Morgunblaðið - 22.09.1953, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.09.1953, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 22. sept. 1953 utiMðMfe Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Siðgæðisvakning, sem lýk ur upp nýjum Eeiðum Ósigur Bevans og vinstri stefnunnar ANEURIN BEVAN, leiðtogi vinstri jafnaðarmanna innan brezka Verkamannaflokksins beið fyrir skömmu mikinn ósig- ur. Á ráðstefnu brezku verka- lýðsfélaganna flutti hann tillögu um að gagnrýna stjórn samtak- anna fyrir að hafa tekið boði brezku ríkisstjórnarinnar um að tilnefna fulltrúa í hina nýstofn- uðu stjórn stáliðnaðarins. En hún á að hafa það hlutverk að stjórna endurskipulagningu þess- arar þýðingarmiklu greinar brezks iðnaðar, sem jafnaðar- mannastjórnin þjóðnýtti en í- haldsmenn hafa nú ákveðið að rekin skuli framvegis af einka- framtakinu. Þessi tillaga Bevans var felld á þingi verkalýðssam- takanna með yfirgnaefandi meiri hluta atkvæða. Með henni greiddu atkvæði full- trúar fyrir 2.8 millj. manna en á móti fulltrúar tæplega 5 millj. manna. Það er af þessu auðsætt að vinstri mennirnir innan Verka- mannaflokksins eru á undan- haldi. Yfirgnæfandi meirihluti meðlima brezku verkalýðssam- takanna hefur ekki hikað við að taka upp samstarf við stjórn landsins um endurskipulagningu stáliðnaðarins á grundvelli einka framtaksins. Reynslan af þjóð- nýtingu þessarar iðngreinar var engan veginn góð. Framleiðslan dróst saman og kjör verka- manna í stáliðnaðinum bötnuðu síður en svo. Svipuð saga gerð- ist hjá hinum þjóðnýtta kolaiðn- aði. Vaxandi fjölda brezkra verka- manna er því áreiðanlega orðið ljóst að þjóðnýtingin færði hvorki þeim né þjóðinni í heild þann hagnað eða kjarabætur, sem jafnaðarmenn höfðu lofað. Það er annars athyglisvert, að fylgi jafnaðarmannaflokka í Evrópu virðist nú alls staðar vera á niðurleið. Megin ástæða þess er áreiðanlega sú að fólkið er orðið þreytt á ríkisofríki og haftastefnu sósíaldemókrata. Það telur athafnafrelsi og hóflegt svigrúm einstaklingsins til þess að ráðast í framkvæmdir lík- legri leið til kjarabóta, aukinnar framleiðslu og bættrar afkomu, en haftastefnuna, sem krefst þess að einstaklingamir séu háð- ir valdi nefnda og ráða um svo að segja hverja hreyfingu sína. Fólkið vill ekki þurfa að sækja Um leyfi stjórnvalda til þess að mega lifa, ef svo mætti að orði komast. Þess vegna fer fylgi manna eins og Aneurin Bevans þverrandi. Það er einnig athyglisvert að við síðustu kosningar í Þýzka- landi brugðust vonir sósíaldemó- krata um stóraukið fylgi gjör- samlega. Þjóðverjar hafa undan- farið unnið að uppbyggingu landsins að miklum þrótti og dugnaði. Þeir þurfa að halda því starfi áfram, til þess að reisa land sitt úr hinum ægilegu rúst- um heimstyrjaldarinnar. Þýzkur almenningur treysti ekki hafta- stefnu sósíaldemókrata til þess að leysa hin miklu verkefni, sem framundan eru. Þess vegna vann dr. Konrad Adenauer og stefna hans, er byggist á einkaframtaki og einstaklingsfrelsi, sinn glæsi- lega kosningasigur. Hér á fslandi hefur sósíal- isminn verið á undanhaldi undanfarin