Morgunblaðið - 24.12.1953, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.12.1953, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 24. des. 1953 .uisMðMfe Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavfk. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgöarm.) Stiórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3043 Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og aígreiðsia: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 & mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. ^ UR DAGLEGA LIFINU ] JÓLIN 1953 ^ UNG og frískleg kona stóð í anddyri fangasjúkrahúss- ins í Sing Sing fangabúðunum í Bandaríkjunum. Hún og maður hennar höfðu verið að litast um í fangelsinu í fylgd með fanga- i verði, en þegar að sjúkrahúsdyr- unum, kom sagði vörðurinn: „Hingað inn mega konur ekki fara“. ENN einu sinni heldur hinn kristni heimur helga jólahátíð, hátíð friðar og mannkærleika. Þegar litazt er um í heiminum í dag, fer því víðsfjarri, að boð skapur frelsarans, sem „var í jötu lagður lágt“, hafi náð að skapa þann frið meðal mannanna, sem var tilgangur hans. Ennþá rikir uggur og ótti meðal þjóðanna. Ennþá setur grimmd og miskunn- arleysi svip sinn á líf milljóna ein- staklinga. Ennþá sitja örbirgð og auður hlið við hlið. Þrátt fyrir þessar dapurlegu staðreyndir, heldur mannlcynið á- fram að klífa brattann til aukins þroska. Það er sífellt að gera jörð- ina sér undirgefnari. Vald manns- ins yfir efninu verður stöðugt meira. Fleiri og fleiri leyndardóm- ar og huliðsheimar Ijúkast upp. En engu að síður hlýtur sú spuming að vakna, hvort andlegur þroski mannsins hafi vaxið metf sigrum hans á sviði vísindalegrar tækni og uppgötvana á sviði efnis- ins. Þessi spurning vaknar vegna þess, að með ýmsum snilldarleg- ustu uppgötvunum sínum hefur mannkynið leitt yfir sig nýjar og xgilegar hættur. Engum getur t. d. dulizt, að beizlun kjarnorkunnar, sem gæti haft í för með sér nýtt og betra líf fyrir alla menn, hefur jafn- framt skapað möguleika á algerri tortímingu mannkynsins og allrar siðmenningar. 1 dag er það örlagaríkasta og víðtækasta verkefni þeirra, sem mestu ráða um rás heimsstjórn- málanna, að bægja þessari hættu úr vegi. Sem betur fer, er mörgum mönn- um meðal allra þjóða þetta Ijóst. En tortryggni og miskilningur hafa til þesa hindrað alþjóðlegt samkomulag og samvinnu um hag- nýtingu kjamorkunnar í þágu friðsamlegs uppbyggingarstarfs. Þess vegna hafa stórveldin fyrst og fremst unnið að framleiðslu gereyðingarvopna. 1 Framtið ■ siðmenningarinnar ^ veltur á því, að nýjar leiðir finn- ist til víðtækrar samvinnu um, þessi mál.Notkunkjarnorkuvopna í ófriði þýðir hrun og niðurlæg- ingu, hyldjúpá óhamingju yfir mannkynið. Vonir þjóðanna um að henni verði bægt frá dyrum þeirra byggist ekki sízt á samtökum hinna Sameinuðu þjóða. Innan vé- banda þeirra mætast fulltrúar mikils hluta mannkynsins. Hlut- verk þeirra er að leggja traustan og varanlegan grundvöll að þvi, að deilumál þjóða í milli verði út- kljáð við samningaborðið, en ekki á blóðugum vigvöllum. Hver sá, sem heimsótt hefur hin fögru salarkynni Sameinuðu j þjóðanna og kynnzt þvi andrúms-} lofti, sem þar ríkir, hlýtur að setja mikið traust á þessi samtök. ' Enda þótt þar standi oft harðar j deilur, verður sú staðreynd ekki sniðgengin, að grundvöllur þeirra eru göfgugar og háleitar hugsjón- i ir. f sölum þeirra sitja fulltrúar i stórvelda og