Morgunblaðið - 20.11.1953, Side 6
6
MORGUNBLADIÐ
Föstudagur 20. nóv. 1953
Framsýni, stórhugur og óbil-
undi trú ú lundið ríkir í iðnuður-
múlum íslendingu
UM IÐNAÐ ALMENNT
Það er gleðilegt tímanna tákn
hversu almennt iðnaðarmál eru
í seinni tíð til umræðu ekki að-
eins meðal samtaka iðnaðarins
heldur einnig meðal stjórnmála-
manna og meðal þjóðarinnar,
vegna hins aukna skilnings allra
hugsandi manna á því, hverja
þýðingu iðnaður hefur í nútíma
þjóðfélagi. Oft er talað um iðnað
sem nýjung hér á landi. Islend-
ingar hafa þó í orðsins fyllstu
merkingu verið iðnaðar-
menn, hagleiksmenn allt frá
landnámstíð. Það sést bezt á öll-
um hinum gömlu munum, sem
unnir voru á íslandi til forna, tré
skurður, trésmíði, járn og málm-
smíði, klæðagerð, ofið, prjónað
og heklað o. fl. o. fl., aðeins til
að nefna nokkuð að ógleymdu
snilldarhandbragði forfeðranna
við band og skinnasútun íslenzku
handritanna, allt var þetta unn-
ið við hin erfiðustu skilyrði.
íslendingar hafa alltaf verið
iðnaðarmenn að eðlisfari, þess
vegna hafa þeir veri svo undur
fljótir að taka tækni seinni tíma
i sína þjónustu og hafa náð í ýms
um greinum undraverðu valdi
yfir og leikni í meðferð flóknustu
og fullkomnustu iðnaðarvéla á
tiltölulega stuttum tíma, eftir að
vélaiðnaður hófst og iðnaður varð
sjálfstæður atvinnurekstur á Is-
landi. Að ég get þessa hér er
vegna þess, að það er eitt skil-
yrði fyrir fullkomnum iðnaði,
þrátt fyrir alla véltækni, það er,
að íslendingar hafa tekið að erfð-
um hæfileika iðnaðarmannsins,
þann hæfileika að stilla saman
huga og haga hönd í samstarfi
við tæknimenntaða menn og
framtakssama atvinnurekendur
til að stjórna innrás nútíma iðn-
aðar í íslenzkt atvinnulíf í réttu
hlutfalli við aðra atvinnuvegi
þjóðarinnar.
Það má ef til vill segja, að for-
tíðin skipti hér ekki miklu máli,
því að framtíðin sé fyrir öllu,
þó er það nú svo, að svo bezt
verður framtíðin björt og líf-
vænleg, að fullt tillit sé tekið til
þess bezta frá liðna tímanum
ásamt dýrkeyptri reynslu fær-
ustu manna á lífsleiðinni.
íslenzkur iðnaður stendur ein-
mitt á slíkum vegamótum í dag.
Hann er búinn að berjast áfram
við erfið skilyrði og skilnings-
skort. Hann er búinn að sanna
tilverurétt sinn í þjóðfélaginu.
Þungi samtakanna er samstilltur.
Unnendur iðnaðar horfa bjartari
augum fram í tímann, en munu
þó hvergi linna sókn sinni til
aukningar og fullkomnunar. I
dag eru honum gefin fyrirheit
um mörg af þeim málum, sem
heildarsamtök hans hafa barizt
fyrir í mörg ár, að þau muni
hljóta aígreiðslu og samþykki
þings og stjórnar.
MARGIR SIGRAR HAFA
UNNIZT
Mörg af áhugamálum iðnaðar-
manna hafa á seinni árum verið
borin fram til sigurs og önnur
fram á leið. Tollar og söluskatt-
ur, gjaldeyris- og innflutnings-
mál, iðnaðarbanki, útvegun efn-
is og áhalda, frumvarp til laga
um iðnskóla, iðnsýningar, báta"
smíðar, svo að nokkuð sé nefnt.
