Morgunblaðið - 30.08.1953, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.08.1953, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 30. ágúst 1953 Framhaldssagan 20 „Ég vissi að þú mundir koma, ljúfan“, sagði hún. „Ég vissi að þú mundir koma einhvern dag- ! Mitty fékk herbergi við hlið- ina á mér. Þegar við vorum komnar þar inn, reyndi ég að iýsa því fyrir henni, hve glöð ég væri yíir því að hafa fengið hana ) til mín. En áður en ég hafði lok- ið við það heyrðist bjölluhring- ing að neðan og við urðum að tígja okkur til miðdegisverðar. | Ungfrú Camilla kallaði til' okkar, þegar við komum niður1 og við gengum á hljóðið og fór- | um, inn í gríðarstóra stofu, þar 1 sem hún sat við arininn. — Hún benti okkur að setjast á lítinn legubekk. „Setjist þið niður og' látið þið fara vel um ykkur“, sagði hún. «j „Eg fékk matreiðslukonuna til að halda matnum heitum dálitla stund enn, ef ske kynni að Wes ....“ Hún hristi höfuðið og brosti. Ég leit í kring um mig í stof- unni. Þar var baeði hátt til lofts og vítt til veggja. Ég hugsaði með mér að þetta mundi vera móttökuherbergi eins og var hjá mörgu ríku fólki, en ég hafði aldrei komið inn í slíka stofu áð- , I ur. Husgögnin voru íburðarmikil og báru glöggan vott um alls- 1 nægtir, eins og reyndar allt hús- [ ið,- Ungfru Camilla gafst loks upp á því að bíða eftir Wes svo að hún fylgdi okkur inn í borðstof- ^ una. Borðið var skrautlegra en svo að orð fá lýst því, með silfur- j borðbúnaði og skreytt blómum. Og réttirnir voru hver öðrum ljúffengari. Við höfðum nærri lokið við á- bætinn, þegar Wes kom. Hann kom hljóðlega í dyrnar og ekki gat ég neitað því að mér urðu það vonbrigði þegar ég sá hann. Þetta var sannarlega ekki sá Wes sem ég hafði gert mér í hug- , arlund, ekki sá sem var „eftir- lætisgoð ungfrú Camillu og mik-' ið kvennagull". Þessi Wes var j bara ósköp venjulegur ungur maður, með grá augu og svip- j mikið veðurbarið andlit af úti- , verum. Og þar sem hann stóð þarna í dyrunum gat ég ekki séð neltt sérlega aðlaðandi við hann. ] Loks kom ungfrú Camilla auga j á hann. „Wes“, kallaði hún. „Ég var að missa alla von um að þú ^ mundir koma. Hvað í ósköpunum kom fyrir þig?“ ,»Ég tafðist", sagði hann. „Jæja, þú getur þá að minnsta kosti drukkið með okkur kaffi“, sagði hún. „Komdu og 'seztu nið- urf Ég þarf að kynna þig fyrir fru MacDaniel og þetta er Jess- icaK Hann gekk að sæti sínu, sneri séif svo í áttina til okkar Mitty og;hneigði sig lítið eitt. „Gott kvÖld“, sagði hann. Ungfrú Camilla lagði hvíta og gránna hönd sína á hönd hans, sem hvíldi á borðbrúninni. „Viltu kaffi eða vínglas?" spurði hún með blíðuhreim og beið eftir því að hann svaraði. Ég sárkenndi í brjósti um hana, þegar ég sá að hann dró höndina undan hönd hennar svo lítið bar á. Hún lét eins og hún hefði ekki tekið eftir því og hélt áfram að tala. Að þessu sinni urti Carre- bee-verksmiðj urnar. Ég horfði á Wes þar sem hann sat hinum megin við borðið, kseruleysislegur á svip og sneri vínglasinu á milli fingra sér. — Nógu myndarlegur, hugsaði ég, en,hvað var það við hann sem móður hans fannst svo aðlað- andi? Og þá allt í einu sá ég það. Um leið var mér það ljóst að menn voru ekki aðlaðandi fyrir eitthvað sem þeir gerðu eða sögðu. Þa ðvar af einhverju sem kom innan frá. Og á meðan ég horfði á hann, fannst mér hann breytast og verða eins og guðdóm leg vera. En þá sagði skynsemin til sín. Þú ert bara sextán ára. Hann er fullorðinn, að minnsta kosti tutt- ugu og þriggja ára. Þú ert bara skólatelpa. Hann er fulltíða mað- ur. Auk þess sagði móðir hans, að hann og Callie Peacock...... Ungfrú Camilla ávarpaði hann og ég hætti að hugsa. Hann hafði lofað að hitta hana í verksmiðj- unum um morguninn, sagði hún og hún hafði beðið árangurslaust. Hvers vegna hafði hann ekki gert eins og hann hafði lofað? Hann rétti úr sér. „í verk- smiðjunum? Æ, ég fór til East Lake til að leika golf“. Hann hló og leit glettnislegum augum á hana. „Ég skil ekki í öðru en verksmiðjurnar lifi það af, þó að ég hafi ekki komið“. Þannig byrjaði ég nýtt líf inn- an um ókunnugt fólk og í ókunn- ugu umhverfi. Smátt og smátt fannst mér ég vera minna eins og gestur í húsinu, kynntist bet- ur daglegum háttum Carrebee- fólksins. Mér fannst það mjög ó- líkt því sem ég hafði gert mér í hugarlund um fjölskyldulíf, Þar hafði ég haldið a ðallir stæðu sem einn maður, hver væri hin- um kær