Morgunblaðið - 25.10.1953, Page 2

Morgunblaðið - 25.10.1953, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 25. okt. 1953* ] FRÁ HÁSKÓLAHÁTÍÐIIMIMI í GÆR Framh. af bls. 1. «ð láta börn sín ná stúdents- prófi og hefja síðan háskólanám. Á síðastliðnu vori luku 211 stúdentsprófi, við menntaskól- ana í Reykjavík og á Akureyri <Og við Verzlunarskóla íslands. Vaknar þá spurningin: hvernig stunda íslenzkir stúdentar nám, <er innritast við Háskóla íslands? Háskólakennarar hafa nú um xiokkurt skeið fylgzt með tíma- sókn stúdenta í öllum deildum og af skýrslum, sem gerðar hafa verið um þessa tímasókn, kemur í ljós, að stúdentar sækja illa tíma fýrstu árin. Eftirfarandi dæmi eru frá fyrra misseri síð- *sta árs, og er þá miðað við stúdenta skrásetta 1950, 51 og 62. í guðfræðideildi er saman- lögð tala þeirra hjá öllum kenn- \irum, er sótt hafa % tíma eða meira 44, þeirra, er sækja %—% "tíma 37, en þeirra, er sækja Vs ■eða minna 46. í aðalgreinum læknadeildar til fyrsta hluta hafa af 67 skrásettum stúdentúm 1950 Og 1951 40 sótt minna en 25% 1 þessum námsgreinum. Þeir munu margir hafa hætt námi. í laga- og hagfræðidéild er sam- ■anlögð tala þeirra, er sóttu meira en % hjá aðalkenr.urum í lög- fræði 41, þeirra, sem sóttu V3—%’ 56, þéirra, er sóttu minna en V3, 65. í hagfræðideild eru samsvar- ^ andi tölur þeirra, er sóttu tíma hjá aðalkennurunum tveim: meira en % 62, %—% 73, en minna en Vs 71. í íslenzkum fræðum eru samsvarandi tölur hjá 5 aðalkennurum: meira en % 39, 1/3—% 36, rrtinna en % 62. í verkfræðideild eru hinsvegar! tölurnar miklu hærri: í 10 grein- um samtals: meira en % 170,1 milli V3 og % 38, minna en % 19. 40 AF HUNDRAÐI LJÚKA BURTFARARPRÓFI Um leið héfir verið rannsakað, hve margir stúdentar af þeim, I sem innritast, ljúki burtfarar- prófi. Miðað hefir verið við eitt ár og kom þá í ljós, að rúmlega [ 40% ljúka burtfararprófi, en næst um 60% ljúka aldrei prófi, og' hverfa þeir svo að segja allir á' burt fyrstu 3 árin. Þeir, sem eru við nám á 4. ári, taka flestir próf, að örfáum undantekningum. Nú verður að gæta þess, að allmarg- ir stúdentar, piltar og stúlkur, láta innritast til þess að taka heim spekipróf, nema tungumál í B.A.-deild eða önnur fræði, án þess að keppa að því að Ijúka ernbættisprófi. En enginn vafi leikur á því, að ýmsir stúdentar komast aldrei á lagið að stunda nám sitt af alúð og hætta því námi eftir 1, 2 eða 3 ár. Háskóla- ráð æskti því fyrir rúmu ári heimildar í lögum til að skylda stúdenta til tímasóknar fyrstu árin,- en frumvarp þetta mætti rneghri andstöðu stúdenta og náði ekki fram að ganga. Hér var þó um að ræða hagsmuna- mál stúdenta og foreldra þeitra, er kosta þá til náms. Margir er- lendir háskólar, í Bandaríkjun- um og Bretlandi og vafalaust víðar, gera mjög harðar kröfur til stúdenta um timasókn, en aðrir háskólar halda fornum venjum og gera aðeins þær kröf- ur, að stúdentar fullnægi öllum þekkingarskilyrðum, er þeir ganga undir próf í voru litla þjóðfélagi væri eðlilegt, að strang ar kröfur væru gerðar um tíma- sókn, einkum þareð kennararn- ir eru fáir, og virðist engin skyn- samleg ástæða vera fyrir því, að ungur og efnilegur stúdent, er ætlar sér að ljúka embættisprófi, sæki ekki alla tíma, sem eru á boðstólum, ef heilsa eða fátækt hamlar ekki. Síðari hluta síðasta vetrar hefir stúdentaráð kynnt Sjálfsogi og hreinieiki hugans Ávarp Háskóiarektors ti! nýstodenla KÆRU ungu stúdentar! Ég býð yður öll hjartanlega ■velkomin til náms. Með glæstum vonum um gæfu- TÍka framtíð gangið þér nú til náms í háskóla vorum. Það er <eðli æskunnar að bera hugsjónir 1 hjarta, og vér gætum sagt, að |>ær sé oss í eðli bornar .