Allt hafa þetta verið mál, sem
íslenzkir iðnaðarmenn vilja
heyra um hvar sem er á landinu,
hverja afgreiðslu þau hljóti hjá
þingi og stjórn og hverjir séu
með og hverjir á móti. Ég vil
staldra hér aðeins við bátasmíði
og skipaviðgerðir vegna þess, að
iðnaðarsamtökin hafa skorað á
'Alþingi og ríkisstjórn að gera
ráðstafanir til að tryggja það, að
nýsmíði fiskiskipa geti hafist að
nýju hérlendis þannig, að inn-
lendar skipasmíðastöðvar geti
annast nauðsynlegar og eðlileg-
Vöruvöndun og vandvirkni homsteinn
iðnaðarins
Ræða Björgvins Frederiksens, forsefa Landssam-
bands iðnaðarmanna, við sefningu
15. Eðnþings íslendinga
IVý viðhorf haf a skapast til
hugsanlegra breytinga
regdna um skipun Alþingis
í GÆR úrskurðaði forseti neðri deildar Alþingis, Halldór Ásgríms-
! son, að frumvarp Alþýðuflokksins um kosningabandalög skyldi
j koma til atkvæðagreiðslu, þar sem það að hans dómi gæti sam-
rýmzt stjórnarskránni.
Jóhann Hafstein kvaddi sér þá hljóðs og gerði grein fyrir afstöðu
þingmanna Sjálfstæðisflokksins til frumvarpsins eftir að forseti
j hafði úrskurðað að því yrði ekki vísað frá. Jóhann sagði:
ar endurnýjanir vélbátaflotans
og til þess að þær þurfi eigi að
hætta starfrækslu sinni með öllu,
vegna skorts á verkefnum meðan
vertíð stendur yfir. Sérstaka
áherzlu verður að leggja á eftir-
farandi: að skipasmíðastöðvum
verði séð fyrir nægilegum og hag
kvæmum lánum til að smíða skip
fyrir eigin reikning, að tollej'í
söluskattur og bátagjaldeyrir fyr-
ir efni, vélum og tækjum til
fiskibáta, sem smíðaðir eru hér-
lendis, verði endurgreiddir. Heim
ild er fyrir því á síðustu fjár-
lögum, þ. e. a. s. til eins árs, að
Síðari grein
endurgreiða tollana, en bátagjald
eyrir verður að afnema af öllu
efni til alls iðnaðar og auðvitað
einnig af efni til skipasmíða.
Það er öllum þjóðhollum
mönnum ljóst, hvert stórmál er
hér á ferð bæði í stríði og friði,
að bátabyggingar og skipavið-
gerðir séu framkvæmdar hér inn
anlands. Þeir, sem þessi störf
hafa lært og þau innt af hönd-
um, hafa fyrir löngu hlotið við-
urkenningu fyrir að leysa störf,
sín prýðilega af hendi og í alla j
staði eftir ströngustu kröfum, I
miðað við íslenzka staðhætti. En |
til þess að Islendingar verði sjálf
um sér nógir í þessum efnum, þá ,
er nauðsynlegt að hafizt verði
handa um byggingu fullkominn-
ar þurrkvíar, sem tekið gæti til
aðgerðar og viðhalds íslenzka
skipastólinn, mundu þá einnig
skapast betri skilyrði til bygg-
ingar stálskipa, þótt í smáum stíl
væri byrjað, þá er það nauðsyn-
legt siglingaþjóð að hrinda þessu
máli i framkvæmd sem lyftistöng
fyrir iðnaðinn, útgerðarmönnum,
skipafélögum og alþjóð til hags-
bóta og vegsauka. Ef einstakling"
um er um megn að byggja slíka
stöð, þá virðist ekki ósanngjarnt,
að slikt fyrirtæki yrði byggt
með svipuðu fyrirkomulagi og til
dæmis áburðarverksmiðja og
sementsverksmiðja, svo að nokk
uð sé nefnt sem hliðstæð fyrir-
tæki, sem einstaklingum er um
megn að byggja einir en þjóð-
inni nauðsynlegt.
