Morgunblaðið - 08.01.1954, Page 5
f
Föstudagur 8. janúar 1954
MORGVNBLAÐIÐ
Lýsi og Mjöl, verksmiðjan og nýju vélarnar.
Lýsi og Mjöl h.f. gera miklar
endurbæturáverksmiðju sinni
Nýjar vélar, sem gemýta fisksoð
! . til mjölvinnslu.
HAFNARFIRÐI — Verksmiðjan Lýsi og Mjöl h.f. sýntli í gær
fréttamönnum og öðrum gestum nýjar vélar, sem fyrirtækið hefir
Cekið í notkun. Vélarnar vinna svo kallað heilmjöl úr soði því,
Eem til fellur í verksmiðjunni. Áður fór forgörðum, sem svarar
S20—25% af lieildarmjölmagni hráefnisins, en með þessum nýju
yélum nytist nú hráefnið að fullu. — Með þessari nýju aðferð til
Bð vinna mjöl úr fisksoði haldast hráefnin betur í mjölinu og
má geta þess, að meira er t. d. af B-fjörvi í mjölinu en ella. — Er
fcægt að vinna 10 tonn af mjöli á klst. með hinum nýju vélum.
Mjölframleiðsla hérlendis hefur mjög aukizt síðari ár og má
því viðvíkjandi geta þess, að árið 1943 var selt mjöl til út-
\ flutnings fyrir 420 þús. krónur, en á s. 1. ári nam verðmæti
' útflutts mjöls um 44 millj. kr.
(Ljósm. S. Vignir).
Góðtemplarareglon ú
íslondi 70 ára 10. jan.
Minnisf sfmælisins með margvísl. hálíðahöldunt
NÆSTKOMANDI sunnudag á Góðtemplarareglan hér á landi 70
ára afmæli. Þann dag 1884 var stúkan ísafold stofnuð á AkureyrL
Voru stofnfélagar 12, en aðalhvatamaður að stofnun stúkunnar var
norskur maður, Ole Lied. — Þessa afmælis reglunnar verðitr
minnzt víða um land, en auk bindindisstarfseminnar hefir reglaiv
á þessum árum unnið gott brautryðjendastarf á sviði menningar-
og félagsmála.
TÖPUÐ VERÐMÆTI
Það hefir lengi verið kunnugt,
að mikil efnatöp eiga sér stað í
afrennslisvatninu eða soðinu frá
síldar- og fiskimjölsverksmiðj-
nm, er vinna karfa eða síld með
6uðu og pressun. Almennt er tal-
ið, að þessi töp nemi 20—25% af
heildarmjölmagni hráefnisins.
Lýsi og Mjöl h.f. hefir lengi haft
hug á að endurbæta verksmiðju
sína, svo að hún yrði fær um að
endurheimta þau verðmæti, sem
töpuðust í soðinu og gjörnýta
þannig hráefnið. í þessu skyni
yar fenginn nýr gufuketill í verk
Smiðjuna árið 1952 og síðan
keypt eimingartæki hjá fyrir-
tækinu Atlas A/S í Kaupmanna-
höfn á s.l. ári. Uppsetningu þess-
ara tækja var iokið í byrjun des-
embermánaðar s.l. og hafa þau
yerið í notkun síðan.
HEILMJÖL
l Tæki þessi eru af hinni svo-
kölluðu þriggja þrepa gerð og
eru þau því mjög sparneytin á
eldsneyti. Gufunotkun þeirra er
1 tonn fyrir hver 2.4 tonn af
yatni, sem þau eima úr soðinu.
Mestu afköst eru 10 tonn af soði
é klst. Tækin taka við öllu soði,
gem til fellur í verksmiðjunni og
eima úr því vatn, þar til þurr-
efnismagn soðsins, sem í upp-
hafi var ca. 6% er komið upp I
Ca. 40%. Þegar eimingunni er
lokið, er soðið orðið að þykkt-
fljótandi mauki eða soðkjarna
eins og það er kallað. Soðkjarn-
Bnum er síðan blandað saman við
pressukökuna á leið hennar í
þurrkarann og blandan. síðan
þurrkuð og möluð á venjulegan
hátt. Mjölið, sem þannig fæst,
gengur undir nafninu heilmjöl.
