Morgunblaðið - 18.11.1953, Blaðsíða 14
14
MORGVNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 18. nóv. 1953
LJONID OC LRMBIÐ
EFTIR E. PHILLIPS OPPENHEIM
Framhaldssagan 32
„Langar yður til að heyra
nýjustu fréttir af mér sjálfri?"
sagði hún. „Ég hef yfirgefið
Green fóstra. Ég er að byrja nýtt
líf“.
Rödd Davids var næstum
hljómlaus af kurteisi.
„Hj artanlegar hamingj uóskir" .
sagði hann. „Ég finn ekkert að- j
laðandi í fari gömlu kunningj- .
anna yðar. Ég kysi að sjá helm- |
inginn af þeim leidda í gálgann
og hina í röndóttum fötum í vega
vinnu í Dartmoor. Nei, ég verð (
að játa, ungfrú Belle, að þó ég
hafi mjög dáðst að yður, hefur ^
mér aldrei geðjast að vinum yð- i
ar.“
„Hve mjög hafið þér dáðst að
mér?“ spurði hún og horfði á
hann íbyggin.
„Það er leyndarmál", fór hann
undan í flæmingi, „sem ég mun
atdrei ljóstra upp ótilneyddur.“ |
, „Auðvitað hef ég ekkert að
segja við því þó þér séuð orðinn I
„lávarður", en mér finnst óþarfi
að tala svona hátíðlega fyrir því.
Eftir fimm ár hjá Tottie Green j
á ég orðið bágt með að skilja mál
yðar líka“.
„Ég skal gæta mín“, lofaði
hann. „En eins langar mig að
spyGa yður. hvaða ógæfa varð
þess valdandi að*þér komust í
kynni við þessa bófa?“
Hún dró af sér hanzkana og
horfði á langa, hvíta fingur
sína. ;
„Ég ætti víst að reyna að búa
tii rómantíska sögu“, sagði hún,
,;en ég kæri mig ekki um það.
Faðir minn var félagi Tottie t
Green, eins og ég hef víst sagt
yður áður. Hann var að vísu af
annars konar fólki. Hann var
reyndar lögfræðingur og hét
Morgan. Svo slysalega vildi til
að hann særðist, var tekinn fast-
ur og dæmdur fyrir þátttöku í
einu af fáum misheppnuðum fyr-
irtækjum Tottie Green. Hann
situr í lífstíðarfangelsi. Ég held
minnstu hafi munað að hann1
íengi þyngri dóm.“
„Þetta hryggir mig“, sagði
David af samúð. „Ég hefði auð-
vitað ekki spurt hefði mig grun-
að þetta.“
„Það gerir ekkert til“ fullviss-
aði hún. „Tottie kom drengilega
fram, hann kostaði mig á skóla
í Briissel og fram að vissum
aldri ólst ég upp eins og aðrar I
pngar stúlkur. Svo fylgdi þessi'
|nartröð; hann sendi eftir mér
og síðan hef ég dvalið í „Ljón-
inu og Lambinu".
„Það var skammarlegt!" taut-
aði David. „Þér hljótið þó að hafa
átt einhverja ættingja, sem þér
gátuð dvalizt hjá“.
„Enga“, svaraði hún. „Það virt
ist ekki um annað að velja en
dvelja þarna. Og ég hef sætt mig
við þá vitneskju að fóstri minn
væri bóíaforingi, og stundum
haft gaman af að hlusta á þá
segja frá afrekum sínum. En nú
er ég orðin leið — dauðleið á
staðnum og þeim öllum.“
„Ég er hissa á að þeir skyldu
leyfa yður að fara.“
Hún brosti.
„Þeir halda að ég hafi farið til
að njósna um yður. En þeim
skjátlast. Ég er alfarin."
„Þér segið góðar fréttir“, við-
urkenndi hann.
„Þeir vilja koma yður fyrir
kattarnef“, hélt hún áfram. „Það
er þeirra mesta áhugamál, og
hefði ég ekki skorist í leikinn,
myndi einhver — harðsnúnari en
Fredy — hafa boðist til að sálga
yður, og sennilega lent í snör-
unni fyrir. Ég kom í hans stað.
Ég er komin til að eyðileggja
yður með minni eigin aðferð.“
Hún leit á hann eftirvænting-
arfullu brosi.
