Morgunblaðið - 08.01.1954, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 08.01.1954, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐ IÐ Föstudagur 8. janúar 1954 1 1 ~ ■ SJÍGa, forsytrnnr - RÍKI MAÐURINN - | Eftir John Galsworthy - i’ - Magnús Magnússon íslenzkaði Framhaldssagan 21 Ósjálfrátt orkaði alúð hennar og hinn tælandi ilmur, sem ang- aði frá henni, á James. En enginn Forsyte með sjálfsvirðingu gafst upp í fyrstu umferð. Honum varð jþað eitt að orði, að hann bæri «kki skyn á þessa hluti, en sér virtist svo, að hún mundi eyða allmiklu í föt. Bjallan hringdi. Hún rétti hon- um hvítan arminn, leiddi hann inn í borðstofuna og til sætis So- ames. Svo leiddi hún talið að lionum sjálfum. Og innan stundar fór James að líða sérstaklega vel. Hann fann, að maturinn var honum hollur •— en þeirrar kenndar hafði hann aldrei notið heima. Hann minntist þess ekki að hafa notið nokkru sinni eins ljúflega kampa vínsins, og þegar hann spurði um merkið og verðið, komst hann að því sér til hinnar mestu undr- unar, a ðþað var sama tegund og liann sjálfur átti miklar birgðar a£ heima hjá sér, en það hafði aldrei bragðast honum svona vel. Hann ákvað þegar að kvarta vndan þessu við innkaupa mann- inn sinn. Hann hlaut að hafa prettað hann. Hann leit upp frá diskinum og sagði: „Þú átt mikið af fallegum munum. Hvað hefurðu nú t.a.m. gefið fyrir þessa sáldskeið? Það kæmi mér ekki á óvart þótt hún hefði nú kostað skilding“. Einkum fannst honum mikið til um, er hann rakst á mynd, sem hann hafði sjálfur gefið t»eim. „Mig óraði ekki fyrir því, að hún væri svona góð“. Þau stóðu upp og gengu inn í dagstofuna. James gekk fast við hlið hennar. „Það skal ég játa, að þetta var Ijúffengur miðdegisverður“, sagði hann brosandi, „engir jjungir réttir, og matreizlan ekki um of frönsk. En svona mat fæ ég aldrei heima hjá mér. Ég greiði eldabuskunni sextíu pundf á ári, en hún kann ekki að búa til miðdegisverð á við þenna“. Enn hafði hann ekki minnzt á húsið og lét það farast fyrir, t>ví að Soames var að fara, sagð- ist eiga ólokið nauðsynlegum við- skiptum. Hann fór samt ekki á skrifstofuna heldur smeygði sér inn í herbergið uppi, þar sem hann geymdi málverkin sín. James varð einn eftir hjá tendadóttur sinni. Hann var enn undir áhrifum af hinu góða víni, sem hann hafði drukkið. Hann varð æ hrifnari af henni. Hún var óneitanlega töfrandi. Hún kunni þá list að hlusta, og það virtist einnig svo, að hún fylgd- ist vel með því, sem hann sagði. Og á meðan hún talaði virti hann hana fyrir sér, frá eirlit- uðum skónum til gullinná hár- lokkanna. Hún hvíldi í djúpum stól, hvítar, fagrar herðarnar uumdu við brún stólsins, líkami hennar, seiðandi fagur sveigðist mjúklega til við hverja hreyf- ingu, eins og hún væri að þrýsta sér að barmi elskhuga síns, bros lék um varirnar og augun voru hálflokuð. Þótt James 'væri kominn til ára sinna kunni hann enn að meta kvenlega fegurð og töfrar hennar orkuðu svo á hann, að hann þagnaði. Hann minntist jþess ekkí að hafa setið nokkru srnni einn hjá Irenu. Og þegar hann leit á hana fann hann til einkennilegrar kenndar, eins og hann stæði gagnvart einhverju annarlegu og ókunnu. Hvað gat hún verið að hugsa um? Er hann tók aftur til máls, talaði hann hærra og kuldalegar en áður. Það var eins og hann hefði hrokkið upp af værum draumi. „Hvað hefurðbL fyrir stafni all- an liðlangan daginn? Þú kemur aldrei til Park Lane“. Hún bar fram nokkrar einsskis verðar afsakanir, og James leit ekki á hana. Hann vildi ógjarna trúa því að hún forðaðist þau af ásettu ráði — væri svo, þá var allra veðra von. „Þú hefur líklega aldrei tíma til þess, þú ert öllum stundum með June. Ég geri ráð fyrir því, að það komi sér vel fyrir hana að hafa þig, nú, þegar hún er trúlofuð. Mér er sagt, að hún sé aldrei heima, og það mun nú Jolyon gamla geðjast lítt að. Það er líka sagt, að hún sé alltaf með þessum Bosinney, ég geri ráð fyrir að hann komi hér dag- lega; Jæja, hvað segir þú um hann? Heldur þú, að hann þekki sjálfan sig? Mér finnst mjög lítið til um hann. Ég gæti trúað, að það væri meira spunnið í gráu merina en folann“. Irena roðnaði. James leit tor- tryggnislega á hana. „Þú skilur ef til vill ekki herra Bosinney til fulls“, svaraði hún. „Skil hann ekki“, hvæsti James. „Því skildi ég ekki skilja hann — það dylst nú ekki að hann er einn af þessum lista- mannaoflátungum. Þeir segja, að hann sé slingur, en það þykjast þeir nú allir vera. En þú veizt nú sjálfsagt meira um hann en ég“, bætti hann við, og aftur leit hann hvasst á hana. „Hann er að teikna hús fyrir Soames“, sagði hún blíðlega, vildi auðsjáanlega gera gott úr öllu. „Ja, það var nú einmitt það, sem ég ætlaði að minnast á við þig“, hélt James áfram. „Ég skil ekki hvers vegna Soames er að fela jafn ungum manni og honum þetta. Því leitar hann ekki til viðurkenndra byggingameist- ara?