ár. Fyrir alþing- I iskosningarnar 1949 áttu kommúnistar 10 fulltrúa á al- þingi og sósíaldemókratar 9. Samtals áttu sósíalistar og kommúnistar þá 19 sæti á al- þingi. Yið kosningarnar í sumar fengu þessir sömu flokkar að- eins 13 þingmenn kjörna. Hér verður því ekki um villst. íslenzka þjóðin er orð- in leið og þreytt á haftastefnu | og ríkisofríki hinna sósal- isku flokka. Hér, eins og úti á meginlandi Evrópu er fylgi | þeirra á fallandi fæti. Menning - eða hvað! EINHVERNTÍMA í sumar var vakin athygli á því hér í blaðinu, að upp í Mosfellssveit gæti að líta óþriflegan skarnhaug rétt við veginn, sem liggur að dælustöð Hitaveitu Reykjavíkur. Var á það bent, að brýna nauðsyn bæri til þess að fjarlægja þennan ósóma úr þjóðbraut, þar sem hann er ekki aðeins hneykslunar- hella erlendra gesta, sem margir eiga leið þarna um, heldur hvers einasta íslendings sem lítur slíka forsmán. Það er hvorki mikil né fjár- frek framkvæmd, að koma þess- um haug fyrir kattarnef. Engu að síður virðist hún ætla að þvælast fyrir þeim, sem hana ber að vinna. Þarna hefur þessi haugur verið í mörg ár. Hvað eftir annað hafa verið gerðar tilraunir til þess að fá honum þokað burtu eða hann grafinn niður í melinn, sem hann stend- ur á. Slíkt þrifaverk gæti varla tekið nema einn dag fyrir einn mann með jarðýtu. En á hverju strandar það? Að því er virðist á því, að eng- inn telur sér skylt að vinna verkið. Bæjaryfirvöld Reykjavíkur telja sér það óviðkomandi, ríkið, vegamála- og heilbrigðisstjórn sömuleiðis. — Fegrunarfélagið, hreppsnefndin og sýslunefndin láta sig það auðvitað engu skipta. Og haugurinn stendur áfram í fullum blóma!! Er þetta ekki dásamlega líkt okkur íslendingum? Við tölum og skrifum heil ósköp um áhuga okkar fyrir fegrun umhverfis okkar, landkynn- ingu og hvers konar menn- ingarviðleitni. Yið borð liggur að við teljum okkur mestu menningarþjóð í heimi. En við getum í ró og næði horft upp á alls konar sóðaskap og nið- urlægjandi skrælingjahátt þrífast við húsvegginn hjá okkur. Skarnhaugurinn við dælu- stöðvar veginn er prýðilegt dæmi um það. Nokkur ár eiga e. t. v. eftir að bætast. við sögu hans. Eða er nokkur aðili til í landinu, sem telur sér skylt að vinna það „menningar- afrek“ að fjarlægja hann af yfirborði jarðar? ÞAÐ er erfitt að öðlast heilbrigð- an hugsunarhátt. Hver fer sínar eigin götur og vílir ekki fyrir sér að þröngva skoðun sinni upp á aðra. Það er ekki auðhlaupið að því að fylgja fram nýrri stefnu, sem bindur endi á alla ringulreið. MEIRI HEILINDI Okkur skortir haldkvæma á- ætlun, sem er til þess fallin að vinna alla menn og allar þjóðir til fylgdar. Við heyjum mýmarg- ar ráðstefnur og gerum áætlanir, sem þoka okkur ekki vitund áleiðis til lausnar vandamálum okkar. Forystumennirnir eru eig- ingjarnir í athöfnum sínum. Þeir segja, að þeir vinni að heill lands ins, en þeir eru nú samt fyrst og fremst að hugsa um sjálfa sig, og þess vegna missa þeir marks. En það er ný vakning uppi í heiminum. BREYTT HUGARFAR í maí í vor var háð þing sið- ferðisvakningarinnar í Afríku. Þangað sóttu menn af