Morgunblaðið - 18.11.1953, Blaðsíða 16
Veðurúiii) í dag:
Allhvass NV með hvössum éljum.
Rödd Sfalins
Sjá grein á blaðsíðu 9-
263. tbl. — Miðvikudagur 18. nóvembcr 1953.
Kunnir sænskir lisfamennc á
vegum SIBSr skemmfa i
Áusturbæjarbíói um
Þar koma fram Alice Babs, „Vinsælasta
stúlka Svíþjóðar" og (. Horman tríóið
N.K. FÖSTUDAG er von hingað á sænsku listafólki, sem skemmta
mun Reykvíkingum um helgina á vegum Sambands íslenzkra
berklasjúklinga, sem hefur allan veg og vanda af komu þess hingað.
Er hér um að ræða hina vinsælu sænsku kvikmyndaleikkonu og
spngkonu, Alice Babs og Charles Norman tríóið, sem einnig hefur
getið sér afbragðs góðan orðstí fyrir skemmtilegan leik. Listafólkið
mun koma fram á 5 skemmtunum í Austurbæjarbíói.
ÍSLENDINGUM
AÐ GÓÐU KUNN
Alice Babs er íslendingum
þegar að góðu kunn úr útvarp-
inu, en hún hefur sungið inn á f
fjölda margar plötur og hljómar
rödd hennar svo að segja daglega
á morgnana, um hádegið eða um
miðjan daginn í íslenzka Ríkis-
útvarpinu. Hún mun vera fyrsta
þekkta kvikmyndadísin, sem
kemur hingað til lands til að
skemmta íslendingum, en hins
vegar munu kvikmyndahúsgestir
minnast leiks hennar í tveimur
kvikmyndum, sem sýndar voru
hér í haust, í „Draumalandinu“
í Austurbæjarljíói og annarri
mynd sem sýnd var í Tjarnarbíói.
„VINSÆLASTA STULKA
SVÍÞJÓÐAB'
Hið rétta nafn Alice Babs er
Nilson. Alice Babs er aðeins lista-
mannsnafn hennar. — Hún kom
fyrst fram á sjónarsviðið fyrir
nokkrum árum, þá 17 ára gömul
og ávann sér brátt almennar vin-
sældir fyrir söng sinn og leik. En
svo gekk hún í heilagt hjóna-
band, gerðist frú Nilson og lagði
allan leikaraskap á hilluna um
skeið. Er hún svo fyrir tveim'.ir!
árum tók til aftur þar, sem hún
hafði hætt óttuðust margir, að
hléið, sem orðið hafði á listaferli
hennar hefði fyrirgert áfram-
haldandi frama, en reyndin varð
allt önnur og hún varð á ótrú-
lega skömmum tíma hálfu vin-
sælli en nokkurntíma áður og
hefur hún verið kölluð ,Sver-
riges populæreste Pige“ (Vin-
sælasta stúlka Svíþjóðar).
ÞEIR BEZTU SEM VÖL ER A
Trio Charles Norman hefir
einnig hlotið miklar vinsældir.
Þremenningarnir leika á píanó,
,kontrabassa og trumbu, aðallega
jgzz. Hafa þeir ferðazt um þvera
,pg endilanga Svíþjóð og koma
auk þess vikulega fram í sænska
útvarpið.
Forráðamenn SÍBS tjáðu
jfréttamönnum í gær, að þeim
hefðu boðizt margir skemmti-
ikraftar frá Svíþjóð en að viturra
manna ráði hefði verið ákveðið
að fá Alice Babs og Charles
Nprmann, þar eð ekki léki á
tveim tungum að hér væri um
að ræða beztu skemmtikrafta 1
sem völ væri á í Svíþjóð.
