Morgunblaðið - 24.12.1953, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.12.1953, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 24. des. 1953 MORGUNBLAfílÐ 9 í NÓVEMBEKMÁNUÐI s. 1. vor- um við, 15 blaðamenn frá þátt- tökuríkjum Atlantshafsbandalags ins í Evrópu, á ferðalagi um Bandaríkin í boði Bandaríkja- stjórnar. Tilgangur slíkra heim- boða er fyrst og fremst sá, að stuðla að gagnkvæmum kynn- um hinna vestrænu lýðræðis- þjóða í samræmi við ákvæði þess sáttmála, sem varnarbandalag þeirra byggist á. Á þessu ferðalagi okkar um Bandaríkin höfðum við einka- flugvél til afnota. f henni flug- um við töluvert á 8. þúsund kílómetra milli einstakra borga og staða þessa viðáttumikla meginlands. Við heimsóttum stór- borgir, verksmiðjur, listasöfn, skóla, bændabýli, hernaðarmann- virki og fjölmörg önnur mann- virki og stofnanir. Jafnhliða átt- um við þess kost að koma á mörg bandarísk heimili og ræða við fjölda fólks úr öllum stéttum, stjórnmálaleiðtoga eins og Harry Truman fyrrverandi forseta og John Foster Dulles utanríkisráð- herra, verkamenn, iðnaðarmenn, menntamenn, stóriðjuhölda, verkalýðsleiðtoga, herforingja, borgarstjóra og blaðamenn. Við sátum á fundum með leiðtogum svertingja í New Orleans, heim- sóttum Indíána í Oklohoma, flug- um í þyrilvængjum í Fort Sill og sigldum í suðrænum sólarhita um ósa Mississippi. Leið okkar lá frá New York norður til landa- mæra Kanada, um hin miklu landbúnaðarhéruð Miðríkjanna, suður að Mexikóflóa, um Suður- ríkin og aftur austur til Washing- ton og New York. Því fer aðuvitað víðs fjarri að slíkt ferðalag á nokkrum vikum geti skapað víðtæka þekkingu á því, sem fyrir augu og eyru ber. En það veitir þó nokkurt tæki- færi til þess að fræðast um lifn- aðarháttu, menningu og viðhorf þeirrar þróttmiklu þjóðar, sem byggir þetta auðugasta land ver- aldarinnar, þar sem fullkomið frelsi ríkir til þess að tala við hvern sem er, leita hverskonar upplýsinga, skoða allt og horfa gagnrýnandi augum á það, sem miður fer. Án slíks frelsis væru heimsóknir eins og þær, sem hér um ræðir lítils eða einskis virði, aðeins yfirborðsleg leiksýning, sem enga fræðslu eða þekkingu gæti veitt. TÆKNIN OG LÍFSKJÖRIN Það, sem mér, eins og mörgum Evrópumönnum, sem heimsótt hafa Bandaríkin, hefur fundist athyglisverðast að sjá með eigin augum er hinn tröllaukni iðnað- ur og hin gífurlegu framleiðslu- afköst hans. Það er í skjóli þessarar tækni- þróunar, sem Bandaríkjamenn hafa á fáum áratugum bætt lífs- kjör sín að miklum mun og stefna nú hraðbyri að enn aukinni fram leiðslu og vaxandi lífsþægindum almennings. Stuttorð lýsing á heimsókn í eitt stærsta iðjuver Bandaríkj- anna, Ford verksmiðjurnar í ná- grenni stórborgarínnar Detroit í Michigan, getur e. t. v. gefið nokkra hugmynd um hrikaleik framleiðsluafkastanna. En þessi bifreiðaverksmiðja mun nú talin meðal stærstu iðjuvera heimsins. Við erum stödd í verksmiðju, sem nær yfir 1200 ekrur lands. Þar vinna 70 þús. manns, karlar og konur, að framleiðslu bifreiða. Leið okkar liggur um aðalverk- smiðjubygginguna, þar sem aðal „framleiðsluæðin" Iiggur eftir endilöngum sal, sem er mörg hundruð metrar á lengd. Bif- reiðahlutirnir koma frá hliðar- greinum aðalæðarinnar, fyrst grind bifreiðarinnar, síðan vélin og ótal smáhlutir og loks yfir- bygging vagnsins í tvennu lagi. greiða götu okkar til þess. í því skyni heimsóttum við Indíána í- Oklohoma og skoðuðum svert- ingjaháskóla suður í Louisíana. Auk þess sátum við fund með- leiðtogum svertingja í New Orleans og ræddum við fjölda blökkumanna á ýmsum þeim stöðum, sem við