Morgunblaðið - 24.12.1953, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.12.1953, Blaðsíða 14
14 MORG1JTSBLAÐÍÐ Fimmtudagur 24. des. 1953 i SMGM FORSYTMNNM - RÍKI MAÐURINN - Eftir John Galsworthy — Magnús Magnússon íslenzkaði Framhaldssagan 13 hafði ekki undan, og til þess að geta notið þess sem bezt gekk hann þeygjandi að mat sínum. Soames sat við hliðina á frú Small. Án þess að á bæri virti hann Bosinney vandlega fyrir sér, því að vera mátti að bygg- ingameistarinn gæti orðið honum að liði við uppdrátt af húsi, sem honum lék mjög hugur á að byggja. Bosinney hallaði sér dá- lítið aftur í stólnum, gáfulegur á svip og byggði í huganum víg- girðingar og virki úr brauðmol- unum á borðinu. Soames veitti því athygli að fötin hans voru vel saumuð en þau sýndust fullþröng eins og þau væru orðin nokk- urra ára gömul. Soames sá, að hann sneri sér að írenu og sagði eitthvað, og hann sá, að andlit hennar ljóm- aði eins og það gerði svo oft, þeg- ar hún talaði við aðra, en aldrei þegar hún talaði við hann. Hann reyndi að heyra, hvað þau töluðu um, en tókst það ekki, því að Juley frænka var óðamála. Bosinney renndi augunum til allra er við borðið sátu eins og hann væri að glöggva sig á ein- kennum hvers þeirra. Það mátti ráða það af brosi írenu, að hún væri sammála honum. Hún virt- ist alltaf á sama máli og þeir, sem við hana töluðu. Hún leit til hans. Soames leit samstundis undan. Brosið hvarf af vörum hennar. Swithin hafði nú lokið við svínsfleskið sitt. „Hvar kaupir þú æstisveppana-?“ sagði hann blíð lega við Irenu. ,,Þú ættir að kaupa þá hjá Snileybobt — þar færðu þá nýja. Þessir smákaup- kaupmenn eru skeytingarlausir". Irena sneri sér við til að svara honum. Soames sá, að Bosinney virti hána fyrir sér og bros lék um varir hans. Hann brosti ein- kennilega, þessi náungi, hálf- hálfbjálfalega eins og ánægður strákur. Soames fannst fremur lítið til um uppnefnið „ræning- inn‘, sem Georg hafði gefið Bosinney. Soames sá, að Bosinney sneri sér að June, og þá gat hann ekki sjálfur varist brosi, þó háðs- legt væri. Honum var ekkert gef- ið um June, og nú var hún ólund arleg á svipinn. Það var nú líka ekki við öðru að búast, því að eftirfarandi samtal hafði farið fram á milli James og hennar: „Ég gekk niður með ánni, James frændi, þegar ég var á heimleiðinni, og þar sá ég fallega lóð.“ James, sem át hægt og tuggði matinn vel, hætti að tyggja. „Jæja, og hvar var nú það?“ „Rétt hjá Rangbourne“. James stakk upp í sig bita af fleskinu, June beið þolinmóð. „Veizt þú nokkuð um, hxort þessi lóð er til sölu?“ sagði hann seint og síðarmeir. „Og veizt þú nokkuð um, hvað lóðirnar þarna niðurfrá kosta?“ „Já, ég grennslaðist um það“, sagði June og svipurinn á litla, einbeíttlega andlitinu undir gróskumiklu, rauðgullnu hárinu var grunsamlega ákafur og eftir- væntingarfullur“. James virti hana vandlega fyr- ir sér. „Hvað segirðu? Ert þú að hugsa um að kaupa lóð?“ hraut út úr honum. Hann lagði gaffal- ihn undrandi á borðið. Áhugi hans jók á áræði June. Henni hafði lengi verið það mjög Hugleikið, að frændur hennar byggju í haginn bæði fyrir sig og Bosinney með því að byggja sveitasetur. „Nei, auðvitað ætla ég ekki að gera það“, sagði hún. „Ég sá að- eins, að þarna var ágætur staður fyrir þig — eða — einhvern ann- an að byggja á“. James skotraði til hennar aug- unum og stakk upp í sig flesk- bita. „Lóðirnar eru sennilega mjög dýrar þarna“. Hin vakandi athygli James var ekki beinlínis sprottin af því, að honum léki hugur á því a, eign- ast lóðina, heldur var það eitt af ættareinkennum Forsytanna að vera vel á verði, ef hætta var á því, að einhver myndi ef til vill hreppa það, sem þeim mundi máske þykja fýsilegt að eignast. „Þú ættir að flytja út í sveit, James frændi. Ég vildi óska, að ég væri vel fjáð, þá skyldi ég ekki verða deginum lengur í Lundúnum." James var mjög brugðið. Hon- um hafði ekki komið það til hug- ar, að frænka hans væri svona sjálfstæði og ákveðin í skoðun- um. „Já, því flytur þú ekki út í sveit“, endurtók June. „Það væri svo heilsusamlegt fyrir þig“. „Hversvegna?