Það er hlutverk yðar að vera trú þess- nm hugsjónum allt til æviloka. i»að er hugsjón yðar að leita yðar eigin gæfu í göfgandi námi, verða ciýtir starfsmenn þjóðfélagsins og rnænna lífsskeiðið á enda án þess •að nokkur blettur falli á hreinan skjöld æskunnar. Excelsior er takmark yðar, og til þess að því <yerði náð, eru oss öllum lagðar .allskonar skyldur á herðar. Há- skólanám er aðeins undirbúning- ur undir sjálft lífið, og á miklu -veltur, hversu þér verjið þessum beztu árum ævinnar, er þér <iveljist við nám. Sæll er sá, sem varðveitir til æviloka eld hug- sjónanna í hjara sínu á hverju ®em gengur í lífinu. Vegurinn íramundan virðist greiðfær, en <ótal torfærur munu verða á leið yðar eins og annarra, og er því Aallt undir því komið að þér haf- ið þrek og djörfung til þess að sigrast á þeim. Til þess er sjálfs- iögi og hreinleiki hugans framar jöIIu nauðsynlegt. Ég veit eigi, live margir yðar hyggjast ljúka1 liáskólanámi og taka embættis- J próf. Þér hafið heyrt af skýrslu ininni, að ekki helmingur þeírra, ■er á hverjum tíma innritast í há- •ekólann, hverfa þaðan að loknu aiámi með embættispróf. En þeim einkum, er stefna að því marki ■að ná embættisprófi, vil ég segja: Hefjið strax nám yðar af fullri «tlúð, sækjið alla tíma hjá kenn- urum yðar og haldið því áfram «vo lengi sem þér teljið þess þörf *að njóta handleiðslu þeirra. Ef |>ér fylgið þessari reglu og hvorki veikindi né aðrir erfiðleikar tefja «ám yðar, getið þér verið full- viss þess, að þér náið markinu og lífshamingjan mun brosa við yður. En það er erfitt að ganga hina beinu braut, og margskonar ■íreistingar munu verða á vegi j yðar. Gefið yður ætíð tíma til xólegrar yfirvegunar, þegar eitt- hvað óvænt ber að höndum. Lát- íð skynsemina ráða og gætið þess, að of mikil tilfinningasemi og i -allskonar hvatir kollvarpi ekki! þeim grundvallarskoðunum, er þér hafið aðhyllzt og yður eru' í blóð bornar. Forðist árekstra j skynsemi og tilfinninga og látið skynsemina ætíð ráða. Það er ] karlmannskuhugsjón vor. Þótt þér stundið nám fræði-’ greinar yðar af kappi, er yður1 nauðsynlegt að kynnast lífinu í margbreyttum myndum þess.1 Það er ekki nóg, að aðeins nokk- ur hluti meðfæddra hæfileika yðar þroskist. Ef ekki er aðgætt, I verða allir aðrir hæfileikar yðar' eins og kræklótt kjarr, sem visn-. ar að lokum og deyr. Alhliða þróun og sérhæfing um leið verð- ur að vera markmið yðar. Lífs-. reynsla mín segir mér, að það sé! mikil gæfa að vera borinn Islend-. ingur. ísland er meðal fegurstu landa jarðárinnar og óvíða orkar stórfengleiki náttúrunnar, víð-, sýni og víðfeðmi, jafn máttugt á hug uppvaxandi æsku og á voru laridi. Er nokkur æðri aðall hér á jörð en eiga sjón út yfir hringinn þröngva? Þeir, sem farið hafa víða um lönd og kynnzt lífi milljónaborga, skynja, að fámenni íslenzku þjóð- arinnar er lán vort og gæfa. I stórborgum getum vér vart þver- fótað fyrir þúsupdum manna, er skunda sinn veg, einsog hjarðir, er renna í stórhópum, en á voru landi blasir hvarvetna við feg- urð fjalla og dýrð náttúrunnar. Hér þroskast einstaklingseðlið betur en víða annarsstaðar, ekki sízt í sveitum landsins, og hér bíða ótal verkefni yðar að námi loknu. fsleridingar éru nú frjáls þjóð, og þótt mörgu sé erin ábótavánt í þjóðlífi voru og sUmt öðruvísi en vér hefðum óskað á þessum hættutímum, er vér lifum, hefir aldrei verið sótt fram af meiri dug, fórnfýsi og trú á framtíð þjóðarinnar en á síðusut árum. Vér vonum, að svo verði enn haldið fram og það verður gæfa yðar, þegar þar að kemur, að gerast brautryðjendur framtíðar- innar og vinna að gæfu íslands á