Morgunblaðið - 18.11.1953, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 18. nóv. 1953
Kambaiisleikhús
!
Samband hindindisfélaga í skól-
m og Bindindisfélag kennara llBREIOriROIIIG^
UNDIRRITAÐAN dreymdi ný-
lega draum, er menn hafa beðið
um að birtur yrði á prenti. Hann
var i þrcsa leið:
Ég var staddur í tiginmannlegu
fundarherbergi með eikarveggj-
um og eikarhúsgögnum líkt og
stundum er í brezkum klúbbum.
Við fundarborð í miðju herberg-
inu sátu á að gizka 6 mern. en
við enda borðsins var upphækk-
að púlt, og þar sat fundarstjór-
inn. Ég stóð annars vegar við
borðið og var svo þungt í skapi
að ég vildi ekki setjast. Ég var
sammála fundarmönnum, sem
voru allir einhuga og ákveðnir í
máli því, er til meðferðar var, en
fundarefnið var að sjá um að
flytja lík Guðmundar Kambans
heim til íslands, og var fund-
urinn haldinn hér í Reykjavík
og fundarmenn einhverjir hátt
settir íslendingar, einkum fundar
stjórinn, sem ég man þó ekki
hver var. Allir voru á einu máli
um að Guðmundur Kamban
skyldi fluttur heim og að samtök
skyldu mynduð til þess og til að
heiðra minningu hans og verk.
Það var sorgþrunginn hiti í
mönnum. íslenzkur útlagi og
hugsjónamaður hafði verið
myrtur erlendis, og vér íslend-
ingar hirtum ekki um hann
íremur en hvert annað hræ. — f
svefninum grét ég loks og vakn-
aði.
Síðan hefir þessi draumur ekki
við mig skilið. Um leið og ég
vaknaði, mundi ég að lík skálds-
ins hafði verið flutt heim og
jarðað hér, en í svefnrofunum
var sem túlkun draumsins væri
skotið í huga mér, og ég mundi
gömul samtöl við Kamban þeg-
ar hann sagði: „Það tekur svo sem
50 ár að koma mínum verkum
á framfæri". Hann hafði ekki ein
göngu í huga listgildi þeirra,
heldur einnig eða jafnvel öllu
fremur þær hugsjónir menning-
ar og friðar, sem þau áttu að
lúlka. Um leið og ég vaknaði, var
þetta lifandi fyrir mínum hug-
skotssjónum og einnig að stofna
skyldi Kambansfélag og reisa
JCambansleikhús í Reykjavík.
Hugmyndinni hef ég nú komið
á framfæri við formann Leikfél.
Reykjavíkur, er sagði mér, að
Guðmundur Kamban hefði ein-
mitt bent á að lóð sú í Reykjavík,
sem félagið falast nú eftir, væri
heppileg fyrir leikhús.
' Reykjavík, 13. nóv. 1953.
Jón Leifs.
FYRSTU árin eftir að stofnað
var hér Samband bindindisfélaga
í skólum lét það töluvert til sín
taka, en nú hin síðari árin hefur
verið mjög hljótt um það. Þó
lifir það enn og minnir á sig
allrækilega ár hvert 1. febrúar.
Vafalaust er enn til sami góði
jarðvegurinn fyrir bindindis-
fræðslu og bindindisstarfsemi í
skólum landsins og var þá, er
sambandið var stofnað,' og verð-
ur að teljast skaði að þar er ekki
numið land meira en gert er.
Enginn vafi er á því, að fjöldi
æskumanna í skólum landsins
mundi vilja vígja krafta sína
því göfuga verki að vinna gegn
áfengisbölinu, en þeir æsku-
menn verða að njóta góðrar for-
, ustu. Samband bindindisfélaga í
skólum hefur alltaf átt við þann
vanda að stríða, að formenn sam-
bandsins Ijúka auðvitað námi
f sínu, hverfa úr skólunum og til
1 starfa hér og þar í landinu, eða
’ ef til vill til útlanda til fram-
haldsnáms. Þetta stendur gegn
því, að veruleg festa geti fengizt
í þenna félagsskap. Nýir menn
taka stöðugt við og hverfa jafn-
skjótt aftur frá formannsstarfinu.
Allt eru þetta ungir menn, önn-
um kafnir við lærdóm síðustu
námsáranna.
Um árabil hafði ég náið sam-
band við Samband bindindisfé-
laga í skólum, var boðinn á þing
þess og reyndi oft að leggja því
lið. Mér varð þá ljóst, að óum-
flýjanlegt mundi verða, ætti
sambandið að njóta sín og geta
orðið að fullum notum, að það
fengi fastlaunaðan starfsmann,
áhugasaman mann og vel hæfan
til þess að taka að sér eins kon-
ar gæzlu sambandsins. Hann yrði
að vera fræðarinn, skipuleggjar-,
inn og tengiliðurinn. Hann yrði
að ferðast um landið, heimsækja
skólana, stofna bindindisfélög í
skólunum, viðhalda þeim og efla
þau með ári hverju, hafa sam-
starf við skólastjóra. kennara og
nemendur. Þetta gat orðið hið
skemmtilegasta verk og í alla
staði árangursríkt og til heilla
fyrir land og lýð. Hefði ég verið
á yngri árum. mundi mér hafa
verið mjög ljúft að sinna ein-
hverju slíku starfi, ef ég hefði
verið álitinn til þess hæfur. Enn
er það skoðun mín, að ríkið eigi
að leggja Sambandi bindindis-
félaga í skólum til ötulan og dug-
andi starfsmann, mann á bezta
reki, er geti unnið að því að
gera sambandið að öflugum fé-
lagsskap æskumanna.
