Morgunblaðið - 30.08.1953, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.08.1953, Blaðsíða 12
12 Sunnudagur 30. ágúst 1953 i MORGUNBLAÐIÐ \ Magnús Sigurðsson Bryðjuholti 50 ára HINN 1. júlí s.l. varð Magnús Sigurðsson bóndi í Bryðjuholti í Hrunamannahreppi fimmtugur að aldri. Um þær mundir og fram að þessu hefi ég verið úti á sjó og því ekki getað heimsótt hann. Eg vil því nú, þótt seint sé minn- ast hans nokkrum orðum í til- efni þessa heiðursdags hans. Það er nú fullsnemt að telja fram afreksverk manna á miðjum starfsaldri þeirra, enda verður það ekki gert hér um Magnús. Samt finnst mér margt um hann þess vert að staldrað væri við þenna áfanga á æfi hans og því gaúmur gefinn. Magnús er einn þeirra manna, er þurft hafa að heyja sína lífs- baráttu án forréttinda og smíða sér vopnin sjálfur. Hann er næst elztur 15 barna hjónanna Sigurð- ar Magnússonar og Helgu Eiríks- dóttur er lengst af bjuggu í Stekk, fyrir sunnan Hafnarfjörð. Á fermingaraldri lagði Magnús út í heiminn fótgangandi sem leið lá austur í Hreppa. Drýgsta vega- nesti hans úr föðurhúsum mun vafalaust hafa verið óbilandi þrek og dugnaður. Hann hefur lengst af síðan haldið tryggð við þá fögru sveit, Hrunamanna- hreppinn og er nú þar í góð- bændatölu. Þrítugur að aldri kvæntist Magnús Sigfíði Guð- mundsdóttur frá Dalbæ. hinni ágætustu konu og reistu þau bú saman. Nokkrum árum síðar keypti Magnús jörðina Bryðju- holt. Þá jörð hefir hann á hálfum öðrum áratug hýst upp og bætt svo mjög að ég tel það til afreks- verka. Þó hafa þau hjón eignast 6 börn, sem óðum eru að komast á legg. Eg læt nú þessi fáu orð nægja að sinni um Magnús bónda Sig- urðsson. Hann er á bezta starfs- aldri og önnum kafinn við að yrkja sitt starfsljóð í mold þeirr- ar sveitar, er hann tók ungur ást- fóstri við. Seinna gefast nóg tæki- færi til að birta það Ijóð. Osk mín til hans og konu hans við þessi tímamót er sú, að heill og gifta megi fylgja starfi þeirra eftirleiðis, sem hingaðtil. Haraldur Björnsson. Lögreglumeim á járnbrautarsföð RÚÐUBORG, 28. ágúst — Vopn- aðir lögreglumenn tóku upp vinnu á járnbrautarstöðinni í Rúðuborg í gær, eftir að 4000 jarnb'rautarstarfsmenn höfðu lagt niður vinnu og þannig stöðvað líma miklu járnbrautarumferð sem um borgina er. Höfðu starfsmennirnir hafið Vinnu eftir verkfallsölduna miklu er lauk á mánudag, en hættu Vinnú aftur á þriðjudag, vegna þess að þeir töldu að 3 vinnu- félagar þeirra hefðu verið mij- fall þeirra stóð í 24 stundir. íétti beittir. Þetta mótmælaverk- —Reuter-NTB. LILLU- kjarnadrykkjar- duft. Bezti og ódýrasti gosdrykkurinn. EnfagcrS Reykjavíkur. HJÁLPRÆÐISHERINN * heldur helgunarsamkomu kl. 11 f. h. í dag. Kl. 4 verður útisam- koma og-kl. 8,30 hjálpræðishers- samkoma. Stjórnandi verður major Svava Gísladóttir. — Allir eru velkomnir á samkomur þessar. Framhald af bls 11 Kvöldskólann. Kveðst fræðslu- málastjóri líta svo á, að skólinn l væri viðurkennd menntastofnun , innan þeirra takmarka, sem hann hefði sett sér, og kvaðst ; telja mikilvægt, að þangað leit- I uðu fræðslu þeir unglingar, er væru um og yfir 15 ára og ekki j hygðust halda áfram dagskóla- námi að lokinni fræðsluskyldu. j Mun þessi umsögn fræðslumála- j stjóra verða mörgum ungmenn- | um og foreldrum þeirra gleðiefni, enda vitna þau um góðvild og j víðsýni. , Tryggið ykkur skólavist nú þegar. Umsóknum um skólavist í Kvöldskóla KFUM verður