Morgunblaðið - 24.12.1953, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.12.1953, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAtílÐ Fimmtudagur 24. des. 1953 j „Yorkshire-ócfur, leikinn ó keltnesko hörpustrengi" VIÐ skulum hverfa ein 150 ár aftur í tímann. — Síðan bregðunv við okkur í snögga ferð yfir Atlants-ála og léttum . ekki för- inni fyrr en við erum stödd mitt í heiðalöndum Jórvíkurskíris í Englandi. Umhverfið er grátt og nakið, — öldur og hæðadrög rísa upp og hníga, rísa aftur upp og hníga enn á ný — að því er virð- ist endalaust — klædd fátækleg- um en harðgerðum lynggróðri, sem í þrályndi sínu og seiglu hef- ur'lifað þarna og haldizt við um | aldaraðir og boðið byrgin storm- | um og næðingum, sem ætt hafa yfir og gnauða á hverju, sem fyrir varð. PRESTSSETEIÐ HAWOETH Á einni af þessum óteljandi öldum stendur prestsetrið Ha- worth, stór kumbaldaleg bygg- ing, í samræmi við hið nöturlega umhverfi þess. Inni fyrir logar á arni prestsfjölskyldunnar, Pat- rics Bronte, sóknarprests og barna hans. Húsfreyjan er horfin úr þessum heimi og tvær elztu dæturnar. Þarna sitja hinar syst- urnar þrjár, Charlotte, Emely og Anne og bróðirinn Branwell. — í*au eru á aldrinum 10—14 ára, Charlotte elzt, Anne sú yngsta. KEPPAST Vlð AÐ SKRIFA Það er enginn gauragangur í þeim systkinunum, engin ærsl og ólæti, svo sem ætla mætti af ung- viði á þeirra aldri. Nei þau keppast öll við að skrifa. Þau hafa hvert fyrir sig litla bók, varla stærri en venjulega vasa- bók og hver síða er þéttskrifuð af örsmáum skrifstöfum. Það er um að gera að nota rúmið vel — heimilisfaðirinn,' Patric, klerkur, Bronté, hefur innrætt börnum sínum nýtni og sparsemi. AUÐUGT ÍMYNDUNARAFL En hvað eru börnin að skrifa af svo miklu kappi? Þau eru að skrifa hetjukvæði — „Angria“ — og ,,Gondal“ — kvæðin, þar sem hið spriklandi fjöruga hugmynda flug þeirra fékk betri útrás en nokkurn tíma fyrr eða síðar. Þau ortu um risa og kynjapersónur, orustur og hetjudáðir. Allir þess- ir furðulegu atburðir, sem kvæð- in lýsa eru atburðir, sem gerast I ævintýra — og draumheimi þessa óvenjulegu barna. Einna hraðast gengur penninn hjá Em- ely, sem síðar skrifaði „Wuther- ing Heíghts“, Charlotte, höfund- ur „Jane Eyre“, „Shirley" og „Villette“, fer hægar í sakirnar, hugsar rólegar sitt-ráð. Þessi stutta svipmynd frá bernskuheimili Bronté-systr- anna gefur dálitla, að vísu ófull- hægjandi hugmynd um andrúms- loft það, sem þær ólust upp í. Heimilið var ekki beinlínis fá- tækt en að sið sinna tíma með all spartversku sniði. Gætt var hinnar ýtrustu nægjusemi í mat og drykk, klæðaburði og yfir- leitt öllum aðbúnaði í stóru sem FRÆNKA OG TABBY Presturinn, séra Bronté, átti engar eigiiir að bakhjalli og heim ilinu var stjórnað af gamalli frænku, einni hinna „typisku“ ó- giftu kvenna í Englandi á þessu tímabili, sem fórnaði lífi sínu og kröftum börnum látinnar systur. I eldhúsinu ríkti eldakonan Tabby, sem á sinn hátt einkenndi einnig samtíð sína. Hún kunni ósköpin öll af sögum, og á kvöld- in söfnuðust börnin kringum eld inn hjá henni og hlýddu hugfang- ' inn á allt hið furðulega sem Tabby hafði að segja. Og við hliðina á prestssetrinu lá litla og gretta verksmiðjuþorp- ið Haworth afskekkt og umhirðu laust og afskiftalaust um heim- inn með óravíðáttu heiðaland- anna ao baki, sem teygðu sig mílu eftir mílu í eyðilegum öldum og hæðum undir hinum eilífðargráa i Yorkshire-himni. I csts'ið'í úr IsSi »-sysKransia og verkum halda Bronté-nafninu á lofti. — Bókin vakti furðu, næstum skelf- ingu er hún kom út fyrir meira en hundrað árum. Hvernig áttu samtíðarmenn Emelys Bronté að geta