Morgunblaðið - 24.12.1953, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.12.1953, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 24. des. 1953 MORGUN BLAÐIÐ 5 1 Bronte-systur Framh. af bts. 2. ekkert annað gera en hrökklast heim til Englands — heim að Haworth á ný. UTLITIÐ EKKI GOTT Það leit helzt út fyrir, að Charlotte ætlaði að hreppa hlut- skipti piparmeyjarinnar, jafn ömurleg og tilhugsunin ein sam- an var á þeim tímum og við hina þjóðfélagslegu aðstöðu kon- unnar í Englandi um miðja 19. öldina. Hún hafði á sínum tíma gert, ásamt systrum sínum, til- raun til að setja á stofn skóla, en allar þær áætlanir fóru út um þúfur. Bækur hennar mættu mjög harðri og óvæginni gagn- rýni, enda þótt sumar þeirra væru í senn viðurkenndar, og heimilisástæðurnar á Haworth með hinum sérlundaða og næst- um blinda föður hennar voru langt í frá að vera uppörvandi. Það lá við borð að Charlotte féllist hugur. CHARLOTTE GIFTIST En þá gekk kvöld eitt á vök- unni maður inn í stofu hennar á Haworth og játaði henni ást sína, án þess reyndar að þora að gera sér vonir um gagnkvæma ást frá hendi Charlotte. Það er líka áreiðanlegt, að hún bar eng ar slíkar tilfinningar í brjósti til kapeláns föður hennar, Arthurs Bell Nicholls. Hún fann greini- lega til þess, hve andlega tak- markaður hann var og óhæfur til að fylgja henni til jafns. En — hvað um það — hún lét að lokum tilleiðast. Þarna bauðst henni ást og umhyggja góðs og heiðar legs manns. Hvað átti hún, þrátt fyrir frægð þá, sem hún hafði hlotið, roskin prestsdóttir í vændum? Svo að Charlotte fór eftir gamla heilræðinu: „Fáir þú ekki þann, sem þú elskar, verður þú að elska þann, sem þú færð“. En hún lifði aðeins skamma stund í hjónabandinu og varð ekki barna auðið, sem hún hafði þráð sem heitast. HLUTSKIPTI ANNE Anne systir hennar hafði á sínum tíma átt ástarævintýri með fyrri aðstoðarpresti föður síns. Hann ver jafn fölur og veik- ur fyrir og hún sjálf og visnaði og hné út af um svipað leyti. Hinar tvær skáldsögur Anne Bronté, „Agnes Grey“ og „The Tenant of Wildfell Hall“ höfðu báðar vakið nokkra athygli, þó að ekki ættu þær fyrir sér slíka frægð sem „Wuthering Heights“ eða „Jane Eyr.e“. i RAUNASAGA BRANWELLS Og svo var það hinn gæfu- snauði Branwell eini sonurinn, sem svo miklar vonir höfðu verið byggðar á. Hann hugðist um skeið gerast tónlistarmaður — síðan rrlálari og gamli séra Brenté lagði hart að sér til að geta kost að hann til náms í London. En það lenti allt í óreglu og vesöld og hann snéri aftur heim til Haworth, gerðist heimiliskenn- ari í Thorp Green, þar sem Anne systir hans hafði ráðið sig sem harnfóstru. En það fór á svip aða leið. Honum var tilkynnt eftir sumarleyfið, að nærveru hans þar væri ekki óskað lengur i— honum var reyndar skýrt og skorinort harðbannað að stíga þar framar fæti sínum, þar eð komizt hafði verið fyrir, að hann hafði átt óþarflega vingott við húsmóðurina, frú Robinson, sem ,var 17 árum eldri en hann. L A „BLACK BULL“ KRANNI Og nú hallaði stöðugt undan ifæti hjá Branwell. Hann fleygði Bér út í drykkjusvall og opíum- neyzlu. Kvöld eftir kvöld sat Ihann á „Black Bull“ kránni í Haworth og faðir hans gamli, feem eitt sinn hafði verið svo stoltur af þessum einkasyni sín- Jim, sem nú var honum aðeins til skammar og skapraunar, sat ÞJOÐLEIKHUS ÁttræSur I i HJalli Einarsson, 1 Bolungarvík HINN 27. desember n. k., sem