Morgunblaðið - 24.12.1953, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.12.1953, Blaðsíða 6
6 MORGUNIiLAÐlÐ Fimmtudagur 24. des. 1953 Því var ætlaður staður efst í Bankastræti — og það átti að verða virðulegra en það er Svipmyndir úr sögu Ælþingish ússins Alþingishúsið. ÖLDUM saman voru torfbæir og síðar lágkúruleg og sviplítil bárujárnsvarin timburhús einu húsin er á íslandi voru reist. A sama tíma veltu konungar og keisarar annara landa sér í silfri og gulli, er stritandi alþýða galt þeim, eða gróf úr jörðu til að fylla eyðsluyngjur .þjóðhöfðingj- anna, sem sóuðu því í íburðar- miklar veizlur eða notuðu það þegar betri gállinn var á þeim, til að reisa ómetanlegar gersemar í byggingum — gersem- ar svo fagrar vel mótaðar og glæstar að synir og dætur tuttugustu aldarinnar standa höggdofa af undrun frammi fyr- ir þeim — gersemar, sem hafa haldið og munu halda nöfnum þjóðhöfðingjanna og bygginga- meisturum þeirra á lofti um aldir. í tígulegum súlnahöllum og kúpulöguðum hvelfingum Byz- anzborgar, í fíngerðum marm- aramusterum Aþenuborgar, sem sum eru nú hálfhrundar rústir einar og í óforgengilegum pýra- mídum Egyptalands, hefur sköp- unargáfa mannkynsins fengið út- rás. Fegurð og tignarleiki, fín-„ leiki og list speglast í þessum afreksverkum hinna gengnu kynslóða, sem með huga og hönd gerðu byggingarlistina að list listanna. w ísa £ Straumar og stefnur í bygg- ingarlist náðu aldrei til íslands. Hugmyndin um turna, súlur, hvelfd þök og aðrar leið- ir til að gefa húsbyggingunni fagrar línur og fríðan svip, náði aldrei hingað til lands — eða hefur hún kannske gert það, en menn í fátækt sinni og einskærri sjálfsbjargarvið- leitni leyfðu sér ekki að gefa hugmyndaflugi sínu lausan tauminn þegar móta átti hið ytra útlit húss þeirra. Við flettum ekki blöðum sögunnar. Hlaupum yfir allar miðaldir og gefum ekki gaum að byggingarlagi torfbæjanna á íslandi, né öllum stíltegund- um í byggingarlist Evrópu- landa, sem neyddu þjóðhöfð- ingja og keisara fyrri alda til að byggja sér nýja og nýja höll á sama hátt og dóttur tutt- ugustu aldarinnar hleypur í tizkuhúsið til að fá sér kjól eftir því, sem tízkan breytizt. Sagan sem við rekj- um er um stórt hús og glæsi- legt, sem reist var í litlum bæ fyrir 72 árum — saga Alþing- ishússins, eins fyrsta stórhýs- is íslendinga — hússins, sem er eitt elzta hús bæjarins, en er þó aðeins á bernskuskeiði. Eða getur nokkur hugsað sér að Alþingishúsið hverfi af þeim stað sem það er nú. Ef grágrýtishnullungarnir í veggjum þess fengju mál, gætu þeir sagt okkur merkasta hluta af allri sögu Reykjavíkur. «£ m & Á árunum 1870—1880 var Reykjavík lítið verzlunarþorp við fagra vík, þar sem öldurnar brotnuðu ekki á rammgerðum hafnarbökkum, heldur í klett- óttri og sendinni fjörunni. í kvosinni milli Ingólfsbrekku og Landakotsbrekku bjúggu um 3000 manns í sviplitlum eða svip- lausum einlyftum timburhúsum, sem stóðu í furðanlega skipulögð- um röðum, í binni litlu kvos milli hæðanna. Þegar ferðalangur- inn, sem farið hafði í kaupstaðar- ferð til Reykjavíkur, vaknaði í tjaldi sínu, hann hafði reist á þýfðum Austurvelli, þar sem kúm var daglega beitt, sá hann til tjarnarinnar, sem þá var óskipu- lögð og polli lík. En á þessum árum var stór- hugur manna hér á landi almennt svo mikill, að erlent konungsvald samþykkti að hér skyldi byggt alþingishús — hús, er utan sem innan væri tilgángi sínum sam- boðið. En þá kom í ljós, að grunnt var á smáborgarahætti Reyk- víkinga þeirra tíma og “hve tamt mönnum er að deila og láta ekki sinn hlut. Hvar átti húsið að standa? Augu manna beindust að landssjóðstúninu — jörð, sem landið~átti sjálft — sem nú er Arnarhólstún, en það náði í þá daga allt frá sjó að Banka- stræti. Menn vildu auðvitað hátúnið, þar sem