Morgunblaðið - 24.12.1953, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.12.1953, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 24. des. 1953 MORCUNBLAÐÍfí Alþmgishúsið Framh. af bls. 6. Húsið varð í upphafi bækistöð safnanna eins og ráð hafði verið fyrir gert er húsbyggingin var ákveðin. Var Landsbókasafnið á jarð- hæð en Þjóðminjasafnið á þak- hæð. Söfnin fluttu burt 1908. Og síðar í safnahúsið við Hverfis- götu og voru þá komin lengra frá miðbænum en talið var forsvar- anlegt er rætt var um Arnar- holtstún sem stað fyrir þing- og Síðar fékk háskólinn þar inni. Og þar sem nú er fundaherbergi Sjálfstæðisflokksins sátu áður lögfræðingár og norrænustúdent- ar við nám. Þar sem læknisefni áður sátu á hörðum bekkjum, sitja nú Framsóknarmenn á rabb- fundum. Þar sem guðfræðingar áður lærðu hin kristnu fræðí sitja nú lúnir Alþýðuflokksmenn á milli þingfunda. Þar sem pró- fessorar áður hvíldust milli kennslustunda eru nú skrifstof- ur forseta íslands. safnhús 30 árum áður. m ffit & Saga þessa húss er ailt af fá- um kunn. Henni hefur heldur ekki verið haldið á lofti sem vert væri. í sögubókum um Reykjavík eru fáar og sundur- slitnar línur um þetta merka hús. En Árni Óla, ritstjóri, hef- ur á einn stað safnað miklum fróðleik um húsið. Er hann að finna í bók hans „Fortíð Reykja víkur“ sem hann á heiður skilið fyrir. Á sumum stöðum í grein þessari eru prð hans notuð, einkum í kaflanum um skreyt- ingu hússins og um hina fyrir- huguðu undirstöðu þess. Ann- að efni í svipmyndir þessar er ■ ■■■■■■■■■■■■■■ ■■«•■■■•■■■■■■■■■■! S. V. sótt lengra að, m. a. í „Sögu Reykjavíkur“ eftir Klemenz Jónsson, Árbækur Reykjavíkur eftir Jón Helgason biskup og Úr bæ í borg eftir Knud Zimsen. Alþingishúsið býr yfir sínum töfrum. Þó það sé ekki byggt á fyrirhugaðri undirstöðu og sé því alls ekki eins virðulegt og það átti að vera, þó mið- stöðvarlagnir séu ekki felldar inn í innveggi þess og þótt grá- grýtið í veggjum þess sé ekki eins áferðarfagurt og mjúkt fyrir augað og marmari Aþenu- musteranna, þá túlkar allt í þessu húsi svo íslenzka sögu að hún er öllum hjartfólgin. Húsið var byggt þegar Reykjavík var að byrja að breyt ast úr smáþorpi í bæ. Bygging- arsaga þess markast af þeim tímamótum og þeirra tíma vaxtarverkjum. Húsið hefur síðan tekið stakkaskiptum sam- fara breytingum tímans. Svo að nú á tímum tækni og vélamenn- ingar er sérhver ræða, sem hald inn er í þingsölum þess hljóðrit uð á segulband. Slík tæki er ekki að finna í sölum nokkurs annars þings lýðræðisríkis. Þannig eru í þessu húsi ofnir saman þræðir fortíðar og nú- tíðar. Og svipur hússins úti sem inni látlaus — og íslenzk- ur. —■ Róm á sína hvelfdu Vatikan- höll og sitt meistaraverk í Péturskirkjunni; Egyptaland sína óforgengilegu pýramída; Konstantinopel hvítar hallir með hvolfþökum og turnspirum — Reykjavík á einnig sína ger- semi‘ geymda í húsbyggingu — Alþingishúsinu við Kirkju- stræti 14. A. St. flÉtíÍiÉif vorpsms ■■■■■■■■■■■ ■■•■•■•■■•■■■■ S. V. Almennur dansleikur í Sjálfstæðishúsinu sunnudaginn 27. des. (III. í jólum), kl. 9. Aðgöngumiðar seldir í anddyri hússins milli kl. 5 og 6 NEFNDIN TULIPANAR grænar greinar, og mosi, verður selt í greinasölunni Laugav. 