Morgunblaðið - 18.11.1953, Blaðsíða 9
Miðvikiidagur 18. nóv, 1953
MORGUNBLAÐIÐ
1
» «
Hödd Stalins heyiist át yfiir gröfi'
og duuða og ónáðar Malenkov
aukin fijárfiram-
til rafiorkumála
í Nú er þess beðíð að Lavr-
entii Beria, yfirmaður rúss- j
nesku leynilögreglunnar verði
leiddur fyrir rétt, sakaður um
landráð og aðra stríðsglæpi.
Niðurlæging þessa volduga
manns hefir mikil orðið og þá
hefir upphefð keppinautsins,
Malenkovs, orðið mikil að
sama skapi.
En fregnir frá Rússlandi
herma, að um það leyti að Ber-
ia féll, hafi honum tekizt að
gera Malenkov slíka skráveifu
að hann muni seint bíða þess
bætur og ef til vill verði úr
deilum þeirra áður en lýkur,
bræðrabylta. Segir norska
blaðið Aftenposten frá þessu í
nýútkomnu eintaki.
STALIN MUN HAFA GERT
ERFÐASKRÁ
Þannig er mál með vexti, að
það þykir víst, að Stalin hafi
ekki látið stjórn rússneska heims
veldisins eftir sig í þvílíkum
ólestri, sem nú hefur komið í ljós.
Stalin hefur vissulega séð dauða
sinn fyrir og viljað gera sínar
ráðstafanir til þess að verk hans
riðlaðist ekki. Hann hlýtur að j
hafa látið eftir sig pólitíska erfða
skrá.
En erfðaskrá Stalins hefur ekki
verið birt af núverandi valdhöf-
um og þykir ólíklegt að Malen-
kov verði til að birta hana. Má
það vel vera að ástæðan til þess,
hve Stalin er nú þagaður í hel,
sé einmitt sú, að Malenkov þyk-
ír sem Stalin hafi gengið fram hjá
sér í ákvæðum erfaskárinnar.
BERÍA SÁ UM DREIFINGU
ERFÐASKRÁRINNAR
Enda herma frásagnir að erfða-
skráin hafi verið birt af öðrum
aðilja. Bería hafði komið því svo
íyrir, að ef honum hlekktist á,
væru óþekktir vinir hans, sem
dreifðu meira en 200 Ijósmynd-
uðum eintökum af erfðaskrá Stal-
jns meðal æðri manna í flokkn-
um.
Erfðaskráin, eins Og hún var
póstsend, er skrifuð með rithönd
Stalins, dagsett 3. maí 1952, eða
níu mánuðum áður en hann lézt.
Aðalefni hennar er, að Stalin
heitir á kommúnistaflokkinn að
hlíta sameiginlegri þrístjórn
þeirra Berias, Molotovs Og Mal-
enkovs og eru þeir taldir í þess-
ari röð.
STALÍN HEITIR Á SAM-
STARF ÞRÍMENNINGANNA
Síffan heitir hann á þessa
þrjá menn aff vinna saman í
bróffurlegri einingu og varar
þá viff aff hefja deilur sín á
milli, vegna þess, aff viff slík-
ar deilur myndu Sovétríkin öll
klofna innbyrðis i andstæffar
fylkingar og slíkt mynds verka
örfandi á fjandmenn k«mm-
únismans erlendis.
Sá kafli í erfffaskránni, sem
að líkindum fer mest í taugar
Malenkovs er þar, sem rætt er
um Bería. Kaflinn er á þessa
leiff:
i — Beria hefur jafnan reynzt
tryggur vinur og flokksbróð-
ir. Til hans er flokksmönnum
jafnan óhætt aff leita ráffa og
treysta ráffleggingum hans.
VARÚDARRÁÐSTAFANSR
BERÍAS
Það er sagt, að meðan jafn-
ræði þeirra þrímenninganna var
viðurkennt í orði, þá hafi hann
ekki ætlað að dreifa erfðaskránni.
Hann bjóst hingsvegar við faili
sínu og gerði ráðstafanir til að
bréfin væru póstlögð, þegar er
honum var vikið frá. Bréfin voru
send til flokksráðsmahna út um
gervöll sovétríkin til allra með-
lima miðstjórnarinnar og nokk-
urra hershöfðingja.
Beria sá um það aS erfekrá
Slalins væri birf
Beria hefndi sín með því að birta
erfffaskrá Stalins.