smáþjóða með jafnan atkvæðisrétt. Þar situr fólk af öll-, um hörundslitum hlið við hlið. Þar hljóma fjarskyldustu tungur og i þar vinna þúsundir manna af' fjölda þjóðema saman í friði og vináttu. Þessi gagnkvæmu kynni fulltrúa þjóðanna skapa skilning og samúð milli þeirra. Fyrir minnstu sjálfstæðu þjóð heimsins, okkur fslendinga, hefur það geysilega þýðingu, að vera þátttakandi í þessum víðtæku al- þjóðo.samtökum. Þar hljómar rödd okkar litla lands og hinnar frið- sömu þjóðar, sem byggir það. Þar getum við eins og aðrir borið upp mál okkar og skýrt málstað okkar, skapað okkur samúð og skilning hinnar stóru veraldar á starfi okk ar og baráttu fyrir því að geta lifað sjálfstæðu menningarlífi í landi okkar. Um það vita fáir, að í húsa- kynnum Sameinuðu þjóðanna er eitt herbergi, sem ætlað er að gegna séérstöku hlutverki. Þetta herbergi er kallað „yfirvegunar- herbergið“. Þar er mönnum gefið tækifæri til þess að dveljast í full- kominni kyrrð og ró, þegar þeir þarfnast griðastaðar til þess að hugsa og yfirvega þau vandamál, sem við er að etja. í raun og veru þarfnast heim- urinn einskis frekar í dag en kyrrðar og næðis til rólegrar yfir- vegunar og hugsunar. Hraðinn i mannlífinu og eirðarleysi véla- menningarinnar hefur rænt millj- ónir manna sálarró sinni og and- legu jafnvægi. Þetta fólk hefur naumast tóm til þess að hugsa nokkra hugsun til enda. Það flýtur áfram með flaumnum án þess að gefa sér tóm til þess að staldra til þess að skilja rás viðburðanna nokkurn tíma við eða litast um og tilganginn með þeirra eigin starfi og tilverú. Þessi andlega galeiðuþrælkun ógnar í dag menningu margra þjóða, stórra og sméirra. Hið hljóða og einangraða her- bergi í húsakynnum Sameinuðu þjóðanna bendir þess vegna langt áleiðis um þörf mannkynsins fyrir meiri hugsun og yfirvegun í líf þess og starf. Það vekur athygli á þörf einstaklinganna fyrir andlegt jafnvægi og rósemi hugans. Á helgum jólum, hátíð hins ei- lífa friðarboðskapar, fer vel á því, að mennirnir geri sér þessa þörf Ijósa, hugleiði 'nauðsyn þess, að andlegur þroski haldist í hendur við tæknilegar framfarir. Kjarni málsins er sá, að köld efnishyggja og oftrú á efnisleg verðmæti má aldrei sigra manns- andann. Sá ósigur hlyti að leiða til hrörnunar og niðurdreps. Við íslendingar erum í dag sjálfstæð þjóð vegna þess, að við misstum aldrei sjónar á hinum andlegu verðmætum, sem forfeður okkar sköpuðu fyrir mörgum öld- um. Við vorum fátækir og kúgaðir. En við hugsuðum og skrifuðum bækur, sem blésu okkur í brjóst trú á framtíðina og möguleika okkar til þess að bæta og fcgra líf okkar. Við skulu.m halda áfra.m að glæða þessa trú á grundvelli kristinna siðg æðishugmynda, á, grundvelli hins eilífa friðarboð- skapar, sem í dag hljómar frá ölturum íslenzkrar kirkju og á íslenzkum heimilum. Við skulum ekki láta frjálsa hugun glatast í yfirborðslegri tæknidýrkun. Því aðeins getur mannkynið sótt far- sæld og hamingju í tæknilegar uppgötvanir sinar, að einstakling- ar þess njóti andlegs jafnvægis og sæki lifandi þrótt í fagnaðarerindl ið um frið á jörðu. Að svo mæltu óskar Morgun- blaðið lesendum' sínum og allri hinni íslenzku þjóð Í-Fp EINAR dyr fram í anddyrið stóðu hálfopnar — dyr inn í litla sjúkrastofu, þar sem gamall maður lá. Katrín Lawes, en svo hét konan, gekk inn í stofuna og spurði gamla manninn, hvernig líðan hans væri. Hann muldraði eitthvað um að hún væri slæm. Wand œr leih ur Þá tók hún hönd hans, beygði sig niður yfir rúmið og hvíslaði í eyra gamla mannsins: „Þér eig- ið ekki heima hér. Andlitssvipur yðar er of góðlegur til þess.