heimsóttum. Hér gefst ekki tóm til þess að ræða þetta fjölþætta vandamál ýtarlega. En sú staðreynd verður ekki sniðgengin að ennþá fer því víðsfjarri, að svertingjar hafi fengið raunverú’egt jafnrétti vi<£ aðra borgara Bandaríkjanna. Þróunin stefnir hinsvegar öll í þá átt að þeir öðlist það og í flestum ríkjum hafa þeir þegar- öðlast jafnrétti samkvæmt lög- um. En í framkyæmdinni skort- ir mikið á að svo sé, sérstak- lega í Suðurríkjunum. I New Orleans getur t. d. að líta veit- ingastaði þar sem aðeins hvítum mönnum er leyfður aðgangur og í strætisvögnum er dregin lína þvert yfir vagninn til þess að að- skilja hvíta menn og svarta. Sitja hinir þeldökku fyrir aftan hana. EINS OG STÓRELJÓT, SEM ÓTAL SMÁLÆKIR FALLAí Verkamennirnir standa í röð meðfram færibandinu, sem þok- ast áfram eins og stórfljót, sem ótal smálækir falla í. Hver maður gætir lítils hluta þess, tekur á móti bifreiðahlutunum, sem ber- ast að og festir þá á sinn stað í vagninum, serti smáskapast eft- ir því sem lengra er haldið. Til dæmis um verkaskipting- una má nefna, að þegar einn verkamannanna hefur smeygt saman. Og um leið og síðasta ] handtakið hefur verið unnið við j hann sest einn verkamannanna upp í framsætið, ræsir vélina og nýrri bifreið er ekið burtu. — j Þessi verksmiðja framleiðir um 600 bifreiðar dag hvern. Nær óslitinn straumur nýrra vagna rennur út úr verksmiðjunni all- an daginn. Ég hefi minnst á bifreiðaiðn- aðinn vegna þess, að sennilega hefur þróun hans s. 1. 50 ár haft meiri álhrif á líf Bandaríkja- manna og raunar fleiri þjóða en vergi hefur þróun tækninnar skapað jafn hrikaleg framleiðslu- köst og í bifreiðaiðnaðinum. Myndin hér að ofan er úr bifreiða- írksmiðjum Fords í nágrenni Detroit í Michigan, þar sem 600 pjum fólksflutningsbifrciðum er daglega ekið út úr einni verk- niðju. flest annað. í Bandaríkjunum eru nú um 50 milljónir bifreiða. Er talið að þrjár af hverjum fjórum fjölskyldum þar eigi nú slíkt farartæki. Yfir 10 milljónir manna vinna þar við bifreiða- iðnað. einu hjólanna undir vagninn tek- ur annar við og festir þrjár af skrúfunum, sem halda því föstu. Meðan hann vinnur það verk hefur vagninn þokast yfir hans hluta af færibandinu. Sá næsti festir svo hinar tvær skrúfurnar í vagnhjólið. Við höfum fylgst með fram- ER MAÐURINN ÞRÆLL leiðslunni frá því að vagngrindin VÉLARINNAR? kom svífandi niður á færiband- j Þegar horft er á þessi vélrænu ið. Á rúmum 20 mínútum hefur ( vinnubrögð og hrikalegu fram- heilum vagni verið safnað þar. leiðsluafköst liggur við borð að manni finnist vélarnar hafa öðl- ast sál og mannlegt hyggjuvit en maðurinn sjálfur vera þræll þeirra. Hvaða áhrif hefur þessi sérhæfing vinnuaflsins, þessi hár- nákvæma verkaskipting, á manneskjuna, sem vinnur sama handtakið meginhluta ævi sinn- ar? Er þessi háþróun tækninn- ar e. t. v. að leggja fjötra and- legs máttleysis á mikinn hluta mannkynsins? Við áttum kost á að ræða þess- ar spurningar bæði við iðjuhölda og‘ verkalýðsleiðtoga. Og svör þeirra voru mjög svipuð. Með aukinni tækni og framleiðsluaf- köstum hefur okkur tekizt að stytta vinnutímann niður í 40 stundir á viku. Nú þegar er far- ið að ræða um að stytta hann niður í 35 stundir. Aukin fram- leiðsla skapar aukinn arð. Þeg- ar þetta gerist í fjölmörgum greinum atvínnulífsins vex kaup- getan hjá almenningi. Fólk get- ur veitt sér fleiri og fleiri lífs- þægindi. Þannig á tæknin að skapa einstaklingunum mögu- leika til þess að verja meira af tíma sínum utan verksmiðjunnar eða annarra vinnustaða. Véla- vinnan leysir hann af klafa þræl- dóms liðins tíma, gefur