SÉRSTAKUR ÁHUGI Á
ÍSLANDI OG SÍBS
Má í rauninni teljast einstök
jheppni, að SÍBS skuli hafa tek-1
izt að fá þá hingað, þegar tekið
er tillit til, hve eftir^óttir þeir
.eru og bundnir ströngum samn-1
ingum. Er haft eftir hinu sænska
listafólki, að það gefi sér tíma
til að koma hingað aðeins vegna
þess, að það hefir sérstakan
áhuga á að koma til íslands og
vegna þess, að hið góða málefni
SIBS er annars vegar, enda hafa
hstamennirnir ákveðið að
skemmta hér endurgjaldslaust
Bandarísku flug-
vélarinnar leltað
ígær
LEITINNI að bandaríska grum-
man-flugbátnum var haldið
áfram í gærmorgun, er veður
breyttist til batnaðar. Vélarinn-
ar var saknað á flugleiðinni milli
íslands og Grænlands, er hún
var á leið frá Prestvík til Banda-
ríkjanna.
Fjórár flugvélar bandaríska
sjóhersins og þrjár frá fluglið-
inu bandaríska í Keflavík tóku
þátt í leitinni í gær auk tveggja
bandarískra björgunarvéla frá
Prestvík og tveggja brezkra
björgunarvéla.
Flugvélin, sem leitað er að, til-
heyrir 88. björgunarsveitinni
bandarísku, sem hefir bækistöð á
alþjóðaflugvellinum Palmbeach
í Florida.
Er neyðarkall barst frá vélinni
á sunnudaginn, hófu fjórar vél-
ar þegar leit að henni. Voru þær
úr sveitum, sem aðsetur hafa á
Keflavíkurflugvelli, Leituðu þær
á svæðinu, sem flugvélin hafði
verið á, er flugmaðurinn til-
kynnti hreyfilbilun í henni. — Á
mánudag gerði fárviðri á þessu
svæði og ekki gerlegt að leita þá.
ísflrðintgar fjölmenna
á heimsmeistarakeppni
ÍSAFJÖRÐUR 17. nóv. — Nýlega fóru 3 ísfirzkir skíðamenn til
Svíþjóðar, þar sem þeir munu stunda æfingar með tilliti til þáttw
töku í heimsmeistaramótinu í vetraríþróttum, sem fram á að fai’3|
í Svíþjóð í lok febrúar n.k. >;
Charles Norman tríóið.
með öllu. Aðeins ferða- og dval-
arkostnaður þeirra verður greidd
ur auk nokkurra vasapeninga og
farið verður með þá um nágrenni
Reykjavíkur, eftir því sem tími
og veður leyfa.
FARA HÉÐAN N. K.
FIMMTUDAG
SÍBS hafði ákveðið að ráða
listamennina til hálfsmánaðar-
dvalar hér og efna þá til skemmt
ana norður á Akureyri en vegna
samninga Alice Babs við leik-
hús eitt í Stokkhólmi verður hún
að hverfa héðan n. k. fimmtu-
dag. Hingað kemur hún frá Vest-
ur-Þýzkalandi, þar sem hún hef-
ir ferðazt víðsvegar um að und-
anförnu.
Fyrsta skemmtun hinna sænsku
listamanna vcrður n.k. föstudags
kvöld kl. 11,15 og síðan á laugar-
dag og sunnudag kl. 7 og 11,15
bæði kvöldin. Alize Babs mun
þar syngja bæði á sænsku og
ensku, m.a. nokkur „jóðl“ lög
en hún er sérlega leikin í þeirri
list.
VON GÓÐRAR
SKEMMTUNAR
Ekkert hefir hingað til verið
látið uppi opinberlega um komu
þessara listamanna, en fólk mun
samt engu að síður hafa komizt
á snoðir um hana með einhverj-
um hætti, þ.e. pantanir aðgöngu-
miða hafa þegar fyrir nokkru
byrjað að berast. Mun aðsókriin
að þessum SÍBS-hljómleikum
vafalaust verða mikil, þar sem
von er góðrar skemmtunar af
hendi hinna vinsælu listamanna,
sem nú sækja okkur heim.