VÖRUVÖNDUN OG VAND-
VIRKNI HORNSTEINAR
IÐNAÐARINS
Eins og ég gat um áðan, þá er
vöruvöndun og vandvirkni í
iðnaði einn af þeim hornstein-
um, sem allur sannur iðnaður
byggist á. Oft hefi ég tekið eftir
því, að venjulegast þegar iðnað-
ur er gagnrýndur, þá er um
óverulega hluti að ræða, oftast
lélegur smávarningur. Nú er
það svo, að i öllum iðnaðarlönd-
um, þá er til léleg og ódýr fram-
leiðsla og hinsvegar vönduð og
dýr framleiðsla. Islenzk iðnfyr-
irtæki ættu að reyna að fram-
leiða einungis góða vöru og selja
aðeins vandaða iðnaðarvinnu
vegna þess, að oftast er frekar
spurt um ef illa er gert, hver
hafi unnið verkið en hvað það
hafi kostað. Ég get þessa vegna
þess, að iðnaðurinn á að leggja
alla áherzlu á vöruvöndun, því
að íslendingar eru vandlátir og
allt sem nota á utan húss, verður
að standast óblíð náttúruskilyrði,
en það er ekki nóg að hugsa um
innanlands markað fyrir þjóð,
sem byggir á útflutningsverzlun.
íslendingar verða að gera vöru-
vöndun að metnaðarmáli og væri
vel til fallið, að það opinbera
tæki upp í einhverri mynd að
sæma þá sem bezt framleiða og
vekja þar með heilbrigðan
metnað og viðurkenna það sem
vel er gert. Það skapar þeim sem
ver vinna fordæmi til eftir-
breytni og hinir vandvirku hljóta
verðskuldað hrós. Þótt að mörgu
sé íundið sem íslenzkt er, þá
mega íslenzkir iðnaðarmenn
njóta sannmælis og má til dæmis
benda á það, að byggingaiðnað-
ur stendur hér á háu stigi, eins
og sjá má á hinum glæsilegu
íbúðarhúsum, sem stöðugt er
verið að byggja. Útlendingar,
sem hingað koma ljúka lofsorði
á iðnaðarstörf byggingamanna,
bæði allan frágang svo og smekk
leg tilhögun og híbýlaskipan.
Iðnaðarmenn eiga einnig sinn
þátt í byggingu hinna miklu
orkuvera, sem hér er verið að
reisa eins og vatnsaflsstöðvum
við Sog og Laxá, svo og Áburð-
aryerksmiðjuna svo nokkuð sé
nefnt og er það gelðilegur áfangi
sem náðst hefur í iðnaðarmálum
að íslendingar hafa unnið sjálfir
megnið af þessum stórvirkjum
undir forustu hinna færustu
verkfræðinga.
íslenzkir bátar þykja vel smíð-
aðir og í alla staði taldir við hæfi
vandlátustu formanna, járniðn-
aður hefur byggt upp umfangs-
mikil og vönduð tæki fyrir fisk-
iðnað, svo sem síldar- og fiski-
mjölsverksmiðjur, hraðfrysti-
hús, lýsis- og olíustöðvar auk
allra hinna vandasömu viðgerða
á hinum fjölþættu vélum atvinnu
lífsins bæði til sjós og lands að
ógleymdu því að fyrir nokkrum
mánuðum voru undirskrifaðir
samningar um smíði fyrsta stál-
skips á íslandi, atburður, sem
marka mun tímamót í iðnaðar-
sögu íslendinga. Bílasmiðir hafa
á árrnu smiðað yfir fullkomnari
og stærri almenningsvagna en
nokkru sinni fyrr.
