Morgunblaðið - 13.10.1953, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 13.10.1953, Qupperneq 1
16 síður 40. árgangur 232. tbl. — Þriðjudagur 13. október 1953 Prenlsmiðja Morgunblaðsins fsreiðslnjoinuður ríkissjóðs hug- stæður um 7,3 millj. krónu 1952 Úr ræðu Ijúrmdluráð- herra á Alþingi í gær FYRSTA umræða um fjárlögin fór fram í gær í Sameinuðu þingi. í ítarlegri ræðu, sem Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra flutti við það tækifæri, gat hann þess, að greiðsluafgangur ríkissjóðs 1952 hafi orðið 7.3 millj. kr. en var áætlaður 2.6 millj. kr. Skuldir ríkissjóðs lækkuðu um 17.3 millj. kr. árið 1952. SKULDIít LÆKKA UM 17.3 MILLJ. I ræðu sinni rakti Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra fyrst afkomu ríkissjóðs 1952. Höfðu rekstrartekjur samkvæmt rekstr- arreikningi ársins 1952 orðið 420 millj. kr. en voru áætlaðar 376,2 milij. Rekstrarútgjöldin urðu 357,7 millj. en voru áætluð 332,4 millj. Rekstrarafgangur varð því 62.3 millj. í stað 43,8 millj. eins og áætlað hafði verið, eða 18,5 millj. umfram áætlun. A hinn bóginn höfðu ýmsar greiðslur fallið á eignahreyfingar umfram það, sem fjárlögin gerðu ráð fyrir og hefir því greiðsluaf- gangur farið minna fram úr áætl- un en rekstrarafgangurinn eða oi'ðið 7,3 millj. en var áætlaður 2,660 millj.. Þær skuldir, sem rík issjóður þarf sjálfur að standa straum af lækkuðu um 17,3 millj. kr. á árinu 1952. GREIÐSLUJÖFNUÐUR NÁÐIST 1952 Ráðherrann ræddi því næst um það, að margir bæru mikinn kvíð boga fyrir afkomu þjóðarinnar út á við vegna þess hve hallinn á verzlunarskýrslunum er og hefir verið mikill. Árið 1952 voru fluttar inn vör- ur fyrir 767 millj. kr. að „fob“ verði en út fyrir 640 millj. að „fob“ verði. Vöruskiptahalli varð því mikill á því ári, en margt fleira kemur svo hér til greina bæði til gjalda og tekna á greiðslu reikningnum þegar hann er gerð- ur upp. Þegar allt er tekið með í reikninginn mun láta nærri að greiðslujöfnuður við útlönd hafi náðst á árinu 1952. Þá minntist ráðherrann á Mars- hallaðstoðina og gat þess, að hún væri nú að hætta og nú yrðu ís- lendingar eins og aðrir að sjá málum sínum borgið án þess að fá slíkan beinan stuðning, en slíkt væri okkur vorkunarlaust. Bandarískai herstöðvar íGrikklandi AÞENU 12. okt.: — Papagos, for- sætisráðherra Grikklands til- kynnti í dag að undirritaður hefði verið samningur milli Grikklands og Bandaríkjanna sem veitti Bandaríkjamönnum heimild til að koma upp flug- og flotastöðvum í Grikklandi. Samn ingurinn gildir jafnlengi og At- lantshafssamningurinn eða til 1969. Papagos kvað þennan atburð einn hinn mikilvægasta í allri sögu Grikklands. Vinátta þessara tveggja þjóða og sameiginlegar tilraunir þeirra til að viðhalda friði í heiminum væri nú styrkari og ætti sér dýpri rætur en áður. fclorsku kosningarnar OSLO, 12. okt. — Laust fyrir miðnætti var búið að telja í 235 kjördeildum eða um það bil tí- unda hluta greiddra atkvæða í kosningunum til norska þingsins. Tölurnar þá sýndu að Bænda- flokknum hafði aukizt fylgi all- verulega, en aðrir flokkar svo til staðið í stað, nema vinstri flokk- urinn, sem hafði tapað verulega. Tölurnar þá voru: Þessi mynd er tekin af æstum lýðnum, sem safnaðist saman við sendiráð ftala í Belgrad, æpandi ókvæðisorð og níð um Ítalíu. — í dag gerði æstur lýðurinn aðsúg að upplýsingaskrifstofu Breta og Bandaríkjamanna í Belgrad og lék grátt yfirmann bandarísku upplýsingaskrifstofunnar. Irieste: Nú Síðast Hægri 19125 18343 jr Bændafiokkurinn 39373 33472 I Kristil. flokkurinn 28081 25915 Vinstri 23758 35902 m Hægri bændafl. 