eins og áður veitt móttaka í nýlendu vöruverzluninni Vísi á Lauga- vegi 1 frá 1. sept. og þar til skólinn er fullskipaður að því marki, sem hið mjög svo tak- markaða húsrúm setur honum. Er fólki eindregið ráðlagt að tryggja sér skólavist sem allra fyrst, því ólíklegt er, að unnt verði að sinna öllum inntökubeiðnum, en um- sækjendur eru teknir í þeirri röð, sem þeir sækja. Fólk er að gefnu tilefni áminnt um, að mæta við skólasetningu 1. okt. kl. 8,30 síðd. stundvíslega. Þeir umsækjendur, sem ekki koma þangað eða senda annan fyrir sig, mega búast við, að fólk, sem venja er að skrá á biðlista, verði þá tekið í skólann í þeirra stað. Kennslun mun hefj- ast mánudaginn 5. október. Símasamband við A.-Þýzkaland Lundúnum — 21. ágúst s..l var opnað símasamband milli Bret- lands annars vegar og Austur- Berlínar og Austur-Þýzkalands hins vegar. Mjólkurframleiðsla Lundúnum — Mjólkursala á Engiandi og í Wales nam í júlí- mánuði 626 milljónum lítra. Er það 10% meira en á sama tíma í fyrra. 50 ára: Hialti Jónsson verkstjóri Hjalti Jónsson verkstjóri, til heimilis að Bræðraborgarstíg 23A, er fimmtugur í dag, fæddur árið 1903, í vesturhluta höfuðstaðar Islands, og búið í þeim hluta all- an aldur sinn. Ég verð að játa, að ég trúði því varla, er einn vinur minn tjáði mér nýlega, að Hjalti Jóns- son væri nú í þann mund að skila hálfri öld að baki sér og væri þar með búinn að klífa hinn hæsta tind mannlegs lífs, því svo mjög er hann enn unglegur og spræk- ur í öllu fasi. Má því trúlega ætla, að hann muni ná hárri elli. Mun ég ekki hirða .um að rekja ætt eða uppruna vinar míns, enda ekki þess umkominn, en mun að- eins með þessum línum mínum, senda afmælisbarninu kveðju Guðs og mína ásamt allra vinanna og kunningjanna. Mér er ekki grunlaust um að Hjalta Jónssyni muni þykja mið- ur að skrifað skuli vera um hann þótt fimmtugur sé, svo lítt er honum um að flíkað sé með hugðar efni hans. En hann verður nú samt sem áður að taka á þolin- mæði sinni og drenglund og afsaka það þó ég dirfist að taka mér penna í hönd og hripa nokkur orð í hans garð í tilefni dagsins. Það væri margt gott hægt að segja um Hjalta Jónsson, bæði sem vin og starfsmann, en ekki mun ég fara ýtarlega út á þá braut að sinni. Hins má þó geta og er það í rauninni nógu mikið lof til handa Hjalta Jónssonar, að um aldarfjórðugs skeið hefir hann unnið hjá stórfyrirtækinu O. Johnson og Kaaber, og hefir vaxið að virðingu og áliti hjá því fyrirtæki, eftir því sem árin hafa liðið í aldanna skaut. Er mér kunn ugt um, að starfsfólk þessa fyrir- tækis unir vel sínum hag í sam- starfi við Hjalta, enda er hann trúr því starfi er hann tekur sér fyrir hendur. Sem vin myndi ég vsrt kjósa mér annan betri en Hjalta, því að hann hefir flesta þá kosti sem prýða mega góðan dreng. Er traustur og tryggur í lund, stillt- ur vel og ærist aldrei þó í móti blási. Hefur óbilandi trú á lífið, og kappkostar að færa til betri vegar það sem aflaga fer í hinu daglega lífi. Hjalti er með afbrigðum rólynd ur maður, hvorki dettur af honum né drýpur hvað sem á gcngur, Jió á hann til létta lund, og beitir henni ávallt, þegar það á við. — Hrókur alls fagnaðar á mann- fundum og gleðst þá með glöðum, en gætir ávallt hófs í því tilliti sem öðru. Hjalti Jónsson er vel greindur, enda notar hann hverja þá stund sem hann á aflögu, til að þroska hugann. í því tiíliti tekur hann j sér oft góða