Morgunblaðið - 18.11.1953, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 18. nóv. 1953
MORGUNBLAÐIÐ
11
Merkileg uppgötvun
um orsök sultfiskgulu
Pá!l öfahion, efnafræðingur SRf hefur staðreynf að
caSciumklorid í salíinu veldur gulunni
MiitningarorS um Af Héra5i: í
Sigurján SigurSsson Bæudur leggjð M ðllf ffðpp á
ffð Hvamsiif
UNDANFARIN ár hafa verið
mikil brögð að því, að saltfiskur
skemmdist við að gulna við fram-
leiðslu og í geymslu. Mest mun
liafa borið á þessu árið 1950 og er
talið, að það ár eitt hafi tjón af
þessum sökum skipt milljónum
króna. Enn verður mikið tjón af
gulunni á hverju ári. Bæði á
þessu ári og í fyrra hefir all-
yerulega kveðið að þessum
skemmdum. Sums staðar erlend-
is hefir gulunnar og gætt tals-
vert. Skemdir þessar hafa verið
srannsakaðar bæði hér á landi og
erlendis, en ekki er kunnugt, að
Jjóst sé um orsakirnar eða hvern-
ig koma megi í veg fyrir skemmd
irnar. Kanadamaður taldi þær
stafa af sáralitlu magni af járni,
sem er í venjulegu fisksalti, en í
Englandi hefir þess verið getið
til, að gulan kæmi af svonenfdri
Millard efnabreytingu í eggja-
hvítu m. m.
★
Síðustu vikurnar hefir farið
fram rannsókn á þessum skemmd
um í rannsóknastofu Síldarverk-
smiðja ríkisins á Siglufirði og
benda niðurstöðurnar eindregið
til um orsök gulunnar. Þykir því
rétt að skýra nú þegar frá þess-
um atbugunum.
Salt það, sem notað er í fisk
hér á landi, í Noregi o. v., er nær
eingöngu sjávarsalt, sem unnið er
úr sjó á ströndum Suður-Evrópu
o .v., einkum Miðjarðarhafsins.
Jarðsalt er yfirleitt ekki notað
til fisksöltunar. í öllu sjávarsalti
er auk natriumklorids (matar-
Balts) og vatns nokkuð af auka-
söltum, einkum calcium- og
magniumsöltum (súlföt og klor-
Sd) og geta þau numið mest fá-
einum hundraðshlutum. Það sem
einkum skilur jarðsalt frá sjáv-
arsalti er að mun minna er af
þessum aukasöltum í jarðsalti.
Sumt af jarðsalti má t. d. heita
snautt af magnium. Það er áber-
andi af þeim gögnum um salt,
sem tiltæk eru, hversu breytilegt
er magn aukasaltanna í sjávar-
salti enda mun framleiðsla þess
víða vera með þeim hætti, að því
mun litlu skeytt, hve mikið verð-
ur í saltinu af þessum efnum.
Hvort saltið er kennt við Trapani,
Ibiza eða einhvern annan sólrik-
an stað skiptir litlu máli í þessu
efni. Þannig reyndist calcium-
magn 14 saltsýnishorna, sem
Atvinnudeild Háskólans rann-
sakaði 1938 0,12-0,36%, en magn-
ium 0,07-1.50%. Gögnin bera það
og með sér, að það sem kallað er
t. d. Trapanisalt er mjög misjafnt
að efnasamsetningu. Ástæða virð
Sst til að ætla, að sýnishorn, sem
tekin hafa verið bæði hér heima
og erlendis af fisksalti séu næsta
lítils virði vegna þess, hve mis-
jöfn framleiðslan er. Það mun og
fátítt, að slík sýnishorn séu tek-
in þannig, að tryggt sé, að þau
gefi rétta mynd af saltinu. Er full
ástæða til þes sað brýna fyrir
þeim, sem salt kaupa og nota að
láta taka sem réttust sýnishorn
og fá þau rannsökuð. Ætti reynsl-
an af gulunni að vera næg ráðn-
ing til þess.
Skoðanir manna á gildi auka-
Saltanna fyrir fiskinn eru mjög
Bkiptar. Þannig er víða í skrif-
um um þessi efni varað við þeim
pg benda þó rannsóknir, sem
gerðar voru fyrir aldarfjórðungi
til þess, að þau séu ekki síður
mikilvæg fyrir góðan saltfisk en
aðalsaltið (natriumklorid). Það
er einkum talið til baga við auka
Söltin, að þau tefji fyrir söltun-
Snni, þ. e. að saltið komist í fisk-
inn.