3106 3496 11 Verkamannafl. 82973 82682 Kommúnistar 4913 5300 heimicið RÖMABORG, 12. okt. — Hussein Jórdaníukonungur kom til Róma borgar í dag. Er hann á heimleið frá Lundúnum þar sem gekk undir læknisaðgerð. Filipus (er !l Kanada LUNDÚNUM 12. okt. — Tilkynnt hefur verið í Lundúnum að her- toginn af Edinborg fari í opin- bera heimsókn til Kanada á næsta sumri. — Mun hertoginn koma til Ottawa 29. júlí og heim- sókn hans lýkur hinn 17. ágúst. — Reuter. Fyrsfi áfanginn NEW YORK, 12. okt.: — Nixon, varaforseti Bandaríkjanna kom til Nýja Sjálands í dag, og er það fyrsti áfanginn á ferð hans um hin fjarlægari Austurlönd, sem hann fer að ósk Eisenhowers og hann S Dulles utanríkisráðherra. i — Reuter. — segja Júgóslafar 06 gegn honum munum við berjasi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB BELGRAD, 12. okt. — Æstur lýður réðist í dag að upplýsinga- skrifstofu Breta og Bandaríkjamanna í Triest og gerði þar mik- inn usla. Lýðurinn réðist einnig að yfirmanni bandarísku upp- lýsingaþjónustunnar og var hann fluttur í sjúkrahús illa leikirm. Óstaðfest fregn hermir að öll leyfi í júgóslavneska hern- um hafi verið afturkölluð. Mikið herlið hefur verið flutt til B-svæðisins í Triest, því er Júgóslafar ráða yfir. — ítalskir stjórnmálamenn biða nú átekta um það hver afstaða Vest- urveldanna verður til þeirrar hótunar Titos, að júgóslafnesk- ur her ráðist inn á A-svæðið á sömu stundu og ítalskur her fer inn á það svæði. ORÐ SENDIN GARN AR Júgóslafneska stjórnin sendi í dag orðsendingu til stjórna Bret- lands, Bandaríkjanna og Ítalíu Brezk blöð segja að fyrsti togarinn til Dawsons komi til Grimsbv á morjmn j ö Frá fréttaritara Mbl. í Bretlandi. LUNDÚNUM, 12. október. — Brezk blöð staðhæfa, að fyrsti íslenzki togarinn með ís- fiskfarm til Dawsons muni koma inn til Grimsby á miðvikudagsmorgun. Er komu togar- ans beðið með ofvæni og hafa báðir andstæðingar, togaraeigendur og Dawson, mikinn við- búnað. Lögregla Grimsby-borgar er einnig viðbúin til að koma í veg fyrir handaiögmál og vernda líf og eigur íslendinga ef með þarf. meðtilmæl um um að ráðstefna yrði haldin um Triest-málið. — Jafnframt hafa Júgóslafar skrif- ar aðalritara Sameinuðu þjóð- anna, þar sem segiv að Júgó- slafar hafi rétt til þess sam- kvæmt sáttmála S. Þ. að grípa til sinna ráðstafana ef ítalskur her fari inn á A-svæðið í Triest. TELJA HER Á A-SVÆÐINU INNRÁSARHER í orðsendingunni sem Bret- um, Bandaríkjamönnum og ítöl- um var afhent, segir júgóslafn- eska stjórnin að hún líti á ítalsk- an her á A-svæðinu sem innrás- arher og að Júgóslafar telji sér skylt að sporna við slíkri „inn- rás“, þar sem þar búi fjöldi Júgóslafa og Júgóslafar hafi hagsmuna að gæta á svæðinu. Við munum finna minna til þeirr- ar breytingar, sem það hefir á þjóðarbúskap okkar, vegna þess að síðustu