Morgunblaðið - 25.10.1953, Síða 10
10
MORCUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 25. okt. 1953
m
heldur almennan félagsfund sunnudaginn 25. okt. ;
kl. 2 e. h. í Alþ>3uhúsinu við Hverfisgötu.
1 : i
Fundarefni: 1
l '
; 1. Félagsmál.
2. Kjarasamningarnir. ;
J •• ,
3. Onnur mal. I
Í adljLffcg 3
Fundurinn er aðeins fyrir félagsmenn, er sýni !
;
; dyraverði félagsskírteini.
• i
; Stjornin.
: i
Skemmtiferð
■
til Italíu og Spánar |
■
■
■
Ein hjón og tveir einstaklingar geta fengið far með •
skipi til Miðjarðarhafsins núna um mánaðamótin. ;
■
Heimkoma um 1. desember. ;
■
■
■
■
■
JJerÍaóhrijótojan Orioj hj. \
veitir allar upplýsingar. Sími 82265. :
Sænskar kryddvörur
Höfum fengið mjög góðar sænskar kryddvörur,
m. a. Soju, Sinnep og Majonese.
Reynið gæði hinna þekktu
Slotts-Majonese
og
Brio-Soju
aqnúó ^JJiaran W^~
Umboðs- og heildverzlun.
Duglegan
Sendisvein
vantar nú þegar hálfan eða allan daginn.
W ** SIMI 4Z05
:
:
AÐVÖRUN
til kaupenda
Morgunblaðsins
Athugið að hætt verður án frekari aðvörunar að senda
blaðið til þeirra, sem ekki greiða það skilvislega. Kaup-
endur utan Reykjavíkur, sem fá blaðið sent frá afgreiðslu
þess hér, verða að greiða það fyrirfram.
Reikninga verður að greiða strax við framvísun og
póstkröfur innan 14 daga frá komudegi.
uvu»
■•■■■«■ ■■■■■■■■•■■■■■••■■• IIMH< I
■•■MMU
LIST OG FEGURÐ
eftir Síirion Jóh. Agústsson
• •
Þetta er bókin uni fegurðar-
hugsjónina og hvernig hún
hirtist í listuin og skáhlskap.
• • • *
Frá uppha.fi hefir
íslenzk aiþýða ver-
ið áhugasöm um
list og skáldskap
og löngum hefir
verið margræti um
þau efni. Á síðustu
árum liafa ^koðan-
ir manna verið
mjög skiftar um
hefðbundna list og
hinar nýrri stefn-
ur í skáldskap og
myndagerð. —
Hér er tímabær
greinargerð um
iist og hið eilífa
gildi hennar og
þýðingu ofan við
dægurþras og
tízkudóma. Ölium
þeim mörgu, sem
unna list og njóta
listar og vilja öðl-
ast fyllri skilning
á henni mun bók
þessi verða aufúsu
gestur. —
Bókin er prentuð í mjög litlu
upplagi.
SPARTA
DREIMGJAFÖT
Kaupið jólafötin tímanlega.
Útsala í Reykjavik í verzl-
un Martoins Einarssonar &
Co. — 1 Keflavík í klæða-
verzlun Jóhanns Pélnrssonar
Bílaverkstæði
Lítið bílaverkstæði, á góð-
um stað í bænum er til
sölu. Hagkvæmt verð. Þeir,
sem æskja uppk, sendi tilb.
til Mbl. fyrir 30. þ.m. merkt
,,Sjálfstæður — 099“
Marpét Jónsdóttir
Hamraendum níræð
ÞAÐ er hár aldur að verða 90
ára gamall, ekki sízt þegar um
er að ræða konu, sem verið hefur
húsmóðir á stóru sveitaheimili í
sex áratugi, og eignast fjölda
barna og háð erfiða lífsbaráttu
fyrri hluta æfinnar. En svona er
þetta um gömlu konuna á Hamra-
endum í Breiðuvík á Snæfells-
nesi. Hún hefur staðið eins og
hetja í stríði lífsins, örugg og
djörf, og sigrað.
Margrét Jónsdóttir, kona Sig-
mundar óðalsbónda á Hamraend-
um, Jónssonar, er Skaftfellingur
að ætt, eins og maður hennar,
enda eru þau hjónin systkina-
börn. — Hún er fædd í Skamma-
dal í Mýrdal 25. október 1863.
Saga þessara merku hjóna er
harla sérstæð og eftirtektarverð.
— Rétt um aldamótin síðustu eru
þau ung og nýgift hjón austur
í Mýrdal. Þau eiga lífið framund-
an, eru framgjörn og langar til
þess að drífa sig, en eru háð hin-
um litlu möguleikum og seigl-
unni, sem lá eins og mara yfir
lífi allra manna á þessum erfiðu
árum. — Það vaknaði hjá þeim
Amerikuhugur, eins og svo mörg-
um öðrum, en böndin við ættjörð-
ina urðu sterkari. En samt tóku
þau sig upp úr átthögunum, og
fluttu vestur á Snæfellsnes, þang-
að sóttu þau gæfu sína.