Ástæða þótti því til að athuga
áhrif aukasaltanna nánar og því
fremur sem ýmislegt þótti benda
til þess, að aðalorsök gulunnar
gæti verið bundin við þessi sölt. ;
Tilraun varð gerð með að leggja
fisk í salt, sem hafði mjög lítið
af aukasöltum og jafnframt í það
að viðbættu lítilsháttar af 1) cal-
ciumklorid (1%) og 2) magnium-
súlfati. Kom þá í ljós, að fiskur-
inn, sem fékk calciumklorid guln
aði fljótt og mikið. j
★ |
Aðrar tilraunir með minna
magn af calciumklorid sýndu hlið
stæðar niðurstöður. Gulnar fisk-
urinn þó að ekki sé nema þús-
undasti hluti af þessu efni í salt-
inu. Rannsökuð voru 10 sýnishorn
af gulum og gul-brúnum fiski,
sem tekin voru við fiskmat.
Reyndist miklu meira calcium í
þeim en í venjulegum saltfiski,
sem tekinn var til samanburðar.
Voru 0,25% í þeim gula, en 0,14%
í hinum. Einnig var saltmagnið
meira í þeim gula. Glögglega kom
þessi munur á efnasamsetningu
fram við rannsókn á fiski, sem
var sumsstaðar gulur, en annars
staðar eðlilegur.
Það getur því tæplega leikið
vafi á því, að aðalorsök gulunn-
ar sé auðleyst calciumsalt í fisk-
saltinu.
í fisksalti er calcium yfirleitt
bundið sem calciumsulfat, sem er
mjög torleyst, en það kemur þó
oft fyrir, að auðleyst calcium-salt
sé í sjávarsalti og er það venju-
lega reiknað sem calciumklorid.
Mun geta verið hátt í 1% af bvi
í salti.
í salti, sem gefizt h°fir i’la
vegna þess, að það vrldr,- gulu
í saltfisknum og rarmsóknasV ""i
hefir haft til athugunar er lítils
háttar af þessu auðleysta calcium-
salti.
Siglufirði 11. nóvember 1953
Páll Ólafsson
mag. scient.
m aia upp onæman ija
„Þjóðvegur 103"
ÞAÐ er bandarísk sakamála-
mynd með nafninu „Þjóðvegur
103“, sem Austurbæjarbíó sýnir
þessa dagana.
Myndin er byggð á sönnum
atburðum, að því er sagt er í
formála, og ætlað að flytja þann
boðskap, að taka þurfi þá menn,
sem leiðast út á braut afbrota
og glæpa, föstum tökum þegar
í upphafi.
Slíka glæpafortíð höfðu þeir
menn, sem mynduðu glæpahring
þann, hverrar sögu myndin rek-
ur. — Markmið glæpahringsins
er: bankarán og stuldur svim-
andi hárra upphæða.
Slíkt efni býður upp á ótelj-
andi augnablik svo þrungin
spenningi, að áhorfandinn stend-
ur á öndinni vegna óskammfeilni
og grimmdar blóðkaldra glæpa-
mannanna — vanmáttar lögregl-
unnar gegn úthugsuðum kænsku
brögðum þeirra og öryggisleysis
saklausra borgara, er á vegi
glæpamannanna verða. Efnið er
langt frá því að vera uppbyggj-
andi, en það er svo þrungið
spenningi og atburðarásin svo
hröð, að ósjálfrátt gleðst maður
yfir því í hléinu, að helmingur
myndarinnar er eftir.
—Spectator.
HINN 10. növ. s.h andaðist á
heimili sínu hér í bæ Sigurjón
Sigurðsson. Hann var fæddur 12.
ágúst 1895 að Hafsteinsstöðum í
Skagafirði og ólst þar upp til tíu
ára aldurs. Þá flutti hann að
Hvammi í Vatnsdal og var þar
í 21 ár, en þá fluttist hann til
Blönduóss og dvaldi þar eitt ár,
en fluttist þá hingað til Reykja-
víkur. Hér stundaði hann ýmiss
konar daglaunavinnu eftir því
sem til féllst.
Árið 1946 kvæntist hann móð-
ur minni, Ingibjörgu Þórðardótt-
ur og lágu leiðir okkar þá sam-
an fyrsta sinni og hef ég dvalist
á heimili hans síðan.
Alla tíð fór svo vel á' með okk-
ur, sem frekast varð á kosið,
enda var hann sérstakt ljúf-
menni í daglegri umgengni, —
glaður og reifur í góðum hópi og
vildi öllum gott gera. Ekki hvað
sízt minnist ég þess, hve sýnt
honum var um að segja mér til
um smíðar og önnur störf, en
flest störf léku i höndum hans.
