Morgunblaðið - 18.11.1953, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 18 nóv. 1953
MORGVISBLAÐIÐ
JÓN H. ÞORBERGSSON:
LANDBÚNAÐ
I 20. og 21. tölublaði Varðbergs
þ. á., birtist grein eftir Alexander
Guðmundsson, sem hann nefnir:
„Þjóðarbú og verðbólga“. Grein
þessi er rituð af óvenjulegri fá-
vizku um landbúnaðinn og um
leið illmúraður blekkingaáróður
í hans garð.
Þar sem telja má landbúnað-
inn þýðingarmesta nauðsynjamál
þjóðarinnar en á hinn bóginn orð
jnn til í landinu ótrúlegur fjöldi
fólks, sem ekkert skyn ber á
Starfshætti hans og þýðingu fyr-
ir heildina, þá er nauðsynlegt að
halda öfluglega fram réttum upp
lýsingum um landbúnaðinn og
kveða niður allar villukenningar
um hann. Ég hefi beðið eftir því
að forustumenn og launamenn
Stærstu félagasamtaka bænda,
eins og Búnaðarfél. íslands og
Stéttarsambands bænda, tækju
þessa grein Alexanders til ræki-
legrar athugunar í opinberu rit-
máli, en hefi ekki orðið þess var.
Alexander GuðmundssOn seg-
ir: Að mestu leyti á allt kauplag
og verðlag sitt upphaf í búnaðar-
vöruverðinu og skulu nú færð að
því nokkur og fullgild rök. —
„Landbúnaðurinn getur vikið sér
undan áföllum verðbólgunnar",
og hann segir: „Hitt er aftur á
móti jafnljóst og bjartur dagur
að landbúnaðurinn hefir, með of
háu verðlagi á framleiðsluvörum
sínum, fært sjávarútveginn í þá
spennitreyju, sem hann fær sig
ekki losað úr og ekkert olnboga-
rúm gefur honum til aukinna at-
hafna“. Og enn segir A. G.:
„hefir búvöruverðinu verið hald-
íð uppi og þeirri verðbólgu og
dýrtíð, sem allt at.vinnulíf við
sjávarsíðuna er að sliga“.
ÝMSAR ORSAKIR
Nei, dýrtíðin og verðbólgan á
ekki upptök sín í of háu verð-
lagi innlendra landbúnaðar-
afurða. Hún á upptök sin í því
að fólk í þéttbýlinu hefir lifað
um efni fram, eytt meiru í dag-
legt umstang, heldur en íslenzkir
staðhættir og möguleikar gátu
látið í té. Samkvæmt þeim lifn-
aðarháttum hafa svo ver-
ið reistar kröfur, sem launaupp-
hæðir hafa verið byggðar á,
meira en á þeim eina og rétta
grundvelli, sem er einfaldlega sá,
hvað framleiðsluatvinnuvegir
þjóðarinnar gefa í aðra hönd á
hverjum tima. Að lifa um efni
fram felst ekki eingöngu í fæði,
klæðum og öðrum aðstæðum,
heldur svo mjög í daglegum
vinnuafköstum. Dýrtíðin stafar
líka af því hversu margir þjóð-
félagsþegnar troða sér inn í létt-!
ar launastöður, en hverfa um
ieið úr þjóðfélaginu, sem ábyrg-
ir framleiðendur. — Fólk, sem
fullnægir þörfum sínum með eig-
in framleiðslu, stendur á móti
verðbólgu.
„KRÆKIBER í ÁMU“
Af hálifnaðinum kemur svo
margt fleira til sögunnar, sem I
veldur dýrtið og verðbólgu svo1
sem miklar skattaálögur, verð-;
lækkun krónunnar, verkföll og!
þrætur, alltof dýrt og umfangs-
mikið stjórnarfar o s. frv.