árin höfum við notað meginhlutann af Marshallfénu til fjárfestingar beint eða óbeint. FRAMLAG TIL RAFORKU- FRAMKVÆMDA HÆKKAR Eysteinn Jónsson skýrði frá því. í ræðu sinni, að samkvæmt fjárlagafrumvarpi því, sem nú liggur fyrir Alþingi, myndu fram lög til nýrra raforkuframkvæmda hækka um 7,4 millj. en framlög til annarra verklegra fram- kvæmda myndu aftur á móti lækka um rúmlega 4 millj. Fram- lög vegna sauðfjárveikivarna lækka um rúmlega 7 millj. kr. en framlög vegna dýrtíðarráð- stafana, það er að segja framlög til þess að borga niður verð á ýmsum vörum á innanlandsmark Framh. á bls. 2. * HEFUR LAGT MIKIÐ í ÁHÆTTU Hörð barátta stendur fyrir dyrum milli togaraeigenda og Dawsons, segja ensku blöðin. Sá síðarnefndi hefur lagt að veði í þeirri baráttu mikið fjármagn og skipulagt fisk- sölukerfi. Hann er staðráðinn í því að brjóta á bak aftur verðhring togaraeigenda og gefa neytendum kost á ódýr- um góðum fiski. Blöðin segja frá því að ís- lendingar muni vanda mjög til þessa fyrsta ísfiskfarms. Með honum ætla þeir að sýna og sanna að íslenzki fiskur- inn er beztur. * BREZKIR TOGARAR ÞYRPAST TIL GRIMSBY Togaraeigendur munu hafa í huga að stefna fjölda tog- ara til Grimsby, bæði til þess að íslenzki togarinn fái ekki bryggjupláss og til þess að yfirfylla fiskmarkað borgar- innar. Þeir munu og herða á þvingunum sínum við fiski- kaupmenn til þess að neyða þá til að kaupa ekki Daw- sons-fisk. Þeir munu hvetja hafnarverkamenn til að neita íslendingum um afgreiðslu. * DAWSON KOMINN Á STAÐINN Dawson fór í dag frá Lund- únum til Grimsby en þar ætl- ar hann að fylgjast sjálfur með fisklönduninni. f viðtali við fréttamenn gat hann þess að hann teldi ólíklegt að tog- araeigendum tækist að bægja íslendingum frá bryggju- plássi. Hann segist vera sann- færður um að margir fiski- kaupmenn séu fúsir til að kaupa íslands-fisk. Reynist það ekki, þá hefur Dawson tilbúna heila flutningasveit vörubíla og staðhæfir að nú þegar hafi hann kaupendur inni í landi á þremur togara- förmum. Minnsta kost 120 hafnarverkamenn hafa heit- ið honum fullri hollustu. * LÖGREGLULIÐ ER VIÐBÚIÐ AUmikil beizkja er í Grims- by út af þessu máli. Áhöfnin á íslenzka togaranum fær sem endranær landgönguleyfi ef þess er óskað. Lögregla borg- arinnar er undir það búin að þurfa að skakka leikinn, ef til handalögmáls skyldi koma við löndun fisksins og verður með harðri hendi komið í veg fyrir hverskonar ofbeldisað- gerðir. En enskar húsmæður, víðs- vegar í Englandi bíða spennt- ar eftir því að sjá hvort fisk- urinn verður betri og ódýrari. B. J. Rússai' mótmæla MOSKVU, 12. okt.: — Tass frétta stofan skýrir svo frá að rússneska stjórnin hafi sent mótmælaorð- sendingu til brezku og bandarísku stjórnarinnar út af þeirri ákvörð- un að afhenda ítölum A-svæðið í Triest. Segir í hinum samhljóða orðsendingnm, að sögn frétta- stofunnar, að ákvörðunin stríði gegn friðarsamninigunum við Ítalíu, þar sem segir að Trieste skuli vera hlutlaust fríríki án hers. — Reuter-NTB. Bulawayo 10. okt. — Sir God- frey Huggins forsætisráðherra Rhodesíu segir að óskað sé eftir sem flestum hvítum innflytjend- 1 um til Mið-Afríku.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.