að taka ekki þátt í ráðstefnunni, ef Indverjar kæmu þar nærri. RRETAR BENTU Á HAGSMUNI INDVERJA Þessu voru Bretar, brezku samveldislöndin, nokkur Ev- rópuríki svo sem Skandinav- íuríkin þrjú ósammála. Þau sögðu að ekki ætti að gera j það að skilyrði fyrir þátttöku á ráðstefnunni, að ríki hefðu sent herlið til Kóreu. Indland væri ríki, sem hefði geysimik- illa hagsmuna að gæta um j lausn Kóreumálsins og það hefði áður komið fram með málamiðlunartillögum, sem komið hefðu að góðu gagni. Indverski fulltrúinn lýsti því nokkrum sinnum yfir, að ríki hans vildi á engan hátt þrengja sér upp á Kóreuráðstefnuna. En vegna þess að þau ríki væru mörg, sem óskuðu sérstaklega eftir þátttöku þess, þá myndi það ekki hafna setu á ráðstefnunni. AFSTAÐA S-KÓREU Dr. Yung Tai Pyun, utanrikis- ráðherra Suður-Kóreu tók til máls í stjórnmálanefndinni og skýrði andstöðu stjórnar sinnar við þátttöku Indlands ,með eftir- farandi orðum: — Afskipti Indlands af mál- efnum Kóreu, sagði dr. Yung hafa aðallega verið fólgin í undan- slætti við kommúnista. Indland hefur ekkert lagt af mörkum í samræmdum aðgerðum okkar til að stöðva árás kommúnista. Ind- land hefur ekki sent einn einasta hermann til að vernda frelsi okkar. Hins vegar hefur það nú verið tilleiðanlegt til að senda þúsundir hermanna til að stuðla að því að kommúnistar geti kúg- að óhamingjusama fanga til hlýðni. EIGA IIEIMA KOMMÚNISTA MEGIN Fulltrúi Suður-Kóreu-manna lýsti því að lokum yfir, að hann væri algerlega andvígur þátttöku Indlands í nafr.i Sameinuðu þjcðanna. Hins vegar gæti hann ekki haft neitt á móti því að þeir sætu ráðstefnuna við hlið komm- únista. Þar ættu þeir og bezt lieima. Þ. Tli. Góður leikur, sem kemur hvítum í slæma klípu. Það er erfitt að finna gott áframhald, svo hvítur 19. Kxf6 Ef 19.....Bxf3 þá 20. Dxh7f Kxf6. 21. Dh6f Kf5, 22. Bh3t" Svartur tapar drottningunni. 20. Db2t Rd4 Eini leikurinn. 21. RxR Dc5 I Aftur þvingað. 5 22. HxH 23. Re2f HxH He5? Hveitimarkaðurinn KANADISKA ráðuneytið hélt nýlega fund til að ræða hið al- varlega vandamál varðandi hveiti markað Kanada. Miklar birgðir af hveiti frá fyrra árs uppskeru liggja fyrir óseldar og áætlað er, að uppskera þessa árs muni nema 550 milljónum enskra skeppa. — Eftirspurn frá út- löndum er sama Og engin. ur a morpn í TILEFNI af 70 ára afmæli Jóhannesar Erlendssonar minnist ég heilræðis eins af ágætustu skáldum íslands: „Virð það, sem vel er gert“. En sá var jafnan rauði þráð- urinn í öllu starfi afmælisbarns- ins, að hann gerði allt vel, hvort sem hann stóð við afgreiðslu- borðið í verzlun, svaraði símtals-' notendum og greiddi fyrir þeim á hinn bezta hótt, eða lék iðandi af fjöri á harmonium og gerði stærstu listaverkum svo góð skil, að þeir sem vit höfðu um að dæma, töldu það gert af snilld. Og það var fleira, sem hann gerði vel. — Samvizkusemin og ráðvendnin gagnvart húsbænd- um sínum var slík, að hann vildi ekki bregðast því, sem honum var trúað fyrir af þeim, hvort sem það var stórt eða smátt. Jóhannes Erlendsson er Hún vetningur, fæddur að Brekku í Þingi 31. ágúst 1883, en fluttist með sínum ágætu foreldrum ungur að árum til .Reykjavíkur og hóf verzlunarstörf hjá Ditlev Thomsen. Síðar var hann lengi við síma- störf o. fl. hjá Björgvini sýslu- manni .Vigfússyni að :Efra-Hvoli og nú um nokkur ór við síma- vörzlu að Torfastöðum í Bisk- upstungum hjá Eiríki prófasti Stefánssyni mági sínum og syst- ur sinni frú Sigurlaugu. Erlends- dóttur. —. Hjá ýmsum fleiri hef- ur hann starfað, en sem ég kann ekki að rekja. Mér er kunnugt að viðskiptamenn Landssíma ís- lands, sem Jóhanpes hefur af- greitt, ljúka allir einum rómi, að betri símaafgreiðslu gætu þeir ekki kosið, auk þess sem fram- koman og umgengnin er mótuð fágætri lipurð og snyrtimennsku, en er þó djarfmæltur þegár það á vio, enda er honum hrein- skilnin í blóðið borin. Ég vil á þessum tímamótum þakka * Jóhannesi Erlenassyni margar samverustundir og sam- starf um leið og ég flyt honum heillaóskir frá mér og mínum. Páll Björgvinsson. Nú var betra De5, sem gerir hvítum mjög erfitt um vik. 24. a3! ----- Eftir þennan leik er staða svarts vonlaus. Svarta drottningin má ekki fara af skálínunni gl til a7, vegna hótunarinnar f4. 24.------- Bxa3 Það breytir engu hverju svartur leikur nú. 25. Hxa3 26. b4! 27. He3 Bxe2 Dh6 Svartur gefst upp, vegna þess að hann tapar að minnsta kosti hrók. (Skýringarnar hefur Friðrik sjálfur gert). Skenimtun í Austur- bæjarbíói annað kvöld HOLLENZKA kabarettsöngkon- an Charon Bruse, sem dvalizt het ur hér á landi undanfarnar vik- ur er nú senn á förum. Hingað kom hún til að skemmta á veg- um S. K. T. Hún hefir komi<£ fram á Jaðri og í G.T.-húsinu. flest kvöld vikunnar, en auk þess. skemmt í öðrum samkomuhúsum. í fyrrakvöld efndi S.K.T. tiL kvöldskemmtunar í Austurbæjar bíói og komu þar fram auk Char- on Bruse, Brynjólfur Jóhannes- son, Guðmundur Jónsson, Weiss- happel, Emilía og Áróra, Adda Örnólfs,, (sem kom nýlega fram í fyrsta sinn sem dægurlagasöng- kona), ICarl Guðmundsson og síð ast en ekki sízt hijómsveit Carls Billich, sem aðstoðaði Charon Bruse á mjög smekklegan og skemmtilegan hátt, og lék ault þcss nokkur lög í byrjun samkom unnak. Öll atriðin á kvöldskemmtuxi þessari hlutu ágætar viðtökur. — Vegna þess, hve margir urðu frá að hverfa er skemmtunin fór fram s.l. föstudag, hefir verið á- kveðið að endurtaka hana annað kvöld kl. 11,15 í Austurbæjarbió og verða skemmtikraftar hinir sömu og áður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.