áttað sig á svo kynngimögn- uðum skriium frá hendi 27 ára ggmallar prestsdóttur norður í St'o.kshire? — Var stúlkan hald- in íiiurn anda? — Eða var hún blátt áfram geggjuð? — Nei, bók- in var oí'mikið listaverk til þess að hægt væri að fallast á þá skoð- un. öogunetjurnar Catherine, Ernshaw og Heathcliff, eru einar hinar ofurmannlegustu skáld- sögupersónur, sem fyrirfinnast í heimsbókmenntunum. Tilfinning ar þeirra og sálarlíf, eins og því er lýst af höfundi þeirra, magnað í senn af ofurást og ofurhatri, eiga hvergi sinn líka. An.ie, Eniely og Charlotte Bronté. BÖRN HEIBARINNAR Þessi „eymlega heiði“, heim- kynni s"n ráði "fi»' þcim s’íku töfravaldi, orlcaði á þau með því’íku aðdráttarafli, að A ... gefa þau út. Hver átti með að gera þannig átroðning í hin^ leyndustu hugarheima hennar,, sjálfan helgidóm hennar eigiií sálar? j í BARÁTTAN VIÐ IIINN IIVÍTA DAUÐA Hin dula og einræna lun<| Emely birtist oft á tíðum senS þrjóska og sjálfsbirgingsháttur* Það er í frásögur fært, með hv9 óvenjulegri hörku og þráa húlj háði dauðastríð sitt heima ú' Haworth, við hinn hvíta dauða* sem svo válega herjaði á fjöM skyldu hennar. ! Hún neitaði ao þýðast ráðlegg-< ingar og aðhlynningu Charlottð systur sinnar og harðbannaðí j henni að láta lækni koma til | sín. Hún var hin sama ósveigj- j anlega og innibyrgða Emely allfe j til síns síðasta, er hún loks á einum gráum marz-morgni hné látin í arma systur sinnar. hversu langt sem þau lögðu leið sína út í heiminn frá heimili sínu, þá urðu þau að hvei fa þang að aftur að lokum. Þetta átti ek.-i ..vað sízt við um Emely, sem virtist una sér ræst- um því yfirnáttúi u^ega vel í ein- veru þeirri og einangrun, sem hún lifði við. Reikandi um Ha- Próf. Constantin II wor th-heiðijja með hundinum sír.um ,tryggðatröllinu ,,Keeper“, farn hún sig sælli en nokkurs staðar annais staðar. A slikum ; stundum virtist sem hún kæmist í einkennilega dulrænt samband við náttúruna. Það var eins og blómin og fuglarnir töluðu til hennar einhverju dulmáli, sem engri rpannveru annarri en henni var fært að skilja. DÓU ÖLL IIEIMA Á HAWORTH Einnig hin blílðlynda Anne, hin viðkvæmasta í þríblaðasmáran- um, kvaldist af heimþrá er hún, sem kennslukona, dvaldist sjúk og miður sín langt frá heimili sínu, og Charlotte, hin sterkasta og framtakssamasta systra sinna þriggja, hvarf aftur heim til Iíaworth eftir að hún hafði kom- izt í kynni við hinn stóra og und- ursamlega heim í London og Brússel. í Haworth dóu öil börr prestsins. Fyrst elztu dæturnar tvær, sem veiktust af ónógum oj, kuldalegum aðbúnaði á Cowai Biidge, heimavistarskóla, sem stofnaður hafði verið til að veita i fátækum prestsdætrum fræðslu ! og meaiitun. Næst kom röðin að ei.ra bróðurnum, Branwell, eftir! lætisbarni og átrúnaðargoði fjöl-1 skyldur.nar, sem faðir hans tengdi glæstar vonir við, en hafði. ekki annað en armæðu og hugar- raun að, er hann óx upp. — Og s"o komu Emely og Anr.e — öll | þrjú á minna en einu ári. Sex árum síðar var svo einnig Char- j lotte horfin og gamli presturinn, faðir þeirra var einn eftir á hinu iirmanale"a prestssetri, ásamt Ir.ape’áni sínum, sem aðeins skcmmu áður hafði ger.gið að liga Charlotte dóttur hans. HVERNIG ÞAÐ MÁTTI VER3A Aftur og aítur hefur þeirri ipurningu verið varpað fram,' ívernig það hafi rnátt verða, að þrjár óþekktar prestsdætur á af-1 skekktum stað, langt frá aðalfar- , ’i nar mik’u viðburðarásar j umheimsins „slógu í gegn“ með bckmenntflveikum, sem enn þann dag í dag eru lcsin og dáð. ( Skáldsaga Emelys, „Wuthering Hcights”, r.