Og nú er ævin þín öll og þú
kvaddur úr heimi hér og sam-
vistum okkar lokið. Það er óbætt
skarð fyrir skildi þar sem þú
varst og við kveðjum þig hinztu
kveðju í öruggri vissu um að
hittast aftur síðar.
Þórmundur Hjálmtýsson.
KVEÐJA FKA EIGINKONU
OG BÖRNUM.
Lag: Ó þá náð að eiga Jesúm.
Kæri vinur klökk í hjarta
kveðja þig við hljótum nú.
Lífsins veginn lukku bjarta
leiða okkur vildir þú.
Við þökkum trú og tryggðir
þínar
traust og mildi alla stund.
j Er þú vildir okkur sýna
alveg fram að hinzta blund.
VEÐRÁTTAN er enn ákjósanleg,'
auð og þíð jörð, svo öll útistörf J
má enn vinna. 23. okt. gerði dá-
lítinn snjó, einkum á Efra-Jökul-
dal, en frost voru lítil. Nú hefur
fölið tekið með öllu aftur, enda
blíðviðri dag hvern.
ÁGÆT UPPSKERA
Uppskera úr görðum varð
ágæt, svo engin dæmi eru til
annars eins áður, enda stóð jarð-
eplagras ófallið fram undir miðj-
an okt., eða þar til lokið var að
taka upp. Þetta kom sér veþ því
margir bændur verða að grafa j
mikið af jarðeplunum í jörðu
niður í Von um að geta selt þau
á sumri komanda, en geymslan
tekst mikið betur, ef frost hefur
ekkert skemmt áður en upp er
tekið. Dæmi eru til um sextug-
falda uppskeru, en útsæðið var
mjög smátt, því illa spratt alls
staðar í fyrra, og varð því að
notast við smælki. Frjóefni mold'
arinnar hafa lítt notazt í fyrra,
en hafa nú aukið uppskeruna í
ár.
LAND RÆST FRAM
Skurðgrafa hefur unnið í minni
sveit, í Fellunum, í allt sumar,
einkum í Út-Fellum. Hér sru
breiðar blár milli hárra ása. Þær
hafa sumar verið ræstar vegna
túnræktar, en aðrar til bei+i-
lands. Skurðgröfumennirnir hafa
unnið nætur og daga í ákvæðis-
vinnu, og hafa afkastað mikið
meira, en áður var gert í dag-
launavinnu við sömu störf.
Sárt þá brenna sorgartárin
sverfur hjartað harmur sár.
Eftir liðin æviárin
yljar geisli döggvar brár.
Minningin þín máist ekki
! mynd þín hugann fyllir nú.
Góður vinur gleymist ekki,
er gekk með oss í sannri trú.
Þú sofnaður ert síðsta blundinn
sofðu vinur vært og rótt.
Oll við þráum endurfundinn
er þér bjóðum góða nótt.
Drottins höndin milda mæta
mun þér launa störfin þín.
Og þín meinin mörgu bæta
með miskunnsemd er aldrei
dvín.
S. K.
BARATTAN VIÐ GARNAVEIKI
Dilkar munu ekki hafa verið
meir en í góðu meðallagi að væn-
leik eftir þetta góða sumar. —
Veldur því ýmislegt. — Ærnar
deyja frá lömbunum yfir sum-
arið. Allmikið er farið að hleypa
á gimbrur, og tvílembi eykst með
betri fóðrun. Víða eru ærnar
orðnar sorglega fáar af vbldum
garnaveikinnar, og því er hægt
að fóðra betur og fá í þær 2
lömb.
Bændur leggja nú allt kapp á
að ala upp ónæman stofn, eg
setja allt traust á bólusetning-
una. Það kemur sér líka betur,
því sums staðar eru eldri ær eá
tveggja vetra dauðar, en tvö ái’
eru síðan byrjað var að bólvr-
setja hér. Mjög eru fjárstofnarnir
misnæmir fyrir þessu. Þingeyskd
stofninn er alverstur.
Mórauðar kindur hafa einkum
þótt viðnámsmiklar og reynaSt
sums staðar alveg ónæmar.
NÝBÝLI
Nýbýli hefur risið í sumar
vestan við Lagarfljótsbrúna og
annað í fyrra við Skipaiækinn
þar nálægt. Þetta ,gera synir
Brynjólfs bónda Sigbjörnssonar á
Ekkjufelli, enda er þetta í Ekkju-
fellslandi. Nýbýli er líka verið
að undirbúa á efri enda sveitar-
innaar á hluta úr Hrafnsgerðis-
landi.
