Morgunblaðið - 24.12.1953, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.12.1953, Blaðsíða 1
48 síður Prentsmiðja Morgunblaðsim 300. tbl. — Fimmtudagur 24. desember 1953 Jólin eru komin. í DAG MORGUNBLAÐIÐ í dag er 48 síður, 3 blöð I, II, III. I BLAÐI nr. I er þetta efni: Sigurlaug Bjarnadóttir skrifar greinina: „Yorkshire-óðurinn, leikinn á keltneska höroustrengi.“ — Fjallar hún um hinar frægu ensku Bronte-systur, sem eru heimsþekktir rithöfundar. — Bls. 2. Atli Steinarsson skrifar greinina: „Svipmyndir úr sögu Al- þingishússins.“ Er þar rakin saga þessarar merku byggingar. — Bls. 6. Sigurður Bjarnason ritar grein er nefnist: „Þættir úr Banda- ríkjaför.“ — Er þar iýst nokkrum þáttum úr ferðalagi 15 Evrópu- blaðamanna um Bandaríkin í nóvember s. 1. — Bls. 9. Fréttagetraun Morgunblaðsins. Bls. 10. — ,Tekið hafa saman Sverrir Þórðarson og Matthías Jóhannessen. í BLAÐi nr. II er m. a. þetta: Magnús Glslason skólastjóri í Skógaskóla ritar um uppruna og tildrög Luciuhátiðarinnar, en þau fáu ár, sem Skógaskóli hefir starfað, hefir verið haldin þar Luciuhátíð. BIs. 2. Matthías Jóhannessen lýsir flugþjónustu íslendinga á Keflavíkur- flugvtlli. — Bls. 5. Ileimsókn í Vélsmiðjuna Héðinn — í myndum — eftir Gunnar Rúnar Ólafsson, er hefir heimsótt þetta fjölvirka og mannmarga fyrirtæki. — BIs. 6. Atli Steinarsson lýsir íþróttasvæðinu í Laugadalnum, er hann nefnir Háborg íþrótta á íslandi, en undirstöður hennar eru þegar fúllgerðar. — Bls. 8. Kvennasíða á bls. 10. — Sigurlaug Bjarnadóttir birtir þar viðtal víð Rebekku Hjörtþórsdcttur um hálfrar aldar starf henn- ar viö saumaskap. Svipmyndir úr lífi hinnar sérkennilegu frönsku skáldkonu, Georgc Sand. JólalEsbók barnanna á bls. 12—13, með sögunum Hálsmenið og Jólasveinninn. 1 BLAÐI nr. III er m. a.: Matthías Jóhannessen: „Kalinn á hjaría þaðan slapp ég.“ Svip- inyndir úr ævi Gríms Thomsens, er lýsa tildrögunum að kvæði hans „Á Glæsivöllum.“ — Bls. 2. Siguröur Bjarnason skrifar viðtal við Einar Thoroddsen skip- stjóra um nauðsyn þess, að bæta aðstöðu togarasjómanna. — Uls. 5. Sverrir Þórðarson birtir samtal við forseta bæjarstjórnarinnar í höfuðstað Grænlands, Goothaab, þar sem hann lýsir stjórn Græn- landsmálanna, atvinnulífi og staðháttum í hinni upprennandi höf- uðborg Grænlands. — Bls. 6. Þorsteinn Tfeorarensen segir frá heimsókn sinni í atómstöðina að Keldum í Noregi, og gefur um leið innsýn í þá heimsmynd, er Gráni: Smásaga eftir Björn J. Blöndal. — Bls. 10. Lárus Sigurbjörnsson birtir frásögn af gamanvísnasöng hinnar vinsælu leikkonu Reykvíkinga, Gunnþórunnar Halldórsdóttur, frá fyrstu leikárum hennar. — Bls. 13. íhaldsmoðurinn Ben Coty kjörinn Rauð jól í Evrónu ^ LUNDÚNUM 23. des.: — íbú- ar velflestra landa Evrópu verða að sæta sig við rauð jól að þessu sinni. Aðeins í löndum er hátt liggja auk Júgóslavíu og Frakklands er snjór á jörðu og ís. í Danmörku og í Svíþjóð búast veðurfræðingar við rigningu á flestum stöðum. í Sviss er lítið um snjó og ekki útlit fyrir að snjói í náinni fram- tíð. Skíðagarpar allra landa sem fylkjast til Sviss munu því verða fyrir vonbrigðum. í frönsku ölpunum féll snjór í dag og búist er við áframhald- andi snjókomu í fjallahéruðum Mið-Frakklands. í Júgóslavíu snjóar. — Dóná er ísi lögð og í Bel grad var jólasnjókoma í dag í Haag var hins vegar glamp- andi sólskin í dag og \or ilmur í lofti. forseti Frukklunds Hlaut 477 atkvæði vlð 13. atkvæðagreiðslu Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB. VERSÖLUM, 23. des. — Frambjóðandi íhaldsmanna í franska þinginu, Rene Coty, var í dag kjörinn forseti Frakklands. Er þar með lokið lokið sögulegustu kosningum heims. Alls hefur 13 sinnum verið gengið til atkvæða um það hver verða ætti forseti Frakkalnds. Mikill hiti hefur verið í kosningunum, enda barizt