FRAMSÝNI OG STÓRHUGUR
Hér er aðeins nokkuð nefnt af
ótal mörgu, aðeins ábending um
það að í iðnaðarmálum ^slenclj'
inga ríkir framsýni, stórhugur og
óbilandi trú á landið. Ein undir-
staða þess að allt þetta blessist
er að þing og stjórn sýni iðnað-
inum réttlæti og skilning til jafns
við aðrar atvinnugreinar þjóðar-
innar, en vernd viljum við helzt
ekki þiggja.
Traustustu hornsteinar iðnaðar
á íslandi hafa ávallt verið at-
hafnasamir einstaklingar, sem af
eigin rammleik og með aðstoð
góðra manna hafa brotið á bak
aftur alla erfiðleika hversdags-
lífsins, menn sem hafa unnið,
HVAÐ MÆTTI EKKI ÁKVEÐA
í KOSNINGALÖGUM
Hæstvirtur forseti hefur fellt
úrskurð um það að efni frv. þessa
samrýmist stjórnarskránni. Hann
hefur fært fyrir því sín rök, sem
hins vegar nægja ekki til þess að
breyta þeirri skoðun minni um
þetta atriði, sem ég hef áður gert
grein fyrir.
Ég verð að fallast á þá skoðun
forseta, að forsetaúrskurðurinn
sé ekki til umræðu. En ég get
ekki stillt mig um að höggva í
eitt atriði, þar sem forseti sagði,
að í kosningalögum mætti setja
ákvæði um, hvernig úrslit skulu
ákveðin í einmenningskjördæm-
um. Samkvæmt þessu ætti að
mega ákveða í kosningalögum,
að sá, sem fæst atkvæði fær,
skuli kosinn!
NY VIÐHORF
Það er hæstv. forseti, sem á
úrskurðarvaldið í þessari deild og
við það verður því að sitja að
sinni.
En fyrir hönd okkar Sjálfstæð-
ismanna í deildinni vil ég lýsa
því yfir að af slíkum úrskurði
leiðir að við munum nú fylgja
þessu máli til nefndar. Er það
vegna þess að við lítum svo á, að
sé efni þessa frv. talið samrým-
anlegt stjórnarskránni skapist
vissulega ný viðhorf um athugun
ýmissa annarra hugsanlegra
breytinga á þeim reglum, sem
gilda um skipun Alþingis og
kosningar til þess, án þess að áð-
ur þurfi að leita úrskurðar kjós-
enda um þau í kosningum að af-
stöðnu þingrofi — eins og ráð-
gert er um stjórnarskrárbreyt-
ingar.
L. í. Ú. hófst í íjær
AÐALFUNDUR L. í. Ú. hófst í fundarsal sambandsins í Hafnar-
hvoli hér í Reykjavík kl. rúmlega 2 í gærdag. Fundurinn var sóttur
af fulltrúum útvegsmannafélaganna víðsvegar um land.
Framh. á bls. 12.
Formaður sambandsins Sverrir
Júlíusson, setti fundinn. í upp-
hafi minntist hann 5 útvegs-
manna, sem látist hafa á starfs-
árinu og ennfremur 24 sjómanna,
sem látist hafa við skyldustörf j
sín. Bað hann fundarmenn að
rísa úr sætum sínum og votta
þar með minningu þessara manna
virðingu og vandamönnum þeirra j
samúð.
í setningarræðu sinni kom
formaður víða við. Rakti hann
fyrst í stórum dráttum, aflabrögð
á árinu. Vék hann síðan að fisk-
mati og vöruvöndun, kvað eigi
vanzalausar þær miklu kvartan-
ir, sem fram hafa komið frá kaup
endum erlendis undan göllum á
fiskafurðum. Hvatti formaður
fastlega til ítrustu vöruvöndun-
ar. Ennfremur vék formaður t
lauslega að vandamálum þeim,
sem við sjávarútveginum blasa.;
— Ræðan verður birt í heild í
blaðinu á morgun I
NEFNDAKOSING
Að lokinni setningarræðu for-
manns, var Jón Árnason, útgerð-
armaður, Akranesi, kosinn fund-
arstjóri og fundarritari Hafsteinn
Baldvinsson, fulltrúi.
