Morgunblaðið - 18.11.1953, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.11.1953, Blaðsíða 8
8 MOKGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 18. nóv. 1953 HonuudiIaíiiÍJ J Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innajilands. í lausasölu 1 krónu eintakið. i ÚR DAGLEGA LÍFINU Boð um Lugano-ráðstefnu ENN einu sinni hafa Vesturveld- in, Bretland, Frakkland og Bandaríkin, ítrekað boð sitt til Rússa um fjórveldafund í Lug- ano til lausnar deilumálum í Evrópu. Þetta boð til stjórnmálaráð- stefnu hefur verið á döfinni síð- an í maí s.l., er Winston Chure- hill hélt hina frægu ræðu sína í Svisslandi. Tilefni þess að Churchill setti fram hugmynd sína um ráðstefnu æðstu manna stórveldanna var að þá fyrir nokkru höfðu orðið stjórnarskipti í Rússlandi og hin nýja stjórn Malenkovs lét það í veðri vaka, að hún væri fúsari til sátta en einstrengingsleg stjórn Stalins hafði verið. Þegar Churchill flutti ræðu sína, gat hann og litið yfir landa- kort af Evrópu og sá hann þá hvernig ósamlyndi stórveldanna var orsök til þess að heilar þjóðir voru enn svo mörgum árum eftir stríðslok undir ánauðaroki her- náms og að hernámsveldin höfðu í rauninni ekki lengur neinn siðferðilegan rétt til að halda hernámi uppi í sumum þessara landa. Þannig var t.d. hernám Aust- urríkis. Bandamenn voru sam- mála um það á styrjaldarárunum að Austurríki skyldi rísa upp úr styrjaldarrústunum, sem frjálst ríki. Efndirnar hafa ekki orðið betri en það að landið þjáist enn undir erfiðu hernámi. Þykir Vesturveldunum furðulegt hve Rússar eru þaulsætnir í Austur- ríki, að þeir heimta milljarða skaðabætur og viðurkenningu á eignarrétti á stórum svæðum og fyrirtækjum, áður en þeir undir- riti friðarsamninga. Þar við bæt- ist að Rússar hafa mikið her- námslið í Ungverjalandi og Rúmeníu og réttlæta það með því að Rússar eigi enn í styrjöld við Austurríki, friður hafi ekki verið saminn við það og verði þeir að vernda herflutningaleiðirnar þangað. Sama sagan gerist í Pól- landi. Rússar hafa enn mikið herlið þar í landi, þrátt fyrir það að Pólverjar voru banda- menn þeirra í síðari hluta styrjaldarinnar og er það einnig réttlætt með því að nauðsynlegt sé að vernda her- flutningaleiðina til Austur- Þýzkalands. Styrjaldarástandi sé ekki aflétt í Þýzkalandi meðan friðarsamningar við Þýzkaland séu ekki endanlega gerðir. Þessi afstaða Rússa er svona nokkurn veginn sam- bærileg við það ef Bandaríkja menn héidu uppi hernámi í Danmörku og Frakklandi, vegna þess að ekki sé lokið gerð friðarsamninga við Þýzkaland!! Kemur það ber- lega i Ijós við þennan saman- burð, hve Bandaríkjamenn hafa tekið þessi mál öðrum tökum en Rússar. Ætlun Churchills með því að stirfga upp á fjórveldaráðstefnu var einmitt að reyna að leysa þessi mörgu óleystu verkefni. — Það hefur verið skoðun Vestur- veldanna, að þessi vandamál hafi komið upp einmitt vegna stirfni Rússa. Töldu sumir líklegt að stefnubreytingin, sem Malenkov stjórnin lofaði, táknaði að Rúss- ar sæju það nú að þeim yrði ekki lengur siðferðilega stætt á þeirri kúgunarpólitík, sem hefur verið helzta einkenni stefnu þeirra í Evrópu.. Winston ChurchiII var frá I upphafi vongóður um að Rússar hefðu nú séð sig um 1 hönd og ætluðu að vægja á hernámskúguninni bæði á