bók í hönd, því hann j er mikill bókamaður, og velur séi*| þá. helst þær bækur, sem veita mikinn fróðleik og innsýn hins daglega lífs. Skákmaður mikill er Hjalti, og er mér kunnugt um að í þeirri íþrótt er hann vel heima. i Hafa nánustu kunningjar .Hjalta j tjáð mér, að þá þeir sækja Hjalta heim, standi taflborðið ávallt til reiðu og þá er ekki um annað að gera en að taka eina skák. Um úrslitin þarf vart að ræða. Eg hefi þekkt Hjalta í fjölda mörg ár, og þó að við höfum ekki átt samleið í sambandi við hin daglegu störf, þá hefur vináttan ætíð haldist og vonast ég til að svo megi vera um langan dag. Hjalti er kvæntur Jóhönnuj Baldvinsdóttur, ættaðri frá Stykk ishólmi, hinni beztu konu. Er heimili þeirri annálað fyrir rausn og gestrisni til handa þeim sem þyggja vilja. Allir vinir Hjalta senda honum sínar beztu heillaóskir í tilefni dagsins. Vhiur. KOMIN er á markaðinn bók um Áfenga drykki og er höfundur hennar Hinrik Guðmundsson. Bókin er 176 blaðsíður að stærð Og veitir fræðslu og upplýsingar um öl og víntegundir, framleiðslu þeirra, uppruna, um ótalmargar vínblöndur og fleira. Bókinni sem er hið þarfasta þing er skipt í 4 kafla: Öl, Vin, Brenndir drykkir og Vínblöndur. — í for- mála bókarinnar segir svo: íslendingar hafa.ekki alizt upp við áfengismennt eins og aðrar hvítar þjóðir, sem hafa alda- gamla sögu og reynzlu að baki sér í þessum efnum, enda ekki við því að búast af landfraeðileg- um orsökum og vegna brýnustu lífsnauðsynja. Þá mátti segja að það skipti ekki miklu máli, hvort fólk kunni nokkur skil á áfeng- um drykkjum eða ekki. En hin öra framvinda í þessum efnum. Samskipti íslendinga við erlend- ar menningarþjóðir eru einnig orðin svo mikil og náin, að það verður ekki talið vanzalaust að umgangast áfenga drykki af tak- markaðri háttvísi eða jafnvel eins og óvitar. Það er tilgangur þessarar bókar að veita fólki al- mennar, ábyggilegar upplýsingar um áfenga drykki, meðferð þeirra og notkun frá sjónarmiði þeirra, sem vilja hafa þá um hönd eins og það tíðkast meðal annarra menningarþjóða. ÖKUMAÐUR einn í Norwich í Englandi var fyrir nokkru sekt- aður fyrir að hafa ekið öfugu megin niður einstefnuaksturs- stræti. — Hinn ákærði svaraði því til, að hann hafi misst af umferðarmerkinu vegna þess að froskur hefði komizt inn í bílinn og orsakað slíkt uppnám meðal farþega í aftursætinu, að athygli hans beindist frá bílstjórninni, er hann reyndi að stilla til frið- kápuvika ■ Við höfum aldrei áður haft jafn fjölbreitt úrval afhaust- og vetrarkápum. GtiLLFOSS Aðalstræti 9 <—^ M A R K tJ S Eftlr Ed Dodd WABANAW6, I KHOW WHO GOT BIG HEARTS ) WHY, CONPES5IONÍ ^MARK- Morgunblaðið er stærsta og f jölhreyttasu blað landsins. ÍHOBOCr/ WOULD HAVE fAO'/BD FRAHklES EMPTV SHELLS BUT A TPADE PAT Af-!D HF‘S THE UTTLE RASCAL WHO GOT THC COHTESSIONt I OH, MARK, W WELL, IT ISN'T i * !T J/yeT... IF HE GOT SCUNDS L.THE C.ONFE53ION. WOf >SSFULMWE'LL I!AVE . - v vo 1) — Valborg. Nú veit ég hver Franklín hefir verið að ala önn tók játningarskjalið. , fyrir. — Hvað meinarðu? | 3) — Það er augljóst, að eng- 2) — Það er íkorninn, sem. inn annar en íkorninn hefir tek- ið skothylkin hans Franks. Og sömuleiðis hefir þessi litli ,,þorp- ari“ tekið skjaiið. ‘ 4) — Getur það átt sér stað. — Ef svo hefði verið, verðum við að komast að því hvar hann hefir holað því niður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.