stytta Ingólfs stendur nú. En sá er afnot hafði af landssjóðstúninu var landshöfðingi og vildi hann ó- gjarnan missa kjarnann úr túni sínu. Deilurnar hörðnuðu, slagorð voru týnd til, þau voru prentuð og borin út meðal bæjarbúa. Mörgum fannst Arn- arholtstúnið alltof afskekktur staður fyrir húsið. Þing- mannanefrrdin, sem í samráði við landhöfðingja átti að velja staðinn og sjá um húsasmíð- ina, klofnaði, en loks fékkst meiri hluti innan hennar til að ákveða að Alþingishúsið skyldi standa við Bakarastíg- inn „milli húss Jóns háyfir- dómara (nú verzl. Vísir) og húss Bergs amtmanns" (nú verzl. Málarinn). Þar hófst gröftur 1879 og í Þingholtinu, þar sem nú er Óðinsgata, var settur niður vinnuflokkur til að höggva grjót og flytja að grunninum, en húsið skyldi hlaðið úr ísl. grágrýti en ekki flutt í það efni erlendis frá eins og tíðkast hafði með fyrr . byggt steinhús í Reykjavík, t. d. dómikrkjuna. í Kaupmannahöfn sat dansk- ur húsasmíðameistari, Mel- dahl að nafni, sá sami og end- urbyggði Frederiksborgarhöll- ina eftir brunann þar 1859, við uppdrætti að Alþingishúsi ís- lendinga. Stóð svo vetur þann. ^ ffit £ Vorið kom með gróanda og il og kaupfar sigldi inn á víkina. Með því kom F. Bald, sem ráð- inn var yfirsmiður við bygging- una. Þegar hann koni að grunn- inum í Bakarabrekku, neit- aði hann með öllu að byggja húsið á þessum stað vegna hallans. Voru nú góð ráð dýr. 4. maí 1880 kom byggingar- nefndin saman og á þeim fundi náðist samkomulag um tillögm Meldahls að reisa húsið við Aust-| urvöll. Keypti nefndin þann dagi væna spildu af kálgarði Halld. yf I irkennara Friðrikssonar, sem bjó j þar sem nú er Líkn. Kaupverðið var 2500 krónur og þótti nú mörg um syndamælir nefndarinnar fullur, þar sem hún fyrst hafði fallið frá því að reisa húsið á Arnarhóli, grafið síðan dýran grunn í Ingólfsbrekku, sem hlaupið var frá og keypt kál- garð fyrir 2500 krónur. En end- anleg ákvörðun hafði verið tek- in og bitlaust nöldur fékk ekki stöðvað framgang málanna. 5. maí 1880 hófst gröfturinn. Samkvæmt teikningunni átti hús ið að standa á hlaðinni undir- stöðu og skyldu nokkur þrep vera af götunni upp á undirstöðuna, sem skyldi vera allmiklu stærri um sig en flatarmál hússins. Og samkvæmt skipulaginu átti fram- hlið (norðurhlið) hússins að vera í línu við suðurhlið dómkirkj- unnar. En leðjan reyndist djúp . í þeim hluta grunnsins, sem að Tjörninni vissi. Byggingarnefnd- in var kölluð á fund og sam- þykkti hún að færa húsið fram í rétta götulínu. Sögur segja, að byggingarnefndin hafi nú verið orðin hrædd við kostnaðinn vegna sífelldra breytinga á stað- arvali og staðsetningu hússins, að hún hafi ákveðið að sleppa und- irstöðunni. Varð Meldahl reiður Bald fyrir að samþykkja þetta að sér forspurðum. Segir sagan að Meldahl hafi löðrungað Bald er hann kom til Hafnar og var fátt kærleika með þeim eftir það. W ÉfiÖ £ Iðnar hendur voru að verki við húsið og gekk verkið svo vel að 9. júní 1880varhornsteinninn lagður. Þyrping varð á Austur- veUi þann dag og yfir vöilinn hljómaði sálmurinn „Vor guð er borg á bjargi traust“ áður en Hilmar Finsen landshöfðingi lagðí í hornsteininn allar dansk- ar myntir, er þá voru í gildi og ferhyrndan silfurskjöld með áletruninni: „Samkvæmt fjárlögum ís- lands fyrir árin 1880 og 1881 og ályktun Alþingis 1879, er þetta hús byggt handa Alþingi og söfnum landsins á 17. ríkis- stjórnarári Kristjáns konungs hins IX. Ráðgjafi J. Nelle- mann. Landshöfðingi Hilmar Finsen. Forsetar Alþingis: Pétur biskup Pétursson og J ón Sigurðsson frá Gautlöndum. Byggingarnefnd kosin af Al- þingi Arni Thorsteinsson, Bergur Thorberg, Grímur Thomsen, Tryggvi Gunnars- son og Þórarinn Böðvarsson. Arkitekt: F. Meldahl. Yfir- smiður: F. Bald. Jóh. 8. 32: Sannleikurinn mun gera yður frjálsa. 