Flytur fyrirleslur
um Norðerlanda-
skáld
í KVÖLD kl. 8,30 flytur Ivar
Orgland sendikennari Norð-
manna hérlendis fyrirlestur, sem
hann nefnir: Um Georg Brandes
og afstöðu hans til Ibsens og
Björnssons. Fyrirlesturinn verð-
ur í 1. kennslustofu Háskólans
og eru allir velkomnir, meðan
húsrúm leyfir.
» ★
SÍÐAR ætlar Orgland að flytja
annan fýrirlestur, sem verður
nokkurs konar framhald af þeim
fyrri og nefnir hann þann fyrir-
lestur: Strindberg, Björnsson og
Brandes á árunum 1880—'90. —
Fyrirlestrarnir verða báðir um
samstarf fyrr nefndra rithöf-
unda, vináttu þeirra, deilur og
baráttu, og mun sendikennarinn
einkum leitast við að sýna tengsl-
in á milli fyrr nefndra Norður-
landahöfunda á síðari hluta 19.
aldar.
TVÆR STULKUR
TIL KEPPNI
Þeir sem fóru voru tvær koriur,
þær Martha B. Guðmundsdóttir,
íslandsmeistari í svigi kvenna og
Jakobína Jakobsdóttir, íslands-
meistari í stórsvigi kvenna. Hafa
þær í hyggju að dveljast í Aare,
en þar fer keppnin í Alpagrein-
um fram.
ÓKEYPIS DVÖL
HJÁ OLANDER
Sá þriðji, sem utan fór, er
Oddur Pétursson, sem mun dvelj-
ast í Vaalaadalen í vetur í boði
Olanders. En Olander hefur boð-
| ið Oddi ókeypis dvöl á íþrótta-
i heimili sínu til þess að þjálfa
| hann undir væntanlega göngu-
j keppni á heimsmeistaramótinu,
: sem fram fer í Falun í Svíþjóð.
1 En þarna dveljast í vetur göngu-
menn frá flestum löndum heims
og eru undir þjálfun og stjórn
Gösta Olanders.
ÞREMENNINGAR ÆFA HJÁ
HANS HANSSON
Tveir ísfirðingar þeir Haukur
Sigurðsson og Steinþór Jakobs-
son hafa dvalizt í Aare síðan í
vor hjá sænska skíðakennaran-
um Hans Hansson, sem dvaldist
hér á landi við kennslu hjá
Skíðasambandi íslands vorið
1951.
Einnig fer Jón Karl Sigurðsson
utan um áramótin og munu þeir
þremenningarnir ásamt kven-
Heimsmeistarakeppni í
handknattleik
STOKKHÓLMI, 17. nóv. Brasilía
hefur tilkynnt þátttöku í heims-
meistarakeppnihni í handknatt-
leik sem fram fer innan skamms.
— NTB
Krabbameinsfélag
r
I
KEFLAVÍK, 16. nóv. — Síðast-
liðinn sunnudag var stofnað hér
krabbameinsfélag. Félagið hlaut
nafnið Krabbameinsvörn Kefla-
víkur og nágrennis.
Stofnfélagar voru 70. Formað-
ur félagsins var kosinn Karl G.
Magnússon, héraðslæknir. Með-
stjórnendur voru kosnir þeir Al-
freð Gíslason, bæjarfulltrúi, séra
Björn Jónsson, sóknarprestur,
Egill Þorgrímsson, skipasmiður,
og Karvel Ögmundsson, útgerðar
maður.
Það var Rotaryklúbbur Kefla-
víkur, sem hafði forgöngu um
stofnun þessa félags, en það mun
starfa á svipuðum grundvelli og
önnur slík félög á landinu.
— Ingvar.