NAFN STALÍNS AFMÁÐ
Það hlýtur að hafa valdið
miklum heilabrotum flokksmann
anna, er þeir fengu þannig að
heyra rödd Stalins út yfir gröf
og dauða. Og frásögnin og vitn-
eskjan um erfðaskárna mun að
sjalfsögðu halda áfram að breið-
ast út. Vofa Stalins mun fylgja
Malenkov eftir, hvert sem hann
fer og það mun seint takast hon-
um að kveða niður hina virku
mótspyrnu. Bezta ráðið er e. t.
v. það sem Malenkov hefur tekið, !
að reyna að þurrka nafn Stalins
út úr sögu Sovétríkjanna. I
HINAR MIKLU
„HREINS ANIR“
Nú hefur 7 meðlimum mið-
stjórnar flokksins, 38 héraðs-
framkvæmdastjórum flokksins og
mörg hundruð flokksstarfsmönn-
um verið vikið úr embætti, og
þeir hreinsaðir eða upprættir,
ýmist dæmdir til dauða eða til
þrælavinnu í Síberíu.
Pólitísku fangelsin eru yfir-
full af körlum og konum, sem
orðiff hafa fyrir óánægju Mal-
enkovs effa grunsemdum. Ekki
alls fyrir löngu tilkynnti Mal-
enkov með miklum básúnu-
blæstri, aff hann myndi láta
lausa ýmsa pólitíska fanga. —
Hér var affeins um það að
ræffa, aff nokkrum persónuleg-
um óvínum Berías var sleppt
úr haldi til þess aff hægt væri
aff stinga fleiri óvinum Malen
kovs inn bak viff Iás og slá.
Sérstaklega var hreinsunin
þó víðtæk í leynilögreglunni
MDV, sem hafffi veriff hiff
trygga verkfæri Berias. Tugir
og hundruff háttsettra foringja
hafa verið fjarlægffir. — Þessi
hreinsun hefur veikt leynilög-
regluna, en styrkt herinn.
Þessar ráðstafanir Malenkovs
eru svo víðtækar og harðskeytt-
ar, að varúðarráðstafanir Stalins
eftir dauða Lenins verða smá-
vægilegar í samanburði við þær.
Samt skal enginn halda, að Mal-
enkov hafi tekizt að bæla niður
mótspyrnuna og veldur því ekki
sízt erfðaskrá Stalíns.
SJÚKLEIKI BERIAS
Fréttastofur og blöð austan
járntjalds eru farnar að senda út
tilkynningar um það, að Bería
sé alvarlega veikur. Sumum virð-
ist að fréttastofurnar vilji jafn
vel láta í það skína, að Bería
liggi fyrir dauðanum. Hann á að
þjást af lungnabólgu og eru fimm
læknar sem stunda hann í fang-
elsinu. Yfirlæknirinn er dr. N.
Sakisnid. Ef Bería létist náttúr-
legum dauðdaga, myndi það leysa
Malenkov undan þeirri skyldu að
draga hann fyrir rétt.
En Malenkov er það ábyggilega
ljóst, að fáir myndu trúa því, að
Beria hafi látizt eðlilegum dauð-
daga. Allra sízt ef dr. Sakisnid
undirritaði dánarvottorðið. En
það var einmitt hann, sem und-
irritaði dánarvottorð Stalíns.
EYFELLINGAR hafa gert eftir-
farandi samþykkt um raforku-
mál og sent hana viðskiptamála-
ráðherra og raforkumálastjóra:
„Sameiginlegur fundur hrepps-
nefnda og skólanefnda Austur-
og Vestur-Eyjafjallahreppa, hald
inn að Dagsbrún 5. nóv. . 1953,
fagnar því er áunnizt hefur í
rafmagnsmálunum og þeim fyrir-
ætlunum ríkisstjórnarinnar um
fjárframlög og iántökur til raf-
orkumála. — Fundurinn skorar
á raforkumálastjórn ríkisins, að
gerðar verði ráðstafanir til þess,
að lagðar verði raftaugar um
Eyjafjallasveitir þegar á næsta
ári.“
Þá hefur hreppsnefnd Land-
mannahrepps gert svohljóðandi
ályktun:
„Hreppsnefnd Landmanna-
hrepps krefst þess, að ríkisstjórn
og Alþingi vinni að því, að leita
nýrra úrræða um lántöku eða á
annan hátt vinni að auknum
fjárframlögum til raforkufram-
kvæmda, svo hægt sé að full-
nægja óskum og þörfum allra
heimilia um dreifingu rafmagn?
um alla sveitina sem fyrst.“
Skora hreppsnefndarmennirnir
á þingmenn Rangárvallasýslu að
bera fram og fylgja eftir á yfir-
standandi Alþingi framanritaðri
ályktun nefndarinnar.