„Það gleður mig að minnsta
kosti að þér hafið yfirgefið bóf-
ana“, sagði hann. „Þér ættuð á'*
geta komist á leiksvið eða í kvik-
myndir, þér lítið nógu vel út.“
tlún hallaði sér aftur á bak og
hló.
„Fyrstu gullhamrarnir", sagði
hún. „Okkur miðar áfram David
.... En hlustaðu nú í alvöru. Ég
kem beina leið úr greninu, og
þeir bíða allir eftirvæntingarfull
ir að heyra hvað ég geri við yður.
Þeir sendu mig vopnaða; ég hef
bæði hníf og skammbyssu, sem
ég þyrði aldrei að nota. Og ég
ætla ekki að nota hana, David.
Ef þér viljið hafa mig með yður,
þá verð ég með yður. Ef þér kær
ið yður um ofurlitlar upplýsing-
ar, get ég látið yður þær í té.
Ég kem aldrei framar í grenið.
Þeir vita það ekki, en ég hef
kvatt þá í síðasta sinn“.
„Það getur orðið yður nokkuð
hættulegt, eins og þér skilj ið“,
sagði hann aðvarandi.
„Það kann að vera“, samsinnti
hún, „en hjá þessu varð ekki
komizt. Meðan þessi svín komu
fram við mig eins og drottningu,
gat ég þolað þeim margt. En nú
eru þeir teknir upp á því að
sýna mér ástleitni, hver um ann-
an þveran, og þá var mér nóg
boðið. Þess vegna fór ég, og kem
ekki til þeirra framar. Ef til vill
gerist ég leikkona eða filmstjarna
eða vændiskona. Ég ætla að at-
huga að hverju mérgeðjast bezt.
Þér virðist órólegur, David. Feil-
ur yður heimsókn mín illa?“
„Þvert á móti“, fullyrti hann.
Það var heitt í stofunni og hún
hneppti frá sér loðkápunni.
„Nú líður mér betur“, sagði
hún. „Viljið þér að ég segi yður
allt, sem ég veit?“
„Ef til vill“, samsinnti hann.
„En svo er mál með vexti að ég
hef lokað leynilögreglumann
inni í kjallaranum, og ef ég þekki
hann rétt, getur hann orðið erf-
iður viðureignar".
Hún gretti sig ofurlítið.
„Og mér lá ekkert á“, and-
varpaði hún. „Jæja, ég skal
byrja, David. Viljið þér eiga mig
að vin?“
„Auðvitað vil ég það“, svaraði
hann.
Hún reis upp úr stólnum. Nú
var eitthvað heillandi seiðmagn
í fasi hennar eins og þegar hann
sá hana í hinu sóðalega umhverfi
veitingastofunnar. Hún stóð með
hendurnar á síðunum og fletti
frá sér loðkápunni, í purpuralit-
um kjól, og horfði í augu hon-
um.
„Ég kem til yðar“, sagði hún.
„Það er yðar að ákveða fram-
haldið“.
Hann stundi með sjálfum sér,
en lét ekki á neinu bera.
„Umhugsunin um leynilög-
reglumanninn í kjallaranum háir
mér talsvert", sagði hann. „Hann
er reyndar ósköp mannlegur og
fellur illa að missa af máltíðum.
Auk þess veit hann að þér eruð
hér, og nú er hann sennilega orð-
inn óþolinmóður".
Hún horfði fast á hann. Andar-
tak kom hún ekki upp neinu
orði. David skildi ekki fyr en
löngu seinna hve þessar fáu sek-
úndur voru örlagaríkar. Hún hik
aði eins og sá, sem taka verður
mikilvæga ákvörðun. Svo yppti
hún öxlum og hélt áfram.
Uppreisnin á Pintu
eftir Tojo
15.
Hófst nú hinn grimmilegasti bardagi, James, Charles og
Jack bátsmaður börðust sem óðir væru. Hásetarnir létu ekki
heldur sitt eftir liggja. James sló þegar tvo niður, en fyrir
hinum sáu Charles, Jack og hásetarnir.
Skipsmennirnir voru nú átta talsins eftir. — Þegar þeir
höfðu gert út af við villimennina,, héldu þeir ferð sinni á-
fram niður til strandarinnar.