öllum sviðurrt. Dóttir frelsisins er listin, og ekkert göfgar eins hugann og skilningur og nautn lista. Hún kennir manni hófsemi, réttlæti og góða siði, taumhald á ástríðum og hugar- rósemi, því að listin er bundin eilífum lögmálum, sem eigi má rjúfa. Kynnizt því list, einsog hún birtist í orðsnilld hugnæmra Ijóða og ritaðs máls, í tónverk- um og línum og litum fagurra málverka og mynda. Fagrar list- ir göfga manninn og vísa honum veg til fullkomnara mannlífs. Hvíld andans í fögrum listum er einsog að klífa fjallstind og njóta geisla morgunsólarinnar, meðan þoka hvílir enn í dölum niðri og fáir hafa lýst þessu betur en skáldið Einar Benediktsson, er hann kemst svo að orði: Hjá þér sig sjálfan finnur fallinn andi; í fordyrum síns eigin helgidóms; þar hjartað verður hreint og skil- ur fyrst, að heimþrá vor til guðs er lífsins kjarni. Því glampar eilífð yfir hárri list sem engils svipur ljómi yfir barni. Ég sagði áðan, að til þess að sigrast á erfiðleikum lífsins, er bíða yðar eins og annarra, væri sjálfsagi og hreinleiki hugans framar öllu nauðsynlegt. Þegar sumri lífsins hallar og vér get- um litið yfir farinn veg, munum vér flest vera þakklát foreldrum vorum fyrir guðs orð og góða siðu, er þau kenndu oss í æsku og óska þess eins, að vér hefðum aldrei hvarflað af réttri braut. Fagrir siðir prýða hvern mann og er meira virði en margur hyggur. Illt umtal, illt orðbrað, öfund og illgirni eru afkvæmi eigingirn- innar og sjálfsþóttans, og ekki aðeins kristin trú, heldur mörg önnur trúarbrögð kenna, að oss beri að útrýma öllum þessum löstum til þess að geta orðið sið- ferðilega þroskaðir menn og kon- ur. Samúð og ást til alls, er lífs- anda dregur, hvort sem eru menn eða málleysingjar éða lífsvérur á lægsta stigi, er grundvallarskil- yrði gæfuríks lífs, einsog ýmsir trúarbraðahöfundar hafa boðað. Reynsla kynslóðanna staðfestir þessi boðorð. Látið því, ungu stúdentar, hug- sjónir æskunnar vera 4eiðarljós yðar á ókomnum árum, og yður mun vel farnast. Ég tek af yður þau loforð, að þér virðið lög 'og reglur háskól- ans. Borgarabréf yðar munu verða yður afhent, að lokinni þess ari athöfn, í kennslustofum deild- anna. sér þessi mál nánar, og hafa komið tillögur fram í öllum deildum frú stúdentum að breyta um fyrirkomulag prófa og ef til 1 vill koma á smáprófum í öllum deildum á hverju vori. Má því ætla, að á næstu árum verði gerð bót á þessum málum, er ég hefi nú rætt, annaðhvort með timasóknarskyldu eða árlegum prófum eða hvorttveggja. Hins- vegar er það alkunna, að of marg ir stúdentar stunda nú nám í ýms- um deildum án þess að fyrir- sjáanlegt sé, að þeir geti fengið embætti við sitt hæfi að námi lbknu. Ég tel, að engar hömlur beri að setja við. að allir, sem þess óska og hafá hséfileika til, geti náð stúdentsprófi, en að marigir þeirra eigi þá að leita til framleiðslustarfa þjóðarinnar í stað þéss að byrja á háskóla- ! námi, sem mjög tvísýnt er um, ; að verði þeim til þeirrar gæfu, er til er ætlazt. , Enginn skyldi þó ætla, að meiri hluti þeirra stúdenta, er ■ hefja nám við erlenda háskóla, ljúki háskólaprófi. 