9. júní 188U“. Vígsluljóð Gríms Thomsens var sungið, vígsluræða lands- höfðingja flutt og „Eldgamla ísafold" hljómaði yfir Austur- völl klæddum sumarskrúða. ^ Íffl5 A 1. júlí 1881 söfnuðust þingmenn saman í hið nýja hús. Þeir hlýddu messu í kirkju en gengusíðanaft ur í þingsal og hlýddu á vígslu- ræðu landshöfðingja. Rakti hann fyrst byggingarsögu hússins í stórum dráttum og lýsti þeim erf- iðleikum, sem við hefði verið að stríða, „en samt sem áður er hús- ið nú fullgert til hins ákveðna tíma, og stendur það nú sem hið skrautlegasta og öruggasta hús, er nokkurn tíma hefur verið reist á íslandi, landi og lýð til sóma og niðjum vorum til minnis um það að á fyrsta kosningatíma stjórn- freisisins hafi Alþingi íslendinga haft vilja og dug til að fram- kvæma eins fagurt og stórkost- legt verk.“ Og í lok ræðukafla síns um húsið sagði hann: „En vér vitum það allir að sér- hvert mannaverk er ófullkomið og valt, ef eigi vor himneskur faðir blessar og varðveitir það. Því viljum vér vígja þetta nýja Alþingishús með þeirri innilegri bæn til hins algóða guðs, að hann haldi verndarhendi sinni yfir konungi vorum og ættjörð, yfir þjóð vorri og fulltrúum hennar; að hann blessi og varðveiti þetta hús, og láti æfinlega sannleikann ríkja í því svo að fulltrúar þjóð- arinnar, þjóðin sjálf og landið, verði frjálst í réttum og sönnum skilningi þess orðs, því þá getum vér átt það víst, að framförum og hagsæld ættjarðar vorrar sé borgið um aldur og æfi.“ ^ aa & Virðulegasta hús bæjarins var risið og tekið í notkun. ís- lenzkt grágrýti varð efniviður- inn í vígi elzta lýðræðisþings heims. Veggir voru 1 alin og 6 tommur að þykkt á neðri hæð; 1 alin á efri hæð; 18 tommur þar fyrir ofan og i-t tominur allra efst. Veggirnir voru tví- hlaðnir úr ferstrendum stein- um og voru 2 steinar jafnlangir lagðir langsetis í ytri og innri hleðslu, ®i þriðji steinninn var þversum og náði í gegn um vegginn. Milli langsteinanna var bil og fyllt í það blöndu af kalki, sandi og sementi, svo veggurinn varð nálega sem einn steinn. Á útflötum steina í ytri hieðslu var brotflöturinn lát- inn halda sér, en steinamótin fyllt og fáguð, sem enn má sjá. Að innan voru veggir sléttaðir með múrhúð. Loft og gólf voru úr holum múrsteini, sem var hlaðið milli sterkra járnbitá. — I loftinu í sal neðri deildar voru gerðar stórar upphleyptar rósir og þótti það bæði nýlunda og forkunnar fagurt. Þá var mál uð stór mynd á vegginn að baki forsetastóls neðri deildar. Langt er síðan málað var yfir þá mynd. í boga yfir fjórum glugg- um hússins voru settar myndir landvætta og eru þær þar enn. Til beggja hliða yfir útidyrum voru fest upp_ skjaldarmerki Danmerkur og íslands (flattur þorskur). Fyrsta \ærk inn- iendrar stjórnar var að taka merki þessi niður, en yfir dyr- unum er mynd af fálka og hún er þar enn. w m & Bygging hússins hafði sótzt vel og var dugnaði Balds húsameist- ara þakkað. Kostaði húsið upp komið 123 þúsund krónur. Varð þetta verk hans til þess að hann vann mörg önnur hér á landi. En fleira er að gæta í sambandi við byggingu Alþingishússins. í því var engin miðstöð, enda var þing aðeins á sumrum. 1908 var „kringlan“ byggð út úr suðurhlið hússins. í kjallara hennar var miðstöð sett. Bald yfirsmiður varð oft fyrir ádeilum manna. Hann reyndist þó alltaf vel, t. d. íslendingunum er við húsasmíðina unnu hjá hon- um. Einn þeirra er enn á meðal vor, Magnús Guðnason, stéin- smiður, nú á tíræðisaldri. En dugmiklir menn fá oft óverð- skuldaðar ákúrur. Bald fékk meðal annars vísu þessa: . Húsið vandað háveggja, hlær við skærum röðli, Bald á sandi byggði það, Bald hefur landið marg-snuðað. Framh. á bls. 7. Tillöguuppdráttur Klentz (í Þjóðskjalasafni).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.