ber upp á 2. jóladag, verður Hjalti Einarsson verkamaður í Bolungarvík áttræður. Hann : er fæddur að Hvítanesi í Ögur- hreppi, sonur hjónanna Kristín- ar Ólafsdóttur prests Thorberg á Breiðabólstað í Vesturhópi og Einars Hálfdánarsonar bónda, Hjalti hóf ungur búskap að Markeyri í Skötufirði en fluttist- þaðan út að Folafæti í Seyðis- firði. Bjó hann þar um fárra ára skeið en fluttizt þaðan er kona hans, Sigurborg Þórðardóttir, lézt kornung að aldri frá stórum barnahóp þeirra. Þá flutti hann búferlum að Skarði í Ögursveit Úr „Pilti og stúlku“, eftir Emil Thoroddsen, jólaleikriti Þjóðleikhússins. hjáleigunni. (Hákon J. Waage og Jóhanna María Lárusdóttir). Indriði og Sigríður í heima og vakti eftir honum þang- að til hann kom slangrandi hcim. Hann hafði flutt hann inn í sitt eigið svefnherbergi og fáir vissu um þær ægilegu sennur, sem þeim feðgunum fór þar á milli fyrir luktum dyrum. Stundum gekk það svo langt, að Branwell ógnaði lífi gamla mannsins. En þrátt fyrir allt — þegar Bran- well, aðeins þrítugur að aldri, gaf upp öndina í örmum föður síns, hrópaði hinn síðarnefndi í örvílnan eins og Davíð í fyrnd- inni: „Sonur minn! Sonur minn!“ FAÐIRINN PATRIC BRONTÉ Mikið hefir verið skrifað um þennan föður, Patric Bronté — og fleira til lasts en lofs. Við vitum, að hann var að mörgu leyti sérkennilegur maður, fá- skiptinn, strangur og siðavand- ur og sjálfsagt sérvitur um margt. Hann var af írskum ætt- um kominn og hafði alizt upp í írlandi. Þaðan kunni hann ara- grúa allskonar kynjasagna, ævin- týra og þjóðsagna, sem urðu síðar hin auðugasta uppsprettu lind fyrir hið skapandi ímyndunarafl barna hans. Séra Bronté var gæddur afbragðs góðri frásagn- argáfu og hafði unun af að segja sögur sínar jafn áhugasömum áheyrendum og litlu dætur hans voru. Kona hans var frá Corn- wall, svo að Bronté systurnar höfðu rammkeltneskt blóð í æð- „YORKSHIRE-OÐUR LEIKINN Á KELTNESKA HÖRPU- STRENGI" Þessi keltneski uppruni þeirra að viðbættu uppeldi þeirra og æsku í Yorkshire, hefir verið talinn að nokkru leyti skýring á hinum sérstæða persónuleika þeirra. Skapstyrkur, hernaðar- andi og hugmyndaflug forn Keltanna hin rómantíska hjátrú þeirra og forneskja, þykir birt- ast, svo að ekki verði um villzt í verkum þeim, sem Bronté- systurnar hafa látið seinni tím- anum eftir. Þessum verkum hef- ir verið líkt við „Yorkshire-óð, leikinn á keltneska hörpu- strengi". — Líkingin er ekki i-lla til fallin. o—O—0 Gamla prestssetrið á Haworth stendur enn þann dag í dag, sem sögu- og ættarsafn, minnisvarði um Bronté-fjölskylduna, um „Currer, Ellis og Acton Bell“, en það voru rithöfundanöfn systr- anna Charlotte, Emely og Anne Bronté, er þær í fyrsta skipti sendu frá sér þækur sínar, bæk- ur, sem voru skrifaðar fyrir meira en hundrað árum, en sem við enn í dag lesum í senn með aðdáun og undrun. sib. Leikfélag Reykjavíkur Gunnar Bjarnason og Brynjólfur Jóhannesson sem „þrautpýndur skattborgari“ og yfirskattstjórinn í „Skóla fyrir skattgreiöendur." LEIKFÉLAG Reykjavíkur hefur fylgt þeirri meginreglu að taka til sýningar á jólum eitthvert veigamikið leikrit, bókmennta- legs eða listræns efnis, og svo mun enn verða á þsssum jólum, er félagið hyggzt sýna sjónleik Steinbecks „Mýs og rnenn“. Þessi sjónleikur er mönnum nokkuð kunnur hér bæði vegna sam- nefndrar skáldsögu, sem Ólafur Jóh. Sigurðsson rithöfundur þýddi, og vegna útdrátts