Morgunblaðið - 13.10.1953, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.10.1953, Blaðsíða 16
Veðurútiif í dag: Norðaustan gola eða kaldi, Iétt- skýjað. ____ 232. tbl. — Þriðjudagur 13. október 1953 Teneiee Williams og verk hans. — Sjá bls. 8. "«4i Fé fennir og vegir tepp- nst í stórhríð nyrðrn Ekki er þó vilað um neina ijárskaða. Akureyri rafmagnslaus í gær NORÐAN OG NORÐ-AUSTAN stórhríð var á Norðurlandi í fyrri- nótt og gær og kyngdi niður allmiklum snjó. Simabilanir urðu víða, vegir tepptust og fé hefir fennt, þótt ekki sé vitað á þessu síigi málsins, hvort um mikla fjárskaða sé að ræða. Vona menn þó að svo hafi ekki verið, þar sem fé var almennt ekki langt und- an. Huguðu bændur að fé sinu eftir föngum í gær, en erfitt var um vik vegna illviðris, sem var fram eftir degí. Slysið á Hverfisgötunni STAURAR KUBBUÐUST SUNDUR Fréttaritari blaðsins á Akur- eyri símaði í gær, að veðurofsinn hefði verið sérstaklega mikill út með Eyjafirði. í Árskógsstrandar hreppi brotnaði allmikið af síma staurum. ísing var mikil á lín- unum og staurum, og kubbuðust sumir þeirra sundur í miðju. Ula gekk í gær að ná fé í hús þar ytra vegna veðurs, en eitthvað hefir fundizt í fönn Á Svalbarðseyri vantaði enn rtokkuð fé og ógerningur var að leita í gær. Dauðaslys á Siglufirði Á SIGLUFIRÐI varð sviplegt slys um helgina, er 8 ára dreng- ur varð undir vörubíl Og beið bana af. Slys þetta var á gatnamótum Kirkjuvegs og Lindargötu. Dreng urinn kom á reiðhjóli niður Kirkjuveginn, en er hann kora á fyrrnefnt horn, kom þar akandi afturábak, fyrir hornið vörubíll. ísing var á götunni og gat dreng- urinn ekki stöðvað reiðhjól sitt og raksf á bílinn. Kom högg mikið á höfuð drengsins og var hann örendur þegar að var komið. Litli drengurinn hét Erlingur sonur Stefáns Hallgrímssonar togarasjómanns og konu hana Dagbjartar Pétursdóttur. MJÓLKURBÍLAR Áætlunarbíllinn frá Hjalteyri komst ekki til Akureyrar í gær, ekki vegna snjóþyngsla heldur blindu á veginum. Aftur á móti komu mjólkurbílarnir frá Dal- vík, en þeir voru tveimur klst. lengur en venjulega. Fór stór „trukk“-bíll fyrir þeim. Mjólkur bílar frá Höfðaströnd komust aft- ul á móti ekki Veður var miklu betra inn í Eyjafirðinum, og var veðurhæð- in ekki tiltakanlega mikil. FÉ í FÖNN Sæmilegt veður var komið að Fosshól í Bárðardaí um 5 leytið í gær. Fé hafði fundizt þar fennt, og var það grafið upp. Aðeins hornin stóðu upp úr á sumu. Um fjárskaða var ekki vitað. Sam- bandslaust var við Akureyri fyr- ir austan Fosshól. BÍLAR TEPPAST OG FARA ÚTAF Nokkrir bílar tepptust í Bakka seli, þar sem Öxnadalsheiði var orðin illfær. Kom nokkuð af far- þegum þeirra til Akureyrar kl. 4 í fyrrinótt með áætlunarbílnum ' að sunnan. Vitað er um að stór flutningabíll og nokkrir jeppar fóru út af veginum á Öxnadals- j heiði, mestmegnis vegna blindu.' Flutningabíllinn fór t. d. út af, við mjótt ræsi. Vörubíll frá, Hvammstanga fór frá Bakkaseli í gær og ætlaði að freista þess að komast vestur yfir heiði, en ekki var vitað, hvernig honum reiddi af. Fé vantar nokkuð í Öxnadal. Ofananhríð var þar lítil í gær, en skafrenningur. AKUREYRI RAFMAGNSLAUS Akureyri var rafmagnslaus, í gær sennilega vegna hilunari á línunni að austan, en vegna