„Eyjarbúar hafa auðsjáanlega gert árás á Pintu,“ sagði
James. „Við skulum halda vel áfram, því að hver veit nema
við getum bjargað félögum okkar,“ bætti hann við um leið
og hann greikkaði sporið.
Þegar þeir félagarnir komu í námunda við ströndina, var
nokkuð farið að skyggja, en þeim til skelfingar, sáu þeir
kringum hundrað óðra villimanna stíga hinn trylltasta dans
eftir hljómfalli stórra tromma, sem slegnar voru. Pinta lá
á sínum stað, en engin hreyfing virtist vera þar um borð.
„Þeir hafa drepið félaga okkar,“ sagði James það lágt,
að varla heyrðist. „Við skulum færa okkur nær villimönn-
unum, og sjá hvað þeir aðhafast. Gætið þess þó að láta þá
ekki verða ykkar varir, því að ef þeir koma auga á okkur,
er dauðinn vís. Átta menn geta ekki barizt við yfir hundr-
að óðra villimanna“, sagði James það lágt, að varla heyrðist.
„Við skulum færa okkur nær villimönnunum, og sjá hvað
þeir aðhafast. Gætið þess þó að láta þá ekki verða ykkar
varir, því að ef þeir koma auga á okkur, er dauðinn vís. Átta
menn geta ekki barizt við yfir hundrað óðra villimanna,“
sagði James við menn sína.
Þeir félagarnir færðu sig nú eins nálægt villimönnunum
og þeir frekast þorðu. Charles stýrimaður, sem virtist vera
hugaðastur af þeim félögum, snaraði sér upp í tré, og ^sá
hann þá vel yfir danssvæði villimannanna. —• Hinir skips-
mennirnir biðu við rætur trésins á meðan.
Þegar Charles kom aftur niður, var hann mjög sorgmædd-
ur á svipinn. James skipstjóri og hásetarnir fimm, sem eftir
voru, stóðu þögulir og spurðu einskis. Þeir vissu sem var,
að Charles hafði ekki góð tíðindi að bera. Þeir höfðu aldrei
fyrr séð hann sorgmæddan á svipinn.
Rýmingarsala
I dag hefst hjá okkur stórfengleg rýmingarsala á alls-
konar fatnaðar og prjónavörum er verða seldar langt
undir framleiðsluverði.
Vér bjóðum yður:
Fyrir kvenfólk:
Kvenkjólar, amerískir .......... verð frá kr. 150.00
Kvenkápur (ullar) ............... — — — 295.00
Gaberdine kápur með hettu..... — — — 380.00
Kvenpils ........................ — — — 50.00
Golftreyjur ..................... — — — 49.50
Kvenpeysur, allskonar ........... — — — 15.00
Kvenslæður ...................... — — — 20.00
og m. m. fleira.
Fyrir karlmenn:
Vinnubuxur ..................... verð frá kr. 50.00
Vinnuskyrtur .................... — — — 65.00
Enskar manshettskyrtur, hvítar .. — — — 65.00
Herrafrakkar (ullar) ............ — — — 350.00
Herrasokkar (ullar) erl.......... — — — 10.00
Herraprjónavesti ................ — — — 35.00
Prjónapeysur .................... — — — 55.00
og m. m. íleira.
Fyrir börn:
Prjónabarnaföt ................. verð frá kr. 38.00
Peysur, margskonar .............. — — — 20.00
Prjónavesti ..................... — — — 20.00
Barnagallar (úti) ............... — — — 125.00
Prjónahúfur ..................... — — — 13.00
Smábarnafatnaður allskonar og m. m. fleira.
Reykvíkingar!
Notið þetta einstaka tækifæri og gjörið góð kaup
þar sem rýmingarsalan stendur yfir aðeins í
nokkra daga.
TEMPLARASUNDI - 3
Egilssíld
í flökum. Enn fremur roðflett beinlaus,
niðursneidd í dósum. Stærð 80 gr. og
1 kg.
Sykursöltuð síld í 1 kg. dósurn.
Gjörið svo vel og pantið í síma 82885.
Umboðsmenn.
ADALFIHIIDUR
Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verður haldinn í Z
m
Sjálfstæðishúsinu þriðjudaginn 24. nóv. n. k.
DAGSKRÁ: ;
Venjuleg aðalfundarstörf.
Lagabreytingar.
Félagar sýni skírteini við innganginn.
STJÓRNIN