Það er ekki verð landbúnaðar-
vörunnar, sem er sjávarútvegin-
um fjotur um fót Útgjöld hans
í innkaupum þeirrar vöru er eins
og krækjuber í ámu, á móti öðr-
um útgjöldum útvegsins. Hans'
þyngstu útgjaldaliðir eru launa-!
greiðslur -— samkvæmt hálifn- |
aðinum — og svo hinn gífurlegi
innflutningur útlendrar vöru, J
sem hann þarf að hafa til að
reka framleiðsluna, sem glöggt
má sjá. m. a. á því að fiski-
skipin — bújarðirnar á sjónum •—
eru líka innflutnirgsvara. Þetta
tvennt hafa verið og eru aðal
örðugleikar sjávarútvegsíns. Og1
þeirra vegna voru þær ráðstaf-
anir gerðar að lækka gjaldeyrir-
inn innlenda og ákveða báta-
gjaldeyrinn, sem hlaut að auka
verðbólguna og skattleggja alla
landsmenn. Til dæmis ef bóndi
kaupir jeppabíl, má hann greiða
um leið um 12 þúsund krónur í
bátagjaldeyrissafnið
Þótt Alexander Guðmundsson
fullyrði, í fávisku sinni, að land-
búnaðurinn eigi sök á verðbólg-
unni í landinu þá er hægðar-
leikur að sanna hið gagnstæða:
Það er landbúnaðurinn, sem mest
hefir staðið á móti verðbólgunni
og veit ég ekki hvar þjóðin stæði
nú fjárhagslega, ef hans hefði
ekki notið við.
Fólkið í landbúnaðinum vinn-
ur bara eftir þörfum og er ákaf-
lega duglegt að vinna. — Það
er ábyrgir framleiðendur og
keppist við að auka aflaföng sín,
sem mest af iandsins gæðum. Það
lifir yfirleitt ekki um efni
fram, en sníður kröfur sínar, í
lifnaðarháttum, samkvæmt af-
komumöguleikum þeim, sem
landið býður og framleiðslan gef-
ur í aðra hönd. — Það eykur,
í rasktunarstörfum og öðrum
varanlegum umbótum, höfuð-
stól þjóðarinnar og skapar um
leið lífsskilyrði fyrir fleira fólk
í landinu. Ef allir stéttir í land-
inu hefðu hliðstæðar starfsað-
ferðir og lifnaðarháttu, eins og
bændastéttin, þá væri hér .engin
verðbólga til.
Landbúnaðurinn getur ekki
„velt sér undan áföllum verð-
bólgunnar“ — samkvæmt skoðun
eða skoðunarleysi A. G. — á
annan hátt en þann að nota ekki
við framleiðsluna það fólk sem
hálifnaðurinn í kaupstöðunum
hefir ,,menntað“ upp til þess að
vinna aðeins, 8 stundir á dag. —
Þetta kemur raunar af sjálfu sér
því það er ómögulegt að reka
landbúnað með þannig löguðum
vinnumáta og þá ómögulegt að
selja landbúnaðarvöruna á fram-
leiðslukostnaðarverði.
„IIVORUGU TIL AÐ DREIFA“
Ef landbúnaðarvaran væri seld
á allt of háu verði, sem héldi
niðri öllum öðrum atvinnurekstri
í landinu þá ættu bændur að vera
tekjuhæstir húsráðendur í land-
inu og ráða yfir gildum sjóðum.
En hvorugu slíku er nú til að
dreifa.
A. G. vill sýna rökfimi sína
með því að fara í landbúnaðar-
skýrslu og sýna fram á hve geysi-
miklar nettótekjur bændur hafi.
Tilfærir hann að 6281 bóndi hafi
samanlagt 136 miijónir og 800
þúsund krónur í nettótekjur á
ári. En hann tekur það ekki með
í reikninginn að á hvern bónda
eru þetta ekki nema kr. 21,780,00.
Af þessari upphœið á bóndinn að
framfleyta sér og sínum, viðhalda
og auka bújörð sína, greiða opin-
ber gjöld, standast öll áföll af
harðæri og öðru o. s. frv.
Ég er hræddur um að launa-
mönnum þjóðarinnar, skipstjór-
um og mörgum íleir: utan bænda
stéttarinnar þættu þetta léleg
laun, sem vonlegt er, hér í landi
dýrtíðar og hálifnaðar. Þessar
einföldu tölur um tekjur bænda
afsanna raunar allt það um verð-
bólgu, sem A. G. vill sanna og
þau „fullgildu rök“, sem hann
lofar í upphafi greinar sinnar,
verða létt á metunum, og þar
sem hann tilfærir sjálfur höfuð-
tölurnar má segja að sér grefur
gröf þótt grafi.