símabilunar höfðu engar fregn: ir borizt frá Laxárstöðinni.l Rafveitustjóri Iagði af stað austur um kl. 3 í gær í snjó-* bíl, en flokkur manna hafði farið á undan í „trukk“-bíl. Rafmagnið komst í lag kl. 7. Sjúkrahúsið á Akureyri hefir haft rafmagn frá Hjalteyrar- stöðinui. Fréttaritari vor á Sauðárkróki símaði í gær, að versta veður hefði verið þar til kl. 5 í gær- dag, en þá fór að lægja nokkuð. Á Hólum í Hjaltadal hafði sett niður mikinn snjó í logni, en um kl. 7 í gærmorgun hvessti og var þar iðulaus stórhríð í gær. Óttast er að nokkuð fé hafi fennt í Skagafirði, en þýðingar- laust var að reyna að leita þess í gær, en það verður gert strax og veður lægir._____ Baimvænum vökva stolið RANNSÓKNARLÖGREGLUNNI hafa borizt fregnir af því, að fleiri áttavitum hafi verið stolið úr bátum hér í Reykjavíkurhöfn, en kærur hafa borizt um. Þá er og kunnugt um, að átta- vitar hafi verið tæmdir, en senni- legt að mennirnir sem það hafi gert, geri sér ekki grein fyrir því að vökvinn er bannvænn, því það er tréspíritus. Er skorað á þá sem hér eiga hlut að máli að neyta ekki vökvans. Ættu þeir sem upplýsingar gætu gefið um þjófn aði þessa að gera rannsóknarlög reglunni viðvart. Hægri hlið bílsins R-2517, eftir áreksturinn mikla á Hverfisgöt- unni aðfaranótt sunnudagsins. — Sjá frétt á bls. 2. Bygging sjiikrahússins á Blöndu- ósi hefir gengið sérstaklega vel Risgjöld haldin þar s.l. laugardag. BLÖNDUÓSI, 12. október: — Sameiginleg risgjöld sjúkrahúss- byggingarinnar og héraðslæknisbústaðarins nýja voru haldin hér á Blönduósi s. 1. laugardag. Sátu þau nær 60 manns, og voru marg- ar ræður fluttar. — Ríkti sérstök ánægja yfir því, hve vel bygg- ingaframkvæmdirnar hafa gengið. FJÓRAR HÆÐIR 4 í SUMAR ) Byrjað var á að steypa kjall-| ara sjúkrahússins 4. ágúst s. l.j ár, en svo varð hlé á fram-! kvæmdum þar til 27. maí s. 1. að tekið var til að nýju. Síðan hafa fjórar hæðir verið steyptarj upp og húsið er að komast undir, þak. Verður það gert fokhelt í haust, og síðan unnið við það í vetur, ef fjármagn verður fyrir hendi til þess. Varðarfundnr um skattamólin í kvöld Sigurbjörn Þorbjörnson hefur framsögu. LANDSMÁLAFÉLAGIÐ VÖRÐUR heldur almennan félagsfund í Sjálfstæðishúsinu í kvöld kl. 8.30. Verða skattamálin þar til um- ræðu, en x málefnasamningi stjórnarflokkanna er m. a. kveðið á um það, að lokið verði á þessu þingi endurskoðun skatta- og útsvarslaga. Sigurbjörn Þorbjörnsson skristofustjóri, sem á sæti í milliþinganefnd þeirri í skattamálum, sem nú er starfandi, hefir framsögu á fundinum. ÁLYKTUN SÍÐASTA LANDSFUNDAR Mun Sigurbjörn ræða um ályktun síðasta landsfundar Sjálfstæðisflokksins í skatta- málunum og þau áhrif, sem ályktunin hefði á núgildandi skattalöggjöf. Ályktun þessi fjallar í aðalatriðum um lag- færingu á sköttum einstakl- inga, lagfæringu á skattlagn- ingu félaga og annarra, er atvinnurekstur stunda, fram- kvæmdahlið skattalaganna, innheimtu skatta og útsvars og álagningu útsvars. TILLÖGUR UM UMBÆTUR Ennfremur mun Gísli Jónsson, alþm., mæta á fundinum, en hann hefir nú nýlega tekið sæti í milli þinganefndiixni í skattamálum. Gefst fundarmönnum þvi ágætt tækifæri til þess að koma á fram- færi við nefndarmennina hug- myndum sínum um umbætur