um menn og málefni — aðallega menn. Þegar úrslitin voru kunn gáfu þingmenn beggja deilda tilfinningum sínum lausan tauminn og sungu svo undir tók í þingsölunum Marseilles-sönginn — þjóðsöng Frakka. FORLEIKURINN Coty var í framboði við at- kvæðagreiðslu er fram fór í morg un. Naut hann þá ekki stuðnings neinnar flokksdeildar Fékk hann þá 71 atkvæði. Síðar í dag var atkvæðagreiðslu frestað um tvo Fyrir iriðinn er sjald- an iórnað oi miklu Úr útvarpsræðu utanríkisráðherra. EINS OG áður hefur verið skýrt frá er dr. Kristinn Guðmundsson utanríkisráðherra nýkominn heim af tveimur fundum, sem hann sat í París. Hinn fyrri þeirra var fundur ráðherranefndar Evrópu- ráðsins, en hinn síðari ráðherrafundur Norður Atlantshafsbanda- lagsins. Utanríkisráðherra flutti í fyrrakvöld stutt ávarp í ríkisútvarpið, þar sem hann skýrði frá þeim málum, sem rædd voru á fundum þessum og niðurstöðum þeirra. I lok ræðu sinnar, þar sem ráðherrann ræddi um ráðherrafund Atlantshafsbandalagsins, komst hann að orði á þessa leið: „Fundurinn lagði enn á ný áherzlu á það, að friður og ör- yggi sé aðaltilgangur Atlantshafs bandalagsins. Hann staðfesti, að vaxandi styrkur og samheldni Norður-Atlantshafsríkjanna hafi í Evrópu og annarsstaðar í heim- inum. Hinir fróðustu menn álíta hiklaust, að hefði bandalagið ekki verið stofnað væri fyrir löngu skollin á styrjöld Reynsl- an er nú að sýna okkur, að lík- urnar fyrir friði eru vaxandi sam tímis því, sem hernaðarstyrkur bandalagsins vex. Miklar vonir eru tengdar við væntanlegan við- ræðufund með Rússum í Berlín í janúar næstkomandi. Verði ár- angur slíkur, sem bjartsýnir menn vona, má segja að friðar- líkur vaxi enn. Ef þokast hefir í friðarátt, þá er stofnun og starf- semi Atlantshafsbandalagsins að þakka. Hollusta okkar íslendinga við bandalagið er því sá eini skerfur, er við getum lagt til frið- armálanna. Fyrir friðinn er sjald- an fórnað of miklu.“ tíma vegna þess, að stjórnarflokk arnir voru að bera saman ráð sín. Er atkvæðagreiðsla hófst, lýstu stjórnarflokkarnir stuðningi við Coty og hlaut hann þá 431 atkvæði (1 atkv. meira en Laniel fékk flest). Skorti hann þá að- eins 12 atkvæði til þess að ná tilskildum atkvæðafjölda. Var þá ákveðið, að 13. atkvæðagreiðslan skyldi fara fram þegar í stað. ÚRSHTIN Spenningurinn náði hámarki undir þeirri atkvæðagreiðslu, sem fór fram eins og allar hin- ar — nöfn 800 þingmanna voru lesin upp og um leið stóðu þeir upp og gengu með atkvæðaseðil sinn og stungu honum í atkvæðakassann við sæti forseta. Atkvæðatalning- in hófst og hún sýndi að Coty hafði hlotið 477 atkvæði, Naeg elen 329. Hróp og köll urðu í þingsölunum, en síðan tóku allir undir Marseillesönginn. 7 ÁR — 7 DAGA Kosning forseta Frakklands fyrir næstu 7 ár tók 7 daga. Mun þetta einhver sögulegasta kosn- ing veraldarsögunnar. Frönsku blöðin hafa dregið dár að kosn- ingunni, og kallað hana mörgum nöfnum m. a. „Skrípaleik" og „Sirkus“ o. fl. ÞINGMAÐUR í 30 ÁR Rene Coty er 71 árs að aldri. Hann er lögfræðingur að mennt. Var hann fyrst kjörinn á þing 1923 og hefur setið þar síðan. Hann er varaforseti efri deildar | franska þingsins og einnig vara- (forseti flokks hægfara hægri- manna — flokks Laniels forsæt- isráðherra. Coty er lítt þekktur maður utan Frakklands, þó hann hafi um eitt skeið verið í ráð- herraembætti. Dr. Kristinn Guðmundsson. haft úrslitaþýðingu í því að varð- veita frið og koma í veg fyrir árás. Samt sem áður er ógnunin gagnvart hinum vestræna heimi ennþá fyrir hendi og þátttöku- ríkin verða að vera undir það búin að mæta þessari ógnun enn um skeið.“ „Því hefir verið margyfirlýst, að tilgangur Atlantshafsbanda- lagsins sé sá að varðveita friðinn ÓSKAR ÖLLUM LANDSMÖNNUM NÆR OG FJÆR J 1 )la. QtekL ecjra jo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.