öllum kyn- þáttum. í setningarræðu sinni sagði Gilbert Rennie, landstjóri í Norður-Ródesíu: „Ætlunarverk þessa þings er, að leita eftir mark miði fyrir alla, sem allir geta keppt að saman, án tortryggni, án ótta og án kala. Siðferðisvakn ing styðst við breytingu; breyt- ing í hugarfylgsnum okkar sjálfra er fyrsta skref í átt til betri sambúðar. Þess bið ég og p' ræðu eftir Frank Buchman FRANK BUCHMAN er Bandaríkjamaður, fæddur 1878. — Hann hóf prestskap í fátækrahverfum Fíladelfíu. Hann var um skeið forvígismaður KFUM á sama stað, seinna tók hann þátt í Oxford-hreyfingunni. Fyrir 15 árum stofnaði hann til hreyfingar, sem gengur undir nafninu siðferði- vakning, Moral Rearmament. Þing þessarar hreyfingar, sem nær nú æ meiri tökum um heim allan, eru háð í Caux í Svisslandi. Hér birtist hrafl úr ræðu, spm Bucham flutti á 75 ára afmælisdegi sínum, 4. júní í sumar, en það var jafnframt 15 ára afmæli siðgæðivakningarinnar. Ræðuna flutti hann í Lundúnum, en henni var útvarpað um heim allan. Gefur hún nokkra hugmynd um, hvert stefnt er með vakningu þessari, sem þykir hafa fengið ótrúlegum hlutum áorkað í fjölmörgum löndum. Vafalaust gæti líka hér á landi beðið hennar veglegt hlutverk. Jarðvegurinn er upp reiddur og bíður sáðmanna. það vil ég vona, að þetta þing hjálpi okkur til að öðlast þessi umskipti". MEÐ EINLÆGUM VILJA Við þingslit létu margir for- ystumenn í ljós ánægju með ár- angur og bjargfasta trú á góðri uppskeru. Maður, sem setið hefir fundi S.Þ. fyrir þjóð sína, sagði: „Hér hefi ég séð skapaða meiri einingu og frið á hálfum mán- uði en með áralöngu starfi í Lake Success“. Hvaða árangurs mættum Við VeU aadi ólrij^ar: Ki ] Lýsing Austurvallar. ÆRI Velvakandi. Ég get ekki látið hjá líða að skrifa þér nokkrar línur og votta þér inni- legt þakklæti mitt og fleira ungs fólks fyrir dálkana þína á fimmtu dag um Austurvöll. líið erum 5 kunningjar, sem höfum oft verið að tala um þetta, hvað það væri nú skemmtilegt, að Austurvöllur væri upplýstur á kvöldin og hve gaman væri að fá sér skemmtigöngu í kringum völlinn. Leið á kaffihúsum. EINNIG höfum við verið að tala um Tjörnina okkar. Hversu ánægjulegt væri ekki að iýsa verulega vel kringum Tjörnina og Tjarnarbrúna. Við erum öll hrifin af borginni okkar, Reykjavík, en þykir ekki nóg fyrir hana gert. Fólkið þarf að fá meiri fjölbreytni, fleira til að skoða og horfa á, því að sann- ast að segja erum við hundleið á kaffihúsum og bíóum. Oft mundu menn „prómínera" á kvöldin í góðu veðri, ef bærinn væri meira lýstur. Lýsum upp Austurvöll, lýsum upp Tjörnina okkar. Það er ekki of seint. — Lengi lifi Fegrunarfélagið! F.h. okkar allra. Ein vel vak- andi. E.s.: Er mjög hrifin af því, sem nú er verið að gera við hinn svo kallaða „Hallargarð". Sama.“ V erzlunarbanki. KÆRI Velvakandi. í mörgum löndum eru verzlunarbank- ar til eflingar viðskiptalífi lands- manna, en hér á landi á sú stétt, sem mest afskipti hefir af pen- ingum í daglegum störfum, eng- an banka. Væri ekki viðeigandi að stofna verzlunarbanka á 100 ára afmæli verzlunarfrelsis 1954? Gæti ég vel hugsað mér, að slíkur banki yrði hlutafélag. Góð minning um aldarafmæli verzlunarfrelsis væri einmitt stofnun verzlunar- banka! X.