En A. G. telur sig ekki í vand-
ræðum með að hækka tekjur
bænda. Hann hefir farið í skýrsl-
ur Páls Zop. í Búnaðarritinu og
séð þar að einhver bóndi er tal-
in að hafa haft einhverntíma
33 þús. krónur nettótekjuf af
kúabúi sínu. Til þessarar nettó-
framleiðslu þurfti bóndinn töðu
handa kúnum, sem kostaði 40
þús. krónur. Þær 40 þús. gerir
A. G. að nettótekjum bóndans
líka og ákveður árstekjur hans
þannig yfir 70 þúsund krónur.
Samkvæmt þeirri niðurstöðu
hjá A. G. þá á bóndinn að geta
selt allt heyið og látið kýrnar
mjólka fullkomið þótt hann gefi
þeim ekki neitt. Alveg er það stór
furðulegt að á þessum timum
upplýsinganna skuh svona fárán-
leg vitleysa vera b;rt á prenti.
★
Á SÍÐASTLIÐNUM vetri reyndi
ritstjóri Árbókar landbúnaðarins,
í grein, sem birtist þar, að sýna
fram á það. hverju næmu skuld-
lausar eignir bænda. Varð nið-
urstaðan hjá honum sú, að bænd-
ur ættu fríiega búfénað sinn,
skuldlausan og ekki annað.
Allt ber að sama brunni við-
víkjandi fullyx-ðingum A. G. um
það að landbúnaðurinn dragi sér
óverðskuldað fé, frá öðrum at-
vinnugreinum. Það liggur ekki
óljóst fyrir að slíkt mas hans allt
er fleipur eitt. A G. teiur það
varhugavert að leggja mikið fé
til fjárfætingar umbóta landbún
aðarins. Lýsir sér þar glögglega
grunnfærni hans Hér gæti
hvorki verið sjávaiútvegur, iðn-
' aður eða annar atvinnurekstur,
með búsetu í landi þess fólks,
I sem stundar þá atvinnuvegi, ef
j engin væri landbúnaðurinn. —
' Hann er undirstaðan undir bú-
, setu þjóðarinnar í iandinu nú og
I um alla framtíð. Alla undirstöðu
ber að hafa sem traustasta og
i þjóðin kemst ekk: hjá því að
hefja nú þegar stóra sókn í land-
búnaðinum, með hundruð millj-
óna fjárfestingu, til þess að
j treysta sem mest og auka, sinn
staðbundna höfuðstól, svo og
jfjölga þvi fólki, sem sjálft sér
j um þárfir sínar í framleiðslu og
, vinnur á móti verðbólgu og öðr-
um öfgum í lifnaðarháttum þjóð-
arinnar.
A. G. telur að til verðgrund-
vallar verði að leggja stórbú með
fullri tækni í fram’eiðslu. Mundi
þá líklega hendi næst að miða
við ríkisbúin. Þau eru stór og
þar er tæknin mest. En svo und-
arlega vill þó til að þau eru viss-
ust með að vera rekin með tapi.
GAGNKVÆM ÞÖRF
A. G. má ekki ætla að kaup-
staðarfólk kaupi landbúnaðaraf-
urðir i þarfir bændanna einvörð-
ungu. Þörfin er gagnkvæm. Það
má heldur enginn ætla það að
landbúnaðurinn eigi eingöngu að
vera og verða fyrir innlendar
þarfir og markað. Hann á að
verða í framtíðinni líka mikill
útflutningsatvinnuvegur fyrir
þjóðina. Það er ekki svo langt
siðan landbúnaðarafurðir vorúi
1/5 til 1/7 af öllum útflutningi
og hægt mun nú þegar að hefja
mikinn útflutning þessarar vöru
ef vörumágn væri fyrir hendi
og skynsamlega og ötullega væri
unnið að því að vinna vörunum
markaði. (T. d. er dilkakjöt í
Danmörku dýrara er hér í landi).