7 og í gróðrastöðinni líirkihlíð við Nýbýla- veg í dag. — Tekið á móti pöntunum í síma 4881. JÚ&RKABRRETT Skemmtun fyrir alla í Austurbæjarbíói annan í jólum kl. 1,15 e.h. Marzbræður. Nýr söngkvartett, syngur Rainbow Street, Miss me og fleiri jazz og dægurlög. — Sigurður Sí- vertsen, Ásgeir Sigurðsson, Magnús Ingimundarson og Vilhjálmur Vilhjálmsson. Ingþór Haraldsson munnhörpusnillingur, leikur og flautar Gestur Þorgrímsson gamanleikari, kemur öllum í gott skap. Harmónikku tríó frá harmónikkuskóla Karls Jóantans- sonar. Sigrún Óskarsdóttir, Ásgeir Egilsson og Gísli Haraldsson. Anný Ólafsdóttir, 12 ára gömul, syngur. Baldur Georgs sýnir töfrabrögð og kynnir atriðin. Ragnar Bjarnason syngur nýjustu dægurlögin. Jazztríó teikur. — Eyþór Þorláksson, Gunnar Sveinsson og Jón Sigurðsson. Aðgöngumiðar seldir í Hljóðfærahúsinu, Bankastræti og í Austurbæjarbíói, Njálsgötumegin, annan jóladag frá kl. 11. ÚTVARPIÐ hefir gefið út jóla- dagskrá sína og er í henni mikið og margvíslegt efni, fyrir unga og gamla, og margt til hátíða- brigða auk hins venjulega efnis til frétta og annarrar daglegrar þjónustu. Nokkur atriði úr dag- skránni verða rakin hér: JÓLADAGARNIR: Auk útvarpsins á kirkjumess- um að venju, fiytjur próf. Magnús Jónsson jólahugvekju í útvarpssal á aðfangadagskvöld en á undan og eftir er útvarpað orgelleik og söng úr Dómkirkj- unni, dr. Páll ísólfsson leikur, en Þuríður Pálsdóttir og Einar Sturluson syngja. — Á jóladag verða miðdegistónleikar með söng stúlkna úr Laugarnesskóla og Kvennaskólanum í Reykjavík, undir stjórn Ingólfs Guðbrands- sonar. — Þá er svíta nr. 2 í h-moll eftir Bach. — Um kvöld- ið ieikur Sinfóníuhljómsveit útvarpsins jólalög, en Dóm- kirkjukórinn syngur. Lárus Póls- son les helgisögu, Kristur í Flandern, Dietrich Fischer Dieskau syngur lög við Goethe ljóð með undirleik Árna Kristj- ánssonar og var þessi söngur tek- inn upp fyrir -útvarpið, þegar Dieskau var hér á ferð. Á annan jóladag.verður Brandur Ibsens og um kvöldið danslög og gleðskap- ' ur. i GAMLÁRSKVÖLD OG NÝÁRSDAGUR: j Á gamlárskvöld verður fjöl- j breytt dagskrá og að mestu í því . formi, sem fast er orðið. Biskup- inn, dr. Bjarni Jónsson, flytjur 'aftansöng, forsætisráðherra Ólaf- ur Thors talar, og á áramótum ílytur Vilhj. Þ. Gíslason annál ársins. Um kvöldið verður ým- iskónar gleðskapur, gamanvísur, söngur og hljóðfærasláttur. Á nýársdag. talar forseti íslands. i Um kv.öíöið koma ýmsir gestir ■ í útvarpssal, allt menn sem eru j nýkomnir utan úr heimi og sum- ii langt að. Gunnar Dal, Gunnar Gunnarsson, Gísli Haiidórsson verkfræðingur o. fl. JÓLATÓNLEIKAR: Auk tónleikanna á aðfanga- dagskvöld og sinfóníutónleikanna á jóladag og útvarpshljómsveit- arinnar, verður mikið um annan söng og hljóðfæraslátt. Hjördís Schymberg frá Stockhólmi söng fyrir útvarpið áður en hún fór heimleiðis héðan í vor, eftir að hafa sungið í Þjóðleikhúsinu í La Traviata og verður dagskrá hennar nú útvarpað. Einnig verður útvarpað tónleikum grísku söngkonunnar Diana Eustrati og söng Dieskau. ís- lenzkir tónlistarmenn, sem koma fram í dagskránni, eru Þuríður Pálsdóttir og Einar Sturluson, Þórunn Jóhannsdóttir, Árni Kristjánsson, Jón Nordal og Ingvar Jónasson. Fóstbræður syngja á Þrettándanum undir stjórn Jóns Þórarinssonar. Annan í nýári verða sungnir iagaflokk- ar Jóns Laxdal við sögukvæði Guðmundar Guðmundssonar um Gunnar á Hlíðarenda og -um Helgu fögru. — Meðal heima- manna má einnig telja