ægði ein saman til að IIAFÐÍ EMELY RATAÐ í ÁSTARÆVINTÝRI? Og Emely sjálf hafði aldrei borið ást í brjósti til nokkurs karjmanns. Hún var svo óreynd í öllu því sem laut að ástamálum og hugsazt gat. Hvernig gat þessi unga og einræna stúlka, samt sem áður, skapað slíkar persón- ur, lýst slíkum atburðum, og gætt söguheildina slíku lífi og krafti og raun varð á í „Wuthering! Heights”? Komið hefur verið fram með þá skýringu, að Emely hafi, hváð sem hver segir, ratað í sitt persónulega ástarævintýri, sem enginn hafi nokkurn tíma vitað um, nema hún ’ein. Aðrir segja, að hinar æstu og ofsa- fengnu tilfinningar sögupersón- anna eigi að vera — og séu hin villtu og hamslausu náttúruöfl Yorkshire-héraðs, færð í mann- legt gervi. Sú skýring virðist ýmissa hluta vegna miklu senni- iegri. En hvað um það „Wuther- CHARLOTTE MESTA „IIEIMSMANNESKJAN“ Ferill Charlotte Brontc er nokkuð lengri og auðugri að við- burðum, sem seinni tíminn hefir varðveitt, heldur en Emelys og Anne. Tvær elztu systurnar dóu þegar í æsku eins og áður er sagt. Charlotte var mesta „h' ims- manneskjan", ef svo mætti segja, þó að hið stranga uppeldi. sem hún hlaut heima á Haworth mót- aði mjög greinilega alla lífsskoð- un hennar á fullorðinsárunum. Hún skrifaði 5 skáldsögur: „The Professor“, „Jane Eyre“, „Shirl- ey“, „Villette" og „Emrna”. „JANE EYRE“ Af þessum skáldsögum hefii? „Jane Eyrð‘‘ hlotið langmesta frægð, enda hefir hún margt fram yfir hinar sem skáldverk. ís- lenzkum útvarpshlustenc’um ef hún minnistæð sem framhalds- saga Ríkisútvarpsins fyrir nokkr-' Prestsetrið á Haworth, eins og það var, er Bronté-fjölskyldan hjó þar. — Nú er þar Brontésafn. ing Heights“ hefur þegar fyrir löngu sannað ódauðleik sinn. — Hinir gætnu og tortryggnu bóka- út.gefendur í Englandi stóðust ekki mátið á sínum tíma. Kvik- myndaframleiðendur nútímans hafa séð sér leik á borði að gera sér mat úr slíkum afbragðsefni- við á sýningartjaldinu — dóm- greind þeirra skeikaði þar ekki. EMELY SEM LJÓÐSKÁLD Enginn er kominn til með að segja hverju Emely Bronté hefði fengið afrekað á bókmenntasvið- inu, ef henni hefði orðið lengri lífdaga auðið, en Wuthering Heights varð fyrsta og síðasta skáldsagan, sem hún skrifaði. En hún bar einnig við ljóðagerð og mörg kvæða hennar, enda þótt þau séu lítt þekkt eru gullfalleg. Þau eru mjög greinilega spunnin af sama toga og skáldsaga henn- ar. Sama þunglyndið og angur- værðin, sami tilfinningaþunginn er í senn uppistaðan og ívafið. Emely orti þessi kvæði, að því er hún sjálf sagði, aðeins íyrir sjálfa sig og hún brást hin versta við, þegar hún komst að því, að eldri systir hennar Charlotte hafði komizt yfir þau og látið um árum. Hinn óhugnanlegi hlát- ur geðveiku konunnar á Thorn- field, óðalssetri Rochesters, vai? fyrir hlustendum jafn dularfull- og ægilegur eins og hann var fyrir ungu kennslukonuna Jane Eyre í sjálfri sögunni. Hve heil- steypta persónu Charlotte tóksfe- að skapa úr annari aðalsöguhetj- unni, Rochester, í senn ljótan, harðlyndan og hryssingslei an og göfuglyndan og aðlaðanc’i, er viðurkennt meistaraverk og sama máli gegnir um Jane Eyre sjálfa, svo strangheiðarlega og sjálfri sér samkvæma til hins síðasta, á hverju sem valt. ROCHESTER — M. HEGER Ýmsir telja að Rochester hafs fyrir Charlotte verið Mor.sieur Heger, frönskukennari hennar, sem hún kynntist er hún dvaldisfe í Brússell og varð svo óstjórn- lega og ógæfusamlega ástfangir* í. Heger er lýst, sem þurrlegum og ströngum miðaldra manni, er Charlotte kynntist honum — og þar að auki var hann giftur mað- ur, svo að aðstaða hinnar 26 ára gömlu erlendu og ókunnu stúlku var æði vonlaus. Fyrir hana vac Framh. á bls. 5.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.