honum tækifæri til þess að þroska hæfi- leika sína utan starfs síns og lifa fjölskrúðugu menningarlífi. VERKAMAÐURINN OG KJÖR HANS Athugum lauslega kjör verka- manns, sem vinnur í verk- smiðjunní, sem minnst var á hér að ofari. Hann vinnur 40 klst. á viku og fær að jafnaði rúmar 33 kr. í kaup á klst. Leiðtogar verka lýðssambands hans segja okkur að tveir af hverjum þremur verkamönnum þar eigi bifreið. Á heimilum sínum eigi þeir yfir- leitt mörg nýtízku heimilistæki, svo sem ísskápa, þvottavélar og sjónvarp. Konur og karlar fá sömu laun fyrir sömu vinnu. Eitt aðal áhuga mál verkamannanna er að koma í veg fyrir, að verksmiðjurnar stöðvi framleiðslu sína nokkurn hluta ársins, eins og stundum hefur tíðkast. Við teljum það skipta mestu máli að atvinnan sé varanleg allt árið, sagði aðal- ritari félagssamtaka verkamanna í bifreiðaiðnaðinum við okkur. KYNÞÁTTAVANDAMÁLID Annað atriði, sem við Evrópu- blaðamennirnir höfum mikinn áhuga fyrir að kynna ökkur í þessu ferðalagi um Bandaríkin var kynþáttavandamálið. Gerðu fararstjórar okkar sér far um að JAFNRÉTTIÐ RAUNVERU- LEGT INNAN SKAMMS Af hálfu ríkisstjórnarinnar í Washington og stjórna einstakra ríkja er unnið markvíst að því, að útrýma hverskonar kynþátta- misrétti. En gamlar venjur og kreddur meðal almennings valda þar ýmsum vandkvæðum. Einn af leiðtogum verkalýðssambands ins CIO sagði mér t. d., að eitt sinn hefði orðið að reka verka- lýðsfélag í Suðurrikjunum úr sambandinu vegna þess, að það hafði neitað að viðurkenna jafn- rétti hvítra manna og svartra innan samtakanna. Þeir Bandaríkjamenn, sem ég ræddi við um kynþáttavandamál- ið drógu enga dul á það, sem miður færi á þessu sviði. En þeir töldu sjálfsagt, að innan nokkurs tíma yrði jainrétti hvítra manna og svartra orðið raun- verulegt um öll Bandaríkin. Af hálfu svertingja var hins- vegar lögð höfuðáherzla á nauð- syn þess að bæta menntunar- skilyrði þeirra og vinna þannig upp aldalanga vanrækslu. Blökku menn yrðu að sigrast á minni- máttarkend þeirri, sem margir þeirra hefðu tekið í arf frá liðn-- um kúgunartímum. Okkur blaðamönnunum fannst sérstaklega mikið til um heim- sókn okkar í Dillard háskólann í New Orleans, sem nær ein- göngu er sóttur af blökkumönn- nm og rekinn af þeim. Við hitt- um þar marga ákaflega viðkunn- anlega og gáfaða svertingja, karla og konur. Þetta unga fólk var svo fullt af áhuga fyrir starfi sínu, aukinni menntun kynþáttar síns og fullkominni jafnréttisað- stöðu, að maður hlaut ósjálfrátt að hrífast af samvistunum við það. ÓBEIT Á HERNAÐI Nokkurra vikna dvöl meðal einnar fjölmennustu þjóðar heimsins gefur ekki mikið tæki- færi til þess að afla sér fjöl- þættrar þekkingar á viðhorfum hennar til heimsmálanna. En eitt af því, sem maður verður fyrst var við hjá Bandaríkjamönnum er einlæg óbeit á hernaði og styrjöldum. Það eruð þið í Evrópu, sem öðru hverju eruð að hleypa á stað heimsstyrjöld- um. Við höfum svo togast út í þær með ykkur, segja þeir þar „westra". Það er þessi skoðun, sem lengi hefur gefið einangrunarsinnum í Bandaríkjunum byr í segl sin. En þrátt fyrir allt hefur yfir- gnæfandi meirihluti bandarísku Framh. á bls. 1L unum - Aistoðan til f riðnrmálanna Blaðamannahópurinn frá Evrópu, ásamt fararstjóram hans. Myndin er tekin í húsakynnum verka- lýðssambandsins C.I.O. í hópnum voru tveir Ðanir, þrír Frakkar, tveir Norðmenn, einn íslendingur, þrír ítalir, einn Tyrki, einn Portúgali, einn Holicndingur og einn Breti. ÞættSr úr Bandaríkjaf ör Tæknin og Lífskjorin — eðnl svertingja í Suðurríkj-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.