“ „Bosinney er nú máske jafn- oki þeirra“. James stóð upp og stikaði álút- ur um stofuna. „Já, svona er það ávallt", sagði hann. „Allir hinir ungu hanag saman. Þeir þykjast vita betur en allir aðrir“. Hann nam staðar fyrir framan hana, rétti úr háum, beinaberum skrokknum, hóf fingurinn í hæð við brjóstið á henni, eins og hann væri að mótmæla fegurð hennar, og sagði: „Ég hef það eitt að segja, að á alla þessa listamenn, eða hvað það nú er, sem þeir kalla sig, er ekki hægt að treysta. Og ég vil ráðleggja þér, að hafa sem minnst saman við hann að sælda“. Irena brosti, en drættirnir um munninn urðu þrjóskulegir, og alúðin í viðmótinu sýndist horfin. Barmur hennar hófst og hneig eins og hún væri að bæla niður dulda reiði. Hún dró að sér hand- leggina af stólbríkunum unz fingurgómar hennar mættust og órannsakanleg, dökk augun störðu á James, sem skrefaði þungbúinn um stofuna. „Eg segi þér það sem mér býr í brjósti", sagði hann, „það er leitt, að þú skulir ekki hafa eign- ast barn, svo að þú hefðir um eitthvað að hugsa“. Irena varð rauð í framan af reiði og jafnvel James tók eftir því, að allur líkami hennar þrútnaði undir mjúku silkinu. Hann varð svo skelkaður yfir því, hvað hlotist hafði af þess- um orðum hans, að hann greip til þess ráðs, sem kjarklitlum mönnum er löngum gjarnt til, að reyna að réttlæta sig með því að verða óðamála. „Það virðist svo sem þú hafir ekki ánægju af því að fara eitt- hvað. Hvers vegna ferðu ekk- ert? Því kemur þú ekki með okkur til Hurlingham, eða ferð við og við í leikhúsið. Kona á þínum aldri ættir að hafa gaman af slíku — þú ert svo ung“. BLÓM AÁST 2 mjög. Og hún bað oft guð heitt og innilega að hjálpa sér í þeim efnum. „Ó, hvað það væri ánægjulegt að geta frætt stallsystur sínar um nöfn blómanna,“ hugsaði Ásta með sér. „Góði guð, segðu mér nú hvað blómin heita.“ Einn heiðskíran og hlýjan júlídag var Ásta að leika sér úti á túni að vanda. í túninu var ofurlítill bolli, sem aldrei var sleginn fyrr en á haustin, og var hann nefndur Blóma- skál, af því að þar var meira blómskraut en á nokkrum öðrum stað á túninu. Blómaskál var uppáhaldsstaður Ástu litlu. Undi hún þar oft margar stundir samfleytt. Þennan fagra júlídag fannst henni Blómaskál vera miklu fegurri en nokkru sinni áður. Hún settist hugfangin niður mitt á meðal dýrgripanna sinna, blómanna. Hún drakk í sig hunangsilminn — drakk i sig fegurðina. — Hún gleymdi öllu; hún var orðin eitt með blómunum. Og áður en hana varði, var hún komin yfir í draumaheim- inn. Blómaskál var orðin að fögrum aldingarði. Þar sat Ásta undir ofurlitlu tré. Allaufgaðar greinarnar vöfðu sig léttilega utan um hana og blómin kitluðu hana á hálsinum — ljósrauð, ilmandi blóm. „Góðan daginn, góðan daginn, Ásta mín!“ heyrðist Ástu litlu vera sagt að baki sér. Hún leit upp og sá þá konu, klædda Ijósrauðum skrúða, standa yfir sér. Rafgeymar 6 og 12 volta, fyrirliggjandi. Bif reiðavör uverzl un Friðriks Berfelsen Hafnarhvoli — Sími 2872 ■i 3 |5 rt ÍMÍ ■■mm Egilssíld Flökin þekkja allir, en hafið þér reynt Egilssíld í I dósum, roðflett, beinlaus og niðursneidd lögð í sojabauna ■ olíu, ef ekki, þá biðjið kaupmanninn ykkar um Egilssíld i í dósum strax í dag, 2 stærðir. ! 80 grömm fyrir húsmóðurina á kvöldborðið. ■ 880 grömm fyrir stærri heimili. Enn fremur saltsíld, 1 kg. dósir. i Fæst í öllum kjötbúðum. ■ ■ Kaupmenn athugið! Heildsölubirgðir mjög takmarkaðar. * B : Kristián Steindórsson. : Sími 82885. Umbúðapappír 40 cm rúllur Fyrirliggjandi. rynýolfóóon & JC varan Auglýsing um umferð í Reykjavík Samkvæmt ákvörðun bæjarstjómar Reykjavíkur hafa biðreiðastöður verið bannaðar á eftirgreindum stöðum: 1. í Þverholti, milli Stakkholts og Laugavegar, beggja vegna götunnar. 2. Að norðanverðu við Ásvallagötu á 20 metra svæði við horn það, er myndast framan við húsið nr. 22. 3. í Hafnarstræti framan við húsið nr. 22. 4. Að norðanverðu við Tryggvagötu framan við « Verkamannaskýlið. Þetta rilkynnist öllum, er hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 7. janúar 1954, Sigurjón Sigurðsson. ■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ MARKAÐURINN | Bankastræti 4. ■ !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.