Hér flýja ungu mennirnir ekki
erfiðleikana, heldur eru stað-
ráðnir í því að sigra þá.
Staddur á Akureyri 3. nóv.
— G. H.
Áfmælismót LB.K. ú sumri
Japanir ákveðnir
TÓKÍÓ — Japanir hafa neitað
að afhenda Rússum lítið olíu-
flutningaskip sem rak upp á
japanska strönd í september-
mánuði. Hafa þeir neitað að taka
við skriflegum óskum Rússa
varðandi afhendingu skipsins.
ÁDVEÐIÐ var á síðasta ársþingi
LBK að sambandið gengist fyrir
söngmóti í Reykjavík um og upp
úr miðjum júní 1954. Var þá þeg-
ar gert ráð fyrir því, að flestir
eða allir sambandskórarnir, er
starfað geta á þessum vetri
(1953—1954), búi sig vel undir
og reyni að sækja mót þetta.
Mótið á að halda í tilefni af 15
ára afmæli LBK, — en samband-
igðið var stofnað 5. des. 1938, —
og í sambandi við 10 ára afmæli
hins endurreista lýðveldis íslands
17. júní 1954.
Gert er ráð fyrir að allir kór-
arnir syngi saman 3—4 lög, sem
söngmálaráð velur, en auk þess
syngi hver kór fyrir sig 3—5 lög,
sem þeir velja sjálfir.
Æskilegt er talið, að eitt af
sameiginlegu lögunum verði nýr
Ijóða- og laga-flokkur, sem bein-
línis væri til orðinn af þessu til-
efni.
Því mælist stjórn og söngmála-
ráð LBK til þess við öll helztu
blöð landsins, að þau beri þessar
fregnir út um allt land „sem fljót
ast og fyrst“, og hvetji söngelsk
ljóðskáld vor til þess að leggja
hér til huga sinn, gáfur og hönd,
hvetji þau til „að leggja til litla
steina í lofhöll“ landsins, höfuð-
borgarinnar og söngdísarinnar,
„drottningarinnar meðal lista“.
Hugsað er þetta þannig og
óskað eftir:
Að fá 3 ljóð, stutt, tveggja til
fjögra erinda hvert, eftir lengd
erindanna, — og væri sitt þeirra
helgað hverjum fyrgreindum
aðila:
Eitt þeirra væri ættjarðar-
kvæði, — sem vonandi geti orðið
eitt af þjóðsöngsljóðum nýrra
kynslóða á Islandi, — annað
væri Reykjavíkurkvæði, —- sem
á sama hátt ætti að geta orðið
höfuðborgarsöngur, — og hið
þriðja væri dýrðaróður söngdís-
arinnar, — er öll söngfélög vildu
halda á lofti, sem merki sinu og
einkunn.
L. B. K. er ekki svo fjáð, að
það geti fyrirfram heitið háum.
verðlaunum, — enda margreynt
að keyptu verkin eru tiltölulega
sjaldnar bezt, og ekki víst nema
að „frægð verði fé betri" þar senr
að „ást fylgir afkvæmi". En vel
verður hugsað til þess eða þeirra,
sem beztu ljóðin senda, og eftip
beztu getu greitt að lokum.
Jafngilt er hvort frá hverju
skáldi kemur aðeins eitt, tvö eða
öll þessi Ijóð, og einnig áskilinn
réttur til að velja eitt eða fleirji.
frá hinum sama, allt eftir því serp.
bezt reynist, eða hafna öllum ef
ekkert nær viðeigandi „stemn,-
ingu“.
Til þes snú að ljóðin geti feng,-
ið viðeigandi skart-búning í söng
lagi, fögru og alþýðlegu, sem
beri þau á vængjum tónanna
„upp til dala og út um sjó“ frá
mótinu 1954 og síðar um ókomn -
ar aldir, þurfa þau að komast I
hendur stjórnar L. B. K. fyrir 10.
desember næstkomandi.
Ljóðin þurfa að vera merkt
einkenni, en höfundarnafn og
heimili að fylgja í lokuðu um-
slagi merktu sama einkenni.
Þegar ljóðin eru fengin og val-
in, verða þau birt með einkenni
sínu og þá leitað eftir lögum-við
þau. Og fyrst þegar lögin eru líká
fengin verða hin réttu nöfn höf-
unda ljóða og laga kynnt alþjóð.
Nægilegt er að árita bréf til
Landssambands blandaðra kóra
með:
„L. B. K., Sölvhólsgötu 10,
Reykjavík“.
Landssamband blandaðra kóra.9
L. B. K.
- AUGLÝSINU £R GULLS ÍGILUJ