úr skáldsögunni, sem var fluttur í útvarp fyrir nokkrum árum. Þá hefur félagið jaínframt í takinu gamanleikinn „Skóli fyrir skatt- greiðendur“ til þess að létta mönnum í skapi eftir öll jóla- útgjöldin og búa undir framtals- örðugleikana eftir áramótin. Var búið að sýna gamanleikinn 10 sinnum fyrir jól við stöðuga að- sókn og ’núsfylli í hvert skipti. Skiptast sýningardagar jólanna milli þessara leikrita, svo að til- breyting verður nóg fyrir leik- húsgesti á þessum jólum í jóladagskrá félagsins að þessu sinni er yfirlit um jólaleikrit fé- lagsins í hálfa öld. Fyrsta eigin- | lega jólaleikritið var Joltn Storm eftir Hall Caine, sýnt 1904. Mörg 1 íslenzk lsikrit hafa verið frum- sýnd á jólum eins og Fjalla- Eyvindur 1911, Galdra-Loftur 1914 og Hadda-Padda 1915. Sum árin kom ekki upp nýtt leikrit á jólum, en eftirminnileg jóla- leikrit önnur eru t. d. Hái-Þór, Gullna hlioið, Skálholt, Ég man þá tíð og Volpone. Síðustu jóla- i leikrit félagsins hafa verið I Marmari og Pi-pa-ki, og nú leik- , rit Steinbecks Mýs og menn. Leikritið Mýr og menn hlaut vei'ðlaun leikgegnrýnenda í New | York ssm bezta leikrit á leik- árinu 1937—’38. Ólafur Jóh. Sig- urðsson rithöfundur hefur þýtt ! það, eins og söguna. Er rétt að | taka það frám, að leikritið er al- veg sjáífsteett bókmenntalegt verk, en ekki háð samtölum sög- unnar eins og útvarpsleikritið Þeir, scm ætla að fá hjá okkur hljiSfaeraleikara f sambandi við árantófta- og ftólafrésskemiiifaiii? eru vinsamlegá beðnir að hringja » sfcna 82570 fr: klukkan 11—12 f. h. FÉLAG ÍSLENZK3A HLJÓÐFÆRALEIKARA og bjó þar með Helga bróður sínum í mörg.ár. Árið 1935 flutt-' izt Hjalti svo til Bolungarvíkur. Bjó hann þar fyrst hjá Þórði bónda og símastjóra svni sínum. En síðan stofnaði hann heimili með Svanhildi systur sinni. Þau Sigurborg og Hjalti eign- uðust 7 börn. Eru þau öll á lífi nema ein dóttir, sem dó í bernsku. Hin eru þessi: Sigríður, gift á ísafirði, Þórður, símstjóri í Bol- ungarvík, Hildur, húsfreyja á Hrafnabjörgum í Ögursveit, Kristín, gift í Reykjavík, Karitas, gift í Reykjavík og Sigurbergur, sjómaður í Reykjavik. Hjalti Einarsson er, eins og hann á kyn til, traustur maður og hið mesta ljúfmenni í allri framkomu. Hvar sem hann hefur starfað lir-fur hann g"'H' sér vin sæidir r,g traust. Þe'; '. kyrrláti og yfirlætislausi maður hefi rlað- að alla þá, sem með honum vinna að sér. Því fer þó víðsfjarri að hann sé skaplítill eða lingerður. Störf sín hefur hann unnið af dugnaði og grandvarleik. Og hon- um fellur sjaldan verk úr hendi. Nú á þessi heiðursmaður senn átta áratugi að baki sér. En hann er ennþá sístarfandi. Heimili hans og Svanhildar systur hans í Bolungarvik er hlýtt og aðlaðandi. Það er kyrrt og bjart kringum þessi öldruðu. systkini, sem öllum vilja vel og ævinlega koma fram til góðs. Góðvild og hógværð móta allt fas þeirra og framkomu. Ég óska þessum gömlu vinum og sveitungum gleðilegra jóla. Hinu átræða afmælisbarni óska ég þess, að hann megi halda áfram að miðla skylduliði sínu og vinum af auðlegð hjarta síns. Þá mun jafnan verða bjart og hlýtt umhverfis þá, sem hann ann mest og hefur lifað og starfað fyrir. S. Bj. M A L F L L T IN I IN G S- SKRIFSTOF A F.inar B. GuSnmndsson Guðlaugur Þorláksson GuSmundur Péíursson Austurstræti 7. Símar 3202, 2002. Skrifstofutími: kl. 10—12 og 1—5.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.