Það er ekki ætlun mín, að fara
að segja hér hina merkilegu bú-
skaparsögu Hamraendahjónanna
og barna þeirra, en aðeins minn-
ast húsmóðurinnar nokkrum orð-
um. — Ég kynntist Margréti
ekki fyrr en hún var orðin roskin
kona, en við fyrstu sýn og kynni
var mér ljóst, að hér var sér-
kennileg og góð kona á ferð. — Á
yfirborðinu er viðmót Margrét-
ar hrjúft og laust við alla til-
gerð og tildur, en hið innra á hún
viðkvæmt hjarta og með henni
býr mikil kvennleg fórnarlund,
og skal hér sögð saga frá æsku-
árum hennar, sem ber þessu vitni:
Þegar Margrét var orðin 18 ára
gömul, eða fulltíða stúlka, var
holdsveik kona á Giljum í Mýr-
dal, sem Ólöf hét. Hún hafði
orðið fyrir því böli, að verða
holdsveik, og þegar svo var kom-
ið, yfirgaf „ektamakinn“ hana.
Hún var orðin honum til trafala,
og því sigldi hann sinn sjó og
skyldi hana eftir einmana. Hún
var dæmd til þess að lifa harm-
kvæla lífi, kaunum hlaðin. —
Einhver óhægð var um veru
Ólafar á Giljum og vildi hún
komast þaðan. Þrjár ferðir gjörði
þessi vesalingur að Skammadal
til foreldra Margrétar og bað þau
að taka sig, en þau voru treg
til þess vegna barnanna, sem
voru þá mörg á palli, en í öll
skiptin gekk hún þaðan vonsvik-
in og grátandi, og hafa það ef-
laust verið þung spor. — Það var
i síðasta skiptið, sem Ólöf holds-
veika kom í Skammadal og baðst
þar dvalar, að Margrét komst
við og tók til hjartans, þegar
hún sá hversu hnuggin hún varð
og hversu hún grét sáran, þegar
hún fékk afsvar foreldra hennar
um dvöl hjá þeim. — Þegar Mar-
grét horfði út um litla gluggann
á baðstofunni og sá þennan kaun-
urn hlaðna aumingja staulast, af
veikum burðum, í burtu grátandi,
hét hún sér því, að slíkt skyldi
ekki koma fyrir aftur. Hún fór
því til móður sinnar og bað hana
um að fá að taka Ólöfu á heimilið
og bauð að annast hans að öllu
leyti ein í hjáverkum sínum.
Þetta var henni veitt, Og flutti
Ólöf að Skammadal um vorið.
Þar var búið um hana í rúmi í
baðstofuhorninu, en þar lifði hún
aðeins eitt ár.
Þetta ár varð Ólöfu erfiður og
ömurlegur þrautatími, þó að
lylargrét legði sig alla fram um
að létta kvalir hennar. — Veikin
elnaði svo að gamla konan steig
varla á fæturnar þetta ár, enda
var eins og fætur hennar spillt-
ust mest; — á þeim voru opin
sár, sem rotnuðu svo, að skein
í berar sinar og bein. — Um
kaunin bjó Margrét daglega og
bar í þau smyrsli og græðandi
feiti, sem til náðist, en þegar
hún tók umbúðirnar frá sárunum,
lagði úr þeim svo mikinn ódaun,
að henni leið oft í brjóst, — til
þess að þola þetta, varð Margrét,
síðustu máunðina, að binda fyrir
vit sín í hvert sinn og hún tók
frá sárunum.
Ólöf holdsveika var blíðlynd
kona og góðvildin sjálf. Hún hefði
viljað vera öllum til geðs, og ekki
var lítil þakklátssemi hennar til
Margrétar, sem að vísu sýndi
henni þann einstakasta kærleika,
án þess að mæna til launa. —
Það kom ekki fyrir sá dagur, að
þessi aumingi ekki bæði þann,
sem öllu stjórnar, að ipuna vel-
gjörðamönnum sínum. — Þær
bænir hafa verið heyrðar.
—o—
Geta má nærri um það, að
hjartalag það, sem Margrét á
Hamraendum, átti þegar hún var
18 ára stúlka austur í Mýrdal, og
framanrituð frásögn lýsir, hefur
hún ekki skilið eftir fyrir austan.
Við Snæfellingar vitum bezt, að
hún flutti mannkosti sína og sál-
argöfgi með sér vestur og þar
höfum við notið þessara „fornu
dyggða“, í meira en hálfa öld.
Að endingu þettö: Ég bið Guð
að gefa Margréti góða elli, og bið
blessunar hans yfir hana, góðum
eiginmanni hennar, börnum
hennar mörgu og afkomendum í
alla liði.
Oscar Clausen.
1 - X - 2
ÚRSLIT leikjanna á síðasta get-
raunaseðli urðu:
Bolton 1 — Wolves 1 x
Burnley 3 — Cardiff 0 1
Charlton 1 — Arsenal 5 2
Liverpool 3 — Sheffield U 0 1
Manch. Utd 1 — Aston Villa 0 1
Middlesbro 0 — Blackpool 1 2
Newcastle 0 — Huddersfield 2 2
Preston 6 — Sunderland 2 1
Sheffield W 4 — Portsmouth 4 x
Fulham 1 — Doncaster 2 2
Leeds 3 — Derby 1 1
Rotherham 1 — Everton 2 2
Úrslit annarra leikja í gær:
Tottenham 3 — Manch. City 0
W. B. A. 5 — Chelsea 2
Birmingham 5 — Brentford 1
Leicester 1 — Oldham 0
Luton 1 — Lincoln 0
Nottm. Forest 3 — Bristol R 1
Plymouth 3 — Notts Co 3
Stqke 4 — Bury 0
Swansea 1 — Hull 0
West Ham 2 — Blackburn 1