Þjóðverjum og einnig á | bandamannaþjóðum í Austur- Evrópu. Strax eftir ræðu Churchills heyrðust hinsvegar raddir um það, að Malenkov stjórnin hefði ekki enn sýnt slíkan sam komulagsvilja í verki. Meðal þessara efasemdarmanna var Dulles, utanríkisráðherra j Bandaríkjanna. Þeir vildu samt alls ekki standa í vegi j fyrir því að hægt væri að koma sáttum á og varð það að samkomulagi Vesturveldanna þriggja að bjóða Rússum til , fjórveldaráðstefnu í anda til- lagna Churchills. Hér sem jafnan áður hafa Vesturveld- in sýnt að þau vilja halda dyr unum opnum til að ná sam- komulagi. En því miður virðist fram til þessa sem efasemdarmennirnir hafi haft rétt fyrir sér. Er þess þá fyrst að minnast, að um þremur vikum eftir Lugano- ræðu Churchills voru rússneskir skriðdrekar notaðir hvarvetna í borgum Austur-Þýzkalands til að bæla niður mótmæli þýzku þjóðarinnar gegn leppstjórn kommúnista og um þetta leyti gekk almenn mótspyrnualda um flest lönd Austur-Evrópu. Var tekið slíkum járngreipum hervalds og lögregluofsókna á þessum mótmælum að vinmæli valdhafanna tóku að verða nokk uð í ósamræmi við þessar gerðir. Vesturveldin hafa síðan end- urtekið boð sitt um fjórvelda- fund. Er skemmst frá að segja að Rússar hafa svarað með slíku skilyrði, að þeir hljóta að Vita að ekki er hægt að ganga að því. Svo furðulega óskammfeilið er það. Rússar hafa sem sagt kraf- izt þess að kommúnistastjórnin í Kína verði fullgildur fimmti aðili á þessari ráðstefnu!! Meðan þessi kínverska kommúnistastjórn sem hefur haldið uppi styvjöld við Sam- einuðu þjóðirnar, Kóreubyss- urnar tæpast kólnaðar og stjórnmálaráðstefna um Kóreumálin algerlega óráðin enn, þá ætlazt Rússar til að þessir austrænu ofbeldismenn verði viðurkenndir til að ráða ráðum og gera út um málefni Evrópuþjóðanna. Þrátt fyrir þessa óskamm- feilni verður það enn st.efna Vesturveldanna að loka ekki dyrunum til samkomulags og s. 1. mánudag buðu þau Rúss- um enn einu sinni til fjór- veldaráðstefnu í Lugano. Á slíkri ráðstefnu gætu Rússar gert það upp við sig og skýrt alheimi frá, hvort þeir hafa í hyggju að halda fjölda Evrópulanda undir hernámi að eilífu, eða hvort þeir finna til siðferðilegrar skyldu til að leysa vandamálin. ★ í ÁRÞÚSUNDIR drukku menn vín án þess að vita nein deili á alkoholinu og eigin- leikum þess. | Hins vegar vissu bæði Forn- Grikkir, Egyptar og Rómverjar, að í víninu væri dularfullt | brenniefni. Þeir hafa vafalaust ekki verið litið undrandi, þegar þeir heltu víni á bál og alkoholið byrjaði að loga í bláleitum elds- tungum. Það var því kannski ekkert undarlegt, þótt þeir hafi kallað alkoholið vín-anda, — spíritus. J n umo ueritaó ^ ERFIÐARA er hins vegar að skýra frá því, hvernig orðið alko hol komst inn í hinar ýmsu þjóð- tungur. Orðið er arabiskt að upp- runa, en Arabar hafa aldrei not- að það í sömu merkingu og marg ar aðrar menningarþjóðir. Arab- íska orðið al-kohol er einkum X'eluaLanJi surifar: K Verða að læra aðferðina. ÆRI Velvakandi! Mig langar til að biðja yður að koma á framfæri fáeinum lín- um um skólamál, en þau eru efst í huga mér þessa stundina. Eg á fjögur börn í skóla og eitt, sem ekki er skólaskylt ennþá, svo að nóg er að starfa, þó að maður þurfi ekki að eyða miklum tíma , í að hjálpa börnunum við