“, svaraði James með nokkrum ákafa. Kaupa land — hvað heldur þú, að ég gæti haft upp úr því að kaupa land og byggja hús? Ég fengi ekki einu sinni fjóra af hundraði af peningunum“. „En hvað sakaði það? Þú lifðir í heilnæmu loftslagi“. „Heilnæmu loftslagi“, hrópaði hann. „Hvað hef ég nú með það að gera?“ „Ég hélt nú, að flestir gæfu fyrir heilnæmt loftslag", sagði June. Það kenndi fyrirlitningar í röddinni. James þurrkaði sér vendilega um munninn með handdúknum. „Þú hefur ekki vit á gildi pen- inga“, svaraði hann og varaðist að mæta augnaráði hennar. „Nei, guði sé lof. Og ég vona, að ég þurfi þess aldrei“ Vesalings June litla beit sig vonsvikin í vörina og þagði. Hvað kom til þess, að ættingj- ar hennar voru stórauðugir, en Phil hafði aldrei aura fyrir ótbaki í pípuna sína? Hví gátu þeir ekki stutt hann eitthvað. Því gátu þeir ekki byggt sveitasetur? Hún var gædd þessu barnalega sjálfstrausti, sem er svo heillandi og með því eru oft unnin afreks- verk í þessum heimi. Hún sneri sér hrygg og vonsvikin að Bos- inney, en hann var þá sokkinn niður í viðræður við Irenu, og við það þyrmdi enri meira yfir hana. Svipurinn varð reiðilegur eins og á Jolyon gamla þegar eitthvað eða einhverjir lögðu stein í götu hans. James var líka kominn út úr jafnvægi. Hann hafði hugboð um að það væri ekki lengur öruggt, að hann gæti fengið fimm af hundraði af fé sínu. Jolyon hafði látið ofmikið með hana. Engin af stelpunum hans mundi hafa látið sér þetta um munn fara. James hafði ávallt verið mjög frjáls- lyndur gagnvart börnum sínum og vegna vitundarinnar um það orkaði þetta meira á hann. Þung- ur á svip rjátlaði hann við jarð- arberin, hellti á þau rjóma og hámaði þau í sig. Þau skyldu þó ekki sleppa úr greipum hans. Og það var sízt furða, þótt hon- um yr§i um þetta. I fimmtíu og fjögur ár hafði það verið lífs- starf hans að annast veðlán, ávaxta fé í tryggum skuldabréf- um og hafa það fyrir meginreglu í öllum viðskiptum að hagnast á viðskiptamanninum eins og unnt var án þess þó að stofna sjálfum sér eða skjólstæðingum sínum í hættu. Og með því að meta allt til peninga var loks svo komið, að hugurinn snerist um ekkert annað en peninga. Peningarnir voru hans leiðar- ljós, og hefði hann ekki þá til að styðjast við, varð hann ringlað- ur og ráðvilltur. Og svo varð hann að hlusta á June segja, að hún vonaðist til þess að þurfa aldrei að hafa vit á verðmæti QLkte^ jót! i o o l l i 1 | 3) Við sendum öllu okkar verkafólki • og viðskiptavinum beztu jólaóskir. on Qjíáiaóon Qtekteg. jót! Við sendum öllu okkar verkafólki og viðskiptavinum beztu jólaóskir. FROSJ1 I I í | i I I t t c BRAIMDIJR I HLIDIiMIMI NORSKT ÆVINTÝRI 1 EINU SINNI var bóndi nokkur, sem hét Brandur. Bærinn hans var staðsettur í hlíð nokkurri langt frá öllum öðrum bæjum, og var Brandur því ávallt kenndur við hlíðina, þegar talað var um hann. Hann bjó þarna með konu sinni, og voru þau sæmilega efnum búin. Allt, sem bóndinn gerði, fannst konunni hans alltaf svo vel gert, að ekki varð á betra kosið. Þau voru sem sé ákaflega lík í öllum háttum og gerðum. Þau áttu jörðina og bæinn, — og einnig áttu þau hundrað peninga í kistu, sem þau geymdu afar vel. Og svo áttu þau líka tvær feitar kýr. Dag nokkurn sagði konan við Brand: „Mér finnst endilega, að við ættum að fara með aðra kúna okkar til þorpsins og selja hana þar. — Nú höfum við það orðið svo gott, að við höfum vel efni á að selja aðra kúna, — og þá fáum við líka peninga." Brandur var alveg á sama máli og konan, að rétt væri að selja kúna. Næsta morgun lagði hann svo af stað til þorps- ins með kúna í eftirdragi. Þegar hann kom í þorpið, vildi ekki einn einasti maður kaupa kúna. „Þetta var nú ljóta ólánið,“ tautaði Brandur með sjálfum sér. „Ég verð líklegast að fara með kúna aftur heim.“ Hann fór þessu næst út úr þorpinu og áleiðis heim til sín. Hjörtur Nielsen h.f. S Templarasundi 3. (C, 3 y, 7 ö jS í | QLkhf fól! i I j| ! ij t i i i I JBeztu KR KRISTJANSSON H-F Laufavegi 168 —170. ^.(F<Q^(F<Q^.Cr<((^.6=<(^(r^^<CF'Q:^.Cr<<h^(rax^.<r:<<i:r.(r=*Q=*'.(r*<i=*G ■'t jola- sL i i r ji oj. njaróoókir með þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu. Bílaiðjan, Skúlagötu 84.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.