Þriðja spilakvöld Sjálf-
stæðisfélaganna í kvöld
SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Reykjavík halda í kvöld þriðja spila-
kvöld sitt í vetur og hefst það kl. 8,30 í Sjálfstæðishúsinu. Eins og
venjulega er öllu Sjálfstæðisfólki heimill ókeypis aðgangur.
SPIL AKV OLDIN
MJÖG VINSÆL
Spilakvöldið hefst með því að
spiluð verður félagsvist og verð-
ur vandað mjög til þeirra verð-
launa, sem veitt verða. Þá mun
Jóhann Hafstein, alþingismaður,
halda stutta ræðu og loks verða
sýndar kvikmyndir.
Þessi spilakvöld Sjálfstæðisfé-
laganna í Reykjavík hafa náð
miklum vinsældum og verið
mjög fjölsótt. Er fólki því bent
á að mæta stundvíslega, því að
erfitt getur verið að ná í borð
fyrir þá sem seint koma.
Sjómaður gefur
SVFÍ stórgjöf
í GÆRDAG kom í skrifstofu
Slysavarnafélags íslands maður
nokkur, sem ekki vill láta nafns
síns getið, en hann var skipverji
á togaranum Skúla fógeta, er
hann strandaði í Grindavík. —
Maður þessi færði félaginu 5000
krónur að gjöf til eflingar starf-
semi þess.
fólkinu þjálfa sig í vetur undúj
leiðsögn Hans Hanssonar. i
§
IIEIMSMEISTARAKEPPNI
íslenzku þátttakendurnir 3
mótinu hafa ekki enn verið vald*
ir, en talið er líklegt að þessiU
ísfirðingar taki þátt í mótinit,
þótt það sé að sjálfsögðu á valdS
Skíðasambands íslands.
Þetta verður í fyrsta skiptS
sem íslenzkar stúlkur taka þátf
í alheimsmóti á skíðum og verðuffl
því fróðlegt að sjá hvar í flokkj
þær standa. — J. /
-----------------j
Handknafflelksmót
Reykjavíkur hefsf
í kvöíd
í KVÖLD hefst Handknattleiks*
meistaramót Reykjavíkur. Það e®
fyrri hluti mótsins — keppni 3
meistaraflokki karla. Til keppnS
í þeim flokki senda 7 félög liðj
Fram, Valur, Þróttur, ÍR, KB,
Víkingur og Ármann. Leiktírrw
inn er 2x15 mín. Keppni í þessi
um flokki lýkur um næstu mán-t
aðamót og þá fer fram síðarl
hluti mótsins — þ. e. keppni i
öðrum flokkum karla og kvenna-t
flokki.
Keppnin í kvöld hefst kl. &
e. h. að Hálogalandi. Leika þa
Fram og Valur; Þróttur og ÍRJ
KR og Víkingur. Ármenningafi
sitja sjá. |
þriggja fogsra
í GÆR og fyrradag seldi togar-
inn Ágúst í Englandi 174 tonn af
fiski fyrir 7133 sterlingspund og
jafngildir það 325 þúsund krón-
um. — Togarinn Áskur seldi i
Þýzkalandi 189 tonn fyrir 321
þús. kr. og Austfirðingur 113
tonn fyrir 214 þús. kr.
1
Sljérnmálaskólinn
I KVÖLD kl. 8,30 flytur Páll
S. Pálsson framkvæmclastjórl
fyrirlestur um iðnaðarmál. —-
Að loknu erindinu verðutl
málfundur.
Til Peking ’
TÓKÍÓ — Átta ráðherrar í Norð-
ur-Kóreu með Kim II Sung for-
sætisráðh. í broddi fylkingafl
fóru s. 1. miðvikudag til Peking,
segir kínverska fréttastofan. —-
Ekkert var greint um tilgang
fararinnar. j
Skdkeinvigi MbL:
Akranes-Keflavík
KEFLAVÍK
HP ^ Hi fi Wk
AKRANES , 1
13. leikur Akraness:
Bg5xBe7