1 skýrslu, er nýlega hefir verið birt um ame- , ríska háskóla, segir, að ekki helmingur þeirra, er rétt hafi til að sækja college, fari þangað til náms, og af þeim, er þá skóla sækja, ljúki 45% aldrei námi, þrátt fyrir strangt eftirlit. Ég hefi að þessu sinni rætt um fjármál háskólans og um nám stúdenta. Innan margra ára mun stúdentaíjöldinn nálgast 1000, og af þeim munu aðeins rúml. 400 ljúka háskólaprófi, að óbreyttum aðstæðum og miðað við núver- andi ástand. Hinn hópurinn, sem lýkur ekki prófi, verður að leita annarra starfa, og má segja, að þjóðfélaginu sé hagnaður að því að fá svo marga akademiska borgara með góða menntun til ýmiskonar starfa, og ættu þeir engu síður að geta unnið þjóð- inni rnörg hagnýt störf en hinir, þótt þeir gerist ekki embættis- menn. \ STYRKJA VERÐUR OG EFLA HÁSKÓLANN Háskólann sjálfan verður a?! efla og styrkja á ókomnum ár-< um. Hann verður að gegna sínu mikilvæga starfi að ala upp og mennta embættismenn þjóðarinrí ar Og forystumenn hennar, og hann á að vera vörður íslenzkg þjóðernis og íslenzkrar menning- ar svo lengi sem íslenzk tunga rir töluð og þjóðin ræður sínuni rrtalnm s.jálf. Landið er að mestu óunnið enn, og ótal verkefni blasa við og bíða úrlausnar. Það er gæfa uppvaxandi kynslóðar a?S eiga þéSs kost að getá starfað að framtíðarmálum íslands. Þesa væri óskandi, að háskóli vor gæti frekar en orðið er unnið að vís- indálegum rannsóknum á sem flestum sviðum. Það er Og skylda hvers háskólakennara að sinna fræðilegum störfum, og hafa margir háskólakennarar vorir unnið merkileg fræðileg störf. En margskönar þarfir knýja k, aukinn bókakostur, allskonar tæki til rannsókná Og fé til um- ráða. Einkum er þó mikilsvert, að þeir fáu afburðamenn, sern með háskólanámi sínu hafa skar- að fram úr og hafa huga á þvl einu að fást ævilangt við vísinda legar rannsóknir, fái skilyrði til starfa. Aukin þelcking er dýrmætasti fjársjóður hvers manns. Menn eiga ekki að afla hennar til þess að ná völdum og metorðum eða til þess að auka tekjur sínar, held ur til þess að skapa betri lífs- skilyrði fyrir alda og óborna og stuðla að því, að menning ög farsæld megi ríkja í landi vorú. Látum oss vona, að háskóli ís- lands starfi í þeim anda á ó- komnum árum. Bókaúfgáfa Isafoldarprenf- smiðju fjölbreyff sem fyrr BÓKAÚTGÁFA er að færast í sama horf og var fyrir stríð. Það er að segja hún er aftur orðin áhættusöm og lítið arð- vænleg. Þannig komst Gunn- ar Einarsson forstjóri ísafold- arprentsmiðju að orði er fréttamaður Mbl. átti tal við hann. Undanfarin ár hafa verið ó- venjulegir tímar. Fólk hafði þá mikil auraráð,. en aðflutningur til landsins var lítill af ýmsum varningi, sem helzt var notaður til gjafa. Þessvegna varð bókin I hentugasta jóla- og afmælisgjöfin í sumum tilfellum var ekki ann- arra kosta völ. VANDAÐ TIL ÚTGÁFU Nú eru tímarnir breyttir, ekki eins mikið peningamagn og svo I nóg af hverskonar varningi til tækifærisgjafa. Þá er óhindraður innflutningur erlendra blaða og bóka. Er minnkuð bókaútgáfa innanlands því eðlileg þróun. Því hlýtur um leið að fylgja að útgáfufyrirtækin vanda betur eri nokkru sinni áður til bóka- útgáfu sinnar. BÆÐI SKÁLDSÖGUR OG FRÆÐIRIT í haust gefur ísafoldarprent- smiðja að vanda út ýmis rit, bæði skáldsögur og fræðirit. Skýrði Gunnar Einarsson Mbl. í stuttu máli frá helztu bókunum. Út kemur IV. bindi ritsafns Benedikts Gröndals. í því er m. a. sjálfsævisaga hans, Dægra- dvöl, sem er ein þeirra bóka, sem landsmenn teiguðu í sig, er hún kom út. Tilætlunin var að bindin í safni þessu yrðu fjög- ur ,en þegar til kom varð efni?8 meira og er ætlunin að 5. bindi komi út á næsta ári með bréfum, sýnishornum af teikningum og skrautritun skáldsins o. fl. BÓK FRÁ GUÐRÚNU í LUNDI Ný bók er væntanleg eftlt GuSrúnu frá Lundi. Þetta ee annað hefti af Tengdadóttur- Eftir Guðrúnu frá Lundi kemu*! í haust út 2. bindi af Tengdadótt- urinnf. inni. Fyrsta bindið, sem ú| kom í fyrra varð metsölubók ársins. Gunnar vill ekkerl segja um atburðarásina I þessu nýja bindi. En fólk unn allt land bíður þessa bindið með óþreyju. Skáldsaga eftir Guðmund Framh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.