“ Seint mun þverra .. .. ALAUGARDAGINN lásum við hér Bragraun eftir Svein- björn Egilsson. Vísuna kunna víst flestir öðru vísi og hugðu því margir, að rangt væri með farið. Sannleikurinn er sá, að til eru tvö afbrigði þ^sarar rímþrautar, og eru þau bæði prentuð í útgáfu ljóðmæla Sveinbjarnar frá 1952. Flestir kunna vísuna svona: Sveint mun þverra Són og Boðn, seint munu Danir vinna Hveðn. Fyrr mun laxign flýa úr Goðn og Finnar öllum sneyðast héðn. Hátt ég kalla. HÁTT ég kalla, — hæðir fjalla, hrópið með til drottins halla. Mínum rómi, ljóssins Ijómi, lyft þú upp að herrans dómi. Ég vil vaka, ég vil kvaka allt til þess þú vilt mig taka. Til þín hljóður, guð minn góður, græt ég, eins og barn til móður. (Matthías Jochumsson). Þeir mega hafa fatta fætur, sem fallegar eiga dætur. vænta, ef svipaður andi ríkti á næsta fundi fjórveldanna? , . i BOÐBERAR A FERÐ UM ASÍULÖND Ég er nýkominn úr sjö mánaða ferðalagi um Austurlönd. Með mér ferðaðist 200 manna flokkur 25 þjóða. Við fluttum Seylon, Indlandi, Kasmír og Pakistan boðskap siðferðisvakningar. Við vorum heiðursgestir í Egypta- landi, Persíu og Tyrklandi. Eitt er víst, þessi ríki hafa eitt og sama viðhorf til siðferðisvakn ingarinnar. Stjórnmálamaður frá einu þeirra sagði við mig: „Sið- ferðisvakningin á fyrir sér stór- fenglega framtíð. Hún er til þess fallin að bjarga mannkyninu“. GRUNDVÖLLUR SAMSTARFS Dögun, blað Jinnah, sem er stofandi Pakistanríkis, hafði þessi ummæli: „Nýr grundvöllur samstarfs er fundinn, siðferði- vakningin er lausn á vandamál- um heims“. Blaðið skýrði frá þeirri eindrægni, sem Indland og Pakistan hefðu öðlazt fyrir starf siðferðivakningar. Ýmis blöð í Indlandi fluttu þenna boðskap frá mér: „Menn hungrar eftir brauði, friði og von nýs heimsskipulags. Með einingu í anda guðs verða öll þessi vanda mál leyst. Starffúsar hendur fá yfrið að vinna, menn fá nóg að bíta og brenna og hungrandi hjörtu fyllast hugsjónum, sem nægja þeim. Siðgæðisvakningin keppir að þessu“. -\ VERKEFNI f JAPAN Hvers þarfnast þjóðirnar? Mér verður hugsað til Japana. Þeir segja: „Við eigum nýja stjórnar- skrá. Hún minnir á tóma körfu. Hvað ætli við setjum í hana? ViS þörfnumst hugsjóna, svo að lýð- ræði fái blómgazt.“ Þrjú hundr- uð forystumanna hins nýja Jap- ans hafa leitað til siðferðivakn- ingarinnar til að eignast hlut- deild í þessum hugsjónaheimi. Þeir hafa hafizt handa um að gefa hann þjóðinni. f| TVÆR UPPGÖTVANIR Ég hefi verið sjónarvottur tveggja uppgötvana, sem valda aldahvörfum í sögunni. Annars vegar er frumeindin, sem beizluð hefir verið til orkugjafa og her- væðingar. Hún hefir fært okkur kjarnorkuöld. Hin uppgötvunin leiðir í ljós, að í manninum sjálf- um eru fólgnar lindir ómælis- orku. Þannig höfum við líka eignazt hlutdeild í öld hugsjóna. Þar höfum við lykil mikilla ger- sema. Þegar ég var á gangi í skógum Freudenstadts 1938, skaut ein- faldri hugsun upp í huga mér: Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.