Fólk, til sjós og sveita, hér í
landi, þarf að hafa margvísleg
gagnkvæm og vinsamleg við-
skipti sín í milli og er illt verk
að ala þar á úlfúð eða misskiln-
ingi. Aðalframleiðsluatvinnuveg-
ir þjóðarinnar verða að styðja
hvorir aðra, ef vel á að fara og
sameiginieg stefna þeirra verður
að vera sú að þeir standi á eigin
fótum í framtíðinni. Þéttbýlis-
fólkið kaupir afurðir frá strjál-
býlinu. Sveitafólkið kaupir sjáv-
arafurðir frá þéttbýlinu og svo
iðnaðarvöru, blöð. bækur og
margt fleira. Þéttbýlið dregur að
sér fjármagnið, seni er í veltunni.
Þannig safnast eðlilega fólkið
þar sem íjármagnið er. Jarðir
hafa farið í eyði og jafnvel heil-
ar sveitir af þeim ástæðum. En
nú er fyrir dyrum ný öld í land-
búnaðinum. Rafmagnið kemur í
sveitirnar og miklu starfsfé hlýt-
ur að verða, á næstunni, veitt
inn á þennan atvinnuveg honum
til vaxtar, til að trvggja búsetu
þjóðarinnar í landir.u. Nú þegar
sendir fólkið, í þétíbýlinu, þús-
undir barna til sumardvaiar í
sveitinni. Sumt af þeim verður
sveitafólk. Stöðvun verður á
straumnum úr sveitunum með
meira fjármagni þar til rækt-
unar, nýbýla og margvíslegra um
bóta. Svo má fara að fóikið vilji
þá helst vera í sveitinni.
Á FRAMLEIÐSLUNNI
LIFIR ÞJÓÐIN
Ég bendi á það sér í grein
þessari hve mikla þjóðarörðug-
leika það skapar, þegar fólki stór-
fækkar með þjóðinoi, sem stund-
ar ábyrga framleiðslu. Sú öfug-
þróun hefir magnas: mjög í þessu
landi einkum hina síðustu ára-
tugi. Kann það ekki góðri lukku
að stýra því að á framleiðslunni
lifir þjóðin.
Um síðustu aldamót mun nær
80% af þjóðinni hafa stundað
atvinnuvegi framleiðslunnar, þar
af um 72% landbúnað. Með ýms-
um breytingum á arvinnuháttum
í landinu er eðlileg1' að hlutfalls-
tala þessi breytist En þetta er
orðin altof mikil tylting. Nú er
hlutfallstalan, nær 80 komin of-
an í 30. Það er lar'gsamlega of
lítið að sá hluti þjóðarinnar, sem
stendur að framleiðslunni sjálfri
séu aðeins 30% — eða 20% land-
búnað og 10% sjávarútveg. —
Að iðnaðinum í landinu stendur
nú um 20% af þjcðinni. Það af
því fólki, sem vinnur að iðnaði
úr innlendri framleiðslu getur að
vissu leyti ta’list með framleið-
endum, þótt það beri ekki ábyrgð
á framleiðslumagni En getur þó
haft áhrif á framleiðslumagn,
einkum ef Vel gengur að selja
iðnaðarvöruna til i'úlanda.
Ég hefi oft, bæð’ í ræðu og
riti, reynt að sýna fram á það,
hve mikil nauðsyn það er fyrir
þjóðina, til jafnvægis í atvinnu-
og lifnaðarháttum að helmingur
(50%) hennar stundaði landbún-
aðinn. Útlistun þess málefnis
gæti ve.rið heil bók. En tímarnir
munu sanna þessa nauðsyn.
BREYTING NAUÐSYNLEG
Hér þarf að verða breyting á.
Fólkið verður að stefna inn á
framleiðsluna, en ekki frá henni.
Það verður þjóðin og leiðtogar
hennar að skilja og haga sér sam
kvæmt því. Manntegund eins og
Alexander Guðmundsson verður
að verða nauðbeygð til þess að
kasta pennanum og taka reltuna.
Ég komst svo að orði, hér að
framan, að iandbúnaðurinn væri
þýðingarmesta nauðsynjamál
þjóðarinnar. Ég geng út frá því
að meiri hluti fólks í landinu,
finnst hér of mikið sagt. En þetta
er hægðarleikur að rökstyðja, en
værður hér gert aðeins í örstuttu
máli:
1. Landbúnaðurinn er undir-
staða fyrir búsetu þjóðarinnar í
landinu.
2. Þjóðin á þetta land með þess
gögnum og gæðum, ræktað land,
sem aidrei bregst eða færist úr
stað, eina milijón ha óhreyfða.