Því næst fór fram kosning
kjörbréfanefndar. Kosnir voru:
Jóhann Sigfússon, Jón Gíslason,
Finnbogi Guðmundsson og Ólaf-
ur H. Jónsson.
í aðrar nefndir voru kosmr
þessir menn: Fjárhags- og við-
skiptanefnd: Margeir Jónsson,
Björgvin Jónsson, Jón Halldórs-
son, Hallgrímur Oddsson, Ólafur
H. Jónsson, Sigfús Þorleifsson og
Hafsteinn Bergþórsson. Allsherj-
arnefnd: Ólafur Magnússon, Jón
Axel Pétursson, Gísli Konráðs-
son, Sigurbjörn Eyjólfsson, Bein-
teinn Bjarnason, Jón Sigurðsson,
Adolf Björnsson. Afurðasölu- og
dýrtíðarnefnd: Sverrir Júlíusson,
Finnbogi Guðmundsson, Sveinn
BenediktSson, Jóhann Sigfússon,
Baldur Guðmundsson, Hafsteinn
Bergþórsson, Loftur Bjarnason.
Skipulagsnefnd: Ársæll Sveins-
son, Steindór Pétursson, Jón
Gíslason, Sveinn Benediktsson,
Magnús Magnússon, Ólafur H.
Jónsson, Benedikt Thorarensen.
Stjórnarkosninganefnd: Karvel
Ögmundsson, Loftur Bjarnason,
Baldur Guðmundsson, Hafsteinn
Bergþórsson, Jóhann Sigfússon.
SKÝRSLA STJÓRNAR
Að lokinni nefndarkosningu
flutti Sverrir Júlíusson skýrzlu
sambandsstjórnarinnar fyrir
starfsárið 1952—1953. Er skýrzl-
an mjög rækileg og' rakin þar
þau höfuðmál, sem um hefir ver-
ið fjallað á liðnu starfsári, svo
sem um innflutning, réttindi,
lánamálin, gjaldeyris- og afurða-
sölumál, starfsgrundvöllur báta-
flotans á næsta ári og fjölmargt
annað. Létu fundarmenn í Ijós
ánægju sína yfir starfi stjórnar-
innar á starfsárinu.
Er hér var komið, var liðið að
kvöldverði, en í gærkvöldi var
fundinum haldið áfram. Flutti þá
Finnbogi Guðmundsson skýrzlu
Verðlagsráðs og gerði þar m. a.
grein fyrir horfum 4 rekstri út-
vegsins á næsta ári.
Að skýrzlum þessum loknum,
voru um þær almennar umræð-
ur. Fulltrúar einstakra félaga
fluttu fundinum erindi og til-
lögur frá umbjóðendum sínum.
Eigi var vitað, er blaðið fór í
prentun, hversu lengi fundurinn
mundi standa í gærkveldi. Nán-
ar verður sagt frá fundinum hér
í blaðinu eftir þrí sem fréttir
berast.
í dag hefst fundur á ný kl. 10
f. h. Flytur þá Ingvar Vilhjálms-
son, form . framkvæmdaráðs
Innkaupadeildar L. í. Ú. skýrslu
Um starfsemi deildarinnar. Þá
mun framkvstj. Sigurður H.
Egilsson lesa og skýra reikninga
sambandsins og Innkaupadeild-
arinnar. Árni Friðriksson, fiski-
fræðingur mun flytja erindi kl.
2. Þá skila nefndir álitum og um-
ræður um þau.
MOSKVU, 18. nóv. — Moskvu
útvarpið skýrði frá því í dag
að ætlunin væri að opna 2300
nýjar verzlanir og 1500 veit-
ingastofur á næsta ári. Er það
í samræmi við stefnu hinnar
nýju Malenkov-stjórnar að
reyna að bæta úr matvæla-
skortinum að verzlununum sé
fjölgað. —NTB.