og allir hugsuðu fyrst og fremst um velferð hinna í fjöl- skyldunni. En Carrebee-fólkið var ekki þannig. Eg komst að því að það var ungfrú Camilla, sem réði lögum og lofum í verksmiðjunum. Og enda þótt Wes hefði þar ein- hverja stöðu að nafninu til, þá skeytti hann lítið um skyldustörf sín, en lét skemmtanir og slíkt ávallt sitja í fyrirrúmi. Ungfrú Camilla fór strax að tala um skólagöngu við mig. Var það nokkur sérstakur skóli, sem ég hafði augastað á. Aður en mér vannst tími til að svara hafði hún látið í ljós skoðun sína. Hún áleit að bezt væri að ég færi í skólann í Vesta Hall. Það væri ekki heppilegt fyrir mig að fara til Sweet Briar með Cissu eftir jóla- fríið. Það var ekkert tilhlökkunar- efni fyrir mig að byrja enn í nýj- um skóla, en ég tók því eins vel og ég gat. Oft langaði mig til að umgangast meira ungt fólk. Ég óskaði oft að Cissa væri heima. Wes sá ég aðeins sjaldan. Við og við mætti ég honum sparibúnum á tröppunum. Þá var hann að, fara til einhverra veizluhalda. ’ Ég sá hann fyrir mér dansa við ungfrú Callie Peacock og mér fannst það næsta óbærileg til- hugsun. Dag nokkurn þegar ég kom úr gönguferð sá ég hvar stór bif- reið stóð fyrir framan dyrnar. — Bifreiðin var glæsilegri en nokk- ur önnur sem ég hafði augum litið, Ijósbrún og blá að lit með leðursætum. Ég renndi fingrun- um yfir gluggakarminn og reyndi að sjá Wes fyrir mér við stýrið. Ég var svo niðursokkin í hugs- anir mínar, að ég heyrði ekki J þegar hann kom og hrökk því við þegar ég heyrði rödd hans að baki mér. i „Hvernig lízt þér á hann?“ | spurði hann og setti upp hanzk- ana um leið og hann gekk að bílnum. „Mér finnst hann mjög falleg- i ur“, sagði ég og reyndi að strjúka yfir úfið hárið og bursta rykið úr pilsinu. „Ég þarf að skreppa niður eftir í verksmiðjurnar“, sagði hann. „Kærir þú þig um að koma með?“ „Koma með?“ át ég eftir hon- um. Það var einmitt það sem ég hafði þráð, en um leið var mér það ljóst að þetta boð hans var sprottið eingöngu af því að hann langaði til að sýna bílinn og eng- . .BAHMAUSBÓIf UJ Halastjarnan og Jörðin ^ x 1 7. sagði Jörðin og varð öll að „Þarna er Halastjarnan,“ einu brosi. Þegar Halastjarnan kom svífandi — þessi þá litli geml- ingur með þrírifna rófuna — létti Jörðin á kollhúfunni, svo að öll höf urðu hálffull af ís, og veðráttan varð svo köld, að 'heimskingjarnir voru sannfærðir um, að nú væri heims- endir í nánd — og jafnvel spekingunum sjálfum fór ekki að verða um sel. „Góðan dag, góðan dag, Halastjarna,“ glumdi í Jörðinni. „Vertu velkomin aftur. Það gleður mig að sjá þig heila á húfi.“ , t En Halastjarnan anzaði ekki einu orði. Jörðin bauð góðan dag aftur, en það fór á sömu leið: Halastjarnan steinþagði. „Hver skrattinn gengur að Halastjörnunni?" sagði Jörð- in forviða. „Ætli hún sé orðin svo stór upp á sig, að hún vilji ekki heimsækja gamla kunningjakonu?” „Ætli hún sjái yður nú?“ sagði Tunglið illkvitnislega. „Þér eruð nú ekki stórar.“ I ,Haltu saman á þér þverrrifunni og hugsaðu um það, sem þú átt að gera,“ sagði Jörðin fokvond. i Og svo æpti hún: „Halastjarna! Halastjarna! Halastjarna!“ En Halastjarnan fór ósköp rólega fram hjá og þagði sem áður. Nú fór Jörðin að verða hrædd um, að hún myndi missa Halastjörnuna, án þess að fá að tala við hana. Hún ætlaði að fara að skæla. Það er heldur ekkert gaman að vera búin að hlakka til þess í þrjú hundruð ár, að fá að tala við ein- hvern. Og loksins þegar hann kemur býður hann ekki einu sinni góðan dag. I iíépavogyr j ■ a1 ■ a Blaðburður ■ B a a Morgunblaðið vantar unglinga eða fullorðið fólk Z til að bera biaðið til kaupenda þess á Kópav.ogs- ■ hálsi. — Upplýsingar á afgreiðslunni. Sími 1600. ; Haustkápur 3M,,r Austurstræti 10 og Banskastræti 7 tfollur ©g næringarríkur matur: Hveitikorn Hveiti, nýmalað Rúgkorn Rúgmjöl, nýmalað Bankabygg (perlubygg) Bankabyggsmjöl, nýmalað Hafrar, saxaðir Soyjabaunir Soyjabaunamjöl Þessar hollu og næringarríku korntegundir verða fram- vegis á boðstólum í matvörubúðum vorum. — í brauð- búðum vorum eru seld heilhveitibrauð úr nýmöluðu hveiti. — Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu Tannlækningastofa mín verður frá og með 1. sept. opin aftur allan daginn frá kl. 9—6 e. h. — Laugardaga kl. 9—12. — Franskur tann- læknir gegnir störfum fyrir mig hálfan daginn. GEIR R. TÓMASSON tannlæknir, Þórsgötu 1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.