Grcðurmold, heitt vatn í jörðu,
fossaafl o. fl.
3. Landbúnaðurinn býður
fjölda fólks lífsskilyrði.
4. Lanabúnaðurinn veitir þjóð-
inni hennar dýrmætustu lifsnauð
synjar.
5. Landbúnaðurinn framleiðir
nú þegar vörumagn árlega fyrir
mörg hundruð milljónir króna.
6. í sambandi við ræktun og
gróður jarðar þróast, fyrst og
fremst, íslenzkir lifnaðar- og
menningarhættir.
7. í sambandi við gróður jarð-
ar eru hin æskulegu skilyrði til
uppeldis og þroska börnum og
æskulýð til þjóðlegrar menning-
ar.
8. í sambandi við gróður jarð-
ar, ræktun og landbúnað, lifir
fólkið og gerir kröfur í samræmi
við möguleika þá, til afkomu,
sem landið hefur að bjóða.
9. f sambandi við gróður jarð-
ar og hið margþætta líf náttúr-
unnar til landsins, hefur fólk
bezt skilyrði til að eignasLþekk-
ingu á lífinu og framhaldi þess.
10. Þjóðin hefur vanrækt iand-
búnaðinn og verður að snúa þar
við.
Landbúnaðinn vantar tilfinnan.
lega leiðtoga, sem fórna sér fyrir
hann og eru fullir fagurra hug-
sjóna um líf og ræktun sveit-
anna, þjóðinni allri til blessunar
og frama. Honum eru ónýtir hug
sjónadauðir sjálfdýrkarar, sem.
tala og rita dautt mál, jafnvel
þótt þeir séu skreyttir titlum og
orðum.
Jón II. Þorbergsson.
Sjálhtæðisfélag
Keflavíkur hélt af-
mæli sift háfiftegt
s. I, laugardag
KEFLAVÍK, 16. nóv. — Sjálf-
stæðisfélag Keflavíkur hélt há-
tíðlegt afmæli sitt s.l. laugar-
dagskvöld með hófi í Bíókaffi.
Sem gestur félagsins var forsæt-
isráðherra Ólafur Thors og frú.
Hófið hófst með sameiginlegrí
kaffidrykkju kl. 8,30. — Alfreð
Gislason, bæjarfógeti, setti hófið
og bauð forsætisráðherrahjónin.
velkomin. Því næst flutti for-
sætisráðherra ræðu. Ræddi hann.
um stjórnmálin og kom víða við.
Var ræðu hans tekið með mikl-
um fögnuði.
Þá tók til máls Karvel Ög-
mundsson og flutti snjalla ræðu.
Því næst flutti ræðu Benedikt
Þórarinsson, formaður Heimis,
félags ungra Sjálfstæðismanna í
Keflavík. Þá sungu þrjár stúlkur
frá Reykjavík með aðstoð dr.
Urbancic. Því næst kom fram
hinn vinsæli gamanvísnasöngv-
ari Gestur Þorgrimsson og
skemmti.
Að loknum skemmtiatriðum
voru borð upp tekin og dans stig-
inn fram eftir nóttu. — Ingvar.
Ný stjórn Mynd-
listnrskólans
AÐALFUNDUR Myndlistarskól-
ans i Revkjavík var haldinn á
fimmtudaginn var. — Kosin var
ný stjórn og skipa hana: Ragnar
Kjartansson leirkerasmiður for-
maður, Sæmundur Sigurðsson.
málari, ritari. Jón fe. Jónasáon,
málari, varaformaður. Einar Hall
dórsson, skrifstofumaður gjaid-
keri og meðstjórnandi var kjör-
inn Þorkell Gislason. Einar Hall-
dórsson hefur verið ráðinn for-
stöðumaður skólans.
Mvndlistarskólinn í Reykjavik
starfar með svipuðu sniði og und
anlarin ár. Aðsókn er ágæt. Kenn
arar við skólann eru þeir Hörður
Ágústsson listmálari, Kjartan
Guðjó.nsson iistmálari, Ásmund-
ur Sveinsson myndhöggvari og
í barnadeild skóians kennir ung-
frú Valgerður Hafstað.
Axel Helgason, sem verið hef-
ur formaður og forstöðumaður
skólans, lét af þeim störfum í
ágústmánuði síðastl.