Nú vill líka svo vel til, að ný-
stofnað er bindindisfélag kenn-
ara, og gæti þá sami starfsmað-
urinn unnið fyrir þessi félags-
samtök bæði, og væri það ærið
nóg verk. Fyrirmynd höfum við
góða hjá Svíum og Norðmönnum.
Einmitt í dag, 14. nóvember,
barst mér fréttabréf frá Noregí.
Þar er þess getið, að ráðinn hafi
verið nýr „ríkisinstruktör" í á-
fengismálum, stud. jur. Sigurd
Birkelund, og á þessi maður að
starfa fyrir Samband bindindis-
félaga í skólum (Norges Studer-
ende Ungdoms Avholdsforbund)
og Bindindisfélag kennara (Nor-
egs Læraraavholdslag).
Norska ríkið launar minnst 8,
sennilega 9 slíkt „ríkisinstrukt-
öra,“ þeir eru ríkislaunaðir
fræðslustjórar í bindindismálum
og vinna á vegum hinna ýmsu
bindindissamtaka landsins. Við
á íslandi þurfum að fá 3—5 slíka
starfsmenn, og ríkið á að launa
þá á meðan það selur áfengi,
það er ekki of hár skattur af
60 til 70 milljónum króna árlega,
til viðbótar því framlagi ríkis-
ins til bindindismála sem fyrir
er. Mest ríður á, að skynsamlega
sé unnið og að hver maður fái
sitt rétta starf. Að leggja skól-
um landsins og Bindindisfélagi
kennara til einn slíkan starfs-
mann mundi áreiðanlega borga
sig betur en margt annað, og
ég legg það eindregið til við
ríkisstjórnina, að nota þarna
tækifæri til þess að láta vinna
gott og mjög þarft verk, og
vafalaust heilladrjúgt í alla
staði. Hér er ekki um erlendan
gjaldeyri að ræða. Ríkið fær
mikinn pening frá áfengissöl-
unni og hlýtur að leggja töluvert
fram til þess að vinna gegn skað-
semi áfengisneyzlunnar. Annað
getur ekki sæmt menningarþjóð-
félagi. — Hér er bent á góða leið
og verður vonandi vikið inn á
hana hið allra bráðasta.
Pétur Sigurðsson.
Íþrótflr
Framh. af bls. 10.
Guðmundur Sigurjónsson, Jón
M. Guðmundsson, Árni Kjartans-
son og Bogi Þorsteinsson.
í varastjórn komu fram tillög-
ur um 5 menn. — Kosnir voru:
Gunnar Sigurðsson, Kolbeinn
Kristinsson og Gísli Sigurðsson.
Endurskoðendur voru endur-
kosnir: Gunnar Vagnsson og
Ragnar Ingólfsson.
Við þingslit kvaddi forseti ÍSÍ
Ben. G. Waage sér hljóðs og flutti
þingforsetum og ritara þakkir
fyrir störf þeirra svo og fráfar-
andi stjóm, árnaði nýju stjórn-
inni allra heilla og bað fulltrúa
utan af landi fyrir kveðjur ÍSÍ.
-- Finnska sfjórnin
Framh. af bls. 1.
tíðkazt. — Að lokum má geta
þess, að stjórn Tuomiouas hyggst
halda niðri verðlagi í Finnlandi
eins og unnt er og berjast gegn
launahækkunum.
UNGUR
FORSÆTISRÁÐHERRA
í stjórn Tuomiouas eru menn
úr öllum flokkum nema jafnað-
armanna- og demokrataflokkn-
um, en stjórnin telst þó utan-
þingsstjórn. Þykir sennilegt, að
hún sitji, þangað til nýjar kosn-
ingar hafa farið fram í landinu.
—- Forsætisráðherrann er ungur
maður eða rétt um fertugt og
hefur verið fjármálaráðherra
landsins. — Nú er hann ríkis-
bankastjóri Finnlandsbanka.
Dansleikur
í kvöld klukkan 9. — Aðgöngu-
miðasala frá kl. 7.
Enska söng- og dansmærin
Linda Lane
skemmtir
Hljómsveit
KRISTJÁNS KRISTJÁNSSONAR
VETRARGARÐURINN
VETRARGARÐURINN
DANSLEIKUB
í Vetrargarðinum í kvöld kl. 9.
Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar lcikur.
Miðapantannr í síina 6710 eftir kl. 8.
V G.
Það er vitað að í Gullfoss eru
BEZTU VÖRURNAR.
en hafið þið athugað að þar er líka oft
LÆGSTA VERÐIÐ
J) iiieÁii ióíann-a
r
Vandaðar
velrarkápur
frá kr. 795,00
a
UllfOÓS
^yúÍalótrœti
AUGLÝSING ER GULLS IGILÐI
jAAAAAAi
----- M A R K t S Eftir Ed Dodd ----------------------
CAN you SHOW^v SUCE...I’LL Jjf MAYBE I'M FOLLOWIWG A £3
ME HOW TO GET ) DEAW VOU \FALSE TCAIL, BUT TQMCVZOty
THEEE? ^ A MAP/ J I'M GOING TO VISIT MR.
&/LLV HAWK'
1) — Hver er þessi gamli kari,
sem ég var að tala við? — Þetta
er hann Halli — gamall krókó-
dílaveiðari.
2) — Hvar á hann heima? -
Niður með Dauðsmannsá.
Ifei
3) — Geturðu sýnt mér hvern-j 4) — Ef til vill er verið að leiða
ig ég kemst þangað. — Já, vissu-j mig í gildru, en þrátt fyrir það
lega get ég það. Ég skal rissa upp ætla ég að heimsækja þennan
leiðina. ' Halla á morgun.