“ Gamli maðurinn sneri sér til veggjar og brast í grát. Þegar hún var farinn, spurði hann ! gangastúlkuna hver þessi kona hefði verið og fékk þær upp- lýsingar, að það væri kona Lewis Lawes en til stæði að hann tæki að sér yfirumsjón með fang- elsinu. Gamli maðurinn var fyrsti fanginn í Sing Sing, sem Katrín Lawes talaði við. En skömmu síðar varð hún húsfreyja í fang- elsisstjórahúsinu, sem þá var inn- an við fangamúrana. Frá þeim degi varð hún vinur fanganna. Hún gekk á meðal fanganna án verndar og brátt varð hún jafn tíður gestur í fangaklefunum og í stofum sinnar eigin íbúðar. VeU anch áiri^ar: Kyrrlátir dagar UNDIRBÚNINGI jólanna er nú senn lokið. Ys og þys við- skiptalífsins hljóðnar. Fyrir þessi jól hefur óvenjulega mikið verið verzlað hér í Reykjavík. Afkoma almennings er í betra lagi. Þess vegna geta mörg heimili veitt sér meiri tilbreytingu en stund- um áður. Innan nokkurra klukkustunda verður Austurstræti, sem undan- farna daga hefur verið krökt af fólki, autt og tómt. Jólaskrautið glitrar og setur hátíðasvip á um- hverfið. Einmana lögregluþjónn sést e. t. v. á vakki á götuhorni. Framundan eru kyrrlátir dagar á heimilum fólksins, sem margt er þreytt af önn hins daglega lífs og fyrirferðarmiklum hátíða- undirbúningi. '*JjT ' 4V Nt. cjiehlecjra jóta Sagan endurtekur sig. ÞANNIG endurtekur hin alda- gamla saga sig í hinum kristna heimi. -r- Gæti ekki þessi hátíð heimilanna vakið nútímafólk til umhugsunar um það, hvort það sæki í raun og veru eins mikið út fyrir vébönd heimila sinna og það virðist oft hyggja. — Hvað hyggur þú, lesandi góður? Finnst þér þú ekki stundum sækja lítið gagn eða gleði í ferðir þínar út af heimili þínu? — Jú, þessu er vissulega þannig varið. Það er alltof margt ungt fólk, sem ven- ur sig á það, að loða helzt aldrei heima hjá sér, vera á stöðugum „rúnti“ um stræti og torg, knæp- ur og samkomustaði. í raun og veru sækir enginn maður, ungur eða gamall neitt, sem gefur lífinu * gildi í slíkar lífsvenjur. Hvít jól eða rauð? EG HITTI lítinn strák, kunn- ingja minn, fyrir nokkrum dögum. Hann sneri sér að mér og varpaði fram þessari spurningu: — Verða jólin hvít eða svört? — Þú átt við, hijort þau verði hvít eða rauð, eins og það er kallað? — Ég á bara við, hvort það verði snjór eða ekki. — Og hvort vilt þú heldur? — Ég vil að það verði hvítt. — Hvers vegna það? — Það er miklu „klárara“. — Jaeja, vinur, finnst þér það. — Já, af því að það er vetur, þá vil ég hafa allt hvítt. — En hvernig heldur þú að sé að eiga heima í löndum, þar sem aldrei er hvítt? — Það hlýtur að vera leiðin- legt. — Ég vildi ekki eiga þar heima. Heitasta land á jörðinni. AÉg AÐ segja þér nokkuð? Einu sinni var ég spurður að því út í löndum, hvort ísland væri ekki kaldasta land í heimi. Hverju heldurðu að ég hafi svarað? — Þú hefur líklega sagt að það væri nokkuð kalt hérna. — Nei þarna skjátlast þér. Ég sagði að landið okkar væri heit- asta land á jörðinni. — Þá hefurðu skrökvað að manninum. — Nei, ég held nú ekki. Ég sagði honum frá öllum heitu hverunum og laugunum, sem eru um allt ísland og sem Reykjavík, bærinn okkar, er hit- aður upp með. Og maðurinn varð alveg steinhissa. Hann bjó í landi, sem sólin skín alltaf á og hitar alla daga ársins. En þar er