lær- dóminn. Þessvegna finnst mér, að kennarar verði að gera sér grein fyrir því, að það þarf að gera meira en að setja börnunum fyrir það, sem þau eiga að læra heima. Eigi þau t. d. að reikna heima, þá verða þau að læra reikningsað- ferðina í skólanum, svo að þau geti leyst verkefnin sjálf, þegar heim kemur, því að þeir, sem , hafa aðeins venjulega barnaskóla (menntun eins og hún var fyrir 25—30 árum geta jafnvel ekki alltaf hjálpað og útskýrt sem skyldi. Kunna ekki tökin. ÞESSVEGNA álít ég, að það sé kennaranna að kenna allt slíkt í skólanum og láta ekki nægja þótt börnin segist halda að þau kunni, og einnig verður að taka tillit til þess, að einn kann að skilja furðu fljótt, það sem annar á ver með að átta sig á og þarf því fleiri dæmi eða betri tilsögn. Svona er það með mörg verk- efni, sem börnin eiga að læra heima. Það er varla, að þau viti, hvernig þau eiga að fara að við lærdóminn. Það á heldur ekki að setja þeim alltof mikið fyrir. Því meira sem verkefnið er því ver er lært, því að þau komast hrein,. ekki yfir allt fyrir sama dag, að skrifa, reikna, landafræði, kristin fræði, nemá lítið sé í hverju. — Sjómannskona." Eg hefi heyrt fleiri kvarta um þetta sama og er vonandi að kenn arar taki orð sjómannskonunnar til greina. Fá ekki svefnfrið. 0/Á nokkur hefir skrifað mér V* og ber sig illa. „Velvakandi góður! I Þetta bréf segir frá húsnæðis- vandamáli, sem vonandi er sjald- gæft. Við leigjum litla ibúð í gömlu húsi og borgum vel fyrir og reglu lega en fáum ekki að ráða okkar svefntíma vegna ófyrirgefanlegs hávaða af völdum húseigenda og fjölskyldu hans. Það er ekki nóg með það, að braki og bresti í loft- i inu, þegar gengið er um uppi og \ hávært samtal og söngur reynist óhugnanlegt í næturkyrrðinni, heldur er hamrað á píanó á hvaða tíma sólarhringsins sem er og fyigir alls konar fótaspark, svo að undirtekur í öllu. Þessa íbúð tel ég ekki leigu- hæfa undir þessum ólátum, eða eiga leigjendur að bíða með svefn þangað til húseigendum þóknast að hafa hljótt? — Þeir húseig- endur, sem slíkt geta tekið til sín ættu að athuga betur fram- komu sína — eða hvert er álit þitt, Velvakandi góður? — Ó. Ó.“ Hvorttveggja afleitt EG hefi fulla samúð með Ó. Ó. og skylduliði hans og finnst, að húseigendurnir ættu að reyna að hafa ofboð lítið hljóðara um sig, af kristilegri tillitssemi við leigjendur sína. Það er afleitt, þegar húseigendur neyta aðstöðu munarins og, leyfa sér að láta öllum illum látum hvenær á sólar hringnum sem er og hvernig sem á stendur, í skjóli þeirrar sælu vissu, að enginn hefir vald til að henda þeim út. Það er hinsveg ar jafn afleitt að búa í húsi með fólki sem er sínöldrandi og suð- andi, ef að hljóð heyrist eftir kl 10 á kvöldin. Mennirnir eru misjafnir. ÞAÐ er nú einu sinni svo, að mennirnir eru misjafnir, sumir vilja eggið steikt, þegar annar vill það soðið og sumir vilja vaka, þegar aðrir vilja sofa. Tillitssemi á báða bóga, góðir hálsar! — og þetta hlýtur að jafna sig, jafnvel þó að annars vegar sé timburhjallur, þar sem fluga má ekki anda á efstu hæð svo að ekki braki og bresti í þeirri neðstu. Þormóðr at Stiklastöðum. ÞAT hafa menn at ágætum gert, hversu röskliga Þormóðr barðist á Stiklastöðum, þá er Ólafr konungr fell, því at hann hafði hvorki skjöld