ný- stárlegan gest, sænsku sendi- herrafrúna Brittu Öhrvall, sem syngur sænsk þjóðlög. Af er- iendu tónlistaefni verður margt og mikið. m. a. öll óperan Carm en eftir Bizet, flutt í nýrri franskri upptöku, undir stjórn Clutens, vgrður hún flutt í mið- degisútvarpi á annan í jólum. Á sama tíma á jóladag verður flutt- ur jólakonsert eftir Corelli, und- ir stjórn Bruno Walter og Con- serto grosso í D-dúr eftir Hand- el, Weingartr.er stjórnar. JÓLALEIKRITIÐ: Brandur Ibsens, í þýðingu sr. Matthíasar, nokkuð stytt. Leik- stjóri er Þorst. Ö. Stephensen. Þetta er eitt af öndvegisritum norskra bókmennta og þýðingin meistaraverk. — Á hstamanna- vökunni er fjórði þáttur úr „Gullna hliðinu“. Tveir nýir gamanleikir eru á jóladag- skránni: „Seigur ér Sveinki", eft- ir ísak, og „Fljúgar.di diskarV, með Har. Á. Sigurðssyr.i, Alíreð Sr. Ajariii Ibsen Andréssyni og fleiri leikurum. — Fyrir yngstu hlustendurna verð- ur barnahátíð Snædrottningin. JOLAMESSURNAR: Auk jólahugvekju próf. Magn- úsar Jónssonar verður þessum Útvarps- stjórinn ins Snædrottningin undir stjórn. Hildar Kalman, en þessi leikur var sýndur í Þjóðleikhúsinu í hitteðfyrra. Seinni hluti leiksins verður í barnatímanum á þriðja í jólum. ERINDI OG UPPLESTUR: Auk ávarpa forseta, forsætis- ráðherra og annáls útvarpsstjóra er ýmislegt talað orð í dag- skránni, eins og venja er til. Frú Guðrún Helgadóttir flytur erindi um Bólu Hjálmar 28. des. Próf. Þorkell Jóhannesson talar um daginn og veginn. Sunnudaginn. 27. des. verður kvöldvaka, sem Bandalag ísl. listamanna sér um, og koma þar fram ýmsir kunr.ir listamenn, Gunnar Gunnarsson, Þuríður messum útvarpað: Aftansöng úr Hallgrímskirkju á aðfangadags- kvöld (sr. Sigurjón Árnason), úr Dómkirkjunni á jóladag kl. 11 (sbr. Óskar J. Þorláksson) og kl. 17 úr Fríkirkjunni (sr. Þorsteinn Björnsson) og aftansöngur bisk- upsins á gamlárskvöld. Danskri rntssu verður útvarpað á jóladag Kiljan Form. útvarpsráðs Tómas Guðmundsson, Halldór Kiljan Laxness, Páll ísólfsson og Jón Leifs. Hávamál verða flutt. 30. des. og sér próf. Einar Ól. Sveinsson um það. Próf Steingr. J. Þorsteinsson talar um „Brand“ á annan í jólum. GAMANÞÆTTIR: Nýr gamanþáttur hefst milli jóla og nýárs og sér Rurik Har- aidsson um hann. Alice Babs og Norman-tríóið syngja og spila og var það tekið upp á tónleikum þess hér í bænum. Nýjar gaman- vísur verða sungnar og gaman- BARNATIMAR: Á jóladag kl. 18.15 verour barnatími í útvarpssal með hóp barna við jólatréð. Þar talar þáttur fluttur og mikið leikið af Ólafur Ólafsson, kristniboði, við börnin, telpnakór syngur og jóia- sveinn kemur í heimsókn. ' Á annan jóladag á sama tíma verð- ur fluttur fyrri hluti æfintýris- léttum danslögum. Bjarni Böð- varsson og Þorvaldur Stein- grímsson sjá um þá þætti, einn- ig verður útvarpað úr samkomu- húsum úti í bæ. —, Dansk gudstjeneste afholdes i Ðomkirken 1. juledag kl. 2. Biskop Bjarni Jónsson prædiker. Af hensyn til Grönland og udenbys boende, vil tjenesten blive transmitteret. DET DANSKE SELSKAB guds- Skemmíifélag Garðbúa Skemmtifélag Garðbúa BANSLEIkUR á Gamla Garði 2. dag jóla. Aðgöngumiðasala sama dag kl. 4—5. STJÓRNIN Tókum upp í gær nýja sendingu af síðdegiskjólitm og telpu- kjólum í mjög f jölbreyttu úrvali. Verzlunsíi Eros Hafnarstræti 4 — Sími 3350 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.