eng- inn hiti niðri í jörðinni, eins og hérna hjá okkur. — Þetta vaf nokkuð sniðugt hjá þér. En heldurðu að það verði hvít jól eða rauð? — Ég er enginn spámaður. En ég er að hugsa um að svara þér eins og véfréttin í Delfí mundi hafa gert: Jólin verða líklega bæði hvít, og rauð. Þau verða e. t. v. rauð í dag og hvít á morg- un, eða öfugt. Það hafa verið hálfgerðir umhleypingar undan- farið. Ætli þeir haldi ekki áfram. — Þú ert nú meiri kallinn, sagði þessi 6 ára gamli vinur minn um leið og við skildum. En hann ítrekaði að hann vildi hafa jólin hvít. Velvakandi hefur að jafnaði nokkuð ákveðnar skoðanir á hlutunum. En í þessu máli, hvít eða rauð jól, er hann nokkurn veginn hiutlaus. Hann óskar ykk- ur öllum GLEÐILEGRA JÓLA BORN hennar ólust upp í íangagarðinum. Fangarnir léku við þau eins og þau væru þeirra börn. Andrúmsloftið hafði breytzt í fangabúðunum. Dag og nótt var Katrín boðin og búin til þess að gera eitthvað fyrir fangana og gleðja þá á , einhvern hátt. Blindur fangi, mjög niðurbrotinn sálaríega og að því kominn að missa alla trú á lífið, varð henni mjög kær. Hún hljápaði honum til þess að læra blindraletur. Og þegar hún fékk heyrnarlausan fanga í fangelsið lærði hún sjálf fingra- mál til þess að geta rætt við hann eins og hina fangana. Katrín var hamingjusöm, þeg- ar hún gat gert eitthvað fyrir aðra. Hún hugsaði aldrei um, fyrir hvaða afbrot fangarnir voru í fangelsinu og helzt vildi hún að gcðverk hennar væru ekki í há- vegum höfð. Oft kom það fyrir að fjölskylda hennar hafði ekki hugmynd um hvað hún hafðist að. Drengur nokkur frá næsta þorpi kom dag hvern á reiðhjóli sinu og færði henni blaðaböggul. Löngu síðar kom í ljós að Katrín hafði gefið honum hjólið gegn því að hann kæmi með blöðin, svo að hún gæti lánað föngunum eitthvað að lesa. Þjónustufólk Katrínar var allt úr hópi fanganna og meðal þess voru bæði ræningjar og morð- ingjar. Þeir unnu undir hennar stjórn á daginn, en sváfu í fanga- klefum eins og aðrir fangar. ENGINN dagur leið án þess að Katrín kæmi á meðal fanganna. Hún reyndi að koma til hjálpar þegar í kekki kastað- ist miili þeirra og fangavarð- anna. Og hún var á meðal þeirra, þegar þeir stofnuðu hljómsveit og um eitt skeið lék hún á eitt hijóðfæri í hljómsveitinni. í mörgum klefanna hékk mynd af Katrínu. Flestar myndanna höfðu verið teknar og unnar af föngunum sjálfum. Vegna starfs Katrínar breytt- ist andrúmsloftið í Sing Sing og á meðan maður hennar var fangelsisstjóri urðu miklar um- bætur á aðbúnaði fanganna, m. a. var byggt nýtt fangahús. All- ir vissu að oft var það Katrín, sem átti hugmyndina að þeim endurbótum, sem maður hennar lét framkvæma. UM ÁRABIL bjó hún í fangelsisgarðinum, en síðar var fangelsisstjóragarðurinn fluttur til næsta þorps. Skömmu síðar andaðist Katrín. Daginn, sem hún var kistulögð, stóðu hundruð þögulla fanga við hlið fangelsisgarðsins. Þegar yfirvarð maðurinn kom til vinnu sinnar, leit hann yfir hópinn og sagði: „Ég veit vel af hverju þið standið hérna. Bíðið á meðan ég tala við umsjónarmanninn“. Við spurningu varðmannsins sagði umsjónarmaðurinn: „Þú berð ábyrgð á vörzlu fanganna næstu þrjá daga. Gerðu það, sem þér sýnist". „Þá opna ég hliðið“. Þegar hann kom aftur að fanga garðshliðinu, hafði hópur fang- anna stækkað“. Ég veit, að ég má treysta ykkur“, sagði hann. „Þið megið fara til þorpsins. Frh. á bls. 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.