UPPHLEÐSLA VEGAR
Þá óskaði hreppsnefndarfund-
urinn þess, að þingmennirnir
beiti sér fyrir því, að meiru fé
verði varið til upphleðslu veg-
arins í hreppnum á næsta sumri,
en verið hefur undanfarin ár og
að hann verði byggður upp alla
leið að Galtaíæk. Vegurinn er
mjög fjölfarinn að sumrinu og
þarf því mikils við.
471 sjálingur hefur fengið á-
hiynningu á sjárahúsi Akraness
Slúkrahúsíð reis af grunni fyrir velvild
cg lofsverl framlak hóps manna
AKRANESI, 10. nóv.: — Þ. 8. f.
m. átti Bíóhöllin á Akranesi 10
ára afmæli. Þennan dag var hún
vígð og við vígsluna gáfu þau!
hjónin Haraldur Eöðvarsson og
frú Ingunn Sveinsdóttir, Akranes
bæ Bíóhöllina. Ákváðu þau, að
ágóðanum af rekstri bíóhallar-
innar skyldi varið til líknar og
menningarstarfa.
Löngu áður eða 1915 höfðu for-
eldrar frú Ingunnar, Metta F.
Hansdóttir og Sveinn Guðmunds-
son í Mörk, stofnað með fjár-
framlagi Sjúkraskýlissjóð Akra-
ness. Gjaldkeri sjúkraskýlis-
sjóðsins frá stofnun og til þessa
dags hefur verið dóttir stofnend-
anna Hebrea G. Sveinsdóttir. —
Hvoru tveggja hefur svo almenn-
,Þrír slórir"
ingur eflt og sýnt skilning á hlut-
verki sjúkraskýlissjóðsins og bíó-
hallarinnar.
Kvenfélag Akraness hefur ver-
ið eitt dugmesta félag sem starf-
að hefur í bænum um 25 ára
skeið.
Þetta eru hinir hrír hornstein-
ar, sem gert hafa kleift ásamt
framlagi rikisins að sjúkrahús
Akraness rísi af grunni og tæki til
starfa. Bíóhöllin hefur þegar
greitt til sjúkrahúss Akraness
tæpar 600 þúsund krónur og til
viðbótar því tekið að sér að
greiða hálfrar milljón króna lán
til sjúkrahússins. Frá Sjúkra-
skýlissjóðnum hefur sjúkrahúsið
fengið um 100 þús. krónur og
frá Kvenfélagi Akraness hefur
sjúkrahúsinu borizt risavaxin pen
ingaframlög. Fyrst 150—160 þús.
krónur, sem konurnar gáfu úr
félagssjóði og síðar 167 þúsund
krónur, sem þær söfnuðu meðal
bæjarbúa. En auk þess hafa fjöldi
einstaklinga og sveitir , Borgar-
fjarðar utan og ofan Skarðsheið-
ar, sent sjúkrahúsi Akraness
myndarlegar gjafir. Þess er skylt
að geta, að við byggingu sjúkra-
húss Akraness og öflun tækja til
þess, hefur það orðið ómetanleg
stoð að fá að njót.a atfylgis og
fyrirhyggju Haraldar og frú Ing-
unnar. Reynslan sjrnir, að ekki
hefur verið unnið fyrir gíg, því
að sjúkrahúss Akraness hefur nú
á tæplega 1V2 ári tekið við 441
sjúklingi, sem þar hafa dvalizt i
lengri eða skemmri tíma sér til
lækninga og heilsubótar.
Mynd þessi er sett saman. Á henni sjást þeir Sir Winston Churchill, forsætisráðherra Breta, Joseph
Laniel, forsætisráðherra Frakklands og Dwight D. Eisenhower, forseti Bandaríkjanna, en þeir koma
saman til fundar á Bermuda 3. des. n.k.
Blek til
varnar
BERLÍN. — De frie Juristel
fullyrða, að yfirvöldin í Brenzleu
í Brandenburg' hafi ráðlagt öll-
um konum að ganga með blek-
byttu á sér til að verjast nær- .
göngulum rússneskum hermönn-
um, en svo mjög hefur borið á
hrottaskap þeirra gagnvart aust- \
ur-þýzkum konum, að almenna ,
heift hefur vakið um allt Austur-
Þýzkaland.
Ef rússnesku hermaður gerist
ofdjarftækur til þýzkrar konu á
hún að hella blekinu yfir ein-
kennisföt hans til þess, að hann
auðkennist og finnist fljótlega.