né brynju. Hann hjó ávallt tveim höndum með breiðöxi ok gekk í gegnum fylkingar, ok þótti engum gott, þeim er fyrir honum urðu, at eiga náttból undir öxi hans. Svá er sagt, þá er loktit var bardaganum, at Þormóðr væri ekki sárr. Hann harmaði þat mjök ok mælti: „Þat ætla ek nú, at eigi muna ek til þeirrar gist- ingar sem konungr í kveld, en verra þykir mér nú at lifa en deyja." (Úr Fóstbræðra sögu). Skemmsta leið til auðlegðar er eftir braut nægjuseminn- ar. notað um fíngert duft. — Það var læknirinn Paracelus sem á 16. öld gaf spiritus-víni nafnið alkohol vini, vegna þess að létt- asta efnið í víninu er alkoholið. □—o—□ ★ RANNSÓNIR hafa leitt í Ijós, að Arabarnir kunnu ekki að I eimhreinsa (brenna) vínið. Þau (tæki, sem þeir höfðu yfir að ráða voru einföld og ófullkomin. Sá fyrsti, sem bjó til nothæft áhald . til eimhreinsunar- á víni var 1 Arnaud de Villeneuve, sem uppi var frá 1238—1314. Hann var Spánverji að ætt, en lifði mestan hluta ævinnar í Frakklandi. Þar var hann víðkunnur vísindamað- ur, naut mikils trausts, var líf- læknir konunga og páfa, próf- essor í efna- og stjörnufræði. — Hann lýsir þeirri víntegund, sem hann gerði fyrstur manna á þessa leið: •— Sumir kalla það Eau-de Vie (Lífsins vatn) og er það mjög viðeigandi, þar sem það er lífsins elexir. Það lengir lífið, kemur mönnum í gott skap, end- urnærir hjartað og gerir menn síunga. — Já, hann var ekki að draga af því, gamli maðurinn! □—o—□ ★ SAMTÍÐAMAÐUR hans Ray mond Lullus, spanskur rit- höfundur og gullgerðarmaður, var líkrar skoðunar og Arnaud um gæði vínsins og gekk hann meira að segja svo langt í aðdá- un sinni á Lífsins vatni, að hann sagði það vera „útgufun frá guð- dóminum", hvað svo sem það merkir svona í alvöru. — Hann skýrir og frá því, hvernig búa eigi til Aqua vitae, eins og hann kemst að orði og virðist vera einn fróðastur manna sinnar samtíðar um þennan „guðdómlega vökva“. □—o—□ Á HINAR hryllilegu farsóttir, sem herjuðu á varnarlausar þjóðir á miðöldum orsökuðu það að menn tóku víninu tveimur höndum og notuðu það mikið við alls kyns sjúkdómum. Til þess að gera áhrif þess meiri voru sett í það ýmiss konar jurtir, krydd o. fl. og er það m.a. í frásögur færandi, að ítaiski læknirinn Savanorola bjó til úr því lyf, sem hann nefndi: Aqua vitae ardens composita, — og skulum við vona, að lyf hans hafi ekki orðið neinum sjúklingi að aldurtila! □—o—□ ★ EN EKKl leið á löngu, að vínið sýndi sitt rétta andlit, ef svo mætti að orði komast, því að eftir því sem framleiðslan jókst náðu fleiri í það — og urðu því að bráð. Hugðust menn þá gera ýmsar varúðarráðstafanir til að minnka skaðsemi þess og var ein m.a. í því fólgin, að í sumum löndum var ströng hegn- ing við að selja vín fyrir utan kirkjudyr! □—o—□ Vt MARGT fleira mætti segja um notkun áfengra drykkja og tilbúning þeirra á hinu langa skeiði, sem þeir hafa yljað manns sálunum um víða veröld. Áhrif þeirra á mannlíf allt hafa verið gífurleg, þeir hafa orðið skáld- um að yrkisefni, breytt dapurt í gleði, — og gleði í sorg. — En þess skal þó einungis getið að lokum, að á síðari hluta 16. ald- ar tóku Þjóðverjar að framleiða vín úr korni og til Norðurlanda komu brennivín á miðju skeiði miðalda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.