Það er að sumu leyti verðmæt-
Bra sem fóður en venjulegt síld-
Br- eða karfamjöl, liggur munur-
Inn einkum í því, að heilmjölið
Inniheldur mun meira af vita-
mínum af B flokki og öðrum nær
ingarfræðilega mikilvægum efn-
Um. í Noregi hefir heilmjöl til
Skamms tíma verið selt á innan-
landsmarkað á hærra verði en
yenjulegt mjöl, hins vegar mun
þessa verðmunar ekki gæta, þeg-
Br um útflutning er að ræða.
FULLKOMIN VERKSMIÐJA
I Síðan eimingartækin voru tek-
In í notkun hefir verið unnið í
|>eim karfasoð og einnig soð frá
þorskfiskbeinum. Hafa tækin
reynzt í alla staði vel og vinnslan
gengið vandræðalaust. Þess má
geta, að soð frá þorskbeinum hef-
ir ekki áður, það vitað er, verið
eimað i tækjum af þessu tagi.
Við vinnslu þorskbeinasoðsins
hafa ekki komið fram neinir
tæknilegir erfiðleikar umfram
þá, sem fylgja eimingu annarra
soðtegunda.
Forstjóri Lýsis og Mjöls h.f.
er Olafur Elíasson og verksmiðju
stjóri er Jón Sigurðsson. Hafa
þeir ásamt stjórn fyrirtækisins
endurbætt verksmiðjuna eins og
frekast er kostur, og gert hana
með dugnaði sínum, að fullkomn
ustu verksmiðju sinnar tegund-
ar hérlendis. — G.
Athugun fer fram á öruggu lægi
fyrir „Hæring“ utan hafuariimar
Félik traust
PARÍS 7. jan. — Stjórn Laniels
hefur fengið traust . franska
þingsins. Atkvæðatölurnar voru
319:249. Var þessi atkvæðamunur
meiri nú en búizt hafði verið við,
og er ástæðan sögð sú, að meiri
hluti þingmanna hafi ekki vilj-
að taka á sig þá ábyrgð, að verða
valdir að stjórnarkreppu fyrir
Berlínarfundinn. •—Reuter.
í SAMBANDI við umræðurnar
á bæjarstjórnarfundi í gær um
flutning Hærings úr höfninni,
hófu fulltrúar minni hlutaflokk-
anna árásir sínar vegna kaupa
Hærings.
Jóhann Hafstein tók til máls
og sagði m. a., að rétt væri að
rifja upp nokkur atriði í sam-
bandi við kaup Hærings:
1. Þegar hinar miklu síldar-
göngur komu í Hvalfjörð og
Kollafjörð töldu allir höfuðnauð-
syn að koma upp síldarverk-
smiðju sem væri tilbúin að ári.
2. Síldarbræðsluskipið Hæring-
ur var tilbúinn til vinnslu með
þessum stutta fyrirvara.
3. Að kaupum skipsins unnu
erlendis þeir Jón Gunnarsson,
verksmiðjuverkfræðingur og Ól-
afur Sigurðsson, skipaverkfræð-
ingur.
4. Skipið er að vísu gamalt, en
var endurbyggt af ameríska flot-
anum 1944-—45 og notað sem við-
gerðarstöð með Kyrrahafsflotan-
um.
5. Kaupverðið á þessu 9000 tn.
skipi var sama og á miðlungs
fiskiskipi hér. Kostaði það heldur
minna en endurbyggingin á Sæ-
björgu — eða 1.2 milij kr.
6. Skipið endurbyggt og með
fullbúinni síldarverksmiðju reiðu
búið til vinnslu kostaði 10—11
millj. kr. Svipaðar verksmiðjur
höfðu þá nýverið verið byggðar
á Siglufirði og Skagaströnd fyrir
um 20 millj. króna.
7. Þegar Hæringur kom hingað
voru blaðamönnum látnar í té
fyllstu upplýsingar um skipið og
kosti þess sem verksmiðjuskips.
Þá fluttu öll blöðin vinsamleg
ummæli um Hæring og byggingu
verksmiðju í skipinu.
8. Ásakanir á forráðamenn og
skipið hófust fyrst, þegar síldin
brást.