á skattalöggjöfinni. Er enginn vafi á því, að Sjálf- stæðismenn fjölmenna á fund þennan. VEL UNNIÐ Byggingarframkvæmdirnar hafa gengið mjög vel. Smiðir hafa nú unnið 510 dagsverk við bygginguna og verkmenn 2242, en sjálf er hún 8400 rúm- metrar. Kominn undir þak kostar hver rúmmetri 150 kr. og með sömu afköstum mun hver rúmmetri ekki fara fram úr 500 kr., er byggingin verð- ur fullgerð. Mun einsdæmi, hve ódýrt það er. Algengt mun nú vera að rúmmetrinn kosti 800—900 kr. Kom í ljós almenn ánægja yfir gangi verksins í risgjöldunum. Byggingameistari er Sveinn Ásmundsson, ættaður úr Húna þingi, en nú búsettur á Siglu- firði. 30 SJÚKRARÚM — ELLIHEIMILI 30 sjúkrarúm verða í sjúkra- húsinu, en elliheimili verður á efstu hæðinni, og er það ætlað fyrir 24—30 vistmenn. Þá verður þarna heilsugæzlustöð héraðsins, íbúð læknis og bústaður fyrir starfsfólk. Sjö manna nefnd hefir séð um undirbúning byggingarinnar. Eru þrír frá sýslunefnd, tveir frá kvenfélagasambandi Austur- Húnavatnssýslu og tveir frá Ung- mennasambandi A-Hún. Formað- ur nefndarinnar er Páll Kolka, héraðslæknir. Yesturhluti ; Vesffjarða | komist í ak- vegasamband GÍSLI JÓNSSON þingmaður Barðstrendinga lagði í gær fram í Efri deild Alþingis tiN lögu um þá breytingu á vega* lögum, að vegur frá Rafns* eyrl i Arnarfirði yfir á Barða- stranðarveg skuli tekinn í þjóðvegatölu. Með tillögu þess ari er stefnt að því, að koma vesturhluta Vestfjarða í sam- band við akvegakerfi landsins. Er það hið mesta nauðsynja- mál og ríkir mikill áhugi fyrir slíkri vegagerð vestra. Framfærsluvísilalan 157 slig. KAUPLAGSNEFND hefur reikn- að út visitölu framfærslukostn- aðar í Reykjavík hinn 1. okt. s. 1. og reyndist hún vera 157. stig. (Frá Yiöskiptamálaráðu- neytinu). Fulltrúarsð Heimdallar FUNDUR verður haldinn í fulltrúaráði Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna, i kvöld kl. 8.15. Fundurinn verður haldinn í Verzlunar-j mannaheimilinu, Vonarstræti 4. * Sváf o í sæluhúsinu eða bílnniMi í FYRRINÓTT var stórhríð á Holtavörðuheiði og urðu sex menn í þrem bílum, að hafa næt- urstað þar á heiðinni. Skóf svo mikinn snjó inn á vélar bílanna, að þeir stöðvuðust. Nokkrir bíl- stjóranna voru í sæluhúsinu en aðrir létu fyrirberast í bílunum. Ekki var mikill snjór á Holta- vörðuheiðinni og í gærdag fór Akureyrarvagninn norður yfir heiðina. Skora á Alþingi að samþykkja áfengislaga- frumvarpið AÐALFUNDUR Stúdentafélags Háskóla íslands, var haldinn á sunnudaginn og gerði fundurinn eftirfarandi ályktun um áfengis- lagafrumvarpið: ) „Aðalfundur Stúdentafélags Háskóla íslands haldinn 11. okt. beinir þeirri eindregnu áskorun til þess háa Alþingis, að það sam þykki hið allra bráðasta áfengis- lagafrumvarp það sem nú liggur fyrir þvL Jafnframt verði etkið inn í frumvarpið ákvæði um að leyfa bruggim áfengs öls í land- inu og telur fundurinn að um jafn sjálfsagt mál þurfi enga þ j óðaratkvæðagreiðslu. Ennfremur skorar félagið á hið háa Alþingi, að svipta Stórstúku íslands allri fjárveitingu af ríkis- fé en þeirri upphæð verði í þess stað varið til byggingar drykkju mannahælis og annarra raun- haafra ráðstafana til úrbóta j áfengismálum þjóðarinnar“. _■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.