9. Það er ástæða til að vera
mjög þakklátur þeim Jóni Gunn-
arssyni og Ólafi Sigurðssyni fyrir
þau ágætu störf, haldgóðu þekk-
Sérstök afmælisnefnd hefir
annazt skipulagningu hátíða-
haldanna hér í Reykjayík, og
ræddi hún við blaðamenn í gær.
Formaður nefndarinnar er Sverr-
ir Jónsson, stórkanzlari, en aðr-
ir í henni eru: Guðmundur G.
Hagalín, Páll Jónsson, Lára Guð-
mundsdóttir og Ólafur Hjartar.
GUÐSÞJÓNUSTA OG
HÁTÍÐARFUNDUR
Sunnudaginn 10. janúar kl. 2
verður hátíðarguðsþjónusta i
Dómkirkjunni. Séra Kristimv
Stefánsson, fyrrverandi stór-
templar, prédikar og séra Óskar
J. Þorláksson, dómkirkjuprestur,
þjónar fyrir altari. Guðsþjón-
ustunni verður útvarpað.
Kl. 4 e. h. hefst hátíðarfundur
í Stórstúku íslands í Góðtempl-
arahúsinu, en þar verður flutt
sérstök hátíðardagskrá og er öll-
um Góðtemplurum heimill að-
gangur að þeim fundi.
HÁTÍÐARFUNDUR
ÞINGSTÚKUNNAR
Miðvikudaginn 13. janúar verð
ur hátíðarfundur í Þingstúku
Reykjavíkur í Góðtemplarahús-
ir.u. Verður þar flutt dagskrá,
sem er sérstaklega helguð starfl
Góðtemplarareglunnar hér i
Reykjavík. Er ráðgert, að sá
fundur verði opinn fyrir alla,
bæði reglufélaga og aðra, sem
ingu og dugnað, sem þeir sýndu
við kaup Hærings og byggingu
síldarverksmiðju í skipinu. Aðr-
ir þeir, sem unnu að þessu máli,
lögðu sig allir fram af einlægni
Og samvizkusemi.
10. Ef nokkur síldveiði hefði
orðið, þegar Hæringur var til-
búinn til vinnzlu, þá hefði þessi
framkvæmd margborgað sig á 2
—3 vikum með því verðlargi, sem
þá var á sildarafurðum. Mikil
atvinna og arðvænleg hefði skap-
azt fyrir almenning.
Jóhann Hafstein rakti þannig
ýms meginatriði í sambandi við
kaup „Hærings", en allt það mál
hefur á síðustu tímum verið. hul-
ið í þoku áróðurs þeirra, sem
fylgdu því fast að skipið yrði
keypt, eftir að síldarvonirnar
brugðust og er sá ef'árleikur
rauðu flokkanna jafn illa til
fundinn og hann er rætinn.
Borgarstjóri átaldi harðlega
hinar ómaklegu árásir kommún-
ista og Þórðar Björnssonar á Jó-|t>anáað vilja koma. Að öðru leyti
hann Hafstein. Allir bæjarfull-í™1111 dagskrá fundarins auglýst
trúar og þorri bæjarbúa hefði.Slðar-
verið á einu máli um það 1948, SAMSÆTI 17. JANÚAR
að nýja síldarverksmiðju þyrfti. Sunnudaginn 17. janúar verð-
að fá sem skjótast, vegna Hval-'ur svo samsæti í Sjálfstæðishús-
fj arðarsíldarinnar og að nærtæk- inu. í samsætinu
ast og hentugast yrði að fá fljót- sérstök
verður
afmælisdagskrá,
flutt
sem
Frsmboðslisti Sjálfstæðismanna
í Kópavogshreppi lagður fram
FULLTRÚARÁÐ Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogshreppi samþykkti
í fyrrakvöld á fundi sínum framboðslista Sjálfstæðismanna við
hreppsnefndarkosningarnar, sem fram eiga að fara 31. jan. n. k.
Áður hafði fram farið prófkosning um val manna á listann. Var
hún lögð til grundvallar við röðun hans.
1. Jósafat Líndal skrifstofustjóri.
2. Arnljótur Guðmundsson lögfræðingur.
3. Jón Sumarliðason bifreiðaeftirlitsmaður.
4. Gestur Gunnlaugsson bóndi.
5. Sveinn S. Einarsson verkfræðingur.
6. Baldur Jónsson framkvæmdarstjóri.
7. Guðmundur Egilsson loftskeytamaður.
8. Gunnar Steingrímsson verkstjóri.
9. Vilberg Helgason vélsmíðameistari.
10. Jóhann Schröder garðyrkjumaður.
Mikill áhugi ríkti á fundinum fyrir að vinna ötullega að sigri
listans.
andi verksmiðju. Nefnd frá ýms-| verður í aðalatriðum sem hér
um aðiljum, undir ötulli for- segir:
mennsku Jóhanns Hafstein hefði | Hátíðin sett af formanni af-
komið á fót þessari fljótandi síld- mælisnefndar, Sverri Jónssyni,
arverksmiðju á ótrúlega stuttum stórkanzlara, sem jafnframt mun
tíma.
Ef síldin hefði haldið áfram
að koma í Hvalfjörð hefði Hær-
ingur borgað stofnkostnað sinn
á stuttum tíma, og orðið mikil
búbót fyrir bæinn og þjóðina alla,
þá hefði sérhver sanngjarn mað-
ur hlotið að þakka Jóhanni fcr-
göngu hans og dugnað. En fyrst
síldin brást og Hæringur fékk
ekki verkefni fremur en aðrar
síldaverksmiðjur víðsvegar um
land, þætti þessum bæjarfulltrú
um og málgögnum þeirra sér
sæma að hrakyrða Jóhaim fyrir
atorku hans við öflun þessarar
verksmiðju. Slíkar ádeilur væru
ómaklegar og lítilmannlegar.
Pétur Sigurðsson bæjarfulltrúi
skýrði frá, að stjórn Hærings,
hafnarstjóri Og vátryggjendur
Hærings hefðu átt ítarlegar við-
ræður að undanförnu um það,
hvernig Hæring yrði komið í ör-
uggt lægi utan hafnarinnar, og
mundu þessi mál vafalaust koma
til kasta hafnarstjórnar næstu
daga.
Með tilvísun til þess var sýn-
ingartillögu frá kommúnistum
um athugun á lægi Hærings vís-
að til hafnarstjórnar.
Ræða fyrirkomulag
BERLÍN 7. jan. — Hernáms-
stjórnir Bandaríkjanna, Breta,
Frakka og Rússa í Bc"1''
komið saman til funda:
til þess að ræða fyrirs.
Berlínarráðstefnunnar, þi
utanríkisráðherrar fjórveldanna
mæta til fundar 25. jan. n. k.
stjórna samsætinu. Stórtemplar,
séra Björn Magnússon prófessor,
flytur ræðu um störf og stefnu
Góðtemplarareglunnar. -Samieik-
ur á fiðlU og píanó, Ingvar Jón-
asson og Fritz Weisshappel leika.
Indriði Indriðason rithöfundur
flytjur erindi. Mun erindi hana
fjalla um ýmis atriði úr sjötítt
ára starfssögu Góðtemplararegl-
unnar hér á landi. Söngfélag
I. O. G. T. mun syngja undir
stjórn Ottós Guðjónssonar.
Maríus Ólafsson skáld, mun lesa
afmælisljóð, sem hann hefur
orkt. Guðmundur G. Hagalín, rit-
höfundur, les nýsamda smásögu.
Nokkrir gestir flytja stutt ávörp,
og að lokum verður dansað tií
kl. 2 eftir miðnætti.__
Listi Sjálfsiæðis- !
manna í Nes-
kaupstað * 1 2 3 4 5 6 7 8 9
NESKAUPSTAÐ, 7. jan. — Fram
boðslisti Sjálfstæðismanna hér
hefir verið birtur- og eru efstu.
menn hans þessir:
1. Jóhann P. Guðmundsson,
húsgagnameistari, 2. Reynir
Zoega, vélsmíðameistari, 3. Her-
bert Þórðarson, skipstjóri, 4.
Björn Björnsson, framkv.stj.,
5. Gunnar Guðmundsson, málra-
ste/pu eistari, 6. Karl Karlsson,
"'ík ->p; >aður, 7. Kristín Magnús-
'• iíir. hjúkrunarkona, 8. Þórar-
| ínn Guðmundsson, vésmíðameist-
era ari 9. Tómas